Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Það að starfa í fé- lagsmálum á að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt. Það á að vera eðlilegt að takast á um málefnin. Flokksstarf á að sjálfsögðu að snú- ast um málefnin en ekki fólkið. Eftir landsþing FF, sem haldið var fyrir tæpum tveimur árum, var ég kjörin varamaður í miðstjórn. Þegar hópur fólks gekk úr FF færðist ég of- ar og hef þar af leiðandi setið í mið- stjórn Frjálslynda flokksins. Ég hafði á þessum tímapunkti ekki hugmynd um verklag miðstjórnar í stjórnmálaflokki. Fyrsti miðstjórnarfundurinn gekk mjög vel. Sá næsti varð frekar óþægi- legur þar sem Kristinn H. Gunn- arsson réðst á Sigurjón Þórðarson með skít og skömm. Ég íhugaði hvort stjórnmál væru af þessum toga, því á næsta fundi réðst Kristinn H. bæði á Sigurjón Þórðarson og Magnús Þór. Það var greinilega svona sem þessi flokkur starfar, áttaði ég mig á. Miðstjórnarfundunum fjölgaði og fórnarlömbum Kristins H. fjölgaði líka, þar var Viðar Guðjohnsen, for- maður ungliðahreyfingarinnar, tek- inn fyrir og Tryggvi Agnarsson, síðar formaður kjördæmafélags Reykja- víkur norður. Þessi læti héldu áfram og hönd Kristins H. fór að lyftast í öll- um æsingnum. Félagar FF í ákváðu að stofna fé- lag í Reykjavík suður og norður. Það þarf að vera vettvangur til að gefa fé- lagsmönnum kost á að starfa. Hittast og tala um stjórnmál. Stofnun á félögum FF í Reykjavík fór svo mjög fyrir brjóstið á Kristni H. Gunnarssyni að hann náði ekki áttum eftir það. Hann taldi stofnun þessara félaga vera að- för að sér og uppnefndi þau Power-stöðvar. Félögin í Reykjavík voru búin að finna hús- næði til að halda úti skrifstofu en ákveðið afl í Austurstrætinu gerði allt til að setja fótinn fyrir þá starfsemi. Það var meira að segja svo lág- kúrulegt að „Starfmenn í Austur- strætinu“ þóttust ekki kannast við fé- lagsmanninn sem þar starfaði ef hringt var í þeirra síma. Þeim tókst að fæla starfsmanninn í burtu, og alveg er ég viss um það að þeim hefur létt þar, Austurstræt- isfólkinu. Svo undarlega vill til að nýverið er búið að opna skrifstofu í Kópavogi og þar er kominn Helgi Helgason til starfa. Helgi er á launum hjá flokkn- um. Það var bara gert sísvona án þess að bera það undir stofnanir flokksins. Ekki var það nefnt einu orði á mið- stjórnarfundi, þar sem mikil umræða hafði farið fram um félögin í Reykja- vík. Það félagsstarf sem unnið hefur verið í Reykjavík hefur allt verið í óþökk Kristins H. Gunnarssonar. Enda heldur hann sig langt frá hinum almenna félagsmanni. Það er nú einu sinni þannig að fé- lagsstarf þarf að vera í samtökum sem ætla sér að skila einhverri vinnu. Það er óumflýjanlegt. Kristinn H. tekur ekki þátt í neinu slíku starfi. Hann lítur niður á all- flesta félagsmenn. Hann hefur heldur ekki starfað í málefnavinnu flokksins. Úr orðum Kristins H. – hvort sem um ræðir talað eða ritað mál – er óum- flýjanlegt annað en að lesa vanvirð- ingu á hinum almenna félagsmanni. Það eru alltaf átök í stjórnmálum, það er trúlega óumflýjanlegt. Engum leynast átökin bæði í Sjálfstæð- isflokknum og Samfylkingunni. Það er hins vega erfitt þegar svona lítill flokkur getur ekki þrifist fyrir inn- byrðis átökum. Núna þegar Kristinn H. setur Guð- jón í skotgröfina og segir að öfl innan flokksins séu að niðurlægja Guðjón Arnar, gengur hann skrefi of langt Kristinn H. setur sig ekki inn í hlut- ina og hann kann að færa áherslurnar frá sér yfir á Guðjón Arnar sem er af- ar óheiðarlegt af honum þar sem Guðjón Arnar hefur varið hann í öll- um tilfellum og alls ekki alltaf réttlát að mínu