Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Rússagull | Fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum árum að Rússar yrðu í stakk búnir að bjóða öðrum ríkjum verulega fjárhagsaðstoð Svipmynd | Fjármálaráðherra Breta verður seint kosinn vinsælasti stjórnmála- maðurinn á Íslandi Fréttahaukur | Katie Couric gekk svo hart að Söruh Palin að sú síðarnefnda hefur ekki borið sitt barr síðan VIKUSPEGILL» Rússagull Eftir Aleh Tsyvinski and Sergei Guriev Moskvu | Rússnesk stjórnvöld sitja á haugum af reiðufé, sem þau ráðgera að nota til fjár- festinga erlendis. Það glitti í þennan efnahags- styrk þegar forsætisráðherra Íslands tilkynnti að Rússar gætu lagt fram um fimm milljarða dollara til að bjarga íslensku hagkerfi í vanda. Hver hefði ímyndað sér með tilliti til glund- roðans í Rússlandi á tíunda áratug liðinnar aldar að tíu árum síðar yrði landið í stöðu til þess að bjarga iðnríki? Það er með enn meiri ólíkindum að Rússar rétta Íslendingum hjálp- arhönd á sama tíma og hlutabréfamarkaður- inn heima fyrir er í frjálsu falli og viðskipti í kauphöllinni í Moskvu er stöðvuð reglulega. Tækifæri til að kaupa ódýrt Í Kreml er litið svo á að nú sé tíminn til að kaupa eignir ódýrt og nota yfirstandandi fjár- málakreppu til að verða öflugt veldi í hinu al- þjóðlega hagkerfi. Eins og Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði fyrir skömmu á fundi með forstjóra ríkisbankans VTB, „Kannski við ættum að kaupa eitthvað [í útlöndum]? Eitthvað auðfengið?“ Samkvæmt Arkadí Dvorkovitsj, efnahags- ráðgjafa hjá Dmítrí Medvedev forseta, mun ríkisstjórnin styðja – bæði diplómatískt og fjárhagslega – útþenslu rússneskra fyrirtækja erlendis. Eftir stríðið milli Rússlands og Georgíu er vestrið hrætt um að rússnesk stjórnvöld mundu ekki aðeins nota reiðufé sitt í efna- hagslegum tilgangi, heldur sem ágengt tæki í utanríkismálum. Ætti vestrið í raun að íhuga að hindra rússneskar fjárfestingar erlendis til þess að hafa áhrif á Rússa? Að reyna að reisa járntjald utan um rúss- neska sjóði og fyrirtæki gerði meiri skaða en gagn. Þvert á móti myndi stórtæk „innrás“ rússneskra fyrirtækja vera jákvæð þróun vegna þess að hún myndi ýta undir efnahags- leg hagsmunatengsl. Það á jafnvel við þótt rík- isrekin fyrirtæki og rússneskir þjóðarsjóðir leiddu efnahagslegu útþensluna. Með því að fjárfesta í eignum í Bandaríkj- unum og Evrópu eru rússnesk stjórnvöld og ráðandi stétt að kaupa sér hlutdeild í hagkerfi heimsins. Þetta ætti að bæta gagnkvæman skilning og ýta undir skynsamlegri og ábyrg- ari utanríkisstefnu. Þótt það kunni að virðast mótsagnakennt vaða Rússar nú í peningum, þrátt fyrir áföll á rússneska hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Rússneska stjórnin var að hrinda af stað 130 milljarða dollara björgunaráætlun fyrir bankakerfi landsins. Ef þessi upphæð er tekin sem hlutfall af þjóðarframleiðslu jafngilti það 1.300 milljörðum dollara í Bandaríkjunum, eða næstum því helmingi meira en gert er ráð fyr- ir í áætlun Paulsons. Þó hefur þessi áætlun ekki höggvið umtalsvert skarð í þjóðarsjóði Rússa, sem í liggur þriðji mesti gjaldeyrisforði heims. Ríkisstjórnin bjó til varasjóðinn til þess að verja efnahagslífið fyrir lækkun á olíuverði. Þar eru nú 140 milljarðar dollara. Í þjóðarvel- ferðarsjóðnum, sem fyrst og fremst var stofn- aður til að leysa yfirvofandi ellilífeyrisvanda, eru 30 milljarðar dollara til viðbótar. Þótt þjóðarvelferðarsjóðurinn teljist enn ekki op- inberlega til þjóðarsjóða, er hann nú þegar á meðal 10 stærstu sjóðanna af því tagi og er farinn að skáka Fjárfestingarstofnun Brúnei. Ef Rússar byggju til sameinaðan þjóðarsjóð (að frátöldum 500 milljarða dollara gjaldeyr- isvaraforða) yrði hann sambærilegur við Temasek-sjóðinn í Singapore, sem um þessar mundir er sá sjötti stærsti í heimi, og væri rétt á eftir Fjárfestingarstofnun Kína. Það er með vilja gert að þessir sjóðir eru ætlaðir til fjárfestinga utan Rússlands. Þar sem yfirstandandi fjármálakreppa hefur gert það að verkum að margar eignir á Vest- urlöndum eru ódýrar eru þær nú innan seil- ingar rússneskra stjórnvalda og leiðandi rúss- neskra fyrirtækja. Einka- og ríkisfyrirtæki í Rússlandi hafa þegar fjárfest víða utan land- steinanna og oft keypt hluti í stórum erlend- um fyrirtækjum. Þegar allt er talið eiga 