Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ 1 6 6 7 2 1 9 8 5 3 5 6 8 4 9 9 2 5 3 4 2 6 7 5 4 7 2 8 7 8 2 9 8 7 Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Sudoku dagbók Í dag er fimmtudagur 25. september, 269. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Andinn opinberast í sér- hverjum til þess, sem gagnlegt er. (I. Kor. 12, 7) Víkverji stundaði mikið fótbolta áunglingsárunum, öll kvöld voru notuð til að sparka. Stundum fram undir miðnætti. Það voru bara vesa- lingar sem slöppuðu af á kvöldin. Og kannski stelpur. Eitt vissi Vík- verji á þessum árum, í upphafi hvolpavitsins, að stelpur voru ekki alslæmar en þær gátu ekki spilað fótbolta. Þær höfðu þetta ekki í sér, boltinn var of stór fyrir þær og svo hittu þær aldrei markið, kunnu ekki að sóla, þoldu ekki að stjakað væri við þeim. Í staðinn fyrir að bölva fóru þær að grenja, sem gengur ekki í al- mennilegum fótboltaleik. Eða hefðu grenjað, þær létu þetta alveg eiga sig og vildu víst frekar vera í einhverjum saklausari leikjum þar sem minna reyndi á kraftana. Einhverju dúkkustandi eða bara eitthvað að blaðra saman. x x x Heimurinn er á hvolfi. Eitt mestaáfallið sem karlmennskulund Víkverja hefur orðið fyrir er lands- leikur kvennaliðsins íslenska við Sló- vena í sumar. Allir vita að leikurinn endaði með stórsigri, slóvensku stelpurnar voru burstaðar. Alveg rótburstaðar! Um þetta leyti var ástandið þannig á karlalandsliðinu að Víkverji gerði það sama og fleiri hetjur, hann grét yfir örlögum þess en auðvitað í laumi. Maður er nú engin stelpa. En af rælni fór hann á leikinn við Slóvena og varð óskaplega hissa, stelpurnar gátu vel spilað. Þær voru satt að segja ótrúlega góðar. Betri en Víkverji var sjálfur. Miklu betri. x x x Tilfinningarnar voru blendnar,má aldrei neitt vera óbreytt, geta stelpur allt? Er hvergi stöðug- leiki? Víkverji er alveg viss um að þær gátu ekki neitt þegar hann var ungur, kannski er þetta annað kven- kyn. Nóg um það, áfram stelpur, þið getið vel unnið Frakkana aftur! Auð- vitað, þið eruð stelpurnar okkar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 lofa, 4 ífæru, 7 voru í vafa um, 8 hjól- gjörð, 9 fótaferð, 11 nöldra, 13 kólna, 14 streyma, 15 þægileg viðureignar, 17 blíð, 20 viðarklæðning, 22 erfingjar, 23 ástæða, 24 ögn, 25 bik. Lóðrétt | 1 prentað mál, 2 óhóf, 3 sýll, 4 stafn, 5 borguðu, 6 fiskur, 10 ódámur, 12 kraftur, 13 frostskemmd, 15 karp, 16 kjáni, 18 leika illa, 19 segl, 20 þroska, 21 taugaáfall. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kunngerir, 8 játti, 9 rýjan, 10 tíð, 11 rimma, 13 innan, 15 skarf, 18 hrönn, 21 jór, 22 padda, 23 elgur, 24 hillingar. Lóðrétt: 2 urtum, 3 neita, 4 eirði, 5 iðjan, 6 þjór, 7 unun, 12 mar, 14 nár, 15 súpa, 16 aldni, 17 fjall, 18 hrein, 19 öngla, 20 nýra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. O–O a6 7. Bb3 Rc6 8. De2 cxd4 9. Hd1 Be7 10. exd4 Ra5 11. Bc2 b5 12. Rc3 Bb7 13. Bg5 O–O 14. d5 exd5 15. Rd4 He8 16. Rf5 Bf8 17. Dd3 g6 18. Dd4 He6 19. Dh4 Db6 20. Rd4 Hd6 21. Bf4 Hd7 22. Bf5 He7 23. Hd3 Hae8 24. Hf1 Bg7 25. Bg5 He1 26. Be3 Hxf1+ 27. Kxf1 Rc4 28. Bh3 Re4 29. b3 Rxe3+ 30. fxe3 Dc7 31. Rxe4 Hxe4 32. Dg3 Be5 33. De1 Bxh2 34. Rf3 Bg3 35. Dd2 De7 36. Dc1 d4 37. exd4 Bd5 38. Hd1 He3 39. Re5 Df6+ 40. Kg1 Bf2+ 41. Kf1 Bh4+ 42. Kg1 Df2+ 43. Kh2 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Þröstur Þórhallsson (2449) hafði svart gegn Braga Þorfinns- syni (2387). 43… Hxh3+! og hvítur gafst upp enda mát eftir 44. Kxh3 Dg3#. Svartur mátar í tveim leikjum. