Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Þ að var eins og tíminn stæði kyrr þegar Geir H. Haarde for- sætisráðherra ávarpaði þjóð- ina á mánudag, ekki fór á milli mála að tíðindin voru alvarleg. Enda ráðlagði hann fólki að standa saman og foreldrum að hlúa að börnunum sínum. Fólki var mjög brugðið. Í mörgum bönkum safnaðist starfsfólk saman til að hlýða á ávarpið. Eftir að því lauk stóð yfirmaður í einum þeirra upp, breiddi út faðminn og sagði: „Hver vill fá knús?“ Morguninn eftir hópuðust yfir 100 starfs- menn verðbréfasviðs Landsbankans í kringum yfirmann sinn, sem stóð uppi á hillu og ávarpaði hópinn. „Þetta voru allt sérfræðingar í sínu fagi, hálært fólk og allir að bíða frétta af einhverju, hverju sem er um sinn hag og vina sinna,“ segir einn úr hópnum. „Eins og verið væri að lesa upp hverjir hefðu lifað af eftir sprengjuárás...“ Margar sögur hafa kviknað undanfarna daga og vikur, sem munu lifa lengi með þjóðinni. Enda umfang þeirra viðburða sem átt hafa sér stað þannig að það snertir allt samfélagið, jafn- vel börnin. Sjö ára stúlka spurði foreldra sína hvort það væri að koma stríð og jafnaldra henn- ar sagði vinkonu sinni að hún ætlaði að sameina fjárhag sinn og foreldra sinna. Þá var ekki kvartað En Íslendingar hafa áður lifað slíka tíma. „Ég er af þeirri kynslóð sem man fátækt og atvinnu- kreppu,“ segir séra Árni Pálsson. „Þetta er ljós- lifandi fyrir mér, af því að það fékk svo á mig undir niðri, að ganga Laugaveginn og Hverf- isgötuna, og sjá járnrimla í gangstéttinni við niðurgrafna kjallaraglugga, sem nauðsynlegir voru til þess að ljósið kæmist inn – rimlarnir áttu að afstýra því að maður dytti ofan í holuna. Allar kjallaraholur voru fullar af fólki í húsnæð- isvandræðum, fátækt var almenn og atvinna stopul hjá alltof mörgum – biðraðir við höfnina til þess að komast að í uppskipun.“ Hann segir að örfáir hafi verið efnaðir, helst þeir sem höfðu atvinnu af sjómennsku og pró- fessorar við Háskólann, sem voru hátt launaðir og gátu byggt sér falleg hús í gömlu Reykjavík. „En því nefni ég þetta, að það talaði enginn um ástandið heima hjá mér,“ segir Árni með áherslu. „Ég var svo heppinn að faðir minn hafði alla tíð vinnu og mamma sá um heimilið. Hann komst í þá aðstöðu að geta byggt sér íbúð í Norðurmýrinni, fyrsta íbúðasvæðinu sem reis eftir kreppuna miklu, og aldrei urðum við systk- inin vör við að nokkurn tíma væri kvartað eða skrattinn málaður á vegginn. Það var talið sjálf- sagt mál að lifa hófsömu lífi, bæði í fæði og klæðum, og þetta finnst mér fólk þurfa að glíma við núna.“ Fer á grásleppu Ekki fer á milli mála þegar talað er við fólk í öllum kimum samfélagsins að reiðin kraumar undir. Í miðju símtali á miðvikudagskvöld varð viðmælandi blaðamanns vitni að hópslags- málum í miðbænum. „Hvert stefnir þetta þjóð- félag?“ varð honum að orði. „Mér finnst reiðin mjög skiljanleg,“ segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og formaður Sam- taka atvinnulífsins. „En núna þegar fólk missir vinnuna megum við ekki bæta gráu ofan á svart með því að eyrnamerkja það sem óráðsíufólk – aðeins af því að það vann í banka. Það stundaði sína vinnu af fagmennsku og aðrar ástæður gerðu það að verkum að bankarnir féllu. Mun- um eftir því að ein versta afleiðing fjármála- kreppu annars staðar í heiminum hefur verið fólksflótti og Ísland á að vera land tækifæranna fyrir ungt fólk enda engin ástæða til annars þegar við erum jafnrík af auðlindum og raun er.“ Flest fyrirtæki finna fyrir fjármálakreppunni og starfsmenn eru óttaslegnir, að sögn Þórs. Hann segist hafa haft samband við forsvars- menn um 20 fyrirtækja í lok síðustu viku á ólík- um sviðum, svo sem í iðnaði, innflutningi, skóla- rekstri og fasteignarekstri. „Mörg þeirra eru með tiltölulega litla skuldsetningu og yfirbygg- ingu, þannig að þau eiga að hrista þetta af sér. Vandamál eru þó víða en þau eru í flestum til- fellum yfirstíganleg. Okkur sýnist að versni ástandið ekki ættu um 70% fyrirtækja að geta komist í þokkalegt ástand innan skamms. Það má ekki gleyma því að mörg fyrirtæki eiga að geta komist á skrið frekar fljótt, að því gefnu að gengi, vextir og fjármögnunarflæði komist í eðlilegra horf. Það þarf að tryggja að hægt sé að greiða út laun, ganga frá endurfjármögnun lána, útvega gjaldeyrislínu fyrir innflutning o.s.frv. Þeir bankar sem eftir eru þurfa að sinna því hlutverki.