Morgunblaðið - 25.09.2008, Side 37

Morgunblaðið - 25.09.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 37 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI MIRRORS kl. 8 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 LEYFÐ STEP BROTHERS kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára MAMMA MIA kl. 8 B.i. 16 ára DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 12 ára TROPIC THUNDER kl. 8 B.i. 16 ára DEATH RACE kl. 10:20 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 LEYFÐ THE STRANGERS kl. 10:20 B.i. 16 ára MAMMA MIA Sýnd næst 27. og 28. september LEYFÐ VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG 2 VIKUR Á TOPPNUM! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SPENNA, HASAR OGTÖFFARASKAPUR EINS OG ÞAÐ GERIST BEST OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EKKI FYRIR BÍLVEIKA! -T.S. K. - 24 STUNDIR - S.V. - MORGUNBLAÐIÐ-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI -S.V., MBL-DV Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 9. flokkur, 24. september 2008 Kr. 1.000.000,- 1188 B 3300 E 7177 B 13059 E 16747 G 19528 E 24027 G 25172 G 27274 H 28435 H 29095 F 29570 G 30405 F 30481 H 32450 E 35141 B 48377 G 51118 F 51129 G 58489 F VINNINGSHAFAR! TIL HAMINGJU ÍBÚAR í fjölbýlishúsi í Osló eru aðal- persónurnar í Lönsj, þar sem fimm, að því er virðist ósköp venjulegir ein- staklingar eru teknir í nærskoðun ásamt öllum þessum litlu hlutum, sem eru í fljótu bragði svo smáir að við tökum tæpast eftir þeim, en skapa hversdagslífið. Þeir skipta litlu máli, hver og einn, en við getum ekki lifað án þeirra. Lönsjer á köflum forvitnileg smá- mynd, leikstjórinn Sörhaug og hand- ritshöfundurinn Per Schreiner nota dempaða liti og persónur sem við tækjum fæst eftir á götu. Einmana- leiki og innihaldsleysi einkennir líf þeirra, einkum Leni (Torp), sem missir föður sinn þegar Christer (Hennie), hrindir óafvitandi af stað atburðarás sem tengir íbúana sam- an, beint og óbeint. Styrkurinn felst einkum í góðum leik og leikaravali, ýjað er að ýmsum veigamiklum þáttum í daglega lífinu, heimilisofbeldi, rótleysi, ósjálfstæði, vandamálum sem tengjast auknum árafjölda og vanhæfni til að leysa hversdagshnútana. Við fáum sjaldn- ast nóg að vita um þennan afmark- aða hóp sem vekur forvitni manns, kvikmyndagerðarmennirnir skilja okkur eftir utangátta þó lokaatriðið sýni vonarglætu. Kaldur hádegisverður/ Lönsj/Cold Lunch Leikstjóri: Eva Söhaug. Aðalleikarar: Anne Dahl Torp, Pia Tjelta, Aksel Hennie. 90 mín. Noregur 2008. bbmnn Sýnd í Regnboganum 25. og 28. september og 2. október. Sæbjörn Valdimarsson Venjulegt fólk í hvers- dagsvanda Utangátta Rótleysi og vanhæfni. Saga 52 er mynd sem fjallar um sýn okkar á okkar nánasta um- hverfi og okkar nánustu. Hún er um minnið og minningarnar. Kvik- myndaleikstjórinn Alexis Alexiou velur leið sem er ekki ný af nálinni til að hrista upp í hversdeginum. Hann lætur aðalpersónuna, Iaso- nas, eiga við geðtruflun að stríða sem hann virðist ekki fá stuðning með. Í upphafi myndar kynnist hann Pinelopi, og þau rugla saman reytum. Því miður gengur sam- bandið ekki upp, en þá fyrst verður Iasonas kvíðinn. Hvers vegna man hann ekki hvað fór úrskeiðis? End- urminningarnar koma í brotum, og eru kannski ekki alltaf eins. Sami atburður er sýndur oftar en einu sinni leikinn á mismunandi hátt, tekinn frá ólíkum sjónarhornum, og lýstur öðruvísi. Myndmálið er notað til að tjá líðan Iasonas. Hugar- ástandi söguhetjunnar er lýst með kannski frekar hefðbundnum að- ferðum: handhöldnum upptöku- vélum, sjónarhornið aðeins úr fók- us, og lýsingin dökk. Hann einblínir á einstaka hluti. Eins og t.d. skóna í kassanum, myndina á veggnum, mygluna í horninu, tannkremsblett- inn, plastið. Allt á þetta að vera hlaðið merkingu. Samt getur hann ekki treyst eigin minni eða upplifun af nánasta umhverfi. Spurning er hvers vegna var valið að láta hann eiga við andleg vandamál að stríða fyrir alla þessa tæknifimleika? Hvers vegna er hann þá ef til vill óhuggulegur og hættulegur? End- urlitið vill ekki gera upp hug sinn: Hvað er satt? Hvað er truflun? Hvað gerðist? Saga 52 (Istoria 52) Leikstjóri: Alexis Alexiou. Leikarar: Yor- gos Kakanakis, Serafita Grigoiadou. Grikkland. 