Morgunblaðið - 29.09.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 21
NÚ BERAST frétt-
ir af því að banda-
ríska alríkislögreglan
ætli að skoða bókhald
stórra fjármálafyr-
irtækja þar vestra
nánar og hafi í
hyggju að refsa þeim
sem farið hafa offari í
fjárfestingum og
beinlínis orðið valdir
að hruni verðbréfa á
mörkuðum heimsins. Einkum
beinist rannsóknin að fjárfesting-
arbankanum Lehman Brothers,
tryggingafélaginu AIG og íbúða-
lánasjóðunum Fanny Mae og
Freddie Mac. Samtímis talar
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
fyrir því að hinir ábyrgu fyrir fjár-
hagslegum hrakförum undangeng-
inna vikna og mánaða verði „látnir
svara til saka og þeim refsað“.
Það fer um menn við slík tíð-
indi. Enginn handrukkari getur
tekið að sér það verkefni að berja
slíka svikajöfra til hlýðni, um það
verður ríkisbáknið að sjá, verkfæri
hins frjálsa markaðar duga þar
engan veginn til. Hérlendis eru þó
lýðræðislega kosin yfirvöld í bið-
stöðu, enginn hefur enn þorað að
minnast á rannsókn og refsingu
vegna fjárglæfra og
offors íslenskra at-
hafnamanna. Það get-
ur nefnilega verið af-
ar erfitt í litlu
samfélagi þar sem
tengslin milli lýðræð-
islega kosinna fulltrúa
þjóðarinnar og fjár-
málafursta eru oft
nánari og gagnsærri
en gerist og gengur
erlendis.
Skipbrot nýfrjáls-
hyggjunnar um allan
heim hefur ýtt undir
nostalgíu íslenskra fjármálafursta
sem leita nú örvæntingarfullir að
leiðum til þess að komast hratt og
áhyggjulítið aftur til gullaldar
þensluskeiðsins, sem ríkti upp úr
aldamótum hérlendis. Þar á bæ
eygja menn helst von í afnámi
krónunnar og einhliða upptöku
evrunnar. Eitthvað verður að gera
strax, menn eru hættir að græða
milljarða og botnlaust hyldýpi
gjaldþrotsins blasir við mörgum.
Óttinn við að farið verði að
skyggnast betur í bókhald fjár-
festingarfyrirtækja og útrás-
arauðjöfra er sem óðast að grípa
um sig, hver veit nema að skort-
sala verði bönnuð og Kvíabryggja
sé næsti áfangastaður fyrir þá
sem hæst riðu holskeflu nýfrjáls-
hyggjunnar og reyna jafnvel enn
eftir að hún hefur fjarað út í eyði-
sanda kaldra staðreynda. Útlitið
fyrir að einhliða upptaka evrunnar
geti leyst vandann nógu hratt er
þó hverfandi. Í Brussel hafa menn
víst nóg með sitt þótt þeir fari
ekki að sinna vandræðum óekta
króga sambandsins í miðju Ball-
arhafi.
Enn aðrir binda vonir sínar við
aðgerðir Bandaríkjastjórnar til
þess að finna úrlausn á vandamál-
unum kringum hin svokölluðu
undirmálslán og vonast til þess að
hinn frjálsi heimsmarkaður hress-
ist verulega við afskipti rík-
isbáknsins þar vestra. Það er af
sem áður var þegar ekki mátti
heyrast minnst á opinber afskipti.
Sannarlega er komið nýtt hljóð í
strokk nýfrjálshyggjumanna enda
virðast þeir fremur ráðalausir
gagnvart þeim draug sem þeir
sjálfir hafa vakið upp.
Það vekur athygli að áhyggjur
fjárglæframanna virðast eiga um-
búðalausa samúð langt inn í raðir
Samfylkingarinnar. Enn eru ekki
allir búnir að missa trúna á lög-
málum hins frjálsa markaðar að
því er virðist. Í grein sem Helgi
Hjörvar skrifar í Morgunblaðið
24. september lýsir hann áhyggj-
um sínum af því að lánskjör fjár-
málafurstanna hafi versnað og
lausafjárskorts hafi orðið vart.
Helgi sér ráð við því, einkavæð-
ingin verður að halda áfram.