“ Hljóðið er þungt í atvinnurekendum, sem blaðamaður talaði við, en ekki var uppgjaf- arhljóð í neinum. „Ég nenni ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ég hætti að fá mér í staup- inu og fer á grásleppu í vor,“ segir trillusjómað- ur úti á landi. Og Þór Sigfússon segist finna samstöðu og baráttuhug, meðal annars í starfi SA, þar sem allir séu boðnir og búnir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. „Það er sama hvert ég hringi eða við hvern ég tala, allir eru boðnir og búnir að rétta fram hjálparhönd.“ Verður lífið eðlilegt? Það hafa fleiri orð á því að samstaðan sé meiri nú en áður. Það hefur eitthvað breyst. Íslenskur hagfræðingur hafði orð á því í viðtali við breska sjónvarpsstöð að lífið yrði aldrei eðlilegt aftur á Íslandi. En það hefur einmitt ekki verið eðlilegt undanfarin ár, að mati Mikaels M. Karlssonar, prófessors í heimspeki við Háskóla Íslands. „Ég held að þessi kreppa geti verið að mörgu leyti holl fyrir okkur, ef við lítum á hana sem tækifæri til að sinna þeim gildum sem Íslend- ingum eru eiginleg. Það er nokkuð sem við höf- um ekki gert um langt skeið vegna þess að við höfum verið svo upptekin af eigingirni og lífs- þægindagræðgi, að hluta til undir áhrifum utan- aðkomandi og skaðlegrar hugmyndafræði. Við höfum litið á hvert annað sem vörur eða bráð, en áður var sterkt í Íslendingum að líta svo á að hver einstaklingur væri verðmæti út af fyrir sig og hefði eitthvað til síns máls og eitthvað fram að færa til samlífs okkar og til íslenskrar menn- ingar. Ég held að þjóðin hafi upp á síðkastið bú- ið við óheilindi og fengið samviskubit út af þess- ari græðgiskenndu einstaklingshyggju sem hér hefur ríkt um tíma. Ég tek fram að ég hef ekk- ert á móti sterku og góðu viðskiptalífi, enda er það hollt og nauðsynlegt; en það gengur út á ábyrgð og aðhald.“ – Peningar eru ekki hinn endanlegi sann- leikur? „Nei, þó að þeir séu allt í einu orðnir meiri sannleikur fyrir mann á mínum aldri en á þín- um,“ segir hann og hlær. „Það var sögð vera „þjóðarsátt“ um rétt allra einstaklinga til að græða á öllu og talið úrelt að vinna saman og hugsa um öryggi og velferð allra Íslendinga. Þessi illkynja heimssýn er að detta upp fyrir í þessari krísu, að því er virðist. Við höfum verið á rangri leið, vísvitandi í einhverjum skilningi, en á sama tíma í afneitun.“ Mikael segir mikilvægt á þessum tímum ör- yggisleysis að tryggja fólki menntun, heilbrigð- isþjónustu og lífeyri: allt sem geri einstakling reiðubúinn að vinna uppbyggileg og skapandi verk. „Við eigum að grípa tækifærið til þess að gefa Íslendingum forsendur til að byggja sjálfa sig og landið upp aftur. Þetta vita allir, a.m.k innst inni í sér. Meginboðskapurinn er sá að við höfum okkar gildi, sem eru m.a. dugnaður, sam- hygð, samvinnusemi, tillitssemi og kærleikur. Mér finnst menn vilja viðurkenna það núna eins og áður fyrr og vera stoltir af því. Við eigum að hegða okkur eins og einstaklingar í öflugu handboltaliði. Og ég held að það samræmist bæði ábyrgum vinstri og hægri stjórnmálum.“ Hann varar við því að dansa eftir ofstæk- isfullum kenningum, sem komi flestar frá út- löndum. „Íslendingar eiga frekar að finna eigin leið út úr kreppunni, vera raunsæir og jarð- bundnir, nokkuð sem er ofið inn í menningu þjóðarinnar. Þetta snýst ekki um útópískar kenningar Miltons Friedmans eða Karls Marx. Um er að ræða praktísk vandamál sem krefjast jarðbundinna lausna, ekki háfleygrar hug- myndafræði. Það hefur verið ánægjulegt að sjá stjórnmálamenn okkar stíga úr sandkassanum undanfarna daga og hegða sér sem alvöru manneskjur. Ég vona að þetta haldist.“ „Fyrir Íslending sem búsettur hefur verið er- lendis í fimm ár hefur flugið sem landinn hefur verið á virkað með ólíkindum,“ segir Hrafnhild- ur Smáradóttir í Noregi, sem hefur áhyggjur af vinum og vandamönnum á Íslandi eins og marg- ir Íslendingar erlendis. