Morgunblaðið - 29.09.2008, Page 12

Morgunblaðið - 29.09.2008, Page 12
12 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Viðfangsefni næstu ára hjá Landsvirkjun eru Þjórsá og Tungnaá. Þrjár virkjanir í byggð, Urriðafoss-, Hvamms- og Holtavirkjun, gætu orðið að veruleika á næstu árum og bygging Búðar- hálsvirkjunar er á næsta leiti. Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson halda áfram yfirferð um ónýtta virkjanakosti landsins. Þrjár rennslisvirkjanir í byggð, ein á hálendi Hvar á að virkja? Þjórsá verður vatnslítil undir Þjórsárbrúnni á hringveg- inum ef Urriðafossvirkjun kemst í gagnið. Hún verður þá 130 MW og skilar 980 gígavattsstundum (GWst) af raforku á ári. Níu ferkíló- metra inntakslón, Heiðarlón, verður til með stíflu um 1.500 metra frá þjóðvegi eitt. Rennslið í hinum náttúrulega farvegi verður lítið á 3,5 kílómetra kafla fyrir neðan, þ.m.t. í Urriðafossi. Alls verða stíflur og garðar 7,6 kílómetrar að lengd og mesta hæð mannvirkja verð- ur ellefu metrar. Stíflan við Heiðartanga blasir við frá hringveginum og áin fer það- an í jarðgöngum niður fyrir Urriðafoss, austan hins nátt- úrulega farvegar. Segja má að ætlað framkvæmdasvæði hennar og Holtavirkjunar verði nánast samfellt, enda farvegurinn dýpkaður fyrir ofan lónið á þriggja kíló- metra kafla. Síðust í röðinni Urriðafossvirkjun verður byggð síðust. Undirbúningur hefur líka gengið einna hæg- ast þar vegna málaferla. Á föstudag féll dómur í máli landeiganda í Flóahreppi gegn Landsvirkjun og ís- lenska ríkinu. Skv. honum á ríkið vatnsréttindi að Þjórsá í landi Skálmholtshrauns. Í málinu voru brigður bornar á gildi svonefndra Títan- samninga, en dómurinn féllst ekki á það. Fyrir utan mála- ferlin er samningum ólokið við fleiri landeigendur þar heldur en við efri virkj- anirnar. Virkjunin er á aðalskipulagi Ásahrepps og Rangárþings ytra, en Flóa- hreppur vinnur að breyt- ingu. 215 athugasemdir bár- ust hreppnum vegna breyt- ingarinnar. Í rammaáætlun fékk Urriðafossvirkjun um- hverfiseinkunn B, en hagn- aðar- og arðsemiseinkunn C. Við hringveginn: Urriðafossvirkjun Urriðafoss Vatn verður mjög lítið, en nóg fyrir seiðagöngur. Blasir við Lón og stíflur verða rétt við þjóðveg númer eitt. Vinnslu- svæði Háhita- svæði Fyrir- hugað lón Veitugöng Mörk friðlanda Þjóðgarðar Holtavirkjun R: 1. áf. Stj.: Nei Urriðafossvirkjun R: 1. áf. Stj.: Nei Hvammsvirkjun R: 1. áf. Stj.: Nei Búðarhálsvirkjun R: 1. áf. Stj.: Nei SULTARTANGALÓN FRIÐLAND AÐ FJALLABAKI DÓMADALSLEIÐ BÚRFELL ÞJÓRSÁ ÞJÓRSÁ APAVATN LAUGARVATN GEYSIR HEKLA TINDFJALLAJÖKULL MÝRDALSJÖKULLÞÓRSMÖRK HVOLSVÖLLUR HELLA Blátt: Vatnsaflsvirkjun Rautt: Háhitavirkjun R: Framkvæmd er inni á rammaáætlun Stj.: Svæði er verndað í stjórnarsáttmála. ÞJÓRSÁ Holtavirkjun yrði sú næst síðasta í framkvæmdaröð. Þar er undirbúningur lengra kominn en við Urriðafoss, t.d. samningar við landeig- endur.Við allar þrjár virkj- anirnar þarf að semja við hátt í 40 landeigendur. Sjö eða átta samningum er lokið, þrír eru á lokastigi og þrír aðrir eru langt komnir, að sögn Helga Bjarnasonar, verkefnastjóra hjá Lands- virkjun Power. Uppsett afl Holtavirkjunar verður 53 MW og orku- framleiðslan 415 GWst á ári. Inntakslónið, Árneslón, verð- ur myndað með stíflu í Ár- neskvísl við bæinn Akbraut í Holtum. Þar verður einnig stöðvarhús. Tveir fossar teknir Stíflugarðar verða í Ár- nesi, sem Árnessýsla er kennd við, 3,8 kílómetra langir. Stór hluti Árness fer undir vatn og nokkurt land austan ár, en lónið verður 4,8 ferkílómetrar. Þar hverfur Hestafoss, lítill foss í Ár- neskvísl þar sem um fimmt- ungur vatns í ánni rennur í dag. Veitumannvirki við Búðafoss munu hins vegar taka 95% vatnsins í kvíslina og setja rennslið í Búðafossi í lágmark. Þriggja kílómetra langur og allt að 75 metra breiður skurður skilar vatn- inu aftur í núverandi farveg. Virkjunin er komin inn á aðalskipulag Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Hún fékk um- hverfiseinkunn A í 1. áfanga rammaáætlunar, hagnaðar- einkunn B og arðsemis- einkunn C. Í dag er ætlunin að bjóða framkvæmdirnar út á árinu 2010. Orka frá öllum þremur átti að fara til Straumsvíkur, en íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars 2007 setti strik í þann reikning. Alcan hefur að hluta til kostað undirbúning. Holtavirkjun: Árnes og Búðafoss Fall Búðafoss nánast hljóðnar. Hluti Árness (t.v.) kaffærist. Miðhúsahólmi Áin fer en lón myndast rétt sunnan við. Árnes sést neðst til hægri. Stöðvarhús verður við bæinn Akbraut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.