Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ 1 4 9 2 5 3 8 7 6 3 7 6 8 9 1 5 2 4 2 8 5 7 6 4 3 1 9 9 5 8 1 4 6 2 3 7 4 2 7 5 3 8 6 9 1 6 3 1 9 2 7 4 5 8 7 9 4 3 8 2 1 6 5 8 1 2 6 7 5 9 4 3 5 6 3 4 1 9 7 8 2 Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Sudoku dagbók Í dag er sunnudagur 12. október, 286. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðr- um né lof mitt úthöggnum líkneskjum. (Jesaja 42, 8) Víkverji er eins og barn að því leytiað hann er oft heillaður af því sem hann skilur ekki. Hann skilur til dæmis ekki lýsingar sem fylgja á rauðvíni í verslunum ÁTVR: jörð – tóbak – vanilla – reykur – og svo framvegis. Hann veit ekki hvernig tóbaksbragð lýsir sér í smökkun á rauðvíni. Víkverji er samt heillaður af þessum lýsingum og kaupir stundum rándýrt rauðvín af því að lýsingin á því er: súkkulaði og kirsuber. Svo fer Víkverji heim og drekkur rauðvínið en verður hvorki var við súkkulaði- né kirsuberjabragð. Víkverja finnst þetta leiðinlegt því hann lítur á sig sem kúltúrmanneskju. x x x Þegar Víkverji drekkur rauðvíniðsem hann finnur ekki rétta bragðið af hlustar hann gjarnan á Mozart. Í hvert sinn þakkar Víkverji Guði fyrir að hafa skapað Mozart. Mozart er einfaldlega einn af uppá- haldsmönnum Víkverja. Það skiptir engu þótt hann sé dáinn. Það er alveg sama hvað gengið hefur á hjá Vík- verja, hvort sem hann er reiður, dap- ur eða í uppnámi, alltaf færir tónlist Mozarts honum ró og frið. x x x Víkverji hefur oft látið sig dreymaum að verða hetja. Það hefur hann hins vegar aldrei orðið. Kreppan hefur fært Víkverja óvænt tækifæri til að sýna á sér nýja hlið. Víkverji er nefnilega tilfinningamanneskja og gjarn á að láta umhverfið koma sér í uppnám. Þessa dagana er Víkverji í átaki sem byggist á því að viðhalda fullkominni innri ró í kreppunni. Þótt Víkverji segi sjálfur frá þá hefur hon- um tekist þetta í nokkra daga á aðdáunarverðan hátt sem er mjög til eftirbreytni. Hann er verulega mont- inn af sjálfum sér. Eiginlega lítur hann á sig sem hetju. Reyndar felldi Víkverji hetjugrímuna þegar góðir kunningjar hans misstu skyndilega vinnuna. Víkverji hágrét við frétt- irnar. Kunningjarnir tóku vinnumiss- inum hins vegar eins og hverju öðru hundsbiti. Þeir eru sannar hetjur í huga Víkverja. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gramur, 8 vísan, 9 mannsbragð, 10 sjávardýr, 11 hrein- an, 13 rugga, 15 skæld, 18 jurt, 21 kraftur, 22 ekki djúp, 23 stétt, 24 órökstutt. Lóðrétt | 2 huglaus, 3 út, 4 lýkur, 5 ótti, 6 viðauki, 7 vaxa, 12 umfram, 14 snák, 15 dúkur, 16 skakka, 17 rannsaka, 18 skjögra, 19 púkans, 20 slæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kímni, 4 þófta, 7 kíkja, 8 ólíft, 9 nár, 11 ræða, 13 gata, 14 skóli, 15 brek, 17 Lofn, 20 kal, 22 tukta, 23 ætlar, 24 rýran, 25 aðför. Lóðrétt: 1 kíkir, 2 mokað, 3 iðan, 4 þjór, 5 flíka, 6 aftra, 10 ámóta, 12 ask, 13 gil, 15 bútur, 16 eykur, 18 orlof, 19 nárar, 20 kaun, 21 læða. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Rf3 O-O 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. Be3 Rg4 8. Bg5 f6 9. Bh4 g5 10. Bg3 Rh6 11. d5 Rd7 12. Rd2 f5 13. exf5 Rf6 14. Rde4 Rxe4 15. Rxe4 Bxf5 16. Bd3 g4 17. O-O Kh8 18. He1 De7 19. Hc1 b6 20. b4 a5 21. a3 axb4 22. axb4 Bg6 23. c5 bxc5 24. bxc5 Ha5 25. De2 Ha4 26. Rc3 Bxd3 27. Dxd3 Hb4 28. cxd6 cxd6 29. He4 Hxe4 30. Rxe4 Rf5 31. Dd1 h5 32. h3 Bh6 33. Hc6 h4 34. hxg4 Staðan kom upp á öflugu alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir nokkru í Montreal. Franski stórmeistarinn Igor-Alexandre Nataf (2.534) hafði svart gegn bandaríska kollega sínum Varuzhan Akobian (2.610). 