mati. Ég leyni því ekki að ég starfaði með Nýju afli en Nýtt afl var ekki hryðjuverkasamtök. Ég gekk í flokk sem Kristinn H. Gunnarsson var ekki í, hins vegar gekk Kristinn H. í flokk þar sem allt þetta „hryðjuverkafólk“ var fyrir, hvernig datt honum það í hug? Átök í Frjálslynda flokknum Guðrún Þóra Hjaltadóttir segir frá upplifun sinni af félagsstörfum í Frjálslynda flokknum »Núna þegar Kristinn H. setur Guðjón í skotgröfina og segir að öfl innan flokksins séu að niðurlægja Guðjón Arnar, gengur hann skrefi of langt. Guðrún Þóra Hjaltadóttir Höfundur er næringarráðgjafi og félagi í Frjálslynda flokknum. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í DAG er haldið upp á það að liðin eru fimm ár síðan Lækur, athvarf fyrir þá sem átt hafa við geðrask- anir að stríða, hóf starfsemi sína. Á þessum fimm árum hafa margir nýtt sér það sem Lækur hefur upp á að bjóða en athvarf- ið er opið alla virka daga og býður upp á fjöl- breytta dagskrá og námskeið. Margir koma reglulega til þess að njóta samskipta við annað fólk og taka þátt í dagskránni en með því er stuðlað að auknum bata og lík- urnar minnka á því að fólk veikist aftur. Um 70 manns hafa á þessum ár- um stundað Læk til lengri eða skemmri tíma. Hátt á þriðja tug einstaklinga hafa farið frá Læk og haldið áfram á aðrar brautir. Margir hafa snúið aftur til fyrri starfa en aðrir hafa fundið sér ný störf sem tengjast þeirra menntun. Þá hefur fólk farið í starfstengt nám, störf með stuðningi eða nám með stuðningi, sem allt eru skref fram á við fyrir viðkomandi ein- staklinga. Við erum stolt af þeim árangri og ekki síður því að yf- irleitt sjáum við mikinn mun á al- mennri líðan fólks eftir að það byrjar að stunda Læk. Aðalmark- mið Lækjar hefur verið að brjóta einangrun og auka lífsgæði þeirra sem átt hafa við geðraskanir að stríða. Fólk kemur á eigin for- sendum og tekur þátt í dagskránni eins og því sjálfu hugnast. Í Læk er stuðst við hugmynda- fræðina um „eflingu“ eða „empo- werment“. Sú hugmyndafræði á rætur að rekja til hugmyndasmiðju félagsfræðinnar frá árinu 1960 og sjálfhjálparhreyfingarinnar frá árinu 1980. Um 1990 jukust vin- sældir þessarar meðferðarleiðar og eftir það var aukin áhersla lögð á ábyrgð einstaklingsins og ákvarð- anatöku hans. Vellíðan fólks sem á við geðraskanir að stríða felst ekki aðeins í því að viðkomandi vinni bug á einkennum geðrænna vanda- mála, heldur skiptir líka máli að vekja upp þann hluta af sjálfinu sem hefur legið í dvala. Þá er átt við þætti eins og styrkleika einstk- lingins, skoðanir og það að þekkja sjálfan sig. Vellíðan felst líka í því að vera sjálfur fær um að taka ákvarðanir og velja sér þann lífs- stíl sem maður sjálfur kýs. Það er talið að efling styðji fólk í að gera þessa endurbót á sjálfinu mögu- lega. Í Læk er einnig stuðst við rannsóknir sem gerðar hafa verið til að kanna hvað reynist best í umhverfi þeirra sem náð hafa bata. Þar er það virðingin sem ber hæst, þá eru það tengslin við aðra, en umhyggja frá umhverfinu skipt- ir líka miklu máli. Þegar fólk veik- ist af geðröskunum þarf ein- staklingurinn ekki aðeins að takast á við veikindin heldur einnig for- dómana sem því miður leynast oft í okkar samfélagi. Þessir fordómar eru líka til staðar hjá einstakling- unum sjálfum sem veikjast og gera fólki oft erfitt fyrir. Sem betur fer fara fordómarnir minnkandi og það hefur sýnt sig að þeim mun minni fordóma sem einstakling- urinn hefur sjálfur gagnvart eigin veikindum þeim mun betur gengur honum í bataferlinu. Listir hafa alltaf verið veigamik- ill þáttur í starfsemi athvarfsins. Reglulega