Morgunblaðið - 29.09.2008, Page 14

Morgunblaðið - 29.09.2008, Page 14
14 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FINNSKI sagn- fræðingurinn Oula Silvennoin- en segist í sam- tali við norska blaðið Aftenpost- en hafa fundið gögn sem sýni að stjórnvöld í Hels- inki hafi á árum síðari heims- styrjaldar tekið fullan þátt í útrým- ingu gyðinga. Finnar börðust við hlið Þjóðverja gegn Rússum 1941–1944 en hinir síðarnefndu höfðu hrifsað stór landsvæði af Finnum 1939. Silvenn- oinen segir Finna hafa m.a. unnið með leynilögreglu stjórnar Adolfs Hitlers að morðum á gyðingum og kommúnistum í norðanverðu Rúss- landi. kjon@mbl.is Ofsóttu Finn- ar gyðinga? Adolf Hitler FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VERÐUR einhvern tíma hægt að koma á friði með samningum við talíbana? Það hefur lengi verið stefna stjórnar Hamids Karzais, forseta í Kabúl, að reynt skuli að fá þá talíb- ana sem afneita ofbeldi til að ganga til liðs við stjórnina og hefur það tek- ist í allmörgum tilfellum. Nokkrir lágtsettir liðsforingjar talíbana hafa jafnvel gengið til liðs við stjórnina. En breska blaðið Observer segir að Sádi-Arabar hafi með aðstoð Breta um skeið haft milligöngu um viðræður síðan í sumar við einn af æðstu leiðtogum hreyfingarinnar án þess að skilyrði hafi verið sett fyrir- fram. Hafi þessar viðræður farið fram með leynd bæði í Kabúl, Quetta í Pakistan, þar sem margir forystu- menn talíbana hafa aðalbækistöð sína, Sádi-Arabíu og nokkrum evrópskum borgum. Talíbanaleið- toginn umræddi mun m.a. hafa rætt við fulltrúa bresku leyniþjónust- unnar, MI6, í London. Öryggismálaráðgjafi Karzais var fulltrúi hans í viðræðunum sem m.a. hafa gengið út á að talíbanar fengju ráðherraembætti í stjórninni. Einnig hefur Karzai reynt að fá til liðs við sig gamlan stríðsherra, Gulbuddin Hekmatyar, sem nú styður talíbana og sjálfan leiðtoga talíbana, múllah Omar en ekki haft erindi sem erfiði. Er rifjað upp að franski forsætis- ráðherrann Francois Fillon, hafi vís- að til þessara tilrauna nýlega í ræðu. „Við verðum að kanna leiðir til þess að skilja á milli alþjóðlegra ofsa- trúarmanna [í Afganistan] og ann- arra sem berjast fremur af þjóðern- isástæðum eða vegna ættbálka- tengsla,“ sagði Fillon. Heimildarmenn í Kabúl staðfestu í samtölum við Observer að viðræð- urnar hefðu farið fram en töldu að þær gengju stirðlega, einkum vegna þess hve hart hefur verið barist síð- ustu vikurnar en einnig vegna ósveigjanleika talíbana. Vandinn er margþættur og eitt dæmið er að talíbanar hafa sett sem skilyrði að allt erlent herlið yfirgefi landið í áföngum, að í Afganistan verði í gildi elstu afbrigði sharia-laga íslams og þeir fái aðild að ríkisstjórn. Og að sjálfsögðu eiga konur ekki að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Þess má geta að talíbanar hafa lagt sig fram um að myrða konur í áhrifa- stöðum og gert margar árásir á skóla og fyrirtæki sem konur stýra. En heimildarmenn segja að mestum erf- iðleikum valdi að talíbanar breyti stöðugt kröfum sínum. Leynifundir með talíbönum Observer segir breska embættismenn hafa rætt við talíbanaleiðtoga í London og Karzai og Sádi-Arabar reyni að fá hreyfinguna til að þiggja ráðherrastöður í Kabúl Reuters Vígreifur Liðsmaður afganska hers- ins í höfuðstaðnum Kabúl. KOSIÐ var til þings í Hvíta-Rúss- landi í gær en landið er oft kallað síðasta einræðisríkið í Evrópu. En Alexander Lúkasjenkó forseti lét nokkra stjórnarandstöðuleiðtoga lausa úr fangelsi fyrir skömmu. Lúkasjenkó átti lengi gott sam- starf við Vladímír Pútín og menn hans í Rússlandi en sambúðin hefur kólnað síðustu árin. Lúkasjenkó hefur m.a. ekki fylgt í fótspor Rússa og viðurkennt sjálfstæði upp- reisnarhéraðanna tveggja í Georgíu. Bendir ýmislegt til að hann vilji nú efla samskiptin við vestræn ríki en þau setja það skil- yrði að hann komi á lýðræði. Ekki hafa stjórnarandstæðingar mikla trú á loforðum forsetans um heiðarlegar kosningar. „Það er ekki hægt að tala um raunveruleg- ar kosningar þegar stúdentar, her- menn og verkamenn eru þvingaðir til að kjósa snemma og enginn gæt- ir kjörkassanna í fimm nætur,“ sagði Anatólí Lebedko, formaður