97 mín. 2008 bbbmn Sýnd í Regnboganum 25., 28. og 29. september og 4. október. Anna Sveinbjarnardóttir Lítil mynd frá Noregi um lestarstjóra sem er að komast á eftirlaun. Eftir margra ára dygga þjónustu fer hann út af sporinu í fleiri skilningi en ein- um og lendir í nokkrum ævintýrum. Bard Owe er sjarmerandi sem hinn stífpressaði Odd Horten sem virðist hafa strandað í íbúð móður sinnar, og hafa eingöngu sinnt vinnu í 40 ár. Hann stígur út úr formfastri tilveru sinni og hlutirnir fara á skrið. Myndin er mest samsett úr ótengdum atburð- um sem henda Horten fyrstu dagana eftir að hann hættir störfum. Margar skyssur ganga upp. Enda má þarna finna húmor, hjarthlýju, og mennsku. Einnig er gaman af kvikmyndatök- unni hjá John Christian Rosenlund t.d. í lestinni með Horten í snjóþung- um fjöllunum. Gallinn er samt það hefði mátt vanda aðeins meira til á ýmsum stöðum. Atriði eru of löng. Stundum fær maður á tilfinninguna að leikstjórinn Bent Hamer hafi gleymt sér aðeins. Heildarnið- urstaðan verður þess vegna ekki eins grípandi eða heillandi eins og vonir hafa líklega verið gerðar til. O’Horten Leikstjóri: Bent Hamer. Leikarar: Bard Owe, Espen Skjonberg, Kai Remlow, Ghita Norby. Noregur. 90 mín. 2007 bbbnn Sýnd í Regnboganum 25., 27. og 29.september og 2. október. Anna Sveinbjarnardóttir Hæglát skemmtun Skyssur Í O’Horten má finna húmor, hjartahlýju og mennsku. TIBOR MALKÁV (Anger), er ein- mana og kuldalegur náungi í nöt- urlegu starfi meinafræðings á lík- húsi. Hann virðist kunna best við sig í stirðnuðum félagsskap þeirrar stofnunar og gefur sig lítið að öðrum en dauðvona móður sinni. Þegar hann fréttir af kraftaverkalækn- ingum á sjúkdómnum í Svíþjóð, fyll- ist hann nýrri von. Vandinn er sá að hann á lítið fé en aðgerðin dýr. Þá býðst honum að gerast leigumorð- ingi fyrir drjúgan skilding, drápið virðist einfalt, hann þekkir ekki fórnarlambið. Áætlunin gengur eftir en það kemur babb í bátinn þegar Tibor finnur bréf frá fórnarlambinu sem færir hann í óvæntar aðstæður og sannleik sem hann ræður illa við. Rannsóknarmaðurinn breytist í lævi blandna spennumynd þar sem Tibor lendir í hlutverki músarinnar í leiknum við köttinn. Galambos skipt- ir fáeinum sinnum um gír, þegar myndin verður svört, sviðsett gam- anmynd, stílbrot sem bæta hana ekki og valda óþarfa truflunum fyrir framvinduna. Sögufléttan er þétt, frumleg og vel fram sett, allt til þessara útúrdúra. Anger er í sjálfu sér lipur í hlutverkinu en það tekur undarlegum hamskiptum þegar þessi feimni og þumbaralegi líkhús- maður umturnast í andstæðu sína; sleipan og séðan rannsóknaraðila sem eru flestir vegir færir. For- vitnileg engu að síður og harla óvenjulegur fengur. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Líkið og leigumorðinginn Þétt Tibor býðst að gerast leigu- morðingi, fyrir drjúgan skilding. Rannsóknarmaðurinn/ The Investigator/A Nyomozó Leikstjóri: Attila Galambos. Aðalleikarar: Zsolt Anger, Péter Blaskó, Éva Kerekes. 105 mín. Ungverjaland 2008. bbbmn Sæbjörn Valdimarsson Sýnd í Regnboganum 25. september og 1. og 4. október. Truflun Minningar koma í brotum. Andlegt ofbeldi eða hvað?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.