Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 41 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Ragnar Björnsson og Sigurður Sigurjónsson efstir hjá Bridsfélagi Kópavogs Fimmtudaginn 9. október lauk þriggja kvölda Mitchell tvímenn- ingi hjá Bridsfélagi Kópavogs. Góð þátttaka var, alls átján pör. Sérstaklega var það skemmtilegt að sjá svo marga nýja spilara koma og var tekið mjög vel á móti þeim. Fyrir síðasta kvöldið höfðu þó nokkur pör möguleika á sigri en þeir félagar Ragnar Björnsson og Sigurður Sigurjónsson stóðu af sér allar sóknir hinna spilaranna og lönduðu að lokum nokkuð örugg- um sigri. Við skulum skoða skor kvöldsins. Miðlungur var 216 stig. N/S: Baldur Bjartmarss. - Sigurjón Karlss. 247 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 242 Gísli Þ. Tyggvas. - Leifur Kristjánss. 240 A/V: Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurjónss. 285 Júlíus Snorras. - Guðlaugur Bessason 257 Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðars. 244 Miðlungur var 216 stig. Lokastaðan varð þessi. Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurjónss. 781 Jón St. Ingólfss. - Guðlaugur Bessas. 735 Baldur Bjartmarss. - Sigurjón Karlss. 730 Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðarson 725 Fimmtudaginn 16. október verð- ur spilaður eins kvölds tvímenn- ingur. Spilað er í Hamraborginni, í salnum á annarri hæðinni. Við hvetjum alla til að mæta, gömlum félögum sem nýjum, stökum spil- urum verður hjálpað við myndun para. Spilamennska hefst stundvís- lega kl:19.30. Frítt kaffi á könn- unni. Greifamót Bridsfélags Akureyrar fer vel af stað Spiað er á sjö borðum í þessum impatvímenningi sem gaf færi á sveiflum eins og oft áður. Einhver hafði samt á orði að kreppan hlyti að vera að segja til sín því ekki væru eins margir slagir í boði og áður. Eftir fyrsta kvöldið standa þessi pör best að vígi: Pétur Guðjónsson - Pétur Gíslason 39,4 Þórhallur Hermannss.- Sveinb. Sigurðss. 31 Frímann Stefánss. - Reynir Helgason 29 Örlygur Örlygss. - Björn Þorlákss. 23,6 Una Sveinsdóttir - Jón Sverrisson 20 Gullsmári Spilað var á 11 borðum sl. fimmtu- dag 9. okt. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 200 Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd. 194 Elís Kristjánss. - Páll Ólason 193 A/V Jón Hanness.- Samúel Guðmss. 204 Halla Ólafsd. - Halldóra Lárusd. 199 Sigurður Björnss. - Ólafur Gunnarss. 195 ✝ Kristín Jóns-dóttir Swan fæddist á Akureyri 27. febrúar 1929. Hún lést á dval- arheimilinu Hlíð 28. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru þau Jón S. Stefánsson, f. 1903, d. 1997, og Jónína Tryggvadóttir, f. 1896, d. 1976. Systk- ini Kristínar voru Þórunn Gunnlaugs- dóttir, f. 1917, og Eggert Ólafsson, f. 1924, en þau eru bæði látin, fóstursystir Krist- ínar er Steinunn Jónsdóttir. Kristín ólst upp á Akureyri en ember 1928, d. 23. júlí 1983, en hann starfaði hér sem borg- aralegur starfsmaður á vegum Bandaríkjahers. Þau Kristín og John David ásamt Guðmundi fluttu til Bandaríkjanna og bjuggu fyrsta árið í Austin í Texas og síðan tvö ár í San Antonio og loks lengst af í Farfield í Kali- forníu. Þau Kristín og John David eignuðust tvö börn, Jón David Swan, f. 19. apríl 1959, og Katrínu Jónínu Swan, f. 5. nóvember 1967. Kristín var heimavinnandi hús- móðir. Eftir að hún missti mann sinn fluttist hún til Íslands. Hún starfaði í sambandsverksmiðjunum á Gleráreyrum í áratug. Kristín var jarðsungin frá Höfða- kapellu á Akureyri, í kyrrþey. fór sextán ára að aldri til Reykjavíkur til að vinna fyrir sér. Fyrri eiginmaður Kristínar var Jósef Sigurðsson, þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Guð- mundur Þorberg Jós- efsson Swan, f. 16. apríl 1949, kvæntur Teri Swan. Þau eiga þrjár dætur, þær eru Kelli Ann Shoulders, Xanath Spengler og Kæja Rós Swan. Barnabörnin eru fjög- ur. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Kristín bjó í Keflavík um hríð og þar kynntist hún síðari eiginmanni sínum, John David Swan, f. 15. nóv- Þið þekkið söguna um tengda- mæður og hvað þær geta verið erf- iðar. Sú var ekki reynsla mín af Kristínu tengdamóður minni. Það var blessun að hafa hana í lífi mínu og ég óska þess að fjarlægðin okkar á milli hefði ekki verið jafn mikil og raun var. Ég lærði margt að hennar for- dæmi – hvernig á að vera sterk, sjálf- stæð kona samhliða því að vera blíð sál. Hún var kona ótrúlegs styrks og virðuleika. Þó að orðin sem lýstu til- finningum hvorrar okkar í garð hinnar hafi ekki alltaf verið töluð, var og verður tilfinningin í hjarta okkar beggja alltaf mikil. Það var eitt orð sem hún notaði oft til að lýsa hlutum í kring um sig – og ég vil nota það til að lýsa henni – ótrúleg. Ég elska þig mamma. Teri. Amma eftirlét okkur margar ein- stakar minningar tímans sem við átt- um saman. Við munum eftir því þeg- ar hún fylgdi okkur í skólann, íslensku pönnukökunum hennar og öðrum gómsætum eftirréttum, og því hvernig við reyndum að herma eftir fullkomnu, litlu snúningunum sem hún lét á súkkulaðikökurnar sínar. Við minnumst þess að hafa setið á veröndinni á bak við húsið spjallandi og hlæjandi, sérstaklega um það skipti sem hún læstist úti í bakgarðinum með Sam hundinum okkar og beið þolinmóð í 5 klukku- tíma eftir því að einhver kæmi heim til að hleypa sér inn. Það dýrmætasta sem amma kenndi okkur var ást. Ást sem var þolinmóð, skilningsrík og blíð. Hún kvartaði aldrei og sýndi aldrei von- brigði. Við nutum alltaf heimsókn- anna bæði á Íslandi og í Kaliforníu. Í lok hverrar heimsóknar varð erfið- ara og erfiðara að kveðja af því að við vissum að þessi dagur kæmi. Hún hafði enga hugmynd um það hversu einstök hún var og hvað hún færði okkur mikla gleði. Við elskum þig amma. Bless. Kelli, Xanath og Kæja Ros. Góð vinkona kvödd. Hugurinn leit- ar til unglingsáranna, vinaheimsókn í Ásgarð, til dyra kom falleg og fín- gerð ung kona, þar var á ferð Kristín Swan sem ég seinna átti samleið með í tryggri og góðri vináttu. Í mörg ár skildu höf og lönd okkur að þar sem Kristín flutti til Banda- ríkjanna. Hún átti þar sitt heimili. Eftir lát eiginmanns lá leiðin heim aftur, þá rættist gamall draumur um að eiga einhver ár heima eins og hún sagði gjarnan. Nú þegar haustið skartar sínum fögru litum minna þeir ummargt á þá litagleði sem ein- kenndi val kærrar vinkonu sem elsk- aði að hafa fallegt í kringum sig. Þá ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ég votta börnum, Guðmundi, Jóni, Katrínu og öðrum aðstandend- um samúð. Ljúfur persónuleiki einkenndi líf Kristínar og því vinum gleði að minnast. Elsku Kristín, þakklæti fyrir minningarperlur að liðnum lífsins degi. Svana Jósepsdóttir. Kristín Jónsdóttir Swan Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HJARTAR HARALDSSONAR vélstjóra, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Sigrún Haraldsdóttir, Elsa Friedlaender, Haraldur Hjartarson, Jenny Irene Sörheller, Walter Hjartarson, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Þorgeir Hjartarson, Linda Guðmundsdóttir, Eyþór Hjartarson, Klara Hansdóttir, Jónas Hjartarson, Dagný Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, INGVALDS VALGARÐS HOLM EINARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimum. Helga Símonardóttir, Hallgrímur Jón Ingvaldsson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Einar Rafn Ingvaldsson, Katrín Jónína Gunnarsdóttir, Símon Grétar Ingvaldsson, Hrafnhildur Scheving, Héðinn Smári Ingvaldsson, Bjarney Ragnarsdóttir, Fanney Ósk Ingvaldsdóttir, Geir Ómar Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU ÞORBERGSDÓTTUR, Garðvangi, Garði, áður Nónvörðu 11, Keflavík. Guðmundur Jóelsson, Anna Margrét Gunnarsdóttir, Axel Jónsson, Þórunn Halldórsdóttir, Vignir Jónsson, Marteinn Tryggvason, Þorsteinn Jónsson, Katrín Hafsteinsdóttir, Íris Jónsdóttir, Gylfi Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR GÍSLASONAR, Blöndubakka 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11E og heimahlynningar Landspítalans, fyrir góða umönnun og alúð. Friðleif Valtýsdóttir, Friðjón Valtýr Sigurðsson, Gísli Friðrik Sigurðsson, Svanhildur Jóhannesdóttir, Einar Mathiesen, Lára E. Mathiesen, Tryggvi E. Mathiesen. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR K. ÞORKELSDÓTTUR, Sléttuvegi 19, Reykjavík. Hjartans þakkir færum við hjúkrunarþjónustu Karitas og starfsfólki 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun. Þorkell Helgason, Björg R. Sigurðardóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sigurður Geirmundarson, Sigfús Jón Helgason, Sólrún Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Júlíus Jónasson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.