er farið á myndlist- arsýningar, tónleika og aðra list- viðburði. Þá eru haldin myndlist- arnámskeið og þátttakendur hafa sýnt verk sín á vegum „Lista án landamæra“, nú síðast á Súfist- anum í Hafnarfirði síðastliðið vor þar sem mörg verkanna vöktu verðskuldaða athygli. Á fyrsta ári Lækjar var stofnað ferðafélagið Sólarsýn, sem heldur utan um ut- anlandsferðir athvarfsins. Lækur hefur farið í þrjár metnaðarfullar menningar- og skemmtiferðir, en mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt við Sólarsýn og gert þessar ferðir mögulegar. Vil ég nota tækifærið og færa þessum að- ilum okkar bestu þakkir. Það var mikil framsýni hjá Rauða krossi Íslands, Hafnarfjarðarbæ og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi að koma á fót þessari starfsemi sem margir hafa notið góðs af og munu gera í framtíð- inni. Ég vona og tel í raun að okk- ur hafi á þessum fimm árum tekist að byggja upp góðan stað sem veitir þann stuðning sem honum er ætlað. ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Lækjar sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir í Hafnarfirði. Lækur 5 ára Frá Þórdísi Guðjónsdóttur Þórdís Guðjónsdóttir Eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar vorið 2007 var ljóst að áform voru uppi um breytingar á heilbrigðisþjónustu landsmanna. Í stefnu- yfirlýsingu stjórn- arflokkanna kom fram að skapa skyldi svig- rúm til fjölbreytilegra rekstrarforma, m.a. með útboðum og þjón- ustusamningum. Þessar áherslur komu okkur framsóknarmönnum ekki á óvart þar sem okkur var ljóst eftir 12 ára samstarf við sjálfstæð- ismenn að þeim þótti ganga illa að færa reksturinn frá hefðbundnum ríkisrekstri til einkarekstrar. Þessi ágreiningur birtist ekki síst í fyr- irspurnartímum þegar núverandi formaður heilbrigðisnefndar, Ásta Möller, spurði ráðherra Framsókn- arflokksins út í heilbrigðismál. Það sem kom okkur hins vegar á óvart var að Samfylkingin skyldi vera svona fljót að tileinka sér einka- rekstraráráttu Sjálfstæðisflokksins og fylgja þeim í einu og öllu í þessum róttæku breytingum. Eftir að forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hafði tjáð sig á fundi í Val- höll með þeim hætti að samstarfið við Samfylkinguna gerði sjálfstæð- ismönnum kleift að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu sem ekki hefði verið mögulegt með öðrum stjórn- málaflokkum var ljóst að eitthvað mikið var í undirbúningi. Í fram- haldinu var síðan samþykkt á Al- þingi að setja á laggirnar nýja stofn- un, sjúkratryggingastofnun, og nú hefur þeirri stofnun verið settur lagarammi. Óðagotið og málsmeðferðin Öll málsmeðferð af hálfu heil- brigðisráðherra og formanns heil- brigðisnefndar var með endemum. Frumvarpinu um sjúkratryggingar, sem nú er orðið að lögum, var dreift á Alþingi sl. vor – meira en mánuði eftir að frestur til að leggja fram mál hafði runnið út. Formaður tók sér síðan það bessaleyfi, sem ekki samræmist þingsköpum, að senda málið út til umsagnar í eigin nafni til að vinna tíma. Heilbrigð- isráðherra auglýsti stöðu forstjóra fyrir stofnunina án þess að um hana giltu lög og svona mætti áfram telja. Engu að síður náði málið ekki fram að ganga á vordögum en það var afgreitt nú á septemberþinginu. Áður hafði heil- brigðisnefnd farið í kynnisferð til Svíþjóðar til að eiga samtöl við Svía um þær breytingar sem þeir hefðu gert á fyrirkomulagi heilbrigð- isþjónustunnar en þaðan er aðalfyr- irmynd þeirra breytinga sem hér eru nú orðnar að veruleika. Í Svíþjóð er heilbrigðisþjónustan á hendi hér- aðanna og hafa sjö af 20 héruðum tekið upp umrætt