34… Rxg3! 35. fxg3 Be3+ 36. Kh2 Dh7! hót- ar riddaranum á e4 og opnar fyrir sóknarmöguleika á h-línunni. 37. Dc2 hxg3+ 38. Kxg3 Bg1! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Meistari að verki. Norður ♠KG9652 ♥876 ♦9 ♣ÁK8 Vestur Austur ♠ÁD87 ♠1043 ♥10542 ♥D3 ♦Á2 ♦G10764 ♣D32 ♣G94 Suður ♠-- ♥ÁKG9 ♦KD853 ♣10763 Suður spilar 3G. Jeff Meckstroth, sá bandaríski meistari, var við stýrið í 3G gegn tví- burabræðrunum bresku, Jason og Justin Hackett. Spilið er frá heimsleik- unum, sem nú standa yfir í Kína. Út kom hjarta upp í gaffalinn og Meckst- roth fór inn í borð á ♣Á til að spila ♦9. Tían frá austri, kóngur og ás. Vestur freistaðist nú til að spila aftur hjarta og suður fékk ódýran slag á ♥9. En meira þurfti til. Meckstorth fríaði laufið með kóng og öðru og vestur kom sér enn út á hjarta. Einhverju varð austur að henda og hann kaus að losa sig við þrist og fjarka í spaða. Sem virðist sak- laust, en þegar til kom reyndist dýrt að hanga á spaðatíunni. Meckstroth spil- aði litlum tígli og dúkkaði svo ♠10 þeg- ar austur reyndi að sleppa þar út. Í lok- in varð austur því að spila frá ♦G7 í gegnum ♦D8 sagnhafa. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er fullt af fólki sem vill taka þátt í þinni veröld. Þú getur ekki hleypt því öllu inn – er það? Vertu opinn fyrir öll- um og allt mun fara á besta veg. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fólki gæti fundist þú bara vera að slæpast, en þú ert tilbúinn í mikilræði við minnstu ögrun. Ef þú heyrir af góðu tæki- færi ertu stokkinn af stað. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það steðja að þér erfiðleikar – eða hvað? Það er svo erfitt að dæma um það. Hafðu vaðið fyrir neðan þig og vertu til í að kýla þá kalda um leið og þeir birtast. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ef þú ert smávegis öðruvísi en aðr- ir geturðu huggað þig við það að þú getur hjálpað öðrum að sjá hlutina í nýju ljósi. Hver vill líka vera eins og allir aðrir? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér finnst jafngaman að nota heilann og hverjum öðrum – en ekki til að leysa krossgátu heldur lífsgátuna. Hugsaðu minna, skemmtu þér meira. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Samræður þínar og vinna verða sí- fellt truflaðar af óvæntum og áríðandi verkum. Það gæti verið merki um að þú sért á rangri leið. Endurskoðaðu vinnu- áætlunina. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þótt þú sért mikið tískufrík og óður í nýjustu línuna ertu ekki til í að hrúgast á útsölu eða standa í röð. Þú ert svalur á því, alltaf flottastur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ástúðin sem þú finnur fyrir í garð einhvers hefur líkamleg áhrif á þig. Heilsan verður betri, skynfærin næmari og þú meira aðlaðandi í augum þín sjálfs og annarra. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Orkan er öll út og suður og allt virðist misheppnast. Ef þú tekur nokkra klukkutíma í að hreinsa til og skipuleggja kemurðu í veg fyrir að þú missir af mik- ilvægum smáatriðum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú neyðist til að sýnast við verk- efni sem þér finnst ekki henta þér. Það er furðulegt, en kannski bót í máli, að öðrum líður jafnilla og þér, ef ekki verr. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Viltu stofna fyrirtæki? Þú ert með góðar hugmyndir. Samræður við þína nánustu kynda undir hugmyndafluginu. Samvinna er líka góð fyrir sambönd. