Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ V ögguvísan, sem Silja Að- alsteinsdóttir, bók- menntafræðingur, rit- höfundur, þýðandi og útgáfustjóri Máls og menningar, söng fyrir börnin sín tvö á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar, hverfðist um morðingja, myrkraverkaher, táragas og viðlíka ófögnuð. Sannarlega ekki dæmigert „lúllabíu-lag“ og gjörólíkt Lullabies of Birdland úr smiðju Ellu Fitzger- ald, sem Silja söng með KK-sextett á sveitaböllum út um allar trissur í septembermánuði árið 1960, aðeins sextán ára. Hvort tveggja er á fárra vitorði. Sjálf heldur hún því ekkert sér- staklega á lofti hvernig hún svæfði börnin sín fyrir margt löngu og ekki heldur fortíð sinni sem dægurlaga- söngkonu. „Ein af mínum mörgu, myrku hlið- um,“ svarar hún leyndardómsfull, þegar hún er innt sagna. Silja á Poppminjasafni Sú hlið er þó ekkert leyndarmál lengur eins og gestir Popp- minjasafnsins í Duushúsi, menning- armiðstöð Reykjanesbæjar, geta séð svart á hvítu á sýningunni Saga rokksins í 50 ár. Þáttur Silju er hluti af íslensku heildarmyndinni, þótt stuttur sé. „Ég hef steinþagað um þetta tímabil í lífi mínu, þeir í Reykjanesi komu svolítið aftan að mér með þetta,“ segir hún, en henni er greinilega ekki eins leitt og hún lætur. Á stóru vegg- spjaldi á safninu er mynd af Silju og þessi texti meðal annars: „Silja Aðalsteinsdóttir kom fyrst fram 16 ára, haustið 1960 í Austurbæjarbíói og fékk þá jákvæðu gagnrýni að hafa það fram yfir allar hinar stúlkurnar að vera kvik og hreyfanleg á sviðinu, en hreyfði sig stundum fullhratt.“ Hún hlær að lýsingunni af sjálfri sér, rifjar upp að hún hafi verið rosa- lega feimin, óstyrk og oft hafa fipast eins og Haukur Morthens söngvari hafi réttilega bent á í Alþýðublaðinu. „[Dagblaðið] Tíminn var bestur við mig,“ segir hún „þar sagði á þá leið að ekki ættu allir í unga söngv- arahópnum erindi upp á svið, en Silja Aðalsteinsdóttir ætti greinilega framtíð fyrir sér.“ Þótt markmið skemmtunarinnar í Austurbæjarbíói hefði verið að kynna nýja dægurlagasöngvara, var þetta þó í síðasta skipti sem Silja kom fram sem slíkur – ekki fyrsta eins og að framan greinir, en vissulega há- punkturinn fyrir hana. Meðal tíu útvaldra „KK auglýsti einfaldlega eftir fólki í söngprufu síðsumars og ég fór,“ segir Silja og lýsir aðdragandanum nánar: „Ég hafði unnið sem fram- reiðslustúlka á litlu hóteli í Hlíð- ardalsskóla um sumarið og var ný- komin í bæinn til að setjast í 4. bekk MR eftir tíðindalaust og afar leið- inlegt sumar. Prufan var í Þórskaffi og þangað stormuðu um fjörutíu krakkar. Af þeim voru tíu valdir og ég var ekki lítið stolt þegar sjálfur Kristján Kristjánsson hringdi í mig daginn eftir og tilkynnti að ég væri ein útvaldra. Í þeim hópi voru meðal annarra Þorsteinn Eggertsson, Garðar Guðmundsson og Mjöll Hólm, sem síðar hösluðu sér öll völl sem dægurlagasöngvarar. Ég man ekki hvort ég valdi sjálf að syngja Lullabie of Birdland, en það varð mitt lag þennan septembermánuð. Við höfðum öll okkar einkennislag, eins og kom fram í blaðaauglýsingum um