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Buffett-bikarinn. Norður ♠Á8 ♥Á642 ♦1082 ♣K875 Vestur Austur ♠KD3 ♠G4 ♥K108 ♥DG973 ♦73 ♦DG965 ♣ÁG1042 ♣9 Suður ♠1097652 ♥5 ♦ÁK4 ♣D63 Suður spilar 3♠ doblaða. Fyrir nokkrum árum fékk Bretinn Paul Hackett þá ágætu hugmynd að koma á fót bridskeppni milli Evrópu og Bandaríkjanna í anda Ryder-bikarsins í golfi. Maður talaði við mann og fyrr en varði var auðkýfingurinn Warren Buffett kominn í spilið og þá var leiðin greið. Bikarar Buffetts og Ryders fylgjast að í tíma og rúmi. Fyrsta Buf- fett-mótið fór fram á Írlandi fyrir tveimur árum, nú var það haldið sam- hliða Ryder-bikarnum í Louisville, Kenturky. Evrópa vann í þetta sinn. Frakkinn ungi Tomas Bessis varð sagnhafi í 3♠ dobluðum í spilinu að of- an eftir lýsandi sagnir. Vestur hafði opnað á laufi og austur sýnt rauðu lit- ina. Út kom hjarta. Bessis trompaði tvisvar hjarta, tók tvo efstu í tígli og sendi vestur inn á tromp í lokin til að spila frá ♣Á. Níu slagir. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Kannski nennirðu ekki að vinna af því að þú veist ekki til hvers er ætlast af þér. Spurðu þá. Kennari, yfirmaður eða félagi vill fús upplýsa þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fræðilega er allt mögulegt. Í raun- veruleikanum gerist bara það sem þú ýtir í gegn af öllum krafti. Velgengni krefst mikils átaks í dag, en sigurinn er sætari fyrir vikið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft ekki að brjóta á bak aft- ur hindrunina milli þín og markmiðs þíns. Það er undravert hversu vel má verja sig með blíðu – eins og vatn sem breytir fjalli í sand. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Suma daga ertu ekki einu sinni viss um hver hinn sanni þú ert. Því er allt- af gaman þegar aðrir sjá eitthvað í þér sem þú vildir fela eða vissir ekki að væri þar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Línan milli öryggis og hroka er fín en skýr. Öryggi er þegar þú ert viss um að geta sigrað. Hroki er þegar þú traðkar á öðrum til að ná sigrunum í gegn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert í sannkölluðu íþróttaskapi, og alltaf þremur skrefum á undan í leikn- um. Sem er gott, því sumir „leikmann- anna“ vita ekki enn að þetta er leikur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú gætir verið á hlaupum í dag fyrir einhvern annan, og þér er alveg sama. Samband þitt við kröfuharðan einstakling er jafn krefjandi og það er gefandi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hvettu þig til að skerpa hæfi- leika þína. Þegar þú lærir og æfir þig verðurðu hrifinn á brott af áhuga þínum, sem kynnir þig fyrir skemmtilegu fólki. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það sem þú kallar dekur finnst öðrum nauðsynlegt viðhald. Ef þú vilt ekki gera það upp á grín, gerðu það þá til að hugsa vel og vandlega um sjálfan þig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú færð lúmskan grun um að einhver viti ekki alveg hvað hann er að gera. Lestu í fólk. Gerðu allt til að koma í veg fyrir að ráða röngu manneskjuna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Til að verk takist sem best þarf að skila framúrskarandi vinnu. Þú þarft samt ekki að gera það allt. Hvettu aðra til að koma með lausnir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú syngur með útvarpinu, talar við sjálfan þig úti á götu, blístrar í lyftunni. Ef þú heldur að enginn sé að horfa er það rangt. Gleði þín er smitandi. Stjörnuspá Holiday Mathis 25. september 1958 Fyrsti breski togarinn var tek- inn innan nýju 12 mílna land- helginnar. Það voru varð- skipin Óðinn og María Júlía sem tóku togarann Paynter en slepptu honum síðan, sam- kvæmt ákvörðun dóms- málaráðherra. 