Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 15 Alistair Darling, fjár-málaráðherra Breta,kom eins og storm-sveipur inn í íslenska þjóðmálaumræðu sl. miðvikudag þegar hann sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ís- lenska ríkisstjórnin hefði tilkynnt sér deginum áður að hún myndi ekki standa við skuldbindingar sínar í Bretlandi. Í kjölfarið greip um sig mikil örvænting meðal sparifjáreigenda og stjórnvalda í Bretlandi sem raunar sér ekki fyr- ir endann á. Darling fæddist í Lundúnum en sleit barnsskónum í Skotlandi. Hann lauk lagaprófi frá háskól- anum í Aberdeen. Forystuhæfi- leikar hans komu fljótt í ljós og á námsárunum í Aberdeen var hann um tíma oddviti stúdenta. Darling starfaði sem lögfræðingur á ár- unum 1978 til 1984 að hann fékk málflutningsleyfi fyrir hæstarétti Skotlands. Darling var vinstrisinnaður á sínum yngri árum og áður en hann gekk til liðs við Verka- mannaflokkinn 23 ára að aldri daðraði hann m.a. við marx- og trotskíisma. Hann tók sæti í sveit- arstjórn Lothian-héraðs árið 1982 og sat um tíma í stjórn lögreglu héraðsins. Lífróður fyrir endurkjöri Pólitískur metnaður knúði Dar- ling áfram og í kosningunum 1987 var hann kjörinn á þing fyrir Verkamannaflokkinn í miðkjör- dæmi Edinborgar. Lagði þá sitj- andi þingmann, íhaldsmanninn Sir Alexander Fletcher. Darling hefur setið á breska þinginu allar götur síðan. Þegar skoska þingið var sett á laggirnar var fulltrúum þaðan fækkað á breska þinginu og kjör- dæmi Darlings lagt niður. Hann flutti sig þá yfir í Suðvestur- Edinborg en ekki var forysta flokksins öruggari en svo um að hann næði kjöri að hún sendi bæði John Prescott aðstoðarforsætis- ráðherra og Gordon Brown, þá- verandi fjármálaráðherra, til að leggjast á árarnar með honum í kosningabaráttunni. Darling var einn af lykilráðherrum stjórnar- innar á þessum tíma en steig eigi að síður varla fæti út úr kjördæm- inu meðan á baráttunni stóð. Eng- in áhætta var tekin. Á endanum vann hann nokkuð öruggan sigur. Frami Darlings varð skjótur innan Verkamannaflokksins. Ári eftir að hann settist á þing var hann orðinn talsmaður flokksins í innanríkismálum í skuggaráðu- neyti Neils Kinnocks. Eftir kosn- ingarnar 1992 varð hann tals- maður flokksins í fjármálum og fjórum árum síðar var hann skip- aður aðstoðarfjármálaráðherra í skuggaráðuneyti hins nýja leið- toga flokksins, Tonys Blairs. Eftir frækinn sigur Verka- mannaflokksins í þingkosning- unum 1997 var Darling gerður að aðstoðarfjármálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Blairs. Síðan hefur hann gegnt starfi atvinnu- og líf- eyrismálaráðherra, samgöngu- ráðherra, Skotlandsráðherra og viðskipta- og iðnaðarráðherra. Hann tók við starfi fjármálaráð- herra þegar Gordon Brown leysti Blair af hólmi í forsætisráðuneyt- inu sumarið 2007. Darling er einn þriggja manna sem gegnt hafa ráðherraembætti allar götur síðan 1997, hinir eru Gordon Brown og Jack Straw. Umvafinn kvenfólki Áður en Darling tók við núver- andi embætti mæddi mest á hon- um sem ráðherra samgöngumála. Breska lestarkerfið hafði farið á hliðina í tíð forvera hans og Dar- ling fékk það hlutskipti að stokka það upp og „beina kastljósinu“ frá ráðuneytinu. Dómur sögunnar virðist hafa fallið á þann veg að það verk hafi tekist. Beitti Darling sér m.a. fyrir nýrri löggjöf í lesta- málum sem þykir hafa fært mála- flokkinn til betri vegar. Á móti kemur að Darling var legið á hálsi fyrir að koma engu öðru í verk í samgöngumálum þjóðarinnar. Fáir hleyptu brúnum þegar Brown skipaði Darling fjár- málaráðherra í fyrsta ráðuneyti sínu fyrir rúmu ári. Það vakti aft- ur á móti athygli að þrír af fjórum aðstoðarráðherrum hans eru kon- ur, Angela Eagle, Jane Kennedy og Kitty Usher. Ganga þær nú meðal gárunga undir nafninu „elskurnar hans Darlings“ (e. Dar- ling’s darlings). Darling hafði ekki verið lengi í embætti þegar fyrsta ljónið