Morgunblaðið - 29.09.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 29
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins
6 mánuðum
LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og
öflugur. Aukin orka, betri svefn og
aukakílóin hverfa. Dóra 869-2024,
www.dietkur.is
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvk. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Listafólk - hönnuðir - einyrkjar
Nokkur herbergi- vinnustofur - skrif-
stofur, um 20 m2 í snyrtilegu húsnæði
í Hafnarfirði. Sameiginl. kaffistofa.
Verð 20 - 27.000 Uppl. í síma 898
7820
Hafnarfjörður - 40 fm - laust
Til leigu 40 fm skrifstofa eða vinnu-
stofa á 1. hæð í snyrtilegu húsnæði.
Verð kr. 52.000 á mánuði m. rafm. og
hita. Uppl. í síma 898 7820.
Gott 100 fm skrifstofuhúsnæði
á 3. hæð við Síðumúla til leigu.
Hagstæð leiga.
Upplýsingar í síma 896 8068.
Sumarhús
Rotþrær, heildarlausn (“kit”)
á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör,
fráveiturör og tengistykki.
Einangrunarplast og takkamottur.
Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími
561 2211. Heimasíða:
www.borgarplast.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Námskeið í tréskurði
Fáein pláss laus fyrir byrjendur.
Hannes Flosason,
sími 554 0123 og 863 0031.
Viðskipti
Skelltu þér á námskeið í
netviðskiptum!
Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk-
ingu til að búa þér til góðar tekjur á
netinu. Við kennum þér nákvæmlega
hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com
og kynntu þér málið.
Þjónusta
PLEXIFORM.IS OG BÓLSTRUN
Dugguvogi 11
Leðurbólstrun og viðgerðir á sætum.
Bakkmyndavél og skynjarar fyrir bíla.
Framleiðum standa fyrir fartölvu,
bæklinga, nafnspjöld og blaðafolda
o.fl. sími 555 3344.
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
símar 567 1130 og 893 6270.
Byggingar
Stálgrindarhús frá Kína
Flytjum inn stálgrindarhús. Allar
stærðir og ýmsir möguleikar. Traustur
aðili. Blikksmiðja Gylfa ehf.,
897-9161. blikkgylfa@internet.is
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari ætlar að bæta við
sig verkefnum í sumar. Inni og úti.
Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann-
gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart,
Grímsbæ/Bústaðavegi
Buxnadagar
15% afsláttur
kvartgallabuxur.
Mánudag og þriðjudag.
Sími 588 8050.
Dömur
Mjög léttir þægilegir inniskór úr leðri
og skinnfóðraðir í miku úrvali.
Stærðir. 36 - 41
Verð frá: 4.985.- til 7.350.--
Misty skór Laugavegi 178
sími 551 2070
opið: mán - fös 10 - 18
lau 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
ATHUGAÐU: SÖMU FRÁBÆRU
VERÐIN
Teg. 81103 - fer rosalega vel, gamal-
reynt snið nú í fleri litum í BC skálum
á kr. 2.950,- og buxur fást á kr. 1.450,-
Teg. 5207 - nýkominn aftur í CDE
skálum á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr.
1.450,-
Teg. 18696 - mjög haldgóður og flott-
ur í CDE skálum á kr. 2.950,- buxur í
stíl á kr. 1.450,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Jeppar
RANGE ROVER SPORT 4.4 HSE,
Árg. 2006, ekinn 43 þ.km, Bensín,
leður, lúga, DVD ofl. Tilboðsverð
5.900þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf
Kletthálsi 2, sjá fleiri myndir á
www.bilalif.is Rnr.122685
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
8921451/5574975.
Húsviðhald
Þarftu að breyta eða bæta heima
hjá þér?
Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni?
Við erum til í að aðstoða þig við alls-
konar breytingar. Við erum til í að
brjóta niður veggi og byggja upp nýja,
breyta lögnum, flísaleggja eða
parketleggja og fl. Bjóðum mikla
reynslu og góð vinnubrögð.
Upplýsingar í s. 899 9825.
Einkamál
Stefnumót.is
"Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í
makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant-
ar þig dansfélaga? Ferðafélaga?
Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu
þér vandaðan vef til að kynnast fólki
á þínum forsendum. Stefnumót.is
Vertu ævinlega velkomin/n.
LINGVA. Málaskólinn Lingva ehf.
Örnámskeið í tungumálum í október.
Franska, þýska, danska, japanska,
kínverska, arabíska. www.lingva.is,
Laugavegur 170. s. 561-0315.
Þegar ég hugsa til
baka um hann pabba
minn, þá kemur upp í
hugann maður sem var réttsýnn,
fylginn sér, hafsjór af fróðleik og allt-
af með fullt af verkefnum, t.d. að fara
á fundi, ráðstefnur, gönguferðir, sjó-
ferðir, skoðunarferðir eða að grúska í
bókum.
Hann fór ekki troðnar slóðir eða lét
almenningsálitð breyta sínum hugs-
unum. Hann hugsaði mikið um nátt-
úruna og framtíð hennar og vildi lifa í
sátt við hana. Heiðarleiki og hugsunin
um að láta gott af sér leiða, mikla sig
ekki af eigin verkum er það sem ég
man í hans fari.
Þótt hann hafi ekki verið að trana
sér fram tóku margir eftir hans
mörgu góðu verkum sem leiddi m.a.
til viðurkenningar (riddarakross
fálkaorðunnar) ásamt fleiru. Þessar
viðurkenningar fékk hann fyrir störf
unnin í sjálfboðavinnu og að eigin
frumkvæði.
Ég vil þakka honum fyrir yndisleg
ár sem ég átti með honum, öll ferða-
lögin og alla þá hlýju sem hann sýndi
mér og öllum í kringum mig.
Einar J. Egilsson
✝ Einar J. Egils-son fæddist á
Norður-Flankastöð-
um í Sandgerði 17.
janúar 1930. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð
14. september síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Kópavogskirkju 22.
september.
Minningarnar um
hann eru allar tengdar
góðum og skemmtileg-
um hlutum og enginn
skuggi fellur þar á.
Elsku pabbi minn,
þú skilur eftir þig frá-
bært ævistarf og son
sem minnist þín með
stolti.
Egill.
Hávaxinn, sterklega
byggður, ljós yfirlitum,
glaðlegur og hvers
manns hugljúfi sem honum kynntist.
Við Útivistarfélagar vorum heppn-
ir þegar hann gekk til liðs við okkur.
Hann var orðinn aðalfararstjóri okk-
ar í dagsferðum áður en við vissum af
– og ómissandi. Hann var ekki bara
fararstjóri og leiðsögumaður, hann
var einstaklega frjór og tillögugóður
um ferðir; hvert ætti að halda og hvað
ætti að leggja áherslu á. Einar var
einnig góður skipuleggjandi, alltaf vel
undirbúinn og fær um að svara þeim
óteljandi spurningum sem upp komu í
slíkum ferðum. Hann kom á svoköll-
uðum raðferðum, sem voru nýlunda,
en urðu skemmtilegar og fræðandi –
og vel sóttar, því enginn sem byrjaði í
þeim vildi missa úr ferð. Hæst og
ógleymanlegust stendur ferðin þar
sem við fetuðum í fótspor Sigvalda
Sæmundssonar, fyrsta ríkisráðna
landpóstsins. Var þá gengið frá
Reykjavík að Móeiðarhvoli, með við-
komu í Skálholti. Fyrir þær göngur
fékk hann mikið lof frá póststjórninni
– og þátttakendur fengu númeruð
spjöld með frímerki og póststimpli
dagsins, sem urðu safngripir.
En Einar fór aldrei nema í dags-
ferðir. Það var engin leið að fá hann til
að koma inn í Bása til að sjá það sem
félagið var búið að afreka þar, því
ferðir okkar þangað voru alltaf helg-
arferðir. En á 35 ára afmæli félagsins
drifum við hann inneftir og hann var
harla ánægður með allt sem hann sá
og tók þátt í gleði okkar og borðhaldi
og við sáum til þess að hann kæmist
heim fyrir nóttina. Annað sem ein-
kenndi Einar var að hann gekk alltaf í
gúmmístígvélum. Hvernig sem viðr-
aði og hver sem árstíðin var, hann var
alltaf í grænum gúmmístígvélum með
hvítri rönd að ofan.
