Morgunblaðið - 29.09.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Viðtöl 1. og 3. október
Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Kína, mun hitta
fulltrúa fyrirtækja sem vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmis-
svæðum sendiráðsins.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35,
og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins: Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea,
Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Kambódía, Laos og Víetnam.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, andri@utflutningsrad.is og Hermann
Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is.
ÞAÐ ER STUTT TIL KÍNA
www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„Í TÆPA tvo áratugi hefur sann-
kallað blómaskeið verið til staðar
meðal seðlabanka í þróuðum ríkj-
um,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafs-
son hagfræðingur á hagfræðisviði
Seðlabanka Íslands.
„Verðstöðugleiki virtist tryggður
eftir harða baráttu á níunda ára-
tugnum, sveiflur í hagvexti og at-
vinnu fóru minnkandi og þrátt fyrir
mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi
hélst verðbólga lítil. Fjármálakrepp-
ur í þróuðum ríkjum voru sjaldgæf-
ar. Norðurlöndin og Japan voru
undantekningar sem menn töldu
skýrast af hagstjórnarmistökum í
þessum löndum og hið sama gilti um
tíðar kreppur í þróunar- og nýmark-
aðsríkjum. Viðbrögð seðlabanka við
áföllum, sérstaklega lækkun hluta-
bréfaverðs 1987 og 2001 og gjald-
þrotum, voru talin hafa gengið mjög
vel og seðlabankar nutu mikilla vin-
sælda. Greenspan var guð. Áhættu-
sækni fjárfesta sótti því í sig veðrið.
Allt virtist þetta vera of gott til að
vera satt. Fjármálakreppan núna
sýnir að svo var raunin.“ segir Þor-
varður Tjörvi. Allt bendi til þess að
afleiðingarnar muni leggjast æ
þyngra á þjóðarbúskap landa um all-
an heim næstu misserin, atvinnu-
leysi aukast og hagvöxtur dragast
saman.
Þorvarður Tjörvi segir að fjár-
málakreppan nú sé að sumu leyti
hefðbundin. Hins vegar sé þetta
fyrsta kreppan eftir að fjármálafyr-
irtæki fóru í miklum mæli að pakka
lánum inn í ýmsa fjármálagjörninga
og selja. Bankar héldu að þeir hefðu
dreift áhættunni af auknum útlánum
með þessum hætti. „Það reyndist
tálsýn,“ segir Þorvarður Tjörvi.
Geta lært margt af kreppunni
„Seðlabankar geta nú þegar lært
margt af fjármálakreppunni og
munu örugglega læra enn meira
þegar henni lýkur. Ég tel að flokka
megi lærdómana í þrennt. Í fyrsta
lagi þá sem lúta að áhrifum hnatt-
væðingar á verðbólgu og fjármála-
stöðuleika, í öðru lagi lærdóma er
varða starfsemi fjármálafyrirtækja
og virkni markaða sem seðlabankar
gerðu sér ekki grein fyrir og í þriðja
lagi lærdóma er varða tengsl mark-
miða seðlabanka um verðstöð-
ugleika og fjármálastöðugleika og
hvernig er nauðsynlegt að tvinna
þetta betur saman í starfsemi seðla-
banka.“
Þorvarður Tjörvi segir vanmat á
áhrifum örrar þróunar aukinnar
hnattvæðingar fjármálamarkaða
skýrast af því að sýn seðlabanka og
fjármálaeftirlits á starfsemi fjár-
málafyrirtækja og virkni markaða
hafi verið of þröng.
„Í fyrsta lagi þá er ljóst að fjár-
málaeftirlit hefur brugðist að því
leyti að hin hefðbundna nálgun,
kennd við Basel, sem byggist m.a. á
mikilvægi eiginfjárhlutfalla út frá
áhættumati á eignum fjármálafyr-
irtækja, hefur reynst gagnslaus til
að skilja hvers vegna fjármálafyr-
irtæki með gott lánshæfismat, eig-
infjárhlutföll yfir skilgreindum
mörkum og aðgengi að lausafjár-
stuðningi seðlabanka komast í þrot.