„Sóknarfæri gætu t.a.m. verið í
því að selja einkaaðilum Kára-
hnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í
eigu hins opinbera,“ skrifar
Helgi. Raunar kveðst hann vilja
leigja rekstur virkjananna með
samningum til ýmist 20 eða 40
ára, en þetta segir hann vera í
samræmi við samkomulag rík-
isstjórnarflokkanna í orku-
málum,“ sem undirstrikar það
áhersluatriði jafnaðarmanna að
auðlindirnar séu í almannaeign en
opnar fyrir einkarekstur virkj-
ananna sjálfra.“
Fagra Ísland er með öðrum
orðum boðið einkaaðilum til leigu
eða sölu. Helgi kveðst að vísu
ekki vilja virkja meira en það sem
þegar er farið í gang, en vill að
nægilegt rafmagn fáist fyrir álver
á Bakka og Helguvík sem hann
segir að ekki verði stöðvuð, en
hann vill væntanlega láta einka-
aðila um að græða á þessum fyr-
irhuguðu álverum næstu 20-40 ár-
in líka. Að þeim tíma liðnum
verður álmarkaðurinn sennilega
hruninn hvort eð er svo vel er við
hæfi að almenningur geti tekið
aftur við rekstri álveranna, sem
alls óvíst er hvort munu skila
neinu öðru af sér þá en fjárhags-
legu tapi og óbætanlegum umverf-
isspjöllum.
Það er sama sagan, jafn-
aðarmenn eru ávallt seinastir til
að átta sig á breyttum tímum og
aðstæðum. Þeir stóðu lengst allra
vörð um þunglamalegt ríkisbáknið
þegar nýfrjálshyggjan hófst til
vegs og virðingar. Nú tvíhalda
þeir hins vegar um merki nýfrjáls-
hyggjunnar á vígvöllum hrynjandi
markaða og virðast fáar aðrar úr-
lausnir eiga aðrar en að halda
einkavæðingunni áfram þar til yfir
lýkur. Það brennur í kauphöllum
heimsins, fjárglæfrapólitík und-
angenginna ára er að sliga efna-
hag íslenskra heimila. Hvenær
ætlar brunalið íslenskra stjórn-
málamanna að svara útkallinu? Er
ekki full þörf á að hyggja að því
hverjir dregnir skuli til ábyrgðar
fyrir því ófremdarástandi sem nú
ríkir, eða á að bíða fordæmis
stjórna Bandaríkjanna og Efna-
hagsbandalags Evrópu?
Babú, það brennur í kauphöllunum
Kristján L. Guð-
laugsson skrifar um
efnahagsástandið
» Óttinn við að farið
verði að skyggnast
betur í bókhald fjárfest-
ingarfyrirtækja og út-
rásarauðjöfra er sem
óðast að grípa um sig.
Kristján L.
Guðlaugsson
Höfundur er blaðamaður
og sagnfræðingur.
VIÐ erum eina
þjóðin meðal velmeg-
unarríkja heims sem
enn býr ekki að
tæknimiðstöð (science
center) til eflingar
raungreinamenntun
og tækniþróun. Þess
vegna njóta íslensk
skólabörn ekki sömu
menntunaraðstöðu og
börn í þeim grannríkjum okkar
sem við berum okkur gjarna saman
við. „Menntun í fremstu röð“ er
hástemmt og vinsælt slagorð sem
m.a. má sjá í stefnuyfirlýsingu nú-
verandi ríkisstjórnar og í stefnu
Vísinda- og tækniráðs. Þau orð
verða þó innantóm meðan þetta
mikilvæga atriði vantar. Vissulega
eigum við í heildina gott mennta-
kerfi og búum að hæfu og vel
menntuðu fólki í kennarastéttum.
En er það nóg? Hvað um áhuga-
vakninguna? Hvað um fjölbreytni í
námsaðferðum? Hversvegna nýtum
við ekki úrræði sem öðrum þjóðum
gefast vel? Við búum í grundvall-
aratriðum við sömu þarfir í at-
vinnumálum og þróun og aðrar
þjóðir, og höfum tileinkað okkur
fjölmargar lausnir grannþjóðanna.
Menntakerfi okkar er að stofni inn-
flutt, þó að það sé þróað og aðlagað
okkar aðstæðum. Þar hefur þessi
veigamikli þáttur orðið útundan.
Samanburðarrannsóknir í raun-
greinamenntun, s.s. pisa-kann-
anirnar, staðfesta óviðunandi stöðu
okkar í þessum efnum. Starfsemi
tæknimiðstöðva er flestum fram-
andi sem ekki hafa kynnst þannig
stofnunum erlendis. Tækni-
miðstöðvar eru stofur með leik-
tækjum og öðrum gagnvirkum
búnaði (hands-on), þar sem not-
endur, t.d. nemendur, geta með
eigin tilraunum og leikjum kynnst
virkni tækja, eðlislögmálum, fram-
leiðslutækni og nýsköpun. Margs-
annað er að það nám gagnast best
og lengst sem aflað er við upplifun
og leiki; mun betur en það sem
numið er af bók eða við ítroðslu.
