Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 262. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF AÐ SKYNJA OG NJÓTA Í ÞRÍVÍÐU HLJÓÐRÝMI FRÉTTASKÝRING Búnir að fá nóg af ofurlaunaliðinu Leikhúsin í landinu >> 33 Fjölmiðlar eru yfirfullir af fréttum af hinni svokölluðu bankakreppu. Fólk klórar sér í höfðinu yfir upp- hæðum sem fáir skilja. En hvað gerðist og hvernig gat það gerst? Viðskipti Bankakreppan fyrir byrjendur Kaupþing lánaði um 4.000 sænsk- um fjárfestum fyrir kaupum á bréf- um útgefnum af Lehman Brothers. Ekki er ljóst hversu mikið tap fé- lagsins verður vegna þessa. Lánuðu Svíum fyrir Lehman Eignir opinberra fjárfestingarsjóða ríkja við Persaflóa nema helmingi allra slíkra sjóða í heiminum. Eru samt gagnrýndir fyrir skort á reynslu og að borga of lág laun. Lítil reynsla og lág laun í austri Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MIKILL þrýstingur er á hækkanir á vöru og þjónustu vegna veikingar krónunnar og bendir margt til að verðbólgan muni því færast í aukana. Neysluverðsvísitalan hækkaði um 0,86% frá í ágúst sem jafngildir 14% verðbólgu á heilu ári. „Það eru nokk- uð uggvænlegar horfur,“ segir Guð- rún R. Jónsdóttir, deildarstjóri á Hagstofunni. Frá því Hagstofan lauk mælingu sinni fyrir miðjan septem- ber hefur krónan veikst um 7%, sem mun að öllum líkindum koma fram í verðhækkunum á næstunni. „Ef gengisþróunin breytist ekki þá eru horfurnar ekki bjartar,“ segir hún. Viðbúið að meira sé í pípunum Í nýliðnum mánuði mældist 0,94% lækkun á bensíni og olíum í vísitöl- unni, þar sem olíufélögin héldu elds- neytisverðinu að mestu óbreyttu. Í gær bárust hins vegar tilkynningar um 3-4 kr. verðhækkun á bensínlítra og 5-6 kr. hækkun á dísilolíu. ,,Það eru áframhaldandi hækkanir á mörgum liðum. Það eru nánast allir liðir vísitölunnar að breytast,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ. „Við höfum haft einhverjar spurnir af áframhaldandi hækkunum og er þá yfirleitt vísað til gengis krónunn- ar. Við óttumst að við séum ekki al- veg komin yfir kúfinn. Það er viðbúið að það sé eitthvað meira í pípunum.“ Dökkt og uggvænlegt Verðbólgan er 14% en búist er við hækkun vegna veikingar krónunnar                                   ! "     #    $   %              Íbúðaverð | 14 HAUSTLITIRNIR eru allsráðandi um þessar mundir. Hér má sjá tré neðst í Bankastræti speglast í rúðu verslunar hinum megin við götuna svo úr verður mikil litasinfónía. Maðurinn á myndinni heldur för sinni ótrauður áfram og er líklega að hugsa um allt annað en ástand efnahagsmálanna. Haustlitirnir speglast í rúðunni Morgunblaðið/Kristinn  Efnahagsvandinn í Bandaríkj- unum setur sinn svip á kosninga- baráttuna. John McCain sagðist í gær ætla að gera hlé á kosninga- baráttu sinni til að geta einbeitt sér að lausn fjármálavandans í Wash- ington. Hann hvatti Barack Obama til að gera slíkt hið sama og fór jafnframt fram á að kappræðunum sem fram eiga að fara á föstudag- inn yrði frestað. Barack Obama sagðist í yfirlýs- ingu stuttu síðar vera ósammála til- lögu McCains. Hann teldi brýnna nú en áður að almenningur fengi að heyra áherslur frambjóðenda. Það yrði að liggja fyrir hvernig næsti forseti hygðist takast á við vandann. » 16 McCain biður um frest  Tilkoma erlendra glæpagengja sem herja á verslanir hér á landi veldur mörgum verslunarmann- inum ugg. Stuldur á vörum í versl- unum hefur vaxið stórlega á síðustu mánuðum, og framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu er óvæginn í gagnrýni sinni á lög- reglu. Unnið er að nýju úrræði sem gengur út á að þjófum verði gerður kostur á að afgreiða mál með sátt á staðnum. » 6 Þjófnaður úr verslunum hefur aukist gríðarlega  Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir gæti verið á leið til liðs Los Angeles fyrir næstu leiktíð til að spila í nýrri at- vinnumannadeild Bandaríkjanna. Los Angeles ávann sér réttinn til að semja við Margréti og Val í gærkvöldi þegar 28 af bestu leikmönnum heims, utan Bandaríkjanna, var raðað niður á liðin sjö sem leika munu í deildinni. » Íþróttir Á leið til Los Angeles? Margrét Lára Viðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.