fyrirkomulag. Þessi ferð tókst ágætlega og var í marga staði upplýsandi. Hvers vegna styðja framsókn- armenn ekki breytingarnar? Þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá við lokaafgreiðslu málsins og færði ég rök fyrir þeirri afstöðu í umræðunni. Við styðjum að sjálf- sögðu markmið frumvarpsins sem er að tryggja sjúkratryggðum aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu og aðstoð sem á hverjum tíma eru tök á að veita og að allir sjúkra- tryggðir njóti hér eftir sem hingað til umsaminnar þjónustu, óháð efna- hag. Við styðjum einnig þann tilgang frumvarpsins að styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigð- isþjónustu. Kostnaðargreining ein- stakra aðgerða og læknisverka er mikilvæg og að því máli hefur verið unnið. Við teljum hins vegar mik- ilvægt að áfram verði lagt til grund- vallar að heilbrigðisþjónusta getur aldrei orðið í formi hefðbundinna viðskipta þar sem hagnaðarvon ræð- ur för. Það sem við viljum ekki bera ábyrgð á er framkvæmd heilbrigð- isráðherra Sjálfstæðisflokksins á lögum um sjúkratryggingar. Það liggur í loftinu að breyting til víð- tæks einkarekstrar er á döfinni og eitt er víst að sporin hræða. Á stutt- um ferli hefur heilbrigðisráðherra gripið til gerræðislegra ráðstafana sem gefa vísbendingar um það sem koma skal. Margt er óútfært sem varðar þessa lagasetningu og stjórn- arsinnar segja ýmist að mikill kostn- aður við rekstur heilbrigðiskerfisins sé ástæða breytinganna eða að þetta nýja fyrirkomulag muni ekki draga úr kostnaði. Það er algjörlega óljóst hvernig samningar verða útfærðir gagnvart minni stofnunum á lands- byggðinni sem gegna mikilvægri þjónustu og ekki er ljóst hvernig hlutverk heilbrigðisstofnana í menntun heilbrigðisstétta verður leyst af hendi. Svona mætti áfram telja. Þau lög um sjúkratryggingar sem nú hafa verið sett eru fyrst og fremst rammi utan um þann vilja Sjálfstæðisflokksins að stórauka að- komu einstaklinga að rekstri heil- brigðisstofnana. Við framsóknarmenn munum standa vaktina og veita stjórnvöld- um aðhald á næstu mánuðum – með hagsmuni landsmanna í huga. Okkur er annt um heilbrigð- iskerfið sem byggt hefur verið upp undir okkar forystu og er talið eitt það besta sem þekkist á byggðu bóli. Ný lög um sjúkratryggingar Valgerður Sverrisdóttir Valgerður Sverrisdóttir »… að heilbrigð- isþjónusta getur aldrei orðið í formi hefð- bundinna viðskipta þar sem hagnaðarvon ræður för. Höfundur er þingmaður. Lag: Ástarfaðir himin hæða Breytt sé kjörum milli manna mikil nú og brýn er þörf. Best það oflaun – örbirgð sanna, ó, sú verði breyting djörf. Jafnrétti sé karla og kvenna. Kristur þeirrar stefnu var. Ei má í hans fótspor fenna, fetum veg hans einnig þar. Hnattrænn sá er verstur vandinn, voðalegust styrjöld er. Himnaföður friðarandinn, fer í trú til jarðar hér. Vígaferlum víst menn hætti, veljum samning, frið’ að ná. Dyggðum með hver deilu sætti dagljóst kveðjum vopnin þá. Villt er árás! enginn gegni eitursölum – höfnum þeim. Líf er heilagt, vel því vegni Vinning gefi þessum heim. Kærleikurinn, kært er nafnið, kærast þó er hann að fá. Dýrlegt hann er dyggðasafnið. Drottinsbæn með gefi þá. Stjórnmál augljóst þjóðir þiggja, þjónustu og stjórn að fá. Þau mál fái á bjargi að byggja. Bjargið Jesús hann er þá. Efni sín og eign hver skoði uppgjörið sé hvergi valt. Einn er þegna og þjóðar voði það er skuldafenið allt. Kærleiks flokkur kom til greina kynnir sannleik þjóð að fá. Góðs að vænta var að reyna vandamála lausn að tjá. PÉTUR SIGURGEIRSSON biskup. Væntingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.