Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is FORSETAFRAMBJÓÐANDI repúblikana, John McCain, kom enn á óvart í kosningabaráttunni vestra í gær. McCain tilkynnti að hann vildi gera hlé á kosninga- baráttunni svo hann gæti farið til Washington og lagt sitt af mörk- um til að sátt næðist um lausn efnahagsvandans. McCain fór fram á að sjón- varpskappræðunum sem eiga að fara fram á föstudagskvöld yrði frestað. Þá hvatti hann Barack Obama til að fylgja frumkvæði sínu. „Ég hvet forsetann til þess að kalla til fundar með leiðtogum beggja deilda þingsins auk mín og öldungardeildarþingmannsins Obama,“ sagði McCain í yfirlýs- ingu sinni. Yfirlýsing McCains kom aðeins nokkrum klukku- stundum áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti átti að ávarpa þjóðina vegna efnahagsvandans. Óþarfi að fresta baráttunni Skömmu eftir ávarp McCains ávarpaði Obama fjölmiðla. Hann sagðist hvorki sjá ástæðu til þess að gera hlé á kosningabaráttunni né að fresta sjónvarpskappræð- unum. „Almenningur hefur meiri þörf en nokkru sinni áður að heyra hvað frambjóðendurnir hafa fram að færa,“ sagði Obama í yfirlýs- ingu sinni. Hann sagði það verk- efni forseta að kljást við fleira en eitt verkefni í einu og að í ljósi aðstæðna væri það nú mjög mikil- vægt. Obama sagði jafnframt að hann hefði ekki í hyggju að fara til Washington að svo stöddu, hann væri í góðu sambandi við leiðtoga þingsins og myndi fara þangað ef nauðsyn krefði. Efnahagur í brennidepli Stjórnmálaskýrendur hófu þeg- ar að velta því fyrir sér hvort þetta skref McCains væri ætlað til að beina sjónum frá hruni hans í nýlegum skoðanakönn- unum. Það liggur fyrir að efnahags- vandinn mun hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir forsetaframbjóð- endurna. Í leiðara Washington Post í gær kom fram að verkefni næsta forseta hafi með efnahags- kreppunni orðið mun meira krefj- andi. Stór loforð beggja fram- bjóðenda varðandi skattalækk- anir eða aukin útgjöld verði að lúta nýjum aðstæðum. Vill fresta kappræðunum McCain vill hlé á kosningabaráttunni og að kappræðum verði frestað en Obama segir meiri þörf en nokkru sinni áður að áherslur þeirra heyrist Í HNOTSKURN »Samkvæmt nýrri skoð-anakönnun hefur Obama níu prósentustiga forskot á McCain. »Fyrir tveimur vikum varbaráttan nokkuð jöfn, þá leiddi McCain með tveimur prósentustigum. »Fleiri kjósendur segjasttreysta Obama fyrir efna- hagsvandanum en McCain. Reuters McCain Efnahagsvandinn hefur reynst McCain fjötur um fót. ÞINGIÐ í Írak samþykkti í gær með miklum meirihluta ný lög um sveitarstjórnakosningar en hart hefur verið deilt um málið í marga mánuði. Er nú stefnt að því að kjósa í janúar en ekki október eins og til stóð. Samþykktin er talin geta skipt sköpum í viðleitni Bandaríkja- manna við að koma á sáttum milli helstu fylkinga í Írak. Einna harka- legustu deilurnar hafa verið um stöðu olíuborgarinnar Kirkuk sem Kúrdar vilja innlima í svæði sitt í norðaustanverðu landinu. Niðurstaðan varð að fallast á til- lögu Sameinuðu þjóðanna um að þingnefnd fjalli um deilur Kúrda, araba og Túrkmena, eins af mörg- um þjóðarbrotum í Írak en þeir eru allfjölmennir í Kirkuk. kjon@mbl.is Sátt um ný kosningalög náðist í Írak TVEIR flugmenn hjá félaginu Go á Havaí hafa verið sviptir skírteininu tímabundið vegna þess að þeir sofn- uðu undir stýri í stuttu flugi. Vél þeirra var á leið frá Honolulu til Hilo-alþjóðavallarins með 40 far- þega en missti af vellinum vegna þess að mennirnir steinsváfu. Flugumferðarstjórar reyndu ár- angurslaust að ná fjarskipta- sambandi við mennina og tókst það eftir 17 mínútur, vélin var þá um 20 km frá Hilo. Flugmennirnir sneru þá við og lentu í Hilo. Annar missti skírteinið í 60 daga, hinn í 45 daga. kjon@mbl.is Lúr í stjórn- klefanum JAPANSKA þingið staðfesti í