25 stærstu rússnesku fyrirtækin 59 milljarða dollara í erlendum eignum og eru þriðji stærsti fjárfestirinn í hinum svokölluðu ný- hagkerfum (emerging economies), á eftir Hong Kong og Brasilíu. Jafnvel þótt fjár- málakreppan hafi þurrkað út rússneska hluta- bréfamarkaðinn, hefur skellurinn hjá sumum af best reknu fyrirtækjunum verið minni en hjá sambærilegum vestrænum fyrirtækjum og þau verða því í innkaupahugleiðingum á al- þjóðamarkaðnum á næsta ári. Deilur í Bandaríkjunum og Evrópu Erlendar fjárfestingar rússneskra fyr- irtækja hafa þegar vakið harðar deilur í bæði Bandaríkjunum og Evrópu, jafnvel þegar fjár- festarnir hafa verið einkafyrirtæki. Umdeildastur var samruni, sem rússneski stálrisinn SeverStal sóttist eftir við Arcelor í Lúxemborg. SeverStal var hafnað og Mittal tekið fram yfir og héldu sumir álitsgjafar því fram að ákvörðunin hefði verið tekin á póli- tískum forsendum. Vestræn stjórnvöld hafa hins vegar aldrei beitt neitunarvaldi gegn fjárfestingu rúss- nesks einkafyrirtækis. Þó hefur nánast alls staðar ríkt óvild í garð fjárfestinga rússneskra stjórnvalda (og rík- isfyrirtækja) þar til nýverið. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópu treysta því ekki að erlendar ríkisstjórnir (og þjóðarsjóðir þeirra) fjárfesti eingöngu á viðskiptaforsendum. En fjármálakreppan gerir að verkum að í vestrinu gleðjast menn yfir að finna „vini með reiðufé“. Þegar Henry Paulson, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, fór í heimsókn til Rússlands í júní lagði hann áherslu á að Bandaríkjamenn vildu taka vel á móti rúss- neskum fjárfestum, þar á meðal á vegum þjóð- arsjóða. Rússnesk stjórnvöld þurfa þó að búa til gagnsæjan og ábyrgan ramma til að stýra þjóðarsjóðum sínum. Það myndi hjálpa til við að sannfæra önnur ríki um að markmið stjórn- valda séu viðskiptaleg, en ekki pólitísk. Rússnesk stjórnvöld kunna að vera að nálg- ast það markmið með því að taka fyrstu skref- in í átt til bættrar stjórnunar í fyrirtækjum í ríkiseigu. Það átti sér engin fordæmi þegar stjórnin skipti út fjölda skriffinna í stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu og setti í staðinn sjálf- stæða stjórnendur (þar á meðal nokkra út- lendinga). Það kann að vera ólíklegt að rúss- neskir þjóðarsjóðir og fyrirtæki í ríkiseigu breytist á einni nóttu, en víst er að þau munu í náinni framtíð verða gagnsærri og skilvirkari. Meginávinningurinn af erlendri fjárfestingu Rússa er ekki efnahagslegur, heldur að hún hjálpar Rússum að verða alþjóðlegur borgari. Horfum til elítunnar í Rússlandi, sem kaupir hús í London, fer á skíði í Ölpunum og menntar börnin sín í Sviss. Hún hefur of miklu að tapa á því að pólitískum samskiptum á milli Rússlands og vestursins hraki. Það er kominn tími til að rússneskt við- skiptalíf – og rússnesk stjórnvöld – eigi hlut- deild í hinu alþjóðlega hagkerfi. Rússarnir koma – með reiðufé  Þrátt fyrir vandræði í rússnesku efnahagslífi vaða Rússar í peningum  Sjá tækifæri til að kaupa ódýrt í fjármálakreppunni  Með ólíkindum að Rússar geti nú rétt Íslendingum hjálparhönd Reuters Markaðir Rússnesku kauphöllinni var lokað um tíma vegna óstöðugleikans á alþjóða fjármálamarkaði. Rússneska ríkið ætlar að verja 175 milljón rúblum, eða 6,7 milljörðum dollara, í hlutabréf í rússneskum félögum á þessum árum og því næsta, til að styðja þau gegnum erfiðleikana. Reuters Lánardrottinn? Pútín forsætisráðherra virðist þess albúinn að kaupa hálfan heiminn. Íslensk yfirvöld freista þess á þriðjudag að semja við Rússa um 4 milljarða evra lán. Í Rússlandi heyrast þær raddir að Pútín ætti að huga að vandræðum heima fyrir áður en hann hjálpar öðrum. Í HNOTSKURN »Þjóðarsjóðir nefnast á ensku Sov-ereign Wealth Fund. Hugtakið er að- eins nokkurra ára gamalt, en slíkir sjóð- ir hafa verið til lengi. »Kúveit stofnaði fyrsta þjóðarsjóðinnárið 1953 til þess að véla með olíu- sjóði. Eftir 2000 hefur þessum sjóðum snarfjölgað. » Í apríl tók Árni M. Mathiesen fjár-málaráðherra undir hugmynd, sem Björgólfur Guðmundsson hafði sett fram um stofnun slíks sjóðs, í grein í Morgunblaðinu. Það mun væntanlega ekki gerast á næstunni. »Markmiðið með þjóðarsjóðum ermeðal annars að auka gjaldeyr- isvarasjóði og tryggja greiðslugetu líf- eyrissjóða til framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.