Morgunblaðið - 29.09.2008, Side 13

Morgunblaðið - 29.09.2008, Side 13
Hagaey Hér sést stæði Hagalóns. Vestan megin ár eru bæirnir Hagi og Melhagi. Búrfell rís í fjarska. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 13 355MW afl nýrra virkjana frá Urriðafossi að Búðarhálsi. 690MW afl Kárahnjúkavirkjunar. 840MW uppsett afl virkjana frá Búrfelli að Sigöldu í dag. 25,4km2 samanlagt flatarmál Heiðarlóns, Árneslóns, Hagalóns og Sporð- öldulóns, við nýju virkjanirnar. 44,4km2 samanlagt flatarmál lóna við þær virkjanir sem eru í Þjórsá og Tungnaá í dag. 57km2 flatarmál Hálslóns við Kárahnjúka. 150km2 samanlagt flatarmál miðlunarlóna í Kvíslaveitu, Hágöngumiðlun og Þórisvatni. Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hófust árið 2002, en þeim var hætt vegna þess að virkjunin var metin óhagkvæm. Takmark- anir á því að leggja friðland í Þjórsárverum undir Norð- lingaölduveitu voru þess valdandi. Þar að auki gekk Norðurál til samninga við HS og OR um kaup á raf- orku til Helguvíkur, svo ekki lá fyrir hvert orkan ætti að fara. Síðan þá hefur hag- kvæmni hennar aukist, t.d. vegna hækkandi raforku- verðs. Pappírsvinnunni er lokið, virkjunarleyfi var gefið út árið 2001 og Landsvirkjun hyggst bjóða verkið út fyrir áramót. Áætlað er að bygg- ingu virkjunarinnar verði lokið árið 2011. Áætlaður verkkostnaður er á bilinu 15–20 milljarðar króna. Búð- arhálsvirkjun fékk umhverf- iseinkunnina A í rammaáætl- un árið 2003, en hagnaðar- og arðsemiseinkunnir D. Afl hennar verður allt að 90 MW og orkugetan um 630 GWst á ári. Framkvæmdin felst í því að stífla Köldu- kvísl við Búðarháls og veita Tungnaá í svokallað Sporð- öldulón þar fyrir ofan, með því að stífla farveg hennar og grafa veituskurð að lón- inu. Sporðöldulón verður sjö ferkílómetrar að stærð. Sprengd verða göng í gegn- um Búðarháls að Sultar- tangalóni, þar sem byggja á stöðvarhús. Virkjunin verður á svæði sem þegar er mjög raskað og þar að auki er flutnings- leið rafmagnsins að dreifi- kerfi Landsnets stutt, þ.e. 17 kílómetrar frá stöðvarhús- inu að tengivirki við Sult- artanga. Núverandi áætlanir um sölu raforkunnar frá Búð- arhálsvirkjun ganga út á ál- framleiðslu Rio Tinto Alcan í Straumsvík og rekstur net- þjónabús á Suðurnesjum á vegum Verne Holding. Búðarhálsvirkjun fer aftur af stað Þegar raskað svæði Stöðvarhúsið verður við Sultartangalón. Í biðstöðu Grunnur stöðvarhússins var sprengdur árið 2002. Hvammsvirkjun er sú þriðja, en hún og Holtavirkjun eru stundum í sameiningu kall- aðar Núpsvirkjun. Þjórsá yrði stífluð við Núpsfjall með allt að 16 metra háum garði, rétt ofan svonefnds Minnanúpshólma, sem er falleg skógi vaxin eyja í ánni. 3,5 kílómetra langir stíflugarðar yrðu meðfram ánni austan megin, þ.e. í Rangárþingi ytra. Þannig myndast Hagalón, 4,6 ferkíló- metra inntakslón sem nær nánast upp að Gaukshöfða í Þjórsárdal. Við þetta fara nokkrir hólmar og eyjar á kaf, þar á meðal Hagaey, sem hyrfi að mestu leyti. Nokkrir bæir standa nálægt ánni þarna, Hagi og Melhagi allra næst. Umhverfi þeirra ger- breytist. Þjóðvegurinn verð- ur færður að farveginum og landið hækkað með fyllingu. Hvammsvirkjun yrði 82 MW að afli og myndi fram- leiða 665 GWst af raforku á ári hverju. Samningar langt komnir Á þessu svæði er að sögn talsmanna Landsvirkjunar mjög langt komið að semja við landeigendur. Virkjunin er komin inn á aðalskipulag Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hvammsvirkjun fékk um- hverfiseinkunn A í fyrsta áfanga rammaáætlunar, hagnaðareinkunn B og arð- semiseinkunn C, rétt eins og Holtavirkjun. Ætlunin var að bjóða verkþætti Hvamms- virkjunar út í mars á næsta ári, en því hefur seinkað og verður að líkindum ekki af því fyrr en seinni hluta árs 2009. Allar virkjanirnar þrjár í Þjórsá eru nú í hönnun og ekki útséð hvernig mann- virkin verða á endanum. Um- hverfismati við þær lauk árið 2004, en ekki er búið að sækja um virkjunarleyfi enn sem komið er. Hagalón við mynni Þjórsárdals Ölmóðsey Til hægri tengist 900 metra langur fráveituskurður farveginum, með vatn úr fráveitugöngum frá stöðvarhúsi. Í Melhaga Landfylling mun halda jökulvatninu frá hlaðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.