Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ gladdi mig
ósegjanlega þegar ég
opnaði Moggann á
laugardaginn og sá að
ritstjórinn hafði séð
ástæðu til að leggja
sjálfa Staksteina undir
umfjöllun um málefni
sem ég hafði þá daginn
áður leyft mér að vekja
máls á, á opinberum
vettvangi. Loksins, loksins, hugsaði
ég, er maður orðinn maður með
mönnum. Það er sannarlega ekki á
hverjum degi sem smákallar eins og
ég njóta slíkrar upphefðar. Ég færi
blaðinu hugheilar árnaðaróskir og
þakka auðmjúklega fyrir þennan
heiður.
Það sem ég hafði leyft mér að
nefna er þetta. Í lögum á Íslandi og
raunar hvarvetna á Vesturlöndum er
regla sem bannar að fólki sé mis-
munað vegna kynferðis. Þetta á t.d.
við um það þegar atvinnurekendur
ráða sér fólk til starfa. Þeim er þá
óheimilt að mismuna umsækjendum
um starf á grundvelli kynferðis. Í lög-
unum er jafnframt sett regla sem
varðar sönnun slíkra brota. Ef leidd-
ar eru líkur að beinni eða óbeinni mis-
munun vegna kynferðis skal atvinnu-
rekandi sýna fram á að aðrar ástæður
hafi legið til grundvallar ákvörðun
hans. Með öðrum orðum; ef atvik
máls hlutrænt séð benda til þess að
um mismunun á grundvelli kynferðis
sé að ræða er það lagt á atvinnurek-
andann að sýna fram á að aðrar mál-
efnalegar ástæður hafi legið að baki
ákvörðun hans. Sönn-
unarbyrðin færist yfir á
atvinnurekandann. Allt
er þetta ágætt.
Í jafnréttislögum er
kveðið á um tilvist og
hlutverk nefndar sem
þeir sem telja á sér
brotið geta leitað til.
Það er Kærunefnd jafn-
réttismála. Eftir breyt-
ingar sem gerðar voru á
lögunum fyrr á þessu
ári hefur hlutverk
nefndarinnar meira að
segja fengið aukið vægi. Nú er unnt
að fylgja eftir niðurstöðum hennar
sem eru endanlegar á stjórnsýslustigi
t.d. með dagsektum á hendur þeim
sem gerast brotlegir.
Við mat á því hvort brotið hafi ver-
ið gegn reglunni um bann við mis-
munun á grundvelli kynferðis er fyrst
og fremst litið til þátta einsog sam-
anburðar á menntun og starfsreynslu
umsækjenda. Á síðari árum hefur
hins vegar borið æ meir á því, eink-
anlega í málum sem varða ráðningar
að litið hafi verið til annarra þátta.
Kærunefnd hefur einsog hún sjálf
orðar það, litið svo á með vísan til
dómaframkvæmdar að játa verði at-
vinnurekanda nokkurt svigrúm við
mat á vægi menntunar og starfs-
reynslu umsækjenda, svo og við mat
á öðrum þáttum sem máli er talið
skipta og málefnalegt að líta til í við-
komandi tilviki. Hvað þýðir þetta? Jú,
í einstöku tilvikum kann aðstaðan að
vera sú að réttmætt sé með vísan til
séreðlis starfs eða sérstæðra atvika
sem varða menntun eða starfsreynslu
umsækjenda að taka þann framyfir
sem minni menntun eða starfs-
reynslu hefur. Þetta getur verið lög-
legt en er auðvitað algjör undantekn-
ing frá meginreglunni.
Þegar horft er yfir niðurstöður
Kærunefndar á síðustu árum varð-
andi ráðningarmál virðist þessi und-
antekning á góðri leið með að verða
aðalregla. Kærunefndin hefur hvað
eftir annað komist að því að tilvik sem
hlutrænt séð virðast vera brot séu
það ekki, með vísan til svona sjón-
armiða.
Ef svigrúm atvinnurekandans við
mat á vægi menntunar og starfs-
reynslu umsækjenda, og við mat á
öðrum þáttum sem máli skipta er eins
rúmt og Kærunefnd jafnréttismála
virðist álíta styttist í það að að-
alreglan um bann við mismunun verði
haldlaus. Þá er illa farið. Þarna sýnist
mér að Kærunefnd jafnréttismála sé
á villigötum.
Ég er sammála Staksteinum um að
aðalatriði málsins er ekki að Kæru-
nefndin telji alltaf að um brot sé að
ræða heldur að hún komist að réttum
niðurstöðum. Ég óttast hins vegar að
með þessari aðferðafræði verði það
oft ekki raunin.
Þakkarávarp!
Ástráður Haralds-
son svarar Stak-
steinum
» Þegar horft er yfir
niðurstöður Kæru-
nefndar á síðustu árum
varðandi ráðningarmál
virðist þessi undantekn-
ing á góðri leið með að
verða aðalregla.