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Takmarkið er að öðlast hið svala sjálfsöryggi þeirra sem þú lítur upp til. Þú getur tamið þér hegðun sigurvegaranna með því að hætta að gagnrýna sjálfan þig. Stjörnuspá Holiday Mathis 12. október 1581 Vopnadómur var kveðinn upp á Patreksfirði. Samkvæmt honum áttu allir menn á Ís- landi að eiga vopn. Dómurinn komst aldrei í framkvæmd nema á Vestfjörðum. 12. október 1683 Sigurður Snorrason böðull fannst látinn í læk á Hvalfjarð- arströnd. Jón Hreggviðsson bóndi var grunaður um að hafa myrt Sigurð og var dæmdur fyrir það á Saurbæj- arþingi 5. nóvember. Jón komst af landi brott og var sýknaður í Hæstarétti árið 1715. Hann er ein lykil- persónan í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. 12. október 1918 Katla gaus eftir 58 ára hlé. „Ægilegur gufustrókur teygði sig lengra og lengra upp að fjallabaki og loks hljóp jökull- inn með eldgangi miklum, vatnsflóði og jöklaburði fram yfir Mýrdalssand til sjávar,“ segir í lýsingu Gísla Sveins- sonar sýslumanns. Gosið stóð í þrjár vikur. 12. október 1962 Kvikmyndin „79 af stöðinni“ var frumsýnd í Háskólabíói og Austurbæjarbíói í Reykjavík. Hún var gerð eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar. Í helstu hlutverkum voru Gunn- ar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Róbert Arnfinnsson. 12. október 1998 Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést, 64 ára að aldri. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði í útfararræðu að hún hefði vakið athygli „fyrir fág- un og persónutöfra“. Allir þjóðhöfðingjar Norðurlanda voru við útförina. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… ARNAR Guðlaugsson fagnar í dag sextugsafmæli sínu í kóngsins Kaupmannahöfn. Þangað fór hann ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Ásmundsdóttur, sl. þriðjudag. Sonur þeirra, Guðlaugur, býr í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann er atvinnumaður með handknattleiksliðinu FCK. Guðlaugur fagnaði einmitt þrítugsafmæli sínu í liðinni viku og tilefni heimsóknarinnar var þannig tvöfalt afmæli feðganna. Arnar hlær létt þegar hann er spurður hvernig tilfinningin sé að vera erlendis á þessum síðustu og verstu. „Maður bíður bara eftir að komast heim til að vita hvað er að gerast,“ segir hann, en tekur þó fram að þau geti að sjálfsögðu fylgst með málum á Íslandi í gegnum netið. Stórafmælinu var fagnað í gærkvöldi á veitingastaðnum Gertruds Kloster og Arnar tók fram að tíminn yrði látinn líða fram yfir mið- nætti svo þetta yrði alvöru. Arnar og Bergþóra hafa haft það gott í Kaupmannahöfn og meðal annars fylgst með lífvarðaskiptum við Amalienborg og skoðað sig um á Nýhöfn. „Svo fórum við að horfa á leik hjá Gulla. Þeir voru að spila við Ajax og unnu tiltölulega létt. Þetta var baráttan um Kaupmanna- höfn. Ajax er hitt liðið í Kaupmannahöfn í efstu deild hjá þeim hérna.“ Arnar og Bergþóra koma heim á morgun eftir að hafa eytt nokkr- um góðum dögum með fjölskyldu sinni í kóngsins Köben. sia@mbl.is Arnar Guðlaugsson er sextugur í dag Horfðu á soninn spila 7 8 6 1 3 3 9 2 8 2 3 4 7 1 9 4 6 3 9 5 2 7 3 8 1 9 2 6 5 2 4 9 Frumstig 1 5 6 8 3 1 3 2 1 4 6 2 3 5 3 1 2 6 8 6 2 8 4 5 7 8 4 9 7 2 5 3 Miðstig 4 9 5 5 9 8 2 6 5 6 7 8 8 6 4 5 9 7 1 8 3 6 3 8 4 1 5 7 Efstastig 5 8 1 9 7 3 6 2 4 3 2 7 8 4 6 5 1 9 9 4 6 2 5 1 7 3 8 1 7 3 4 9 8 2 6 5 4 9 5 6 1 2 3 8 7 2 6 8 7 3 5 9 4 1 8 3 9 5 6 4 1 7 2 6 5 4 1 2 7 8 9 3 7 1 2 3 8 9 4 5 6 Lausn síðustu Sudoki. 6 8 2 7 3 9 1 5 4 7 4 5 6 1 8 2 9 3 9 3 1 4 5 2 8 7 6 8 7 4 1 6 5 9 3 2 5 6 9 8 2 3 7 4 1 2 1 3 9 4 7 5 6 8 4 9 7 2 8 6 3 1 5 1 5 8 3 9 4 6 2 7 3 2 6 5 7 1 4 8 9 ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.