Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 25
menn gagnrýndu sína erlendu og innlendu páfa og hægri menn sína, þegar þeir fóru út af sporinu. Og slík sjálfsgagnrýni varð þrátt fyrir allt öflugri eftir því sem á leið. Nú tala menn stundum eins og kalda stríðið hafi byrjað um 1949 og hal- dizt óbreytt alla tíð þar til það guf- aði upp einn góðan veðurdag: púff og allt búið. Það var ekki þannig. Það var stöðug gerjun allan tímann. Það sem mér finnst leiðinlegast við pólitíkina á okkar tímum er ein- stefnan í henni, að sagan sé á enda og hafi náð fullkomnun í frjáls- hyggjunni. Við sjáum nú framan í þá fullkomnun þessa dagana og ekki er hægt að segja að ásjónan sé frýnileg.“ – Heldurðu að pólitíkin verði næsta bókarefni þitt? „Það er freistandi að velta fyrir sér pólitískri sögu okkar aldar og tengja hana við eigin reynslu. Þegar ungur maður skrifar bók á hann allt sitt undir því að vera eins og barn og láta aðra heillast með sér af því að honum er allt nýtt. Þegar gamall maður skrifar bók ríður honum á að ráðast gegn ofgnótt og óreiðu í hug- arhúsum og komast að skýrri nið- urstöðu um það sem er honum kjarni máls. Hvort nokkuð verður af slíkri pólitískri og um leið persónulegri sögu veit ég ekki nú. Það er svo fljótt að fyrnast yfir hlutina. Og þá getur reynzt jafnvel enn erfiðara að finna hlutum stað en í glímunni við Guð.“ Morgunblaðið/Kristinn freysteinn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 25 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Gareth Pugh er nýjasti breskihönnuðurinn sem slær í gegn.Hann tók við alþjóðlegu AN-DAM-tískuverðlaununum við hátíðlega athöfn í París um síðustu helgi. Franska ríkisstjórnin stendur á bak við verðlaunin ásamt Pierre Bergé-Yves Sa- int Laurent stofnuninni, lúxusrisanum LVMH, Swarovski, Longchamp og fleir- um. Verðlaunaféð er 150.000 evrur og fer í að efla fatamerki hans. Verðlaun- in þykja hafa mikla þýðingu í tísku- heiminum en á meðal þeirra sem hef- ur hlotnast þessi heiður eru hinn belgíski Martin Margiela og hol- lenska tvíeykið Viktor & Rolf. „Að sýna á tískuvikunni í London hefur verið frábært. En að fá nú tækifæri til að njóta alþjóðlega um- hverfisins í París á eftir að efla fyr- irtæki mitt,“ sagði Pugh en hann sýndi í fyrsta sinn í París á nýlið- inni tískuviku. Sýning hans á fatalínu vors og sumars 2009 vakti athygli í tísku- höfuðborginni. Fötin voru eins og skúlptúrar í svörtu og hvítu. Fyrirsæturnar voru með kraga í anda Elísabetar fyrstu Eng- landsdrottningar og má geta sér til um að innblásturinn hafi jafnt komið þaðan og frá Stjörnustríðs-myndunum. Föt- in minntu nefnilega á brynjur. Fötin minntu líka á origami- list og ýmis náttúruform með brettum og fettum. Efniviðurinn var leður, plast, vínyll og satín. BRESKI fatahönnuðurinn Gareth Pugh fæddist 31. ágúst 1981. Hann byrjaði að vinna 14 ára gamall sem búningahönnuður fyrir Enska ungmennaleikhúsið (English National Youth Theatre). Hann var í ballett frá 8-16 ára aldurs en valdi listferil fram yfir dans- inn. Hann stundaði nám í fatahönnun við Sunderland- háskóla og síðar hinn virta listaháskóla Central Saint Martins í London. Hann útskrifaðist þaðan árið 2003 og vakti lokasýning hans athygli tímaritsins Dazed & Confuzed, sem setti hann á forsíðuna aðeins nokkrum mánuðum eftir útskrift. Stuðningur tískuheimsins „Mér finnst Gareth áhugaverður vegna þess að fólk skilur ekki alveg hvað hann er að gera,“ sagði Jefferson Hack, útgefandi Dazed & Confused, í ný- legu viðtali við The Independent. „Ég féll strax fyrir hönnun hans og ég var viss um að hann væri hæfi- leikaríkur, annars hefði ég aldrei sett hann á for- síðuna svona snemma á ferlinum. Ég gerði reynd- ar ráð fyrir því að hann myndi væntanlega sýna einu sinni á ári, kannski í galleríi, og framleiða línu sem samanstæði af 10 flíkum sem seld- ust fyrir um 50.000 pund hver. Núna er það þó að verða sífellt skýrara hversu mikilvægur hönnuður hann er og hvaða stöðu hann gæti tekið sér innan tískuheimsins.“ Til viðbótar kom það Pugh á kortið að hann fékk tækifæri til að sýna á tískuvikunni í London haustið 2005, sem hluti af „Fashion East“, þar sem áherslan var á unga hönnuði. Á þeim tíma var hann þegar orðinn þekkt nafn í neðanjarðarmenn- ingarheiminum og á meðal listaspíra Lund- únaborgar. Klæddi Kylie og Manson Þrátt fyrir að það séu nokkur ár síðan hann vakti fyrst athygli hafði hann ekki selt eina einustu flík þar til fyrir átján mánuðum. Hann hafði þó séð um að klæða Kylie fyrir Showgirl-tónleikaferðalagið og líka fundið til fatnað á rokkarann Marilyn Manson. Fyrsta einkasýning Pughs var í London á tískuvik- unni á fatalínum hausts og vetrar 2006. Eftir það hef- ur stöðugt bæst í aðdáendahóp hans. Breska Vogue sagði vorlínu hans 2007 „ótrúlega og ómissandi“ og einnig að hann væri „greinilega snillingur“. Hönn- uðurinn á líka öflugan bakhjarl í Önnu Wintour, rit- stjóra tískubiblíunnar bandaríska Vogue. Hinn þekkti tískuljósmyndari Nick Knight hefur starfað nokkuð með Pugh. „Gareth fylgir í kjölfar hóps fólks sem er með sérlega persónulega sýn á heiminn og hleypir manni í nýjan heim. Hann minnir á John Galliano, Yohji Yamamoto, Alexander McQueen eða Vivienne Westwood.“ Ekki amaleg samlíking það. Hver er Gareth Pugh? Verðlaunahafinn Pugh er hann tók á móti ANDAM- verðlaununum í París um síðustu helgi. Hermaður Í anda Stjörnustríðs.Líka klæðilegt Þessi kjóll er töff.Origami-list Óvenjulegur kragi. Flott Ekki abbast upp á hana! Brynjaðar drottningar AP Andi hennar há- tignar Elísabetar fyrstu Englands- drottningar svífur yfir vötnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.