Þannig nám hentar einnig mun
breiðari hópi nem-
enda. Þessar stað-
reyndir hafa stjórn-
völd flestra ríkja
gert sér ljósar og í
öllum grannríkjum
okkar er starfræktur
fjöldi tækni-
miðstöðva. T.d. vinna
Norðmenn eftir
markvissri stefnu í
þessum málum, og
hefur fjöldi tækni-
miðstöðva risið þar í
öllum landshlutum á
síðari árum. Kennaraháskóli Ís-
lands/SRR skilaði sérfræðiáliti á
sl. ári, þar sem eindregið er lagt
til að komið verði upp svona
stofnun hérlendis til stuðnings við
raungreinakennslu og áhugavakn-
ingar. Fyrir liggja einnig sam-
hljóða álit fjölda landssambanda á
sviði kennslu, nýsköpunar og at-
vinnulífs. Þrátt fyrir öll eindregin
álit sérfræðinga og þjóðlífs gætir
enn tregðu menntamálayfirvalda.
Tæknimiðstöðvar eru mikilvægar
fyrir menntun, en hafa þó enn
víðtækara hlutverki að gegna.
Þær miðla fróðleik og áhugavakn-
ingu um tækni og vísindi. Þær
halda utan um og kynna þjóð-
ararfinn á tæknisviði, s.s. nýsköp-
un, hugvit og tækniþróun. Þar er
kynnt tækni samtímans; fram-
leiðslufyrirtæki; hátæknifyrirtæki
og nýjungar á sviði tækni og vís-
inda. Tæknimiðstöðvar eru stolt
og ásjóna hverrar þjóðar í tækni-
væddu alþjóðasamfélagi. Við vilj-
um standa öðrum þjóðum jafn-
fætis á öllum sviðum þróunar.
Þurfum við ekki að fara að skapa
okkur ásýnd sem tæknivædd þjóð
með opnun þjóðartækni-
miðstöðvar? Síðustu fimm ár hef-
ur áhugafólk úr ýmsum geirum
samfélagsins unnið að úrbótum í
þessum efnum. Það starf komst á
formlegan grunn þegar samtökin
ÁTAK voru stofnuð, fyrr á þessu
ári. Nafnið stendur fyrir „Áhuga-
samtök um tæknimiðstöð fyrir al-
menning og kennslu“ og eru sam-
tökin opin öllum. Mikil vinna er
að baki í upplýsingaöflun, kynn-
ingum, öflun sérfræðiálita og
öðru. Ásamt samtökunum hefur
verið stofnaður samráðshópur,
skipaður 20 fulltrúum fjölmargra
landssambanda og stofnana, ásamt
fræðimönnum og áhugafólki. Efnt
hefur verið til samvinnu við nokkr-
ar erlendar tæknimiðstöðvar, og
fyrir liggur vilyrði þeirra um ráð-
gjöf og aðra aðstoð. Þeirra á meðal
er Ontario Science Centre í To-
ronto, ein virtasta tæknimiðstöð
heims, og í forystu ASTC; alþjóða-
samtaka tæknimiðstöðva. Nú þegar
eru hafnir nokkrir þættir sem
verða væntanlega hluti af starfsemi
hinnar íslensku tæknimiðstöðvar.
Má þar nefna vefsíðuna www.tsi.is,
sem er bæði upplýsingaveita fyrir
starfið og einnig fróðleiksnáma fyr-
ir skóla og aðra. Söfnun er hafin á
ýmsum tækniminjum, m.a. kominn
vísir að fyrsta íslenska tölvusafn-
inu. Að auki hefur ÁTAK stofnað
verkefni um ritun sögu íslenskra
hugvitsmanna, í samvinnu við
Reykjavíkurakademíuna og Lands-
samtök hugvitsmanna og -kvenna,
en sú merka saga hefur enn ekki
verið skráð. Enn hefur ríkisvaldið
ekki komið að þessu verkefni af
fullri alvöru. Fengist hafa litlir
styrkir sem nægt hafa fyrir útlögð-
um kostnaði. Það hefur ekki nægt
til að hefja gerð vandaðra heildar-
áætlana, eða rekstrarlíkans, sem er
forsenda fyrir umræðu og ákvarð-
anatöku. Þörfin hefur verið stað-
fest. Áætlanir liggja fyrir og
áhugafólk bíður með vinnufúsar
hendur. Allt sem þarf er að stjórn-
völd veiti lítils háttar undirbúnings-
framlag. Er það til of mikils ætlast
fyrir stórbætta menntunarmögu-
leika íslenskra barna; fyrir kynn-
ingu á tækniþróun þjóðarinnar og
fyrir varðveislu tækniþróunarsögu
okkar?