sveitaböllin, þar sem birtar voru hausamyndir af okkur og fyrir neðan stóð hvaða lag tilheyrði hverjum. Ég man að ég var ægilega móðguð yfir að lagið mitt var oftast skrifað vit- laust; Lullabay of Birthland,“ segir Silja og heldur frásögninni áfram: Frekar tveir en einn „Við æfðum stíft og sungum með hljómsveitinni á sveitaböllum, í Hlé- garði, á Selfossi og víðar, flest kvöld í tvær vikur. Mér fannst ferðalögin í rútunni eiginlega skemmtilegri en að syngja,“ segir hún. Þessi uppljóstrun krefst nánari útskýringar. „Þótt rút- an hafi verið býsna stór var voðalega gaman að sitja þétt saman eða í fangi einhvers …“ Þögn og fjarlægt blik í augum. Loks er hægt að toga uppúr henni: „… mikið um uppslætti, kossa og kel- irí milli krakkanna í hópnum“. Og spurð hvort einn úr hópnum hafi kannski verið kærasti hennar, svarar hún kímin: „Frekar tveir en einn.“ Silja leggur áherslu á að áfengi hafi aldrei verið með í spilinu og að Kristján hafi passað vel upp á krakk- ana og allt sitt fólk. „Ég meina, maður tilbað Ellý eins og gyðju. Hún var það fallegasta sem ég hafði séð og mér fannst hún svo langt, langt fyrir ofan mig í aldri, en komst þó að því löngu seinna að hún var ekki nema 25 ára þegar þetta var,“ er haft eftir Silju á minnisvarð- anum í Poppminjasafninu. „Þetta er hverju orði sannara. Ellý Vilhjálms, Óðinn Valdimarsson og hinir í hljómsveitinni voru guðir í mínum augum, þau voru miklir lista- menn og ég bar mikla virðingu fyrir þeim. Mér fannst þetta bara æðislega skemmtilegt allt saman,“ segir Silja. Hún getur sér til um að tilgang- urinn með að fá unglingana til liðs við hljómsveitina hafi verið að ná til yngri ballgesta, leita framtíðarsöngv- ara og bjóða í leiðinni upp á ódýrt skemmtiatriði. „Annars fékk ég 100 krónur fyrir hvert skipti og þótti rosalega mikið, eftir láglaunastarfið á hótelinu,“ upplýsir hún. Söngferli Silju lauk svo með pompi og pragt á geysilega vel sóttum tón- leikum í Austurbæjarbíói 22. sept- ember. Þrátt fyrir nokkrar að- finnslur fékk Silja í heildina góða gagnrýni fyrir lögin þrjú sem hún söng þetta kvöld, Everybody’s Fool, Too Young og Lullabie of Birdland. „Einn gagnrýnandinn sagði að hann hefði aldrei trúað textanum í laginu Too Young fyrr en hann heyrði barnið syngja þetta. Og þetta barn var ég,“ segir Silja, sem þar með hvarf af sviðinu sem dægurlaga- Morgunblaðið/G.Rúnar Kona með fortíð Nú orðið syngur Silja bara þegar hún strauar. Dægurlagasöngkonan og menntaskólaneminn Silja fagnar próflokum á Skalla með því að fá sér Egils-appelsín, sem hún drakk með lakkrísröri, eins og þá var víðtekin venja. Poppstjarna í tvær vikur Hún er einn af menn- ingarvitum þjóðarinn- ar, með fimm háskóla- próf (!) og hefur fengið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf í þágu listar og menningar. Silja Að- alsteinsdóttir getur þó ekki flúið fortíð sína, því Poppminjasafnið í Reykjanesbæ hefur svipt af henni hulunni. Valgerður Þ. Jóns- dóttir tók upp þráðinn. Ballskrúðinn Mamma Silju saumaði tískuflíkurnar á hana á þessum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.