Einar átti stóran þátt í því að móta
Útivist og þá sérstaklega dagsferð-
irnar og eigum við honum mikla þökk
að gjalda. Hann var mikill vinur okk-
ar og virtur af öllum. Hans góða kona,
Ásgerður, tók ekki þátt í ferðum, en
gaf honum alveg lausan tauminn hvað
þetta varðaði.
Ég átti mörg skemmtileg símtöl við
Ásgerði ef svo stóð á að Einar var
ekki heima þegar ég hringdi og við
tókum þá oft tal saman. Hún var alltaf
glaðleg og létt í tali og vil ég nota
þetta tækifæri til þess að þakka henni
fyrir hvað hún tók mér alltaf vel, og
hvað hún sætti sig við að Einar væri
aldrei heima á sunnudögum. Það hlýt-
ur oft að hafa verið erfitt.
Kæra Ásgerður, ég sendi þér og
þínu fólki mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og bið ykkur öllum guðs
blessunar um ókomin ár.
Þökk sé Einari Egilssyni. Nú geng-
ur hann á guðs vegum og ég efast
ekki um að honum gangi vel þar.
Þökk okkar sem þekktum hann mun
fylgja honum á þeirri vegferð.
Nanna Kaaber.
Þeim fækkar stúd-
entum frá MA 1940.
Einn kvaddi nýlega, Ólafur Björn
Guðmundsson lyfjafræðingur,
Skagfirðingur að ætt og uppruna.
Óli Björn var ljúfur maður og
vinmargur enda gott að vera í ná-
vist hans. Hann var trúr félagi og
mætti vel á þau mót sem við sam-
stúdentarnir héldum. Hann var
prýðilega hagmæltur og jafnvel
skáld gott.
Eitt sinn var ég á gangi í
Reykjavík og þegar ég nálgaðist
Reykjavíkurapótek var kallað á
mig. Ég sá hvítklæddan mann fyrir
utan dyr apóteksins og fór auðvitað
til hans. Þarna var Óli Björn. Hann
heilsar mér glaðlega að vanda og
réttir mér litla ljóðabók. Hann seg-
ist vita að ég safni ljóðum og hvort
ég vilji ekki þiggja þetta ljóðakver.
Ég þakka fyrir og við spjöllum um
stund.
Óli Björn var vinur í raun og öll
Ólafur Björn
Guðmundsson
✝ Ólafur BjörnGuðmundsson
fæddist á Sauðár-
króki 23. júní 1919.
Hann andaðist á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
27. ágúst síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Bústaðakirkju 2.
september.
þessi mörgu ár sem
við áttum saman var
vináttan trygg og
góð.
Eitt sinn heimsótt-
um við Aðalbjörg þau
Óla og Elínu og það
var góð heimsókn.
Heimili þeirra var
fallegt og móttökurn-
ar yndislegar. Í lok
heimsóknarinnar
sýndi hann okkur fal-
lega garðinn þeirra
við húsið. Óli sagði
okkur latnesk heiti á
ótal plöntum og lýsti þeim fyrir
okkur. Það var stórkostlegt að sjá
og heyra lýsingar Óla. Hann var
nefnilega ekki aðeins lyfjafræðing-
ur, hann var víðkunnur grasafræð-
ingur. Ég gleymi aldrei þessari
heimsókn til þeirra hjóna þar sem
við hittum fyrir sérfræðing í grös-
um og blómum og sjálfri nátt-
úrunni.
Ég þakka Óla Birni fyrir trausta
vináttu um áratuga skeið. Hóg-
værð og lítillæti var það sem ein-
kenndi hann ásamt með ljúf-
mennsku og gleði. Slíka menn er
gott að umgangast.
Ég sendi börnum hans og öðru
samferðafólki samúðarkveðjur
mínar.
Guð blessi minninguna um Ólaf
Björn.
Sigurður Guðmundsson
frá Grenjaðarstað.