Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 21 Spáin Verðbólgudraugurinn færir okkur ekki þau skilaboð að útlitið sé gott. Það er þó mikilvægt að horfa björtum augum fram á veg. Árni Sæberg Blog.is Gísli Baldvinsson | 24. september Þetta getur ekki gengið til lengdar – festum gengið Öllum ætti að vera ljóst að flotgengisstefnan er ónýt. Þá ætla ég að ganga í hóp „lýðskrumara“ og lýsa því yfir að krónan sé ónýt. All- ir þeir bremsuborðar sem jafna eiga gengishraðann eru uppbrenndir og krónan sveiflast eins og fjöður í vindi. Af hverju hafa fjölmiðlar ekki kannað það hversu stór hluti þjóð- arinnar fær laun í krónum, og hverjir fá laun í erlendum gjaldmiðli? Gæti ekki endurskoðunarkrafa launþega verið ein- föld? Krefjumst engra hækkana en viljum fá laun okkar í evrum? … Meira: gislibal.blog.is Guðrún María Óskarsdóttir. | 24. sept. Úrlausnir frum- skógarlögmálanna Þegar svo er komið að hluti fólks telur það rétt- lætanlegt að skuldir séu innheimtar með líkam- legu ofbeldi hefur sið- gæði hnignað til muna í einu samfélagi. Maður spyr sig hvernig getur það verið að slíkt viðhorf sé komið til sögu í voru sam- félagi? Að við séum að berjast við það að fólk sé ekki beitt líkamlegu ofbeldi nokk- urs staðar, millum kynja, ellegar hvar- vetna meðan viðhorf þess efnis að inn- heimta peninga geti réttlætt notkun slíks ofbeldis til þess hins arna. … Meira: gmaria.blog.is Stefán Helgi Valsson | 24. september Hefjum hjólreiðar til vegs og virðingar Frábært framtak að útbúa hjóla- og göngukort. Þetta segi ég sem fyrrverandi félagi í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Undanfarin ár hef ég talað fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu sem mið- ast að því að gera hjólreiðastíg umhverfis landið sem nýtist bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Hjólreiðastígur umhverfis landið þýðir nýtt tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Meira: shv.blog.is Í ÞEIRRI tvísýnu í efnahags- málum sem ég reifaði í blaðinu í gær er mikilvægt að skilja að fullu við þá afstöðu að „við höfum samt rétt fyrir okkur“ og þetta sé ímyndarvandi og ranghugmyndir útlendinga. Réttilega hafa margir sett fram efasemdir um peningamálastefnuna sem fylgt hefur verið frá 2001, henn- ar háu vexti og gengissveiflur. Sú til- raun hefur a.m.k. ekki skilað tilætl- uðum árangri; verðtryggingarkerfið dregur úr áhrifum stýrivaxta, áhrif gengis á kaupgleði Íslendinga eru trúlega vanmetin, e.t.v. hófst hækk- un stýrivaxta of seint, lækkun bindi- skyldu misráðin o.s.frv. Oft er gagn- rýnin hinsvegar ábyrgðarlaus svo sem í upphrópunum um tafarlausa lækkun vaxta. Það kann að vera til vinsælda fallið, enda almenningur langþreyttur á sveiflum og vaxta- okri. Þegar vandinn er lausa- fjárskortur og verðbólga 15% er svarið augljóslega ekki vaxtalækkun. Hitt er mikilvægt að um leið og að- stæður skapast til vaxtalækkana verði það nýtt þá þegar og þeim að- stæðum viðhaldið svo lækka megi vexti hratt. Þetta er afleiðing ofþenslu og þeirrar framsóknarmennsku að ætla að gera allt fyrir alla strax. En nú er ekki tíminn til að guggna því tíma- bundinn samdráttur er barnaleikur hjá viðvarandi verðbólgu. Viðvarandi útþensla ríkisútgjalda, ótæpilegar skattalækkanir og yf- irboð Íbúðalánasjóðs spilltu allri við- leitni Seðlabankans og gerðu fram- kvæmd stefnunnar illmögulega. Nú ríður á að samkvæmni gæti með Seðlabanka og ríkisstjórn um túlkun ástandsins og nauðsynlegar aðgerð- ir, því ef þessir burðarásar hag- stjórnar eru ekki á einu máli hvernig á þá umheimurinn að hafa traust á landinu? Þá þarf að efla faglegan trú- verðugleika bankans, með því að leggja af bankaráðið, bæta gagna- öflun og úrvinnslu, láta bankastjórn rökstyðja stefnu sína opinberlega o.s.frv. Hlutabréfin heim? Forysta atvinnurekenda og launa- fólks hefur haft uppi mikla gagnrýni um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Það er athyglisvert þegar haft er í huga að lífeyrissjóðir undir þeirra forystu geyma hundruð milljarða er- lendis. Ýmsir hafa bent á að nú ætti að losa þær fjárfestingar sem hag- fellt er að losa og flytja heim. Enda ætti að vera sjóðunum hagstætt að flytja eignir heim með krónuna