Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 22
E ndurnar á tjörninni lágu að því er virtist full- komlega streitulausar á gangstéttinni fyrir utan Iðnó. Þegar blaðamaður gekki framhjá hreyfðu þær sig ekki og létu sem hann væri ekki til. Fréttamenn frá útlöndum sjónvarpsstöðvum voru að mynda í þessu fallega íslenska umhverfi og inni í Iðnó biðu hópar þeirra eftir for- sætisráðherra. För blaðamanns að þessu sinni var hins vegar heitið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar þar sem Hjálmar Jónsson sóknarprestur sat í yfirvegun og rólegheitum og ræddi við sóknarbörn sín í síma. Eitt sóknarbarnanna hafði reyndar látist þennan dag, fullorðin mann- eskja, sem hafði lifað tímana tvenna, kreppur jafnt sem góðæri höfðu kom- ið og farið á hennar æviskeiði. Nú var komið að þeim leiðarlokum sem eru óhjákvæmileg okkur öllum í framtíð- inni. Þeir sem eftir eru halda áfram, jafnt í mótbyr sem meðbyr, lifa lífi sínu sem best þeir geta og kunna. Presturinn segir að trúin auðveldi lífsgönguna, trúin á Guð, sem gefur okkur lífið og blæs okkur kærleik- anum í brjóst. Innifalið í þeirri trú er trú á lífið, trú á framtíðina og trú á sjálfan sig. Erindi kirkjunnar er kær- leikurinn, stuðningur og nærvera við fólk í hverju því áfalli sem því mætir. ,,Það þarf ekki að auglýsa. Við erum alltaf til staðar. Við erum í síma- skránni og öllum er frjálst að leita til okkar, hvenær sem er. Í kirkjuna er líka allir velkomnir, alltaf,„ segir Hjálmar Jónsson. Gleði og sorgir Hann hefur ekkert endilega farið hina auðveldu leið í lífinu, í starfi sínu kynnist hann jafnt gleði og sorgum. Auk þess hefur hann gengið gegnum erfiðleika í eigin lífi. Hjálmar var al- þingismaður okkar Íslendinga og þekkir því einnig vel heim stjórn- málamannsins. Hann kaus þó fyrir nokkrum árum að helga sig fremur trúarlegri köllun sinni heldur en lífi stjórnmálamannsins. Hann getur þó alveg sett sig í spor þeirra nú þegar mesta efnhagskreppa síðari ára ríður yfir, að því er virðist eins og hendi sé veifað. Þá er líka gott að kunna að taka á því. ,,Auðvitað fylgjast allir með þess- um fréttum, fólk veit varla hvaðan á það stendur veðrið. Veit bara að þetta er mikið óveður. Unga fólkið hefur aldrei upplifað nokkuð þessu líkt fyrr. Það gildir vissulega um alla, und- irstöður efnahagslífsins, sem allir töldu svo sterkar, brotna og bygg- ingin hrynur. Hæfasta og reyndasta fólk kemur fram í fjölmiðlum alvar- legt í bragði. Smám saman áttum við okkur á að allir eru að tapa verðmæt- um. Hversu miklum er ekki vitað né heldur hvernig þjóðinni muni reiða af. Hvaða áhrif mun þetta hafa á líf mitt, fjölskyldu minnar og umhverfi mitt? spyr fólk og reynir að ráða í stöðuna. Því er heldur ekki að neita að við höf- um verið afar einbeitt í sókn okkar eftir þessa heims gæðum mörg und- anfarin ár. Þeim, sem treystir um- fram allt á sínar veraldlegu eigur og auðævi, líður þess vegna eins og heimurinn sé að farast.