Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 40
40 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 69.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! SÝND Í KRINGLUNNI WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára JOURNEY TO THE C... kl. 63D - 8:103D LEYFÐ 3D - DIGITAL GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SMART PEOPLE kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára DARK KNIGHT kl. 10:10 LEYFÐ TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára DEATH RACE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára STAR WARS: C. W. kl. 5:50 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ WILD CHILD kl. 8 - 10:10 LEYFÐ LÚXUS VIP GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ JOURNEY TO THE C... kl. 5:50 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 - 10:10 LEYFÐ SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 LEYFÐ LÚXUS VIP SÝND Í ÁLFABAKKA -DV -S.V., MBLSÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ÍSLE NSK T TA L FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND ÞAR SEM ALLIR SKEMMTA SÉR KONUNGLEGA. Þ að tekur tíma að venjast þeirri stað- reynd að einn hæfileikaríkasti og vinsælasti kvikmyndaleikari sam- tímans er fallinn frá. Paul Newman var svo margt fleira. Ósvikin kvik- myndastjarna eins og þær gerast flottastar, goðsögn og glæsimenni, það leyndist engum, en hann var líka fallegur að innan, eilíflega að láta gott af sér leiða og lagði tugmilljónir dala í góðgerðarstarfsemi. Ekki síst barnaspítala, rausnarskapur hans teygði sig vítt um lönd, m.a.s. Hringurinn naut góðs af gjafmildi hans. Vildu verða boxarar Ég var svo lánsamur að vera að byrja að stunda kvikmyndir af alvöru þegar Newman var að slá í gegn, og fá að eldast með honum í hálfa öld. Það voru forréttindi, áhangendur hans vildu vera eins og hann í einu og öllu, þær tilraunir gengu upp og ofan. En þvílík áhrif hafði þessi ólýsanlegi leikari að maður stældi hann eins og stóra bróður eða sér eldri vin. Hann var ekki aðeins nr. 1, heldur 2, 3, ég veit ekki hvar skal enda. Ballið byrjaði með Some- body Up There Likes Me (́56), sem var sýnd í Gamla Bíó 1958, eða 9. Newman hirti myndina um vandræðagepilinn og boxarann Rocky Graziano, með húð og hári og vann sinn fyrsta leiksigur. Fram að því hafði hann leikið bæði auka- og aðalhlutverk í myndum sem flestir eru búnir að gleyma. Aðdáunin gekk svo langt að friðsemdarmenn létu sig dreyma um að verða boxarar – þrátt fyrir ævilanga skömm á barsmíðum og ofbeldi. Slíkur var máttur þessa bláeyga töffara sem fór sínu fram í trássi við boð og bönn. Svo skemmtilega vill til að ef menn eru fráneygir má sjá Steve McQueen, eina leikarann sem veitti Newman alvöru sam- keppni, bregða fyrir í smáhlutverki. Ýjað að samkynhneigð Í dag eru leikarar af allt öðru sauðahúsi, alls ekkert verri en áður, en þar er enginn líklegur arftaki bláeyga sjarmatröllsins nema ef vera skyldi Tom Cruise, sem reyndar á erfitt með að halda stefnunni upp á síðkastið. Frá þessum tíma, allt fram á 10. áratuginn var Newman ókrýndur konungur hvíta tjaldsins, hátindarnir milli 6́0 og 8́0. Leikstíllinn var að miklu leyti kenndur við „method“-leikhús Stellu Adler og Lee Strasberg, sem ráku hið sögufræga Actor’s Studio í New York, og komu við sögu flestra málsmetandi leikara á síðari helming 20. aldarinnar. Þá var Newman, sem fæddist í Cleveland 1925, búinn að snúa baki við fjöl- skyldufyrirtækinu, sem var rekstur sport- vöruverslana, og hafði lokið undirstöðunámi í leiklist við Yale háskólann. Newman kom eft- irminnilega við sögu kvikmyndagerða sviðs- verka Tennessee Williams og er eftirminnileg- ur sem spilltur meðlimur efnaðrar Suðurríkjafjölskyldu í Some Like It Hot. Þau hæfðu vel hvort öðru, Newman og Elizabet Taylor, sem lék konuna hans. Bælt, ófullnægt kynlíf og fjölskylduerjur gegnsýra þetta sögu- fræga verk, þar sem ýjað er að samkynhneigð Newman-karaktersins. Harðsoðinn heimur fjárhættuspila Engu síðri en ófrægari er kvikmyndagerð leikritsins Sweet Bird of Youth, þar sem mót- leikari hans var heldur ekki af verri endanum, hin stórfenglega Geraldine Page. Þá hafði Newman leikið á móti síðari konu sinni, Joanne Woodward, í enn einni kvikmyndagerð verks eftir Williams, The Long Hot Summer, nokkr- um árum áður. Newman lék ófáa uppreisn- arseggi og andfélagslega sinnaðar hetjur