Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 7
!"# $ % $ & '!( " $
(
#) * ' (# $ )"
+
, -" . (( /+ 0 11# 2 '# " 3( $ ,( & -
$ (# ( 2"( " #) 4 )) " ($ (") .' '( "
4 4 +
5 & " '
!
6' " ( $ & ) 8+ #!3" # & #) " &$4(") (+ 9+8:+
/
9+;; %- # ( #) $"
9+8: "<
"#
$ #.!
( " &
!"# $ % $ & = " 1##(<
%
& ' ( )
*
)
>+;; ? ((3# <
"#
$ #.!
(
+! , +! #.! 5.' '( "(
,- # .
!"# $ %'!( 4 ". $4
%
/
(2)
>+@; 5 & (
$ & )
8+ #+ (+ 9+8:
&
A ) 0! * " )' ). 4.! +
* (") ( 2' 24 12 ' * " 2$4 "&
" ! ' " )
3 " ). 4 4 452 6522+
* (") ) & " ' " + ) ) " !"
" -- ("+
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Rafmagnsveitum ríkisins:
„Í Morgunblaðinu [á laugardag]
er fréttaskýring undir fyrirsögninni
Misheppnuð markaðsvæðing? Þar
er fjallað um hve lítil raunveruleg
samkeppni hefur komist á hér á
landi á raforkumarkaði og hve lítinn
ávinning almennir raforkunotendur
hafa af því að skipta um raforku-
sala. Vitnað er í samanburð frá
verðlagseftirliti ASÍ á gjaldskrám
orkufyrirtækjanna, bæði í sam-
keppnishlutanum og einkaleyfis-
starfseminni. Því miður eru enn við-
höfð óvönduð vinnubrögð hjá verð-
lagseftirliti ASÍ í samanburði á
gjaldskrám orkufyrirtækjanna milli
ára.
ASÍ hefur tekið saman kostnað
fyrir heimili sem notar 4000 kWst
og ber saman breytingar á milli ára.
Varðandi RARIK og Orkusöluna er
samanburðurinn rangur. Rétt er
farið með kostnað skv. gjaldskrá í
ágúst 2008. Hins vegar lítur út fyrir
að þær tölur sem ASÍ notar í sam-
anburði sínum og sagðar eru frá
ágúst 2007 séu fengnar úr gjald-
skrám sem tóku gildi meira en ári
fyrr, en giltu fram til janúar 2007.
Það lítur út fyrir að ASÍ noti gjald-
skrá RARIK sem gilti fyrir flutning
og dreifingu frá maí 2006 til og með
janúar 2007. Þá virðist ASÍ nota töl-
ur úr verðskrá Orkusölunnar frá
mars 2006, en ekki frá ágúst 2007.
Í samanburði ASÍ á raforkukostn-
aði heimila 2007 og 2008 kemur fram
sú staðhæfing að á tímabilinu ágúst
2007 til ágúst 2008 hafi hækkun á
raforkukostnaði heimilis með 4000
kWst notkun (flutningur, dreifing og
sala) hjá RARIK og dótturfélagi
þess Orkusölunni verið 15,8% í þétt-
býli og 23% í dreifbýli. Hið rétta er
að á þessu tímabili hefur raforku-
kostnaður þessa heimilis hækkað
um 12,3% í þéttbýli og 12,4% í dreif-
býli.
Gjaldskrá RARIK vegna flutn-
ings og dreifingar hefur hækkað frá
ágúst 2007 til ágúst 2008 um 16,4% í
þéttbýli og 15,7% í dreifbýli.
Verðskrá Orkusölunnar fyrir sölu-
hlutann hefur hækkað um 6% frá
ágúst 2007 til ágúst 2008 en ekki
14,8% eins og fram kemur í grein-
inni.
Gjaldskrár RARIK frá maí 2006
til dagsins í dag má finna á heima-
síðu RARIK www.rarik.is,“ segir í
fréttaskýringunni.
Rarik gagnrýnir
verðlagseftirlit ASÍ
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Karlakórinn Þrest-
ir gladdi Mývetninga með hressi-
legum og hljómmiklum söng í
Reykjahlíðarkirkju á laugardags-
kvöldi. Þeir komu hér við á söng-
för um landið í tilefni af 100 ára
afmæli Hafnarfjarðar og til að
minnast þess að 100 ár eru frá
því Friðrik Bjarnason tónskáld
hóf störf sem tónlistarkennari í
firðinum. Fáum árum síðar var
kórinn stofnaður og telja þeir
sig vera elstan karlakóra á land-
inu.
Á söngskránni voru yfir 20
vinsæl lög, sem kórinn flutti öll
fallega og af miklu öryggi.
Stjórnandi kórsins er Jón
Kristinn Cortes en undirleikari
Jónas Þórir.
Það var góður endir á fögrum
haustdegi við Mývatn að hlýða á
þennan Þrastasöng. Hafi þeir all-
ir þökk fyrir góða skemmtun.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson
Heimsókn Karlakórinn Þrestir frá Hafnarfirði hélt tónleika í Reykjahlíð.
Þrastasöngur á hausti
LÆKNAFÉLAG Íslands sendir frá
sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Aðalfundur Læknafélags Íslands,
haldinn í Kópavogi 26.–27. septem-
ber 2008, lýsir yfir fullum stuðningi
við stjórn og samninganefnd félags-
ins í yfirstandandi kjaradeilu og
heimilar þessum aðilum að hafa for-
göngu um nauðsynlegar aðgerðir
lækna til að ná fram ásættanlegum
samningi við fjármálaráðherra.
Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi
við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að
laun séu í samræmi við menntun,
reynslu og ábyrgð í starfi. Jafn-
framt er lýst yfir áhyggjum vegna
þeirrar þróunar sem nú er hafin ef
laun lækna verða ekki samkeppn-
ishæf við laun lækna í nágranna-
ríkjum.
Gæði íslenskrar heilbrigðisþjón-
ustu byggja ekki síst á framúrskar-
andi menntun og metnaði íslenskra
lækna. Því er ekki að treysta að ís-
lenskir læknar snúi heim til Íslands
í framtíðinni eftir langt nám á er-
lendri grundu ef þeim mætir óbil-
girni og ætlast er til meiri kjara-
skerðingar af þeim en öðrum
stéttum.
Fullur stuðningur er við það
meðal lækna að fylgja kröfum sín-
um eftir með aðgerðum ef nauðsyn
krefur.
Læknafélagið styður
kjaradeilu lækna
Morgunblaðið/Þorkell
Læknar Vilja samkeppnishæf laun.