Samspil gírunar [eignir/eigið fé],
skammtímafjármögnunar og laus-
fjárþrenginga hefur reynst lyk-
ilatriði.“
Eftirlitið útvíkkað
Þorvarður Tjörvi telur að einn
helsti lærdómur kreppunnar út frá
eftirlitshlutverki seðlabanka og fjár-
málastöðugleika sé að eðlileg við-
brögð hvers staks fjármálafyr-
irtækis geti haft alvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir kerfið í
heild sinni.
„Annar lærdómur kreppunnar er
samt einmitt að það var ekki nóg
fyrir seðlabanka að fylgjast með við-
skiptabönkunum, hinum kerfislega
mikilvægu stofnunum eins og þær
voru kallaðar. Safn fjármálafyr-
irtækja sem seðlabankar þurfa að
fylgjast með er stærra. Seðlabankar
vanmátu mikilvægi fjárfesting-
arbanka í ákvörðun framboðs láns-
fjár á mörkuðum og afleiðingar þess
þegar fjárfestingarbankar auka eða
draga úr gírun sinni í takt við eigna-
verðs- og skammtímavaxtaþróun.
Mikilvægi þeirra jókst verulega eftir
því sem verðbréfun (e. sec-
uritization) óx ásmegin og of slök
peningastefna var rekin í heiminum.
Þeir mögnuðu uppsveifluna og eru
að ýkja niðursveifluna sömuleiðis.
Þess vegna verður fjármálaeftirlit
að ná til þessara aðila sömuleiðis og
spurning hvort rétt sé að setja sér-
stök mörk á gírun einstakra fjár-
málafyrirtækja.“
Breytt deildaskipting
Að þessu sögðu segist Þorvarður
Tjörvi Ólafsson vera kominn að loka-
atriðinu sem tengist lærdómum
kreppunnar um tengsl markmiða
seðlabanka um verðstöðugleika og
fjármálastöðugleika.
„Fyrir kreppuna var litið á þetta
sem aðgreind hlutverk og deilda-
skipting seðlabanka víðast hvar end-
urspeglar það viðhorf. Almennt við-
horf seðlabankamanna hefur verið
að peningastefnan, þ.e. ákvörðun og
miðlun upplýsinga um framvindu
stýrivaxta, eigi að einblína á að
tryggja verðstöðugleika og að öðr-
um tækjum ætti að beita til að
tryggja fjármálastöðugleika. Kerf-
islega mikilvægum stofnunum ætti
að veita lausafjárþjónustu gegn hæf-
um veðum og vaxtaálagi. Framlag
peningastefnunnar til fjármálastöð-
ugleika væri beinlínis fólgið í að
tryggja verðstöðugleika því þá væru
minni líkur á óstöðugleika í fjár-
málakerfinu.“
Hann segir ljóst að ágreiningur
ríki nú meðal seðlabankamanna um
æskileg tengsl fjármálastöðugleika
og verðstöðugleika. Það sjáist í
framkvæmd peningastefnunnar báð-
um megin Atlantsála og í fræðilegri
umræðu innan hagfræðinnar. Þeirri
umræðu sé ekki lokið en sú skoðun,
að hægt sé að horfa á þessi markmið
óháð hvort öðru, sé á hröðu und-
anhaldi.
Fleiri fjármálakreppur
„Almennt séð eru því hlutverk
seðlabanka óbreytt frá því fyrir
kreppuna. Umhverfið er hins vegar
allt annað og áskoranirnar meiri.
Sjálfsumgleði sumra seðlabanka-
manna hefur beðið skipbrot. Blóma-
skeiði síðustu ára er lokið og seðla-
bankar þurfa að taka á honum stóra
sínum, læra af kreppunni sem nú
skekur heimsbúskapinn og treysta
innviði fjármálakerfisins til að kom-
ast í gegnum þessa kreppu en um
leið draga úr líkum á frekari krepp-
um í framtíðinni. Það er þó ósk-
hyggja ein að halda að heims-
byggðin sleppi við fjármálakreppur í
framtíðinni en áhrifin á hag almenn-
ings og fyrirtækja munu velta á við-
brögðum stjórnvalda,“ segir Þor-
varður Tjörvi Ólafsson.
