Morgunblaðið - 29.09.2008, Page 41

Morgunblaðið - 29.09.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 41 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! - B.S., FBL - Þ.Þ., D.V.- 24 STUNDIR - S.V., MBL- Ó.H.T., RÁS 2 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD SÝND Í ÁLFABAKKA VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG 2 VIKUR Á TOPPNUM! EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI Þegar Charlie Bartlett talar þá hlusta allir! -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS S.V. - MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í KRINGLUNNI Frábær gamanmynd frá framleiðendum Sideways. DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER, ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH - H.G.G., POPPLAND -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - S.V. MORGUNBLAÐIÐ SÝND Á SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA WILD CHILD kl. 6 - 8 LEYFÐ GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ CHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára WILD CHILD kl. 8 - 10:10 LEYFÐ STEP BROTHERS kl. 8 B.i. 7 ára MAKE IT HAPPEN kl. 10:10 B.i. 16 ára MAKE IT HAPPEN kl. 8 - 10:10 LEYFÐ STEP BROTHERS kl. 8 B.i. 16 ára MIRRORS kl. 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is NÖRDAR um allan heim hafa beðið leiksins Warhammer Online – Age of Reckoning með mikilli eftirvænt- ingu. Liðin eru fjögur ár síðan stór- smellurinn World of Warcraft kom út og gerði allt vitlaust, og má segja að væntingarnar til War- hammer Online hafi verið í réttu hlutfalli við þann tíma sem liðinn er frá útgáfu World of Warcraft. Nú er stund sannleikans runnin upp, og virðist nördasamfélagið þegar vera farið að skiptast í tvær fylkingar: þá sem eru með War- craft, og þá sem eru hrifnari af Warhammer. Er fyrirsjáanlegt að það muni verða þrætuepli nörda um langt skeið hvor leikurinn ber af - kannski jafnlengi og deilt hefur verið um hvor er flottari, James T. Kirk eða Jean-Luc Picard. Leikur landvinninga Eins og í öllum deilum af þessum toga hafa báðar hliðar ýmislegt til síns máls. Leikirnir hafa sína kosti og galla og er fjarri því hægt að tala um að Warhammer sé einhvers konar framhald eða eftiröpun á Warcraft þó svipaður blær sé á leikjunum. Í World of Warcraft fer hvað mest púður í að leysa allskyns [langdregnar] þrautir innan leiks- ins, einn síns liðs eða í góðra vina hópi. Þó Warhammer bjóði upp á þrautir af þessu tagi þá eru þær stuttar og auðunnar, enda ekki að- alatriði leiksins. Aðalfjörið í leikn- um felst einkum í því að skapa skemmtilegan allsherjarvígvöll and- stæðra fylkinga leikmanna til að berjast um yfirráð í ævintýraheim- inum. Á meðan landamæri Warcraft eru fastmótuð og borgir og virki óvinarins nær ósigranleg, þá gerir Warhammer Online ráð fyrir því að fylkingar góðs og ills berjist um yf- irráðin og leikurinn nái í raun há- marki þegar tekst, bókstaflega, að brjóta niður borgarhliðin hjá óvin- inum og brytja þar alla í spað. Nokkrir hnökrar Eins og við er að búast er graf- íkin töluvert betri í Warhammer, með alls kyns smáatriðum sem gleðja augað. Útlitshönnuðir leiks- ins hafa skapað örlítið drungalegri heim en þann sem menn eru vanir úr Warcraft og leikurinn bætir við skemmtilegum fídusum eins og t.d. að hægt er að breyta fleiri atriðum í útliti söguhetjunnar og má þannig breyta lit á búnaði og fatnaði nokk- urn veginn eftir eigin höfði. Þó margt sé betra, nýrra og flottara í Warhammer er leikurinn samt ekki með öllu gallalaus. Það jók til dæmis ekki á hrifningu þess sem þetta skrifar hversu ofboðslega illa gekk að hlaða leiknum inn á tölvuna og byrja að spila. Þurfti mikið að gúggla til að finna leið- beiningar um hvernig komast mætti framhjá öllum þeim villum og vandræðum sem upp komu. Diskur nr. 1 fór í tölvuna um kvöld- matarleytið, en ekki tókst að byrja að spila leikinn fyrr en kl. þrjú næsta dag. Ekki bætir úr skák að leikurinn virðist gera allt of miklar kröfur til tölvunnar. Þó tölvan sem undirrit- aður notaði til spilunar eigi að ráða hæglega við leikinn, þá var ofboðs- legt hökt í spiluninni - og hvarf ekki með öllu jafnvel þó grafíkin væri stillt á allralægstu stillingu. Sú truflun sem af þessu hlýst og aðrir smáhnökrar sem safnast saman, gerir það að verkum að það gengur brösulega, og verður ekki jafn ánægjulegt, að berjast við aðra leikmenn. Spurt að leikslokum Það er erfitt að segja til um að svo stöddu hvor leikurinn mun verða ofan á: World of Warcraft, sem byggist á stórum grunni harð- kjarnanotenda, eða hinn tæknilega bætti og beinskeytti Warhammer. Leikjasíður eru óðum að fyllast af miklu lofi í garð Warhammer en ævintýraheimurinn er svo stór, og leikurinn því í reynd svo „langur“ að tíminn verður að leiða í ljós hvor verður ofan á. Hönnuðir World of Warcraft sitja auðvitað ekki auðum höndum og senda frá sér viðbótina Wrath of the Lich King í nóv- ember, og lofa bæði bættri grafík og umsátursmaskínum sem nota má til að salla niður borgarmúra. Verður gaman að sjá hvernig það kemur út. Ævintýraheimur með öðrum áherslum  Warhammer Online er kominn út og vegur að World of Warcraft  Færri þrautir, fleiri orrustur Í viðbragðsstöðu Spilun á að byggja meira á bardögum milli andstæðra fylkinga frekar en endalausum þrautum. Erlendir dómar Metacritic.com 87/100 PC gamer UK 88/100 Eurogamer 80/100 Gameplanet 80/100 Vígalegur Hver vill mæta þessum? Flottari Eins og við er að búast er grafíkin töluvert betri í Warhammer. TÖLVULEIKIR»  Leikirnir Warhammer Online og World of Warcraft eru um margt svipaðir og má segja að ævintýraheimur þeirra beggja byggist á þeim grunni sem Tolkien galdraði fram í bókum sínum um ævintýri hobbita, dverga og álfa.  Warhammer-merkið rekur rætur sínar allt aftur til ársins 1983 þegar samnefndur tindáta- leikur (með skrímslum) kom á markað. Mikil nördamenning hefur orðið til í kringum War- hammer-leiki og eru haldin mót og reknar sérverslanir með módelum og helstu aukahlutum.  Herkænskuleikurinn War- craft: Orcs & Humans kom út ár- ið 1994 og fylgdi Warcraft II árið 1995 og loks Warcraft III árið 2002. World of Warcraft hlut- verka-fjölspilunarleikurinn kom svo árið 2004. Tveir leikir af sama meiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.