25. september 2000 Vala Flosadóttir, 22 ára, vann bronsverðlaun á Ólympíu- leikunum í Sydney með því að stökkva 4,50 metra í stangar- stökki. „Þetta var hreinlega yndislegt,“ sagði Vala í sam- tali við Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Elín Árnadóttir, Ástþór Jón Tryggvason, Þuríður Inga Gísla- dóttir, Ólöf Sigurlín Einarsdóttir, Aron Bjartur Jóhannsson og Sig- urður Á. Gíslason frá Vík héldu tombólu í ágúst sl. við anddyri Íþróttahússins og söfnuðu 10.596 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum. Á myndina vantar Sigurð Á. Gísla- son. Hlutavelta Anna Katrín Ólafsdóttir og Sandra Árnadóttir frá Selfossi héldu tombólu og söfnuðu 2.218 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. HLYNUR Hallsson ætlar að taka daginn í dag ró- lega en mun að öllum líkindum halda upp á afmæl- ið í Nýlistasafninu á laugardaginn milli kl. 17 og 19. „Sýningunni minni í Nýlistasafninu er að ljúka um helgina og er tilvalið að enda hana með afmæl- isveislu,“ segir Hlynur. Ástæðan fyrir því að hann getur ekki slegið því föstu hvort veislan verði haldin eða ekki er sú að kona hans, Kristín Þóra Kjartansdóttir, gengur með fjórða barn þeirra hjóna og er von á því í heiminn næstu dagana. Fyrir eiga þau Huga, Lóu Aðalheiði og Unu Móeiði. Beðinn um að lýsa list sinni segist Hlynur skrifa texta, taka ljós- myndir og framkvæma gjörninga. „Ég vinn oft með aðstæður á hverj- um stað, hluti sem henta aðstæðum þannig að þetta flokkast undir hugmyndalist en ég mála ekki neitt,“ segir hann. Hlynur lærði á Akureyri, í Myndlista- og handíðaskólanum, og hélt svo til Þýskalands þar sem hann nam í Hannover, Hamborg og Düsseldorf. Útskrifaðist hann með mastersgráðu árið 1997. Hlynur segir eina eftirminnilegustu afmælisgjöfina vera hjólið sem hann fékk í 30 ára afmælisgjöf. Það hjól notar hann enn á hverjum degi en þó að fjölskylda Hlyns eigi bíl segist hann reyna að nota hann sem minnst. „Maður tekur eftir því að það eru miklu fleiri á hjólum nú en fyrir ári og það er mjög ánægjulegt.“ ylfa@mbl.is Hlynur Hallsson myndlistarmaður fertugur Bíður eftir fjórða barninu Nýirborgarar Akureyri Anna Lovísa fæddist 6. júní kl. 21.35. Hún vó 3.715 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Halla Björk Þor- láksdóttir og Arnar Páls- son. Reykjavík Bryndís Hulda fæddist 25. febrúar kl. 12.49. Hún vó 3.845 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Hulda Rósa Þórarinsdóttir og Ómar Gunnar Ómarsson. Reykjavík Sunna María fæddist 28. júní kl. 17.15. Hún vó 4.405 g og var 54 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Linda Björk Árna- dóttir og Gunnar Péturs- son. Miðstig 4 6 5 3 6 9 7 2 3 8 5 3 5 4 9 8 2 4 9 7 3 2 1 7 9 3 8 1 6 1 5 3 Efstastig 8 9 1 7 1 7 9 6 4 4 1 3 6 9 1 5 1 4 9 1 2 3 2 5 8 4 1 8 5 9 5 7 9 1 2 1 7 3 9 6 8 5 4 6 5 9 4 1 8 7 3 2 8 4 3 5 2 7 6 1 9 1 6 8 2 7 9 5 4 3 7 2 4 8 3 5 1 9 6 9 3 5 1 6 4 2 8 7 4 9 1 6 8 2 3 7 5 5 8 2 7 4 3 9 6 1 3 7 6 9 5 1 4 2 8 Lausn síðustu Sudoki. 3 8 5 1 6 2 4 7 9 1 7 6 4 9 3 2 8 5 2 9 4 8 5 7 1 3 6 9 4 7 2 3 6 5 1 8 6 1 2 7 8 5 3 9 4 8 5 3 9 1 4 6 2 7 4 3 8 6 7 1 9 5 2 7 6 1 5 2 9 8 4 3 5 2 9 3 4 8 7 6 1 8 3 6 9 4 5 2 1 7 1 5 7 8 3 2 9 6 4 2 4 9 7 1 6 3 5 8 7 2 4 6 9 8 1 3 5 3 6 5 1 7 4 8 9 2 9 8 1 5 2 3 4 7 6 6 9 2 4 5 1 7 8 3 4 1 8 3 6 7 5 2 9 5 7 3 2 8 9 6 4 1 Frumstig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.