Ástráður Haraldsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
dósent við Háskólann á Bifröst.
„VEISTU að hjóla-
stólinn þinn er úr áli?“
sagði lögregluþjónn við
einn þeirra sem stöðv-
uðu vinnu í Helguvík í
sumar. Hann kaffærði
rök álversandstæðinga
fyrir fullt og allt, er það
ekki? Eftir að grein
Jakobs Björnssonar
um Björk Guðmunds-
dótur og álnotkun hennar birtist í
Morgunblaðinu tók ritstjórn blaðsins
sig til og skrifaði Staksteina þar sem
sagt er að flestir álversandstæðingar
séu líklega ekki samkvæmir sjálfum
sér. Flestir noti þeir ál dags daglega
og meira að segja Saving Iceland eldi
í álpottum og noti álstangir til að
halda uppi tjöldum sínum. „Hræsni,“
sagði Mogginn.
Þessi gagnrýni er ekki ný. Hún
hefur markvisst verið notuð gegn
þeim sem eru mótfallnir frekari upp-
byggingu stóriðju hér á landi, eyði-
leggingu íslenskrar náttúru fyrir
orkuframleiðslu og vistkerfa út um
allan heim vegna báxítgraftar, og
orkusölu til fyrirtækis sem montar
sig af samstarfi sínu við bandaríska
herinn. Auk þess þegar álvers-
andstæðingar eru ásakaðir um að
vilja færa íslenskt samfélag aftur til
torfkofanna og byggja efnahag lands-
ins á fjallagrasatínslu, hefur þessi
gagnrýni verið sú fyrirferðarmesta.
Sama hversu oft er búið að benda á
þá staðreynd að a.m.k. 30% af áli eru
framleidd fyrir hergagnaiðnaðinn (og
þá skiptir engu hvort álfyrirtækið
sjáft framleiðir vopnin eða ekki);
sama hversu oft búið er að segja frá
því hversu mikið ál endar sem land-
fylling eftir að hafa gegnt hlutverki
sínu sem einnota drykkjarílát; þó bú-
ið sé að benda á samhengið milli lágs
orkuverðs og þess hversu auðvelt það
er fyrir okkur að framleiða ál, nota
einu sinni, henda því svo og framleiða
meira; ennþá er okkur sagt að við
séum ekki sjálfum okkur samkvæm.
Svo er hamrað á því, nú síðast í
leiðara DV 9. sept., að það sé siðferði-
leg skylda okkar Ís-
lendinga að drekkja há-
lendinu og rústa
jarðhitasvæði fyrir
orkufreka álfram-
leiðslu; það sé okkar
umhverfisverndarinn-
legg. Ef álfyrirtækin fái
ekki að byggja álver
hér á landi verði þau
bara byggð annars
staðar og keyrð áfram á
óumhverfisvænni hátt.
Hvílíkt kjaftæði! Alcan
vill nú auka framleiðslu
sína í Straumsvík, helst stækka ál-
verið og byggja fleiri álver hér á
landi. Á sama tíma ætlar Alcan að
byggja álver á skattfrjálsu svæði í
Suður-Afríku og öllum að óvörum
verður álverið keyrt áfram á kolum
og kjarnorku. Orkuverðið skiptir öllu
máli, ekki umhverfið. Álframleiðsla
verður aldrei umhverfis- eða mann-
úðarvæn.
Í Orissa-héraðinu á Indlandi búa
ættflokkar sem hafa alla tíð lifað í
samlyndi við umhverfi sitt. Vist-
fræðilegt fótspor þeirra sést varla, á
sama tíma og lífsstíll hinna „þróuðu“
Vesturlandabúa er svo skaðlegur að
nokkrar plánetur í viðbót þyrfti til ef
allir jarðarbúar ættu að hljóta þessi
„lífsgæði“ okkar. Ættflokkarnir búa
við og í fjöllunum en eru svo
„óheppnir“ að búa bókstaflega á hrá-
efnisparadís áliðnaðarins. Barátta
þeirra gegn eyðileggingu landsins
síns fyrir báxítgröft hefur staðið yfir í
langan tíma og hefur hingað til verið
friðsamleg, innan ramma laganna.
Viðbrögð yfirvalda og hagsmunaaðila
hafa hins vegar verið ofbeldisfull,
m.a. leitt til dauðsfalla. Nú hefur
hæstiréttur landsins dæmt námufyr-
irtækinu Vedanta í hag. Menning-
arleg þjóðarmorð eru á næsta leiti.