Greenspan var guð
Seðlabankar heimsins
eru í brennidepli fjár-
málakreppunnar í
heiminum. Þeir eru
taldir gegna lykilhlut-
verki í að vinda ofan af
ástandinu sem nú ríkir.
Þorvarður Tjörvi Ólafs-
son, hagfræðingur á
hagfræðisviði Seðla-
banka Íslands, segir
óskhyggju að halda að
slíkt gerist ekki aftur
en viðbrögð stjórnvalda
skipti máli.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hagfræðingurinn Þorvarður
Tjörvi Ólafsson segir lausa-
fjárþrengingar í öðrum gjald-
miðlum en innlendum kalla á al-
þjóðlega samvinnu seðlabanka
eins og nýleg dæmi sýna. Lausa-
fjárþjónusta og þrautavaralán
seðlabanka er undir vaxandi
áhrifum hnattvæðingar.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson telur að sýn
seðlabanka og fjármálaeftirlits á starf-
semi fjármálafyrirtækja og virkni
markaða hafi verið of þröng. Þessar
stofnanir vanmátu áhrif örrar þróunar
aukinnar hnattvæðingar fjár-
málamarkaða.
1) Hnattvæðing vöru, þjónustu og
vinnuafls átti sinn þátt í að halda verð-
bólgu niðri í þróuðum ríkjum með því
að auka flæði ódýrra vara frá nýmark-
aðsríkjum. Nú hefur dregið úr þessum
áhrifum, m.a. vegna hærri fram-
leiðslukostnaðar í nýmarkaðsríkjum
þar sem laun og hrávara hefur hækkað
í verði. Seðlabankar þurfa því að end-
urmeta áhrif hnattvæðingar vöru og
þjónustu á verðbólgu. Sú vinna var haf-
in áður en kreppan skall á.
2) Hnattvæðing peningastefnu: Of
slök peningastefna á heimsvísu ýtti
einnig undir eignaverðsbólu um allan
heim. Lágir vextir í Bandaríkjunum í
kjölfar þess að netbólan sprakk leiddu
til slakari peningastefnu í fjölmörgum
Asíu- og olíuríkjum sem binda gengi
sinna gjaldmiðla við gengi Bandaríkja-
dals. Heimurinn glímir nú við afleið-
ingar þess að eignaverðsbólan, sem
varð til vegna þess að of slök pen-
ingastefna í Bandaríkjunum hafði
áhrif á peningastefnu um allan heim,
hefur sprungið og húsnæðisverð lækk-
ar ört um nær allan heim.
3) Hnattvæðing fjármálamarkaða (e.
financial globalisation) sem hefur verið
gífurlega ör og seðlabankar hafa ekki
náð að fylgja þeirri hröðu þróun eftir.
Ör vöxtur alls kyns fjármálafyrirtækja
og -sjóða, vaxandi vinsældir verðbréf-
unar (e. securitization) og aukin
áhættusækni í kjölfar láglendis í vax-
taumhverfi heimsins eru allt þættir
sem hafa haft gífurleg áhrif á fram-
vinduna í fjármálakreppunni. Seðla-
bankar áttu mjög erfitt með að meta
áhrif þeirra áður en kreppan skall á,
m.a. vegna þess að fjármálamarkaðir
gegna takmörkuðu hlutverki í þjóð-
hagslíkönum seðlabanka. Flestir seðla-
bankar heims vinna nú ört að því að
veita fjármálamörkuðum og -stofn-
unum aukið vægi í líkönum sínum. Að-
greining fjármálaeftirlits og seðla-
banka í ýmsum löndum var ekki heldur
til þess fallin að skapa yfirsýn stjórn-
valda yfir þessa markaði.
Of þröngt
sjónarhorn
seðlabanka