á sín- um rösklega 60 mynda ferli, ein sú fyrsta var sjálfur útlaginn og byssubófinn Billy the Kid, í The Left Handed Gun, leikstjóri Arthur Penn. Ein merkasta mynd leikarans, The Hustler, birtist á tjaldinu árið 1962. Klassísk mynd um billjarðleikara sem fær dýrkeypta lexíu í harð- soðnum heimi fjárhættuspils og næturgölturs í vafasömum félagsskap. Önnur af hans bestu myndum er nútímavestrinn Hud, eftir Martin Ritt, þar fer Newman með hlutverk svarta sauðsins í einni Suðurríkjaauðmannsfjölskyld- unni til viðbótar. Ritt leikstýrði honum einnig í Hombre, ógleymanlegum og óvenjulegum vestra, þar sem hann leikur hvítan mann, alinn upp hjá indjánum. Þessar myndir, H-in þrjú, eru jafnan taldar með bestu verkum Newmans. Sumir vilja bæta við spæjaramyndinni Harper, það er ofrausn. Á hinn bóginn má ekki gleyma túlkun naglans og fangelsislimsins Luke í Cool Hand Luke, þar sem hann át öll harðsoðnu eggin, þið munið. Árið 1969 stofnuðu ofurst- jörnur þess tíma framleiðslufyrirtækið First Artists, sem átti reyndar ekki eftir að skilja mikið eftir í kvikmyndasögunni, öfugt við fyr- irmyndina, United Artists. Þetta voru auk Newmans þau McQueen, Barbara Streisand, Dustin Hoffman og Sidney Poitier. Fyrirtækið stóð altént að einni gleymdri en frábærri mynd, The Time and Life of Judge Roy Bean, með Newman í titilhlutverkinu undir leikstjórn meistara Johns Ford. Auk þess að leika og framleiða leikstýrði Newman örfáum myndum, m.a. Rachel, Rachel, sem færði konu hans Ósk- ars–tilnefningu, og kvikmyndagerð leikritsins The Effect of Gamma Rays on Man-in-the- Moon Marigolds, og ekki má gleyna Glerdýr- unum, eftir Williams. Fékk loks Óskar Þegar líða tók á 8. áratuginn fór maður loks að taka eftir því að átrúnaðargoð æskunnar var tekið að reskjast - enda kominn á sextugsaldur. Hlutverkin urðu meira við hæfi aldursins, líkt og íshokkíleikarinn í Slap Shot, þar sem hann hafði öðlast gjörsamlega nýjan sjarma og breidd, orðinn rámur og frakkur og viðskota- illur. Það klæddi hann vel, jafnvel enn betur í hinni fantagóðu The Verdict, eftir Sidney Lumet, þar fer Newman á miklum kostum sem roskinn, sífullur lögmaður, sem kemur sjálfum sér og öðrum á óvart. Eins og oft áður var hann svikinn um Óskarinn fyrir túlkun sína, Aka- demían bætti honum það loksins upp fyrir ágæta frammistöðu í The Color of Money, framhaldsmyndar The Hustler, gerðri af Mart- in Scorsese, með fyrrgreindan Cruise eit- urbrattan á móti gamla refnum. Newman var hvergi af baki dottinn; sjötugur lék hann eins og unglingur á móti Melanie Griffith í No- body’s Fool. Þau voru yndisleg saman. Síðast lét Newman að sér kveða í þeim biksvarta og magnaða krimma, The Road to Perdition, tæp- lega áttræður. Stal myndinni af mönnum á borð við Jude Law, sem vonast til að komast einhvern tíman með tærnar þar sem Newman hafði hælana. Einn sá stærsti Hápunkturinn á ferli Newmans var að mín- um dómi Butch Cassidy and the Sundance Kid, myndin sem breytti ekki aðeins vestranum og varð sá mest sótti í sögunni, heldur kvikmynda- landslaginu í áratugi. The Sting var í allt öðrum gæðaflokki, mynd sem enginn nennir að sjá á meðan Butch…, er háklassík. Newman lék á móti Robert Redford í báðum myndunum og það hefur ekki enn birst sá dúett sem kemst í tæri við þá félaga. Newman var tvígiftur, síðari kona hans var, eins og fyrr segir, gæðaleikkonan Joanne Woodward, sem lifir mann sinn. Þau áttu sam- an þrjú börn og hálfa, hamingjusamlega öld, fjarri heimsins glaumi eins og kostur var, í Connecticut fylki. Frá fyrra hjónabandi átti Neman þrjú börn til viðbótar og er eitt þeirra látið. Einn af nágrönnum Newmans á austur- ströndinni var rithöfundurinn A. E. Hotchner. Þeir stofnuðu saman fyrirtækið Newman’s Own, sem framleiddi pastasósur og fleira fyrir matargerð. Hver græddur eyrir fór beint til líknarmála. Það eru því fleiri en kvikmynda- unnendur sem harma fráfall einnar stærstu stjörnu kvikmyndanna fyrr og síðar. Bláeygði höfðinginn er allur Bandaríski stórleik- arinn Paul Newman lést á föstudaginn Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is 1969 Flottur í hlutverki Butch Cassidy. 2004 Newman með eiginkonu sinni, Joanne Woodward, við kosningaskrifstofu demókrata. 1973 Sem Henry Gondorff í The Sting. 1958 Í The Left Handed Gun með Litu Milan. 2006 Newman með Robert Redford.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.