Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 45
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
ÞESSI LÖGGA
LÍTUR ÚT
FYRIR AÐ VERA
NOKKUÐ HÖRÐ
ÉG GÆTI BARIÐ
HANN EF HANN VÆRI
MEÐ AÐRA HÖNDINA
FYRIR AFTAN BAK
ÁTTU EKKI VIÐ AÐ
ÞÚ GÆTIR BARIÐ HANN
MEÐ AÐRA HÖNDINA Á
ÞÉR FYRIR AFTAN BAK?
AF HVERJU ÆTTI ÉG
AÐ VILJA SLÁST MEÐ
AÐRA HÖNDINA Á MÉR
FYRIR AFTAN BAK
REYK EÐA
REYKLAUST?
VINNUHUNDUR
FRÁBÆRT!
ÉG ÞARF SEM SAGT
AÐ EYÐA ÖLLUM
DEGINUM Í AÐ NUDDA
SAMAN TVEIMUR
SPÝTUM... EÐA
HAFA SUSHI
Í MATINN EINA
FERÐINA ENN
SLEPPTU!
SNATI!
SLEPPTU!
MAÐUR Á
ALDREI AÐ FÁ
SÉR GÆLUDÝR
SEM ER
STÆRRA EN
MAÐUR
SJÁLFUR
MARGRÉT,
ÉG GET SÆTT
MIG VIÐ
FRAMHJÁHALD...
EN AÐ ÞÚ
SOFIR HJÁ
SAMKEPPNINNI...
Velvakandi
FÓLK gengur um í þungum þönkum þessa dagana yfir ástandi þjóðarinnar
og hugsar sitt ráð. En á svona stundum þarf að beita bjartsýninni og horfa
á það sem fallegt er í kringum mann.
Morgunblaðið/Kristinn
Gönguferð í Hljómskálagarðinum
Afturgengnar mið-
aldir
FLJÓTLEGA eftir
landnám Íslands voru
þjóðinni sett lög, er
sennilega voru þau
manneskjulegustu
sem þekktust í Norð-
ur-Evrópu. Landinu
var skipt upp í goðorð
og voru goðarnir 36.
Goðarnir báru ábyrgð
á lögunum og sáu um
framkvæmd þeirra.
Þeir settu niður deil-
ur á sínu svæði, svör-
uðu fyrir og vörðu
þingmenn sína og sáu
um að dómum væri fullnægt. Hér
var vísir að lýðræði og voru lögin
enn bætt á 1000 ára aldamótunum.
Næstu 200 árin voru mjög frið-
söm á okkar unga landi. Síðan
skeður það að við flytjum inn
frumstæðan kapítalisma, sem Nor-
egskonungar brúkuðu og hinum
ungu höfðingjasonum á vestan- og
norðanverðu landinu þótti eft-
irsóknarverður. Auðugir menn
fóru að kaupa goðorð, völd og
áhrif í ströngu kapphlaupi við
kirkjuna. Á 13. öld voru lýðræð-
isáhrif horfin að mestu, goðorðin
komin á fáar hendur, framkvæmd
laganna og viðskiptasamböndin.
Kirkjan hlekkjaði fátæklingana í
bókstaflegri merkingu, við kirkju-
dyr, fyrir óhlýðni við yfirvöld
þessa heims og annars.
Þrátt fyrir það að friðsamir
menn reyndu að milda áhrif kapít-
alismans varð við ekkert ráðið og
Ísland tapaði sjálfstæði sínu. Nú
höfum við stórt
hundrað þingmanna
og aðstoðarmanna.
Meiri hluti þeirra
hverju sinni semur
lög og leggur fram.
Minni hlutinn er
áhrifalítill, situr og
fylgist með þing-
störfum þegar þeir
hafa tíma til. Allir
samþykktu þeir hins
vegar lög um eft-
irlaun þingmanna
sem eru í engu sam-
ræmi við eftirlaun
annarra landsmanna.
Þeir lofuðu að breyta
þessum lögum, en
bíða í reynd eftir því, að loforðið
gleymist í daganna önn, eða
drukkni í voveiflegum atburðum.
Það hefur nú gerst. Við höfum
misst fjárræði, efnahagslegt sjálf-
stæði eins og á miðöldum. Ætla
þingmenn enn að ganga á undan
með lélegt eftirdæmi? Vegna
sóknarinnar að Davíð vil ég segja
þetta: Ef Davíð á að víkja, hvað
þá með seðlabankastjórana?
Önnur spurning brennur á
vörum flestra Íslendinga: Ætlar
ríkisstjórnin að láta hina ungu for-
ingja í fjármálalífinu sleppa með
illan feng sinn og kaupréttarsamn-
inga?
Jóhannes Eiríksson
prentari.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Félagsstarf eldri borgara
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur í kvöld kl. 20 danshljómsveitin
Klassík leikur fyrir dansi. Námskeið í
framsögn, upplestri og leikrænni tján-
ingu, grunnatriði, er fyrirhugað, síðustu
skráningardagar s. 588-2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. 13.
október kl. 7.30 er Vilborg Dagbjartsd.
gestur, pottakaffi í Breiðholtslaug, upp-
haf viðburða sem verða í Breiðholti á
næstunni af þessu tilefni. S. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Mánudagur:
bókband, leikfimi og framhaldssagan.
Hæðargarður 31 | Ókeypis tölvuleið-
beiningar mánudaga og miðvikudaga kl.
13. Skapandi skrif mánudag kl. 16. Ætt-
fræði þriðjudag kl. 16. Rekstrasjón verð-
ur sunnudaginn 19. október kl. 15. Hljóm-
sveit Hjördísar Geirs. Rúllugjald kr.
1000.- Uppl í síma 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Æfingar fyrir sýn-
ingar í Kópavogsskóla á þriðjud. kl.
14.30-16.00. Á miðvikud. alm. hóp-
dansar í Lindaskóla kl. 15-16.20 og ringó
í Snælandsskóla kl. 19-20. Á fimmtud.
línudans kl. 16.30-18 í Húnabúð. Uppl. í
síma: 564-1490, 554-2780 og 554-5330.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga á morgun
kl. 10 frá Egilshöll.
Korpúlfsstaðir, vinnustofur | Búta-
saumur annan hvern mánudag kl. 13-16
(á morgun)
Vitatorg, félagsmiðstöð | Haustfagn-
aður verður fimmtud. 16. október og er
hann öllum opin fólki á öllum aldri. Mat-
ur, skemmtikraftar og dans við undirleik
Vitatorgsbandsins. Húsið opnar kl. 17.
Uppl. í síma 411-9450.