gær kjör Taro Aso úr Frjáls- lynda lýðræð- isflokknum í embætti for- sætisráðherra. Talið er að Aso, sem sagður er mjög íhalds- samur þjóðernissinni, muni senn boða til nýrra þingkosninga til að fá ótvírætt umboð frá kjósendum. Flokkur hans hefur haft yfirhönd- ina í Japan í meira en hálfa öld. kjon@mbl.is Aso nýr for- sætisráðherra Taro Aso NÍU daga gamlir tígrisdýrahvolpar sugu í gær með ánægju gyltu á svínabúi í bænum Mar- ianovka, um 400 kílómetra sunnan við Kíev í Úkraínu. Móðirin, sem er í dýragarði skammt frá bænum, hafði hafnað hvolpunum og því ljóst þeir hefðu drepist ef þessi óvænta lausn hefði ekki verið notuð. Dæmi eru um að hundar hafi fóstrað tígurhvolpa en ekki er vitað um önnur dæmi þess að svín hafi hlaupið í skarðið. Reuters Ætli þeir læri að rýta eins og svín? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÆTT er um að herða lög um skot- vopnaeign í Finnlandi í kjölfar fjöldamorðsins í fyrradag. Ungur maður, Matti Juhani Saari, réðst þá til atlögu í iðnskóla í Kaukajoki í vestanverðu Finnlandi og drap níu skólafélaga sína og einn starfs- mann skólans með skammbyssu. Segir lögreglan ljóst að maðurinn, sem framdi sjálfsvíg að loknu voða- verkinu, hafi reynt að drepa fólkið, ekki aðeins særa það. Málið hefur valdið skelfingu í landinu en í fyrra framdi annar ungur maður fjöldamorð í skóla í Finnlandi. Rannsókn lögreglu bendir til þess að Saari hafi keypt skammbyssuna í Jokela, bænum þar sem árásin varð í fyrra. Ekki sé heldur útilokað að árásarmennirnir hafi þekkst, aðfarir þeirra hafi ver- ið svo svipaðar. Skotvopnaeign er útbreiddari í Finnlandi en flestum öðrum lönd- um heims, þar eru um 1,6 milljónir slíkra vopna en mest er um að ræða veiðibyssur. Matti Vanhanen for- sætisráðherra og fleiri ráðamenn heimsóttu Kauhajoki í gær. Vanha- nen er meðal þeirra sem vilja huga að aðgerðum til að reyna að draga úr hættunni á atburðum af þessu tagi. „Eftir atburði af þessu tagi tel ég að við verðum að kanna hvort það eigi að vera svona auðvelt fyrir fólk að komast yfir handvopn,“ sagði Vanhanen í gær. Um 14.000 manns búa í Kauha- joki og blöktu þar fánar í hálfa stöng í gær. „Þögull en ekki einmana“ „Á yfirborðinu bara venjulegur strákur, honum gekk vel í skóla, var þögull en ekki einmana þótt hann byggi einn með kettinum.“ Þannig lýsa vinir Saari honum. Í grein á vefsíðu danska blaðsins Politiken kemur fram að árið 2006 gegndi Saari herskyldu í bænum Kajaani. Hann hætti skyndilega, ekki er vitað hvers vegna en að sögn vina hans varð hann þar fyrir miklu einelti. Í febrúar sl. varð hann fyrir líkamsárás við pylsuvagn þegar maður ógnaði honum með byssu. Saari fór að sýna skotvopnum sí- fellt meiri áhuga. Lögreglan fann bréf heima hjá honum þar sem fram kom að hann hefði lagt drög að árásinni sl. sex ár, hann segist hata mannkynið og lausnin á öllu sé Walther P22- skammbyssa. Rætt um herta byssulöggjöf Reuters Hryggð Íbúi í Kauhajoki tendrar kerti við skólann í gær. Vinir Saari segja að hann hafi á yfir- borðinu verið „venjulegur strákur“ N-KÓREUMENN hafa meinað fulltrúum Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, IAEA, aðgang að til- raunastöð sinni og ætla að hefja framleiðslu á kjarnakleyfu efni á næstu dögum, að sögn IAEA. Að beiðni N-Kóreumanna hefur stofnunin nú fjarlægt allar eftirlits- myndavélar og innsigli í tilrauna- stöðinni í Yongbyon. Ákvörðun ráða- manna í N-Kóreu er áfall fyrir Bandaríkjamenn og getur grafið undan samningi um að Norður-Kór- ea hætti tilraunum með kjarnavopn gegn ýmsum ívilnunum. Sjálfir segja N-Kóreumenn að Bandaríkjamenn hafi ekki staðið við fyrirheit um að fjarlægja ríkið af lista yfir hryðju- verkaríki. kjon@mbl.is Fulltrúar IAEA frá N-Kóreu Aftur hafnar vopnatilraunir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.