Sameinaða borgaraflokksins. Forsetinn og stuðningsmenn hans ráða nú öllum sætunum í neðri deild þingsins, 110 að tölu. kjon@mbl.is AP Einráður Alexander Lúkasjenkó ræðir við fréttamenn í gær. Hvít-Rúss- ar kjósa HÆGRIMENN CSU, Kristilega sósíalsambandsins í Bæjaralandi, virðast hafa beðið mikinn ósigur í þingkosningum sem fram fóru í gær. Var þeim spáð 43% fylgi en flokkurinn var með 60,7% fyrir fimm árum. Jafnaðarmenn stóðu í stað, var spáð 19% stuðningi. CSU virtist að- allega hafa misst kjósendur til annarra miðju-hægriflokka, Frjálsra demókrata og Frjálsra kjósenda. CSU er systurflokkur CDU, flokks Angelu Merkel Þýskalands- kanslara, og hefur stýrt Bæjara- landi einn í 46 ár. Nú stefnir allt í samsteypustjórn. Bæjaraland er stærst sambands- ríkja Þýskalands og þar er mikið af hátæknifyrirtækjum. kjon@mbl.is CSU tapaði í Bæjaralandi TÆKNIMAÐUR hugar að kínverska geimfarinu Shenzhou VII á afskekktu svæði í Innri-Mong- ólíu en þar lenti það í gær eftir velheppnaða ferð þar sem m.a. var undirbúin smíði geimstöðvar. Yfirmaður ferðalanganna þriggja, Zhai Zhi- gang, fór á laugardag í 13 mínútna geimgöngu, fyrstur kínverskra geimfara. Var henni sjón- varpað beint í Kína og víða fylgdust margir með sendingunum á stórum útiskjáum. Kínverjar stefna að tunglferð á næsta áratug. Zhai sagði líðan þeirra ágæta en hann og fé- lagar hans, Liu Boming og Jing Haipeng, biðu í Shenzhou VII í um 45 mínútur eftir lendinguna til að venjast þyngdaraflinu og voru skoðaðir af lækni áður en þeir skriðu út úr farinu. Þeim var fagnað með blómvöndum. „Þetta var stórkostleg ferð, viðfangsefnin voru mörg og allt gekk vel,“ sagði Zhai. „Við erum hreyknir af ættjörðinni.“ Reuters Geimfarar lentu í Innri-Mongólíu LEIÐTOGAR á Bandaríkjaþingi og stjórn George W. Bush forseta náðu í gær samkomulagi um aðgerðir til björgunar fjármálafyrirtækjum landsins með ríkisframlögum upp á minnst 700 milljarða dollara næstu tvö árin. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúdeildar þingsins, sagði að greidd yrðu atkvæði um frum- varpið í dag. „Við eigum einhverja vinnu eftir við að fínpússa þetta en ég held að okkur hafi tekist að leysa málið,“ sagði Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna. Gagnrýnt var upphaflega að Paul- son fengi nánast einræðisvald til að ákveða hvernig verja skyldi fénu. Mun hafa náðst málamiðlun um að sérstakt ráð embættismanna, þ. á m. yfirmanns seðlabankans, skuli ann- ast yfirumsjón með aðstoð eftirlits- manna þingsins, að sögn BBC. Áætlanir fjármálaráðuneytisins miða að því að kaupa til baka ótraust húsnæðislán af lánastofnunum. Fyr- irtækin fengju þá lausafé en nær al- ger skortur er nú á því á mörkuðum. Í kjölfarið gætu þau farið að lána út fé á ný. kjon@mbl.is Greiða atkvæði um björgunaraðgerð Talið að Bandaríkjaþing samþykki 700 milljarða dollara aðstoð Í HNOTSKURN »Barack Obama og JohnMcCain sögðust í gær styðja aðgerðirnar í aðal- atriðum þrátt fyrir efasemdir. »Margir repúblikanar eruandvígir þessum dýru ríkisafskiptum sem auk þess sé ekki öruggt að dugi. Vilja þeir gefa markaðnum meira tækifæri til að leysa vandann. Hve fjölmennir eru talíbanar? Í reynd eru tölur um fjöldann ágisk- un en talið víst að allt að 10.000 vopnaðir menn séu í hreyfingunni. Einnig fá þeir oft stuðning annarra uppreisnarflokka og glæpahópa. Aðstoðar al-Qaeda hreyfinguna? Vitað er að liðsmenn al-Qaeda berj- ast sums staðar enn með talíbönum. Tækist að semja við talíbana yrði mun auðveldara að skera á þau tengsl og einangra al-Qaeda. S&S SKOSKA heimastjórnin hyggst í dag reyna að fá þing Evrópusam- bandsins til að breyta reglum um fiskveiðar til að hindra brottkast. Talið er að allt að 100 þúsund tonn fari í súginn í Norðursjónum ár hvert vegna brottkasts. Fiski er oft fleygt til að sleppa við sektir fyrir veiðar umfram kvóta. Skoskir ráðamenn vilja að sögn The Guardian að ESB taki upp sömu reglur og í Noregi en þar er brottkast bannað. Sjómenn segja að úthlutaðir kvótar séu of litlir, þeir hafi ekki verið auknir í samræmi við aukna fiskgengd. kjon@mbl.is Vilja banna brottkast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.