Andri Snær Magnason svaraði grein-
um Jakobs og ritstjórn Morgunblaðs-
ins og spurði „Hvenær er komið
nóg?“ Og Jakob var fljótur að svara:
„Þegar meirihluti kjósenda á Íslandi
hefur með atkvæði sínu í þingkosn-
ingum ákveðið að nóg sé komið. Fyrr
ekki.“
En staðreyndin er önnur. Hnatt-
rænt ferli og áhrif álframleiðslu ná
langt út fyrir Ísland. Það er ekki
einkamál okkar Íslendinga hvort ál
sé framleitt, báxít grafið, samfélög
þurrkuð út og vistkerfi lögð í rúst. Og
jafnvel þó svo væri getum við rifjað
upp hvað gerðist í aðdraganda og
kjölfar alþingiskosninganna vorið
2007. Samfylkingin mætti til leiks
með umhverfisstefnu sína „Fagra Ís-
land“ og boðaði stóriðjustopp til
fimm ára. Nú u.þ.b. einu og hálfu ári
seinna hafa ráðherrar flokksins lýst
yfir stuðningi við tvö ný álver og sam-
hliða virkjun jarðhitasvæða og jök-
uláa; tekið skóflustungur að álverum
og skrifað undir samninga bak við
lokaðar dyr. Allt í boðið lýðræðisins!
Það er komið meira en nóg! Það þarf
ekki að framleiða meira ál. Það þarf
ekki að grafa upp meira báxít og út-
rýma fleiri frumstæðum sam-
félögum. Það þarf ekki að framleiða
fleiri „grænar“ sprengjur, ekki fleiri
létt hertæki sem drepa samt jafn vel
og þau þungu, ekki fleiri „umhverf-
isvæna“ bíla, ekki fleiri endurvinn-
anlegar bjórdósir. Það þarf ekki að
virkja fleiri ár, drekkja fleiri fossum,
slóðum hreindýra og friðlöndum. Það
þarf ekki að senda út fleiri „Lowest
Energy Prices“ bæklinga, skrifa
fleiri skýrslur um ímyndarsköpun Ís-
lands og halda fleiri „Pure Energy“
landkynningarhátíðir. Það þarf að
ýta á stopp. Þessi grein var skrifuð í
tölvu. Hræsni? Ætti ég kannski í stað
þess að skrifa greinar um skaðsemi
álframleiðslu, að flytja upp í fjöll Or-
issa-héraðsins og berjast gegn stór-
fyrirtækjum og yfirvöldum með prik-
um og steinum? Vera svo drepinn
fyrir það eitt að vilja vernda jörðina
og íbúa hennar?
Hræsni?
Snorri Páll Jónsson
Úlfhildarson
skrifar um ál
»Enn á ný eru áland-
stæðingar sagðir
vera hræsnarar. En fyr-
ir hvað? Að vilja vernda
jörðina og íbúa hennar?
Að vilja heilbrigt um-
hverfi og samfélag?
Snorri Páll Jónsson
Höfundur er listamaður.
Deilur á milli stjórnenda
Strætó bs annars vegar og Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
hins vegar hafa nú verið til lykta
leiddar með samkomulagi á milli
aðila. Að okkar mati höfðu stjórn-
endur farið offari hvað varðar
áminningu sem starfsfólki hafði
verið veitt vegna meintra brota í
starfi, brottvikningu úr starfi, auk
þess sem stjórnendur höfðu neit-
að að virða niðurstöður Starfs-
mannafélagsins um hverjir skyldu
gegna stöðu trúnaðarmanna.
Öll þessi mál voru komin í far-
veg dómstóla og vitnaleiðsla fyr-
irhuguð í vikunni í einu málanna.
Hlutaðeigandi aðilar náðu hins
vegar samkomulagi um að deilu-
mál þessi yrðu látin niður falla að
fullu. Trúnaðarmaður okkar, sem
vikið hafði verið úr starfi ólöglega
að okkar mati, óskaði eftir því að
við beittum okkur fyrir sam-
komulagi til að tryggja hagsmuni
hans, sem við og gerðum með
ásættanlegri niðurstöðu. Það er
meira en lítið misvísandi að for-
stjóri Strætó bs. láti hafa eftir
sér, eftir gerð samkomulagsins,
að það sem standi eftir sé áminn-
ing og uppsögn. Þetta er ekki rétt
eins og hér hefur verið rakið.
Við óskum Strætó bs velfarn-
aðar og öllum þeim sem þar
starfa. Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar og BSRB munu
leggja sitt af mörkum til að efla
Strætó bs í hvívetna. Nýgert sam-
komulag er liður í markvissu
átaki til að beina samskiptum
stjórnenda og annarra starfs-
manna inn í uppbyggilegri farveg
en hann hefur verið í um skeið.
Ögmundur Jónasson og
Garðar Hilmarsson
Athugasemd vegna
fréttar um Strætó bs.
Garðar er formaður Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar. Ög-
mundur er formaður BSRB.