varð á vegi hans. Íbúðalánabankinn Northern Rock lenti í svokölluðu „bankaáhlaupi“, hinu fyrsta í Bretlandi frá árinu 1860. Það lýsir sér í biðröðum viðskiptavina sem taka sparifé sitt út af ótta við að tapa því. Vandinn var skilgreindur sem „afbrigðilegar aðstæður“ og kom því til kasta ráðherra sem beitti sér fyrir því að breski seðla- bankinn lánaði Northern Rock 20 milljarða sterlingspunda til að fleyta honum yfir erfiðasta hjall- ann og tryggja innistæður við- skiptavina. Kætti ekki knæpueigendur Var Darling harðlega gagn- rýndur fyrir að leggja einkarekn- um banka til svo mikið almannafé. Northern Rock var á endanum þjóðnýttur, fyrstur breskra fyrir- tækja frá árinu 1971. Það var þó aðeins lognið á undan storminum. Lausafjárkrísan var skollin á. Darling mælti í fyrsta sinn fyrir fjárlögum sl. vor. Sitt sýndist hverjum og eins og gengur þótti sumum þeir bera skarðan hlut frá borði. Þannig voru álögur á bjór og léttvín hækkaðar í frumvarp- inu, knæpueigendum til lítillar skemmtunar. Stilltu þeir saman strengi sína á netinu og eftir að James nokkur Hughes, eigandi Útópíubarsins í Edinborg, ákvað að meina Darling inngöngu gerðu fjölmargir kollegar hans slíkt hið sama. Hermt er að hundruð knæpna hafi hengt á útidyrahurð- ina mynd af ráðherranum, þar sem stóð skýrum stöfum að hann væri ekki velkominn. Darling hef- ur því að líkindum sötrað ölið sitt í einrúmi um stund. Hermt er að bresk knæpa leggi upp laupana á sex klukkustunda fresti. Gordon Brown hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti for- sætisráðherra og eru ýmsir á því að hann verði að víkja eigi Verka- mannaflokkurinn ekki að gjalda afhroð í næstu þingkosningum. Ákveði Brown að leggja árar í bát hefur utanríkisráðherrann, David Miliband, oftast verið nefndur sem arftaki hans. Darling hefur á hinn bóginn staðið þétt við bakið á Brown og lýsti því síðast yfir í liðnum mánuði að hann væri rétti maðurinn til að leiða þjóðina út úr yfirstandandi efnahagsvanda. Lög að mæla Ekki þarf að fjölyrða um fár- viðrið sem nú skekur efnahag vestrænna þjóða. Það hriktir í stoðum. 30. ágúst sl. varaði Dar- ling við storminum í samtali við breska blaðið The Guardian og fékk víða bágt fyrir, ekki síst hjá eigin flokksmönnum. „Við erum án efa að sigla inn í mestu erfiðleika sem við höfum upplifað í efna- hagsmálum í sextíu ár. Vandinn á eftir að verða dýpri og taka lengri tíma en menn hafa gert sér grein fyrir,“ sagði hann í viðtalinu. Spurður að því eftir á hvað honum gengi til með þessari bölsýnisspá kvaðst Darling líta á það sem hlutverk sitt að „tala enga tæpi- tungu“ við fólk. Í dag er öllum ljóst að hann hitti naglann á höfuðið. Alls enginn ástmögur?  Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, verður seint jafnvinsæll hér í fásinninu og nafni hans Mac- Lean eftir að hann blandaði sér með afgerandi hætti í efnahagsuppnámið með umdeildum ummælum Reuters Niðursokkinn Alistair Darling yfirgefur þinghúsið í Lundúnum í vikunni. Svipmynd Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Í HNOTSKURN »Alistair Maclean Darlingleit fyrst dagsins ljós í Lundúnum 28. nóvember 1953. »Darling gekk að eigablaðakonuna Margaret McQueen Vaughan árið 1986. Þau eiga tvö börn, soninn Calum, 20 ára, og dótturina Önnu, 18 ára. Þetta er annað hjónaband Darlings. »Darling býr í Morn-ingside-hverfinu í Edin- borg, í sömu götu og met- söluhöfundurinn J.K. Rowling. Ef til vill lumar hún á einhverjum galdra- lausnum handa honum á þessum síðustu og verstu tímum? »Darling er mikill áhuga-maður um dægurtónlist og hefur mest dálæti á Pink Floyd, Coldplay og Leonard Cohen. »Hermt er að hundr-uð knæpna hafi hengt á útidyrahurðina mynd af ráðherranum, þar sem stóð skýrum stöfum að hann væri ekki velkominn. Darling hefur því að lík- indum sötrað ölið sitt í einrúmi um stund. grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.