Eina tæknivædda þjóðin
án tæknimiðstöðvar
Valdimar Öss-
urarson skrifar
um menntamál
» Tæknimiðstöðvar
eru mikilvægar fyrir
menntun en hafa þó enn
víðtækara hlutverki að
gegna. Þær miðla fróð-
leik og áhugavakningu
um tækni og vísindi
Valdimar Össurarson
Höfundur er verkefnisstjóri ÁTAKs.
UNDANFARIN ár
hafa höfuðborgarbúar
borið gæfu til að hefja
þéttingu byggðar.
Þetta er mjög mik-
ilvægur liður í um-
hverfisvitund þjóð-
arinnar en í dag fer
fáránlega stór hluti
höfuðborgarsvæðisins
undir vegi og helg-
unarsvæði þeirra.
Á síðustu öld var
sett reglugerð í Bret-
landi um hámarksnýt-
ingu í skipulagi upp á
25 íbúðir á hvern
hektara lands. Fallið
var frá þessu þar sem
slíkt „strjálbýli“
stefndi borgunum í
ógöngur. Minni þétt-
leiki orsakaði óhag-
stæðari rekstrar-
grundvöll þjónustu
þar sem sífellt þurfti víðfeðmara
íbúðasvæði til að gera hana raun-
hæfa. Þetta þýddi lengri vegalengd-
ir frá heimilunum að þjónustunni
með tilheyrandi vexti vegakerfisins.
Fjöldi bíla jókst í sama hlutfalli og
mannlíf á götum og torgum varð fá-
tæklegra. Til að verjast þessu var
hámarksnýting skipulags-
reglugerðar aukin upp í 50 íbúðir á
hektara. Þrátt fyrir það hefur fag-
fólk þar í landi fært góð rök fyrir
því að styrkja mætti borgirnar enn
frekar með því að auka leyfða há-
marksnýtingu í 70 íbúðir á hektara
án þess að skaða borgirnar með of
háum byggingum.
Algengur þéttleiki íbúðahverfa
hér á höfuðborgarsvæðinu er 10-15
íbúðir á hektara. Samanburðurinn
er sláandi. Það er verðugt verkefni
okkar að hægja á útþenslu með
lágri nýtingu, sem orsakar lengri
akstursvegalengdir fyrir íbúana og
dreifðari þjónustu. Við eigum að
nýta betur þau þjónustukerfi sem til
staðar eru og byggja skjólsælli
borg. En því miður hefur þetta
nauðsynlega ferli víða orsakað klúð-
ur og oft hefði betur verið heima
setið en af stað farið. Á
ég hér við þann skiln-
ing sem margir hafa á
hugtakinu þétting
byggðar: háreist hús
innan um eldri lág-
reista byggð. Fagmenn
vita að með skyn-
samlegri nýtingu má ná
fram því sama með fjöl-
breyttri lágreistri
byggð og háhýsum.
Það er að vísu mun erf-
iðara verkefni en geta
eða getuleysi arkitekta
endurspeglast í útkom-
unni.
Þó svo að ég sé
þeirrar skoðunar að Ís-
land henti illa til há-
reistrar byggðar sök-
um neikvæðra áhrifa á
skjólsæld og útsýni, er
hægt að fara bil
beggja. Til dæmis má
skipuleggja hverfi með
háreistum skrifstofu-
byggingum líkt og La
Défense-hverfið í París
þar sem hinn nýi sigurbogi stendur
í öndvegi. Það á ekki að dreifa há-
hýsum um alla borg.
Önnur hlið á sama teningi er mik-
ilvægi þess að varðveita eldri bygg-
ingar við endurnýjun og þéttingu
eldri borgarhverfa. Það er grund-
vallaratriði að samræmi sé milli ný-
bygginga og eldri húsa.
Með því að auka landnotkun með
lágreistum nýbyggingum milli
þeirra eldri höldum við a.m.k. í
verðmæti umhverfisins. Slíkt sam-
spil segir athyglisverða bygging-
arsögu og hefur endurgerð gömul
hús á verðugan stall. Þetta er
reyndar mun erfiðara og flóknara
verkefni en að fjarlægja gömlu hús-
in og byggja „hagkvæmar nýbygg-
ingar“. Geta eða of oft getuleysi
arkitekta sem að þessum verkefnum
koma mun í framtíðinni verða minn-
isvarði um það hvernig við á 21. öld-
inni svörum kalli tímans.
Þetta eru mest spennandi en að
sama skapi krefjandi verkefni í ís-
lenskum arkitektúr í dag. Vöndum
okkur!
Geta eða getuleysi í
skipulagsmálum?
Sigurður Einarsson
skrifar um skipu-
lagsmál
Sigurður Einarsson
» Algengur
þéttleiki
íbúðahverfa hér
á höfuðborg-
arsvæðinu er
10-15 íbúðir á
hektara. Sam-
anburðurinn er
sláandi.
Höfundur er arkitekt.