Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 17
|fimmtudagur|25. 9. 2008| mbl.is daglegtlíf Þegar hlustað er á músík á maður aðgeta skynjað hljóðmyndina. Hún erþrívíð; hefur hæð, breidd og dýpt.Eftir því sem hljóðið er betra því meiri aðgreining verður á milli hljóðfæranna. Þegar þú hlustar á lag þar sem trommarinn er rétthentur heyrirðu í snerilnum á ákveðnum stað í hljóðmyndinni. Þetta er galdurinn; að heyra músíkina hljóma vel,“ segir Finnbogi þegar hann er spurður um hi- fi delluna sem hann hafði sagt mér frá. Hi-fi stendur í raun fyrir gæðahljóm. Töfrunum nær Finnbogi best með því að hlusta á hljómplötur. Helst ekki geisladiska en þeir sleppa flestir, en hann hefur ímugust á græjum eins og ipod og mp3; það sem eyrað nemur úr þeim er allt annað en það sem tón- listarmaðurinn bjó til, segir hann. Hvað þá þegar menn hlusta á tónlist í tölvum. Finnbogi nefnir að árið 1971 hafi verið skrifaðar minningargreinar, eða allt að því, um lampamagnara. Þá voru svokallaðir trans- istorar að taka völdin. Hálfum öðrum áratug síðar var útför hljómplötunnar svo auglýst. Geisladiskurinn átti að taka við. „Lampamagnararnir og hljómplatan hurfu auðvitað aldrei. Sem betur fer. Það dofnaði hins vegar yfir hi-fi samfélaginu en nú eru lampagræjur að vinna á aftur. Þessir gæjar eru framleiddir í Kína; þar er smíðað fullt af fínu dóti en verðið er ekki sambærilegt við það sem gerist annars staðar,“ segir hann og bendir stoltur á magnarana sína. „Jólasveinar eins og ég geta nú eignast þokkalegar lampa- græjur án þess að borga handlegg og fótlegg fyrir.“ Spyr svo hve lengi ég geti staldrað við. „Það er hægt að tala endalaust um þetta. Ég og Heiðar vinur minn Gíslason í Hafnarfirði erum svona hi-fi nördar. Við tölum oft og mikið saman, berum saman bækur okkar og segjum frá einhverjum hugmyndum sem við höfum fengið til þess að bæta hljóminn enn betur.“ Svo segir hann frá sérstökum við sem þeir setja undir plötuspilarann, sýnir mér golfkúlur sem hann notar undir spilarann og nefnir að miklu skipti hvers konar rafmagns- snúrur séu notaðar í græjurnar. „Sextán árar strákar setjast niður og spila tölvuleiki og reyna alltaf að komast lengra. Gamlir karlar eins og við setjumst niður og áttum okkur á leiðum til þess að búa til betri hljóm!“ Finnbogi reynir að breiða út fagnaðar- erindið eins og kostur er og nefnir dæmi: Vinahjón Finnboga og Örnu, konu hans, gistu í orlofsbíbúð í húsi þeirra. Eftir að þau höfðu öll borðað þar saman segir vinur Finnboga við þann þriðja að hann verði að fá að sjá græj- urnar á efri hæðinni. Þeir fara upp og hlusta. „Eftir það stendur maðurinn upp, faðmar mig og segir þetta hafa verið besta kvöld lífs síns.“ En þar með er sagan ekki öll. Eiginkona gestsins spurði, eftir að konurnar komu á vettvang, hvort hún fengi ekki að hlusta líka. Finnbogi hélt það nú. „Ég setti plötu á fóninn, hún hallaði sér aftur í stólnum og lagði aftur augun.“ Eftir að hafa hlustað góða stund sagðist konan ekki geta lýst unaðinum sem hún skynjaði nema á einn hátt: Ég held ég hafi fengið fullnægingu ... Réttu græjurnar Finnbogi er með fjóra „gamaldags“ lampamagnara til að ná viðunandi hljómi frá plötuspilaranum og geislaspilaranum. Margt í mörgu Finnbogi á 10-12 þúsund plöt- ur og diska og ýmsan fróðleik um músík. Hljómur og gæðahljómur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haldbært Finnboga finnst skipa miklu máli að eiga áþreifanlegar umbúðir, eins og plötuumslög. Finnbogi Marinósson starfar sem ljósmyndari en er með ólæknandi dellu fyrir góðum hljómtækjum og góðum hljómi. Skapti Hallgrímsson fór í heim- sókn til Finnboga, hlustaði og skynjaði tónlist í þrívídd. Besta kvöld lífs míns, sagði maðurinn sem fékk að hlusta á græjurnar hjá Finnboga. Finnbogi keypti sér fyrstu myndavélina tíu ára og hefur vart lagt hana frá sér síðan! „Það rifjaðist upp fyrir mér þegar kassinn með Þursunum kom út fyrr á þessu ári að ég var á fyrstu tónleikum þeirra 1978 í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og á einhvers staðar myndir þaðan. Svona sameinaði ég áhuga á hljómsveitum og ljósmyndun,“ segir Finnbogi. Hann hefur séð mörg hundruð hljómsveitir á sviði, flestar á námsárunum í Ameríku, og sameinar enn áhugamálin; tónlist og ljósmyndun, því hann hefur lengi myndað allar rokkhljómsveitir sem koma til landsins, og fær tónlistar- mennina síðan til að árita myndirnar. Og viðbrögðin hafa oft verið góð. Nefna má að honum þótti ákaflega vænt um skeyti sem Simon nokkur Rob- inson, sem starfar fyrir Deep Purple, sendi honum eftir að hann sá mynd Finnboga hér til hliðar, af hljómsveitinni í Laugardalshöllinni 2004. „Af öll- um myndum sem teknar hafa verið af Deep Purple frá því að þeir komu saman aftur 1984 er þetta sú albesta sem ég hef séð af öllu bandinu. Og trúðu mér, ég er búinn að sjá þær nokkrar,“ sagði í skeytinu sem Robinson sendi Finnboga. Hljóð og mynd Ljósmynd/Finnbogi Marinósson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.