MIKIÐ hefur verið
rætt um framtíð
Reykjavíkurflug-
vallar að undanförnu.
Það má alveg segja
það hreint út að
frammistaða Ólafs F.
Magnússonar hefur
verið til fyrirmyndar.
En mitt í nýjasta
reiðuleysisrugli er
aftur komin upp sú
staða hjá þeim, sem
minnst skilja um
hvað málið snýst, að
ryðja flugvellinum á
burt.
Flugvöllurinn er
aðalsamgönguæð
hálfrar milljónar
manna á hverju ári.
Flugvöllurinn er ekki
bara Reykjavíkurmál, þetta er
mál allra þeirra sem utan
Reykjavíkur búa.
Það hlýtur að vera verkefni
ríkisstjórnar að ganga þannig frá
þessu máli að framtíð flugvall-
arins verði tryggð á þeim stað
sem hann er núna. Frá upphafi
hefur verið hrúgað upp í Reykja-
vík alls konar þjónustu fyrir alla
landsmenn sem fólk neyðist til
að sækja til Reykjavíkur utan af
landi. Það er komið að því, að
koma því kirfilega til skila til
ráðamanna borgarinnar að ef
fólk utan Reykjavíkur á að
sækja þangað þjónustu þá þarf
sú þjónusta að vera aðgengileg.
Ef þetta mál er látið druslast
áfram í þekkingarleysi kjörinna
borgarfulltrúa hlýtur að verða
krafa allrar landsbyggðarinnar
að ef reisa á nýtt stórsjúkrahús
þá verði það reist á þeim stað
sem geri það aðgengilegt að
komast þangað. Það er alveg
óhæft að hrúga upp alls konar
þjónustu á einn stað og hindra
svo fólk í því að sækja þá þjón-
ustu sem er í mörgum tilfellum
spurning um líf eða dauða.
Ef Keflavíkurvöllurinn yrði
gerður að innanlandsflugvelli
fyrir Reykjavík er kominn tími
til að safna saman þjónustu rík-
isins í Keflavík. Nýtt stórsjúkra-
hús yrði þá reist í
Reykjanesbæ. Það er
ekki neitt erfiðara fyr-
ir Reykvíkinga að
sækja þjónustu til
Reykjanesbæjar held-
ur fyrir Reykjanes-
bæjarbúa að sækja
þjónustu til Reykja-
víkur. Það er alltaf
verið jagast á því hvað
hægt væri að selja
lóðirnar á sem nú eru
undir flugvellinum.
Þegar búið er að eyði-
leggja
Reykjavíkurflugvöll
mundu á að giska 750
þúsund vinnustundir
fara í súginn árlega og
fara vaxandi með
hverju ári. Það yrði
því bara einfalt reikn-
ingsdæmi hvað það
tæki mörg ár að gera
hagnaðinn af lóðaríinu
hjá borgarstjórn
Reykjavíkur að engu.
Sú hugmynd að fara
að setja upp járnbraut milli Kefla-
víkur og Reykjavíkur er þvílík for-
áttuheimska að það er varla hægt
að eyða orðum að þeirri vitleysu.
Járnbrautir hafa alla tíð verið ein-
hver leiðinlegasti ferðamáti sem
til er og eru alveg gífurlegur
slysavaldur. Það mundi allur lóð-
aríispeningurinn
fara í slíka heimskuframkvæmd
og í viðbót tíminn sem fer í að
skrölta á milli staða og þau
mannslíf sem mundu tapast í sam-
bandi við þá framkvæmd. Það tek-
ur um það bil 5 til 8 kílómetra að
stöðva lest sem er á fullri ferð og
þau hryllilegu járnbrautarslys sem
orðið hafa alveg nýlega í Banda-
ríkjunum og Þýskalandi gætu
gerst hér hvenær sem er og oft á
ári. En þegar menn eru farnir að
taka dæmi af flugslysum erlendis
og reyna að hrekja burt flugvöll-
inn með því staðsetja þau á öðrum
stöðum í nágrenni við Reykjavík-
urflugvöllinn þá tekur fyrst alveg
steininn úr.
Að lokum þetta: Ódýrast yrði að
flytja alla þjónustu sem safnað
hefur verið saman í Reykjavík til
Reykjanesbæjar og þá getur
Reykjavík verið bara fyrir sjálfa
sig! Ég er viss um að Reykjanes-
bær tæki því fegins hendi.
Reykjavíkur-
flugvöllur
Bergsveinn Guð-
mundsson skrifar
um staðsetningu
Reykjavík-
urflugvallar og
byggingu sjúkra-
húss
Bergsveinn
Guðmundsson
» Þegar búið
er að eyði-
leggja Reykja-
víkurflugvöll
mundu á að
giska 750 þús-
und vinnustund-
ir fara í súginn
árlega
Höfundur er á ellilaunum.