“ – Kemur þetta þá verr niður á þeim sem hafa haft mikið milli handanna heldur en hinum sem hafa haft minna? „Það er nú sjálfsagt misjafnt. Fljótt á litið hefur þjóðin verið afar upptekin af því að græða og hagnast. Sumir hafa talið að enginn endir myndi verða á hagvexti og vaxandi auðsæld. Stækkandi hópur hefur ekki bara haft nóg heldur ofgnótt. Skell- urinn verður harkalegur þegar lög- mál fjármagnsins virka allt í einu ekki. Um leið verður brotlending á ýmsum viðhorfum. Kannski var ekki ástæða til að trúa í blindni á þessa tegund frelsis. Framundan er vafa- laust endurmat á mörgu í þjóðfélagi okkar. Margt hefur þó tekist vel í samfélagsgerð okkar. Á mörgum sviðum hefur okkur tekist að byggja upp velferðarþjóðfélag sem er í fremstu röð í heiminum. Breyttar lífsvenjur Ég hef ferðast töluvert um Afríku vegna þróunarsamvinnu okkar, Ís- lendinga. Ég hef líka verið fulltrúi við kosningaeftirlit t.d. í Sierra Leone, sem er fátækasta ríki í heimi. Þar er allur fjöldinn nær allslaus. Þar er skortur á flestu sem okkur þykir brýnustu lífsnauðsynjar. Síðasta ára- tuginn hef ég oft undrast umræðuna hér á landi, vandamálin, sem stund- um eru ekki stór, en talað er um sem eitthvert neyðarástand. Ég var ný- kominn úr þessari ferð þegar viðtöl voru í fjölmiðlum við niðurdregið fólk, sem sagði að nú yrðu engin jól. Það væri alveg vonlaust. Ástæðan var sú að rjúpnastofninn var í lágmarki og veiðar bannaðar. Við tilheyrum þeim þjóðum heims- ins sem eru á fyrsta farrými og verð- um þar. Undirstöður okkar eru mjög traustar. Við eigum góð fiskimið og ennþá er meirihluti gjaldeyristekna okkar af sjávarfangi. Atvinnuvegirnir munu ganga áfram, landbúnaður, sjávarútvegur, margvísleg og vaxandi framleiðsla og iðnaður, ferðaþjónusta, verslun, þjón- ustustörf og margt fleira. Vesturlönd hafa innbyggt í efnahagskerfum sín- um að ráða við kreppu og krappan sjó. Eitthvað dregst saman hjá okkur á næstunni, það getur orðið mörgum átak og jafnvel nokkur þrekraun. En kannski endurmetum við gildin og forgangsröðina um leið. Vonandi er máltækið ekki rétt sem segir: Reynsl- an kennir að fólk lærir ekkert af reynslunni.“ – Var kannski kominn tími til að við myndum slaka á í efnishyggju og fengjum jafnvel skell? „Enginn vill erfiðleika og auðvitað vonuðum við að þjóðarskútan gæti haldið áfram fulla ferð á velferð- arsiglingunni. Nú vona ég að við komum út úr þessu ölduróti heil og jafnvel miklu miklu sterkari en áður. Við höfum fest trú okkar og traust á Guð vors lands. Og þau gildi sem við höfum í heiðri geta jafnvel skerpst og hreins- ast í erfiðleikum. Þá kem ég að því sem skiptir mestu máli. Það er að halda voninni, bjartsýninni og trúnni á framtíðina. Við eigum fjölskyldur, vini og samstarfsfólk. Nú er fólk eðli- lega ráðvillt og á vinnustöðum er jafnvel eins og allt lamað. Ég er ekk- ert hræddur. Alls ekki.“ – Hvernig geturðu komist hjá því? „Við erum ekki fædd í gær sem þjóð. Við höfum séð það svart fyrr, miklu svartara en núna. Það þarf meira til að koma okkur úr jafnvægi til lengdar. Ef það væri enginn fiskur í sjónum, ef það kæmi jarðskjálfti af þeirri stærð að virkjanir myndu hrynja, samgöngumannvirki bresta, byggingar falla, þá væri ástæða til að óttast. Ef það kæmi eldgos sem myndi leggja landið undir ösku. Þetta er sem betur fer ekki að gerast en þetta hefur gerst. Skaftáreldarnir, Móðuharðindin sem ollu hung- ursneyð og mannfelli á Íslandi. Það hefur gerst nokkrum sinnum í sögu Íslands byggðar að við höfum verið við það að þurrkast út sem þjóð. Það er engin hætta