svo veika en í þeirri mynt eiga þeir síðar að greiða lífeyri. Því verður þó að sýna skilning að verð erlendra eigna hefur lækkað og því margt sem ekki væri skynsamlegt að selja nú. Ennfremur er sú áhættudreifing sem í erlendum eignum líf- eyrissjóðanna felst ákjósanleg. Því væri hitt trúlega miklu far- sælla að lífeyrissjóð- irnir beittu erlendum eignum sínum til að afla erlends lausafjár í arðbærar fjárfestingar á Íslandi en urmull slíkra tækifæra mun opnast á næstunni. Þannig mætti allt í senn halda hinum er- lendu eignum, láta þær vinna og stuðla að stöð- ugleika á Íslandi. Tals- menn vinnumarkaðar- ins þurfa að gera grein fyrir því hvernig best sé að nýta afl lífeyr- issjóðanna við núver- andi aðstæður. Hlutverk banka Mestar kröfur eig- um við þó, eins og aðr- ar þjóðir, að gera til bankanna. Kostir virð- ast því samfara að dreifa áhættu þannig að saman fari eign- arhald viðskiptabanka og fjárfest- ingabanka. Nauðsynlegt er þó að gera allt aðrar kröfur til fjárfest- ingaþáttarins en viðskiptabanka- starfseminnar um eiginfjárhlutfall o.fl. Rekstrarlegur aðskilnaður þess- ara þátta gæfi yfirvöldum færi á því að verja skilyrðislaust viðskipta- bankastarfsemina en vega meira og meta fjárfestingabankana eins og bandarísk og bresk yfirvöld hafa gert. Við viljum byggja upp þjónustu- samfélag með þeim sterka fjár- málageira sem það krefst. Þannig sköpum við áhugaverð störf og lífs- kjör fyrir komandi kynslóðir. Til þess þurfum við til skamms tíma að skapa krónunni mun sterkari vara- sjóð. Hitt er líklegt að til lengri tíma rýrni hagnaður fjármálafyrirtækja og þau muni ekki geta greitt kostnað við slíkan varasjóð. Því sé einboðið að taka upp evru, vilji menn ekki aft- urhvarf til framleiðslusamfélagsins. Það verður að gera þá kröfu á næstu misserum að bankarnir sýni ábyrgð gagnvart fólki m.a. með því að afleggja ábyrgðarmannakerfið og innleiða greiðsluaðlögum til að koma í veg fyrir keðjuverkun greiðsluerf- iðleika. Við þurfum líka að læra af lausunginni á uppgangstímunum og skerpa aðhald og eft- irlit með fjár- málamarkaðinum. Afnám tolla og stimpilgjalda Veislugleði í út- gjöldum ríkis og sveit- arfélaga á þensluskeið- inu var óhófleg. Þörf er á aga í opinberum fjár- málum og aðhaldi, m.a. með beitingu viðurlaga við brotum á fjárlögum. Þá er mikilvægt að sameina sveitarfélög og setja skorður við halla- rekstri þeirra en skipu- lagsskortur olli nokkru um offjárfestingu á hús- næðismarkaði. Allar spár segja ríkissjóð með halla á komandi ári. Mikilvægt er að til lengri tíma sé aðhalds- stig fjárlaga aukið og rekstrarafgangi náð með aðgerðum, jafnt til að minnka útgjöld og auka tekjur. Samdráttarskeiðið framundan verður eink- um í og við höfuðborg- ina og mikilvægt að versnandi hagur rík- issjóðs dragi ekki úr framkvæmdum þar. Líklega verður að taka á næstu árum erfiðar ákvarðanir, jafnvel um hækkun gjalda og skatta, þó eru tilteknar álögur sem vert væri að lækka nú. Afnám stimpilgjalda hófst í sumar en rétt væri að afnema þau með öllu tafarlaust. Einnig þarf að lækka innflutningsálögur á mat- vörur en það leiðir til lítils tekjutaps miðað við þau miklu áhrif sem það hefði á matarverð í landinu. Í verð- bólgu eins og nú er sérlega brýnt að leita leiða til að létta útgjöld til nauð- þurfta sem koma hinum efnaminnstu best. Félagslegur stöðugleiki Mikilvægt er að huga sérstaklega að hinum tekjulægri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, og að því að efla al- mennan sparnað í landinu. Fé- lagslegur stöðugleiki er nefnilega til langframa forsenda fyrir efnahags- legum stöðugleika. Sá félagslegi og fjárhagslegi styrkur sem við nú sækjum í lífeyrissjóðakerfið okkar á að vera okkur hvatning til að styrkja enn frekar sparnað svo sem húsnæði og séreignarlífeyri. Mikilvægt væri að gera meðal- og lágtekjufólki kleift að taka þátt í hinu síðarnefnda í auknum mæli. Hinir betur settu þurfa einnig að leggja af mörkum til félagslegs stöðuleika og nauðsynlegt er fyrir fjármálastöðugleika að at- vinnulífið taki fyrir ofurlaunasamn- inga. Hitt er hneisa fyrir stjórnmála- forystuna að hún hafi ekki einfaldlega getað afnumið eft- irlaunalögin frá 2003. Þjóðin á að velja Í