Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 43 AUÐLESIÐ EFNI Vegna stöðu íslensku bankanna sá ríkis-stjórnin þann kost vænstan að setja neyðar-lög síðast-liðinn þriðju-dag. Geir H. Haarde forsætis-ráð-herra sagði að staða íslensku bankanna hefði versnað hratt og lokast fyrir að-gang þeirra að láns-fé. Niður-staða ríkis-stjórnarinnar var sú að um-fang bankanna væri orðið of mikið til þess að hægt væri að bjarga þeim. Það væri of mikil hætta fyrir þjóðina alla og gæti leitt til þess að íslenska þjóðar-búið færi í gjald-þrot með bönkunum. Íslenska þjóðin og hags-munir hennar ganga framar öllum öðrum hags-munum. Forsendur að-gerða ríkis-stjórnarinnar eru því allt aðrar en þegar ríkið ætlaði að yfirtaka 75% hlut í Glitni. Eins og forsætis-ráð-herra sagði er ekki verjandi að skuld-setja komandi kyn-slóðir til að bjarga bönkum með umsvif á við marg-föld fjár-lög Íslands. Einnig verður að grípa til að-gerða til að koma í veg fyrir að fjöl-skyldur í landinu sligist undan lánum vegna hús-næðis-kaupa. Íbúða-lána-sjóði verður beitt til að hjálpa fólki að ná andanum og má taka undir þau orð að eins gott sé að hann sé enn til staðar. Fjár-mála-eftirlitið hefur nú þegar tekið yfir stjórn þriggja banka; Glitnis, Lands-bankans og Kaupþings. Neyðar-lög sett á Íslandi Gordon Brown, forsætis-ráðherra Bret-lands, sagði við breska ríkis-útvarpið BBC á mið-viku-daginn að bresk stjórn-völd mundu leita réttar síns gagn-vart Íslandi stæði íslenska ríkið ekki við skuld-bindingar sínar gagn-vart breskum spari-fjár-eigendum sem lögðu fé á reikninga hjá Ice-save, net-banka Lands-bankans. Um 300 þúsund Bretar eru með inni-stæður sínar á reikningum Ice-save. Samtals eru það 450 til 500 milljarðar króna sem íslensk stjórn-völd ábyrgjast að hluta, sam-kvæmt skil-málum sem viðskipta-vinir gerðu við Lands-bankann þegar þeir stofnuðu reikning. Bresk stjórn-völd beittu lögum um varnir gegn hryðju-verkum þegar þau ákváðu að frysta eignir Lands-bankans á Bretlands-eyjum vegna greiðslu-þrots net-bankans Ice-save. Þetta eru lög um varnir gegn hryðju-verkum, glæpum og um öryggis-mál, sem sett voru eftir hryðju-verka-árásirnar á Banda-ríkin 11. september 2001. Bretar íhuga lög-sókn Gordon Brown Kveikt var á friðar-súlunni í Viðey fimmtu-daginn 9. október, á afmælis-degi Johns Lennon. Yoko Ono, eigin-kona hans, veitti íslensku þjóðinni sérstök friðar-verðlaun, fimmtíu þúsund dollara. Verð-launin koma sér ágæt-lega í banka-kreppunni þar sem gjald-eyrir er af skornum skammti en renna að þessu sinni til Rauða Krossins til að styrkja sam-skipti íslenskra og palestínskra ung-menna. Forseti Íslands veitti verð-laununum við-töku við athöfn í Höfða. Morgunblaðið/Frikki Yoko gefur þjóðinni gjal-deyri Elín Sigfús-dóttir hefur verið ráðin banka-stjóri nýs Lands-banka Íslands hf. og er hún fyrst kvenna til að stýra íslenskum viðskipta-banka. Elín er viðskipta-fræðingur frá Háskóla Íslands árið 1979 og hóf störf hjá Búnaðar-banka Íslands sama ár. Í febrúar 2003 var Elín fyrsta konan sem settist í fram-kvæmda-stjórn bankans. Í apríl 2003 sagði Elín upp starfi sínu hjá Búnaðar-bankanum og réð sig til Lands-banka Íslands. Tók hún við starfi fram-kvæmda-stjóra fyrir-tækja-sviðs og gegndi því starfi þar til hún tók við banka-stjóra-starfinu. Nýr banka- stjóri Elín Sigfúsdóttir Árvakur hf. og 365 hf. hafa undir-ritað samning um að sam-eina Frétta-blaðið og Póst-húsið Ár-vakri, útgáfufélagi Morgun-blaðsins. Út-gáfa 24 stunda verður sam-einuð Morgun-blaðinu. Samningurinn var gerður vegna sam-dráttar á auglýsinga-markaði og mikilla hækkana á pappírs-verði. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., sagði að þessi sam-eining væri mikil-vægt skref til að tryggja áfram öfluga dag-blaða-útgáfu. Morgunblaðið/ÞÖK Morgun-blaðs-húsið í Hádegis-móum. Frétta-blaðið og Árvakur saman Eiður Smári Guðjohnsen segir að frammi-staða sín með Barce-lona í sigrinum á Atletico Madrid í spænsku 1. deildinni um síðustu helgi sé ein sú besta frá því hann kom til félagsins fyrir tveimur og hálfu ári. Eiður lék stórt hlut-verk með Börsungum, skoraði eitt mark í 6:1 sigri liðsins og hafa spænskir spark-spekingar lofað frammi-stöðu hans og segja meðal annars að Josep Guardiola hafi blásið nýju lífi í Eið með því að tefla honum fram í sinni stöðu og blaðið Diario Sport líkir Eiði við gull-drenginn Raúl. ,,Það var meiri-háttar gaman að taka þátt í þessum leik. Þetta var svona kennslu-myndband í knatt-spyrnu sem við buðum upp á og ég var mjög ánægður með mitt framlag,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morgun-blaðið. ,,Þetta er klár-lega besti leikur liðsins frá því ég hóf að spila með því og það hefur komið fram mikil já-kvæðni í minn garð og þá sérstak-lega eftir þennan leik við Atletico Madrid,“ sagði Eiður og bætti því við að spænskir fjöl-miðlar væru oft og tíðum ansi ýktir. ,,Þú ert bara skúrkur eða hetja. Það er engin milli-vegur.“ Eiður Smári Guðjohnsen Minn besti leikur Sikorski, ræðis-maður Pólverja, segir lík-legt að allt að helmingur þeirra tíu þúsund Pólverja sem eru bú-settir hér muni fara aftur til Póllands eða annarra landa. Þeir telja of dýrt að vera hér og geta unnið sér inn helmingi hærri tekjur í Póllandi í ljósi veikingar krónunnar. „Margir, sér-staklega þeir sem fest hafa hér rætur og eiga börn á Íslandi eða líkar vel að vera hér og geta ekki hugsað sér að fara, munu reyna, eins og Ís-lendingar, að bíða erfiða stöðu efnahags-mála hérna af sér,“ segir Sikorski. Margir Pólverjar fara heim Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.