á að slíkt gerist núna. Við erum ákaflega vel menntuð þjóð með mikinn kjark. Við verðum bara að passa okkur á því að láta hvorki óttann ná tökum á okkur né fara á taugum. Stjórnmálamennirnir, fjöl- miðlafólkið og allur almenningur þarf að varast að mikla vandann fyrir sér. Nú þurfa allir að standa saman. Mörg teikn og fallegar fréttir hef ég af því. Mín fjölskylda kom t.a.m. öll saman á miðvikudagskvöldið og gerði slátur saman á góðan og gamaldags hátt. Þannig er það víða, aldrei annað eins framleitt af forða til vetrarins. Auka- afurð af því er svo sú, að allir njóta samvistanna og verðmætanna sem felast í þeim.“ – Finnst þér að stjórnmálamenn og þeir sem hafa verið að ávarpa þjóðina hafi farið á taugum? „Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst afar mikilvægt að Geir Haarde er traustur stjórnmálamaður. Hann er vel menntaður hagfræðingur og hefur mikla reynslu. Hann er rólegur og hann er öruggur og fastur fyrir. Það er mikilvægt að hafa slíkan leið- toga á svona tímum. Hann er skip- stjórinn í brúnni í okkar sameiginlegu málum. Allir þurfa vissulega að leggj- ast á árarnar, við höfum á að skipa hæfu fólki á öllum sviðum í samfélagi okkar. Miklu varðar að allir skipi nú stöður sínar vel. Mér finnst líka afar mikilvægt að við treystum hvert öðru. Það sem gerist í svona hruni er að fólk treystir ekki lengur hvað öðru. Lífið er á svo margan hátt straumur af þjónustu okkar eins við annað. Líf okkar og örlög er samanfléttað. Við erum samferðafólk gegnum lífið. Á meðan slæmar fréttir skella á okkur dag eftir dag finnum við að sjálfsögðu fyrir öryggisleysi. En við megum ekki missa trúna á að skútan rétti sig af. Og þar ráðum við öll miklu um hversu fer. Síst megum við missa trúna. Bæna- og kyrrðastundir Hjá prestum hefur ekkert breyst. Hlutverk okkar er að vera til staðar og taka á móti fólki. Það hafa margir komið til mín á undanförnum dögum. Svo eru aðrir sem ekki vita af því að kirkjan er alltaf með þjónustu. Hjá okkur í Dómkirkjunni eru fast- ar bænastundir. Á miðvikudögum er bænastund í hádeginu. Hún byrjar með orgelleik kl. 12 og kl. 12.10 hefst síðan bænastund. Fólk kemur og sest inn, sumir skrifa á miða fyrirbæn- arefni. Það verður svo bænarefni okkar allra.„ – Þarf ekki kirkjan að bjóða upp á þetta á hverjum degi núna? „Það getur vel verið. Ef áhugi og þörf er fyrir. Við erum líka með „kvöldkirkju“ á fimmtudögum kl. 20- „Síst megum við missa trú Prestar blása ekki í lúðra, en þeir eru alltaf til taks. Hjálmar Jónsson, sókn- arprestur í Dómkirkj- unni, sagði Elínu Alberts- dóttur að óttast eigi, verra væri ef enginn fisk- ur væri í sjónum og jarð- skjálfti eyðilegði virkjanir okkar. Svo bara örfá dæmi séu tekin. Við eigum ekki að eyða orku okkar í heift og hatur núna þótt ég skilji reiðina. En berum við ekki öll ein- hverja sök? Er ekki stutt í hégómaskapinn í okkur? 22 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennarar: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Elsa Guðmundsdóttir 4. dan. Þessi grein á sér einstaka menn- ingarlega hefð og er stunduð af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar. Upplýsingar í símum 553 3431 og 897 8765 Japönsk bogfimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.