bráðlæti okkar níðum við jafn- aðarmenn stundum niður íslensku krónuna óígrundað. Staðreyndin er sú að krónan reyndist okkur stund- um vel við að skapa hér eftirsókn- arverð lífskjör og byggja upp sjávar- útveg og stóriðju meðan fjármagnshreyfingar voru ófrjálsar og gjaldeyrismarkaðir miklum tak- mörkunum háðir milli landa. Þetta er horfinn heimur. Í opnu alþjóðlegu hagkerfi nútímans má hins vegar efast um að hún dugi. Margt bendir til að þó að krónan hafi þjónað gær- deginum, mæti evran margfalt betur væntingum okkar um morgundag- inn, hvort sem er á sviði versl- unarfrelsis, matvöruverðs, vaxta- stigs eða atvinnuþróunar. Jafnframt því sem ríkisstjórnin vinnur að því að ná hér stöðugleikaskilyrðunum fyrir inngöngu í evrópska myntsamstarfið er nauðsynlegt að hefja hið fyrsta pólitíska ferlið sem leitt getur til inn- göngu í ESB. Ekki eru líkur til að aðrir stjórnmálaflokkar en Samfylk- ingin geti sameinað fylgismenn sína um að rétt sé að sækja um. En þótt hina flokkana skorti pólitískt þrek í stærsta hagsmunamáli samtímans, þarf Ísland að taka afstöðu. Það er því brýnt að stjórnarflokkarnir nái saman um að gefa þjóðinni færi á því að greiða atkvæði um hvort sækja eigi um aðild. Því miður hafa einfeldningslegar hugmyndir um upptöku evru án að- ildar að ESB tafið umræðuna. Sú hugmynd gengur út á að Evrópa láni okkur myntina sína og Seðlabank- ann sinn sem bakhjarl Íslands og þar með íslensku bankanna svo þeir geti svo haldið áfram að keppa hraust- lega um hærri innlánsvexti og ýmis fjárfestingartækifæri við evrópsku bankana. En við viljum samt ekki verða hluti af sambandi þessara landa sem við viljum að hjálpi okkur við að keppa við sig. Órar af þessu tagi eru auðvitað bara tímasóun, því annaðhvort göngum við í ESB eða spjörum okkur án þeirra aðstoðar í samkeppni þjóðanna. Það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana, jafnvel þó við séum Íslend- ingar. Það er rangt að aðild- arumsókn gagnist ekki í vanda dags- ins. Hún leysir hann ekki en er mikilvægur hluti þess trúverð- ugleika sem við verðum að efla. Nú þegar hjarðhegðun markaðarins er í hámarki er mikilvægt að stefna okk- ar verði skýr og aðgerðir ákveðnar. Umbrotatímar í efnahagsmálum eru jafnan tímar mikilla tækifæra. Gríp- um þau. Eftir Helga Hjörvar »… nauðsyn- legt að hefja hið fyrsta póli- tíska ferlið sem leitt getur til inngöngu í ESB. Ekki eru líkur til að aðrir stjórnmála- flokkar en Samfylkingin geti sameinað fylgismenn sína um að rétt sé að sækja um. Helgi Hjörvar Höfundur er alþingismaður. Tímar mikilla tækifæra Jón Bjarnason | 24. september Smekklaus framkoma Tilkynning um lokun mjólkurbúsins á Blöndu- ósi og uppsögn starfs- fólks hér eru skelfileg tíð- indi. Mjólkuriðnaður og önnur matvælavinnsla í tengslum við hana á sér langa hefð hér á Blönduósi. Það voru tengslin og nágrennið við öflug landbún- aðarhéruð sem byggðu upp Blönduós. Nú kemur tilkynning um lokun mjólk- urbúsins, eins elsta fyrirtækis á staðn- um og flutning starfanna á vaxtarsvæðin á Suður- og Suðvesturlandi. Margur myndi hafa sagt að þetta ætti að gerast á hinn veginn, þ.e. að störfin flyttust norður á bóginn. Á Alþingi hefur verið meirihluti fyrir því að verja lagaumhverfi sem heimilar verkaskiptingu og samráð mjólkurbúanna til þess einmitt að tryggja dreifða vinnslu. Nú hafa mjólk- urbúin á öllu landinu utan Skagafjarðar verið sameinuð í einn risa sem ég reynd- ar varaði við á sínum tíma og taldi óskynsamlega ákvörðun. Sá risi virðist hafa gleymt samfélagslegum skyldum sínum við byggð og atvinnulíf í landinu. Með þessum lokunaraðgerðum hegðar fyrirtæki mjólkuriðnaðarins sér meir í takt við fjárfestingarsjóði eða „brask- sjóði“, sem samfélagið hefur fengið meir en nóg af. … Þessi vinnubrögð og framkoma öll af hálfu gömlu Mjólkursamsölunnar er að mínu viti til skammar og við heimamenn hljótum að krefjast þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Ég skora jafnframt á samtök bænda og landbúnaðarráðherra að beita sér í málinu þannig að þessi ákvörðun „Auð- humlu“ verði afturkölluð og áframahald- andi mjólkuriðnaður tryggður á Blöndu- ósi. Meira: jonbjarnason.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.