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta gæti raunverulega gengið upp.“ Jón Kalman Stefánsson rithöfundur bendir á að kreppan geti haft þau jákvæðu áhrif að ungt fólk, það sem nú er að komast til þroska, temji sér að stíga varlega til jarðar. Það muni ekki leggja sömu ofuráherslu á efnisleg gæði og fólk um þrítugt virðist gera, líklega vegna þess að það komst til þroska á tímum græðgi og ofsa- gróða og mótaðist af því. „Við fengum einn á trýnið og þurftum á því að halda, þannig að við erum betur undir það búin að taka á móti næstu uppsveiflu. Því allt sem fer niður kemur upp aftur. Kannski þurftum við sumpart á þessu að halda, það vantaði alla auð- mýkt í okkur, og maður heyrði hvernig banka- fólkið talaði, það var ekkert nema sjálfsöryggið, taldi sig vera á heimsmælikvarða og þjóðin sveiflaðist með því.“ En hamingjan verður ekki lögð inn á banka- bók eða keypt verðbréf í henni. „Auðvitað er nánast svartnætti hjá sumum sem misst hafa miklar eignir, venjulegu fólki sem hefur verið duglegt. En við munum standa upp aftur. Við erum komin á hnén núna, en við liggjum ekki, og þegar við stöndum aftur upp, vitum við bet- ur. Þeir sem halda að þeir komist í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum, þeir þekkja ekki lífið. Við sjáum hversu yfirborðsleg auðæfin er á því hversu lítið situr eftir, allt fokið nema skuld- irnar.“ Jón Kalman bendir á að peningar séu ekki mælistikan, heldur menntun, fjölskylda og góð heilsa. „Þó að hrun verði í kauphöllinni, hrynur þetta ekki. Og ljóðið er jafngott þó að bankarnir fari á hausinn.“ – John Stewart Mill bjargaði sálarlífi sínu með skáldskapnum! „Eitt gott ljóð getur sagt meira en 300 frétta- skýringarþættir. Af því að skáldskapurinn er innra landslag mannsins. Og það er það sama í dag og fyrir þúsund árum. Þegar hriktir í öllu út á við, verður maðurinn að leita inn á við til að sannfærast um ekki sé allt á leið til andskotans, að þetta séu ytri en ekki innri breytingar. Skáldskapur er ekki lausn, en hann er leið.“ – Þú mælir þá með Söknuði eftir Jóhann Jónsson? „Fólk er blessunarlega svo ólíkt innbyrðis, sumir vilja fara í Söknuð og Sonatorrek, sökkva sér ofan í Vetrarmyndir og líf skálda eftir Hannes Sigfússon, en öðrum líður betur með ævisögur eða Glæp og refsingu … Glæpur og refsing væri náttúrlega ágætis uppástunga,“ klykkir hann út með og hlær. Losnar um hugvit „Ég sauð bjúgu í fyrsta skipti í gær,“ segir Andri Magnason rithöfundur hressilega. „Það vakti mikla lukku. Krakkarnir hámuðu þetta í sig.“ Tönnlast hefur verið á því að Ísland sé að færast áratugi aftur í tímann, nú þarf að fram- vísa farseðli til að fá gjaldeyri og blaðamaður veltir því upp við Andra Snæ hvort næst verði það sjónvarpslausir fimmtudagar? „Það er spurning hvort við værum þá að fara fram eða aftur í tímann,“ svarar hann íbygginn. „Ég myndi segja talsvert langt fram.“ Andri Snær hefur verið óþreytandi við að minna á að grunnástand mannsins sé ekki at-  „Við sjáum hversu yfirborðsleg auðæfin voru á því hversu lítið situr eftir“  „Ég held að nú sé að hefjast tímabil gríðarlegrar nýsköpunar hjá þjóðinni“  „Börnin mín hafa bara vaxið“ „Ég óska mér þess að fá sem flestar heima- tilbúnar jólagjafir,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. „Ég hef oft sagt að mér þyki vænna um hluti, sem fólk leggur vinnu í, en hluti sem kosta peninga. Nú hrópar umhverfið beinlínis á það að fólk gefi hvert öðru af sjálfu sér, í stað þess að eyða ótal þúsundköllum í pakkana. Þannig að ég kalla eftir því að fjölmiðlar, fé- lagsmiðstöðvar, menningarmiðstöðvar og aðrir bjóði upp á námskeið fyrir almenning í að búa til skemmtilegar jólagjafir. Alþjóða- húsið mun ríða á vaðið og aðstoða fólk við að útbúa jólagjafir í litháískum anda í sam- vinnu við nýstofnað félag Litháa á Íslandi. Svo getum við vonandi fylgt því eftir í sam- vinnu við fleiri menningarfélög innflytjenda á Íslandi.“ Heimatilbúnar jólagjafir Íslenska þjóðin er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.