Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 32

Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 32
32 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fjár-mála-kreppan er alþjóðleg kreppa. Hnattvæðingin hefur ýtt undir áhrif hennar. Það, sem byrjaði sem fjármála- kreppa vegna undirmálslána í Bandaríkjunum, hefur haft áhrif um allan heim. Ísland verður einna verst úti vegna þess að bankageirinn var svo alþjóðavæddur og fyrir vikið berskjaldaður fyrir slíku áfalli. Alþjóðlegur gjaldmiðill til að styðja við hann eða al- þjóðlegar aðgerðir til að koma honum til bjargar voru hins vegar ekki fyrir hendi. Aðgerðir ríkja heims til að bregðast við fjármálakrepp- unni bera lítinn vott um al- þjóðlega samstöðu; hver virð- ist vera sjálfum sér næstur og ríki skeyta lítið um það hvern- ig aðgerðir þeirra kunna að bitna á nágrönnunum. Þó liggur í augum uppi að til að bregðast við alþjóðlegri kreppu þarf alþjóðlegt sam- starf. Nú er rætt um leiðir til slíks á ársfundi Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins vestur í Washington. Dominique Strauss-Kahn, for- stjóri IMF, hefur réttilega bent á að engar heimatilbúnar lausnir eru til á hnattrænni kreppu. Ríki heims verða að starfa saman, tala saman og samræma aðgerðir sínar til að komast út úr vandanum. Nú er ekki tíminn fyrir vernd- arstefnu eða efnahagslega þjóðernisstefnu. Vaxandi vilji er fyrir því innan stjórnarflokkanna hér á Íslandi að leita á náðir Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð til að komast út úr bankakreppunni, eins og Morg- unblaðið sagði frá í gær. Það væri engin skömm að því að leita að- stoðar hjá IMF. Sumar yfirlýsingar stjórn- málamanna benda til að þeim þætti það vont fyrir þjóðar- stoltið að leita á náðir sjóðs- ins, af því að Ísland væri fyrsta vestræna ríkið áratug- um saman, sem bæði hann um aðstoð. En Ísland er líka fyrsta vestræna ríkið áratugum sam- an sem lendir í jafnalvarlegri fjármálakreppu og gjaldmið- ilskreppu. Hlutverk Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins er að hjálpa ríkjum í slíkum vanda. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra hefur réttilega sagt að skoða þurfi vel skilyrði IMF fyrir slíkri aðstoð. Í ljósi sögunnar má telja líklegt að sjóðurinn setti skilyrði um harðan aga í ríkisfjármálum og peningamálum og að mark- aðslausnir verði innleiddar í geirum samfélagsins, þar sem miðstýring hefur verið alls- ráðandi, til dæmis í landbún- aðarmálum, menntamálum og heilbrigðismálum. Til lengri tíma litið er þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr leiðin sem við þurfum hvort sem er að fara. Hitt er meiri spurning, hvort skilyrði sjóðsins sam- rýmdust þeirri stefnu til skemmri tíma að nýta ríkis- sjóð til að hjálpa fólki sem nú á í erfiðleikum vegna atvinnu- missis, tapaðs sparnaðar eða þungrar greiðslubyrði af lán- um. Telja má víst að flestir Ís- lendingar telji slíka aðstoð nú vera forgangsatriði. Það væri engin skömm að því að leita til IMF um aðstoð} Stolt eða samvinna? K aldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig til að verðmæt þjóð- areign – sem ráðamenn bók- staflega gleymdu að taka með í reikninginn á sínum tíma – er nú komin í eigu fólksins í landinu á nýjan leik. Listaverkasöfn Landsbankans og Kaupþings runnu óvart úr höndum ríkisins við einkavæð- ingu bankanna, rétt eins og sú menningar- arfleifð, sem bankarnir höfðu safnað í gegnum tíðina, væri eitt óhreinu barnanna hennar Evu. Þótt auðvitað hafi engan órað fyrir því að ríkið myndi aftur eignast þennan sögulega fjársjóð með þeim hætti sem raun ber vitni, er auðvitað eftir því tekið. Ekki síst þar sem svo virðist sem bankarnir, á meðan þeir voru einkareknir, hafi með sívax- andi þunga gert sér grein fyrir mikilvægi þess að rækta þennan arf. Báðir hafa hlúð að „kaupbætinum“ með því að fá sérfræðinga til að skrásetja og huga að safneigninni. Báðir hafa sömuleiðis keypt verk til að efla eignina – hafa sem sagt ávaxtað þetta „ódýra“ innlegg þjóðarinnar með ágætum. Vera má að einhverjum þyki slíkur arfur skipta litlu máli á tímum eins og þeim sem fólk hefur verið að upplifa síðustu daga. Sagan hefur þó kennt okkur að það eru ein- mitt fjársjóðir á borð við þennan sem vega þungt á vog- arskálum verðmæta framtíðarinnar. Annars vegar vegna þess að menningu – sem hugmyndafræðilega upplifun eða þátt í sjálfsmynd samfélags – er ekki hægt að taka frá fólki. Hins vegar vegna þess að jafnvel þótt gengi flestra verðmæta í heiminum hrynji þá helst „listaverkavísitalan“ ótrúlega stöðug. Þeir sem fjárfestu í myndlist með aðstoð góðra myndlistarmiðlara á tímum þegar aðrar fjárfestingar gáfu miklu meiri arð, geta nú prísað sig sæla með sinn höfuðstól. Það er ekki lítils virði í heimskreppu á borð við þá sem nú krælir á sér og sannar enn og aftur hversu verðmætamat getur verið afstætt þeg- ar aurum er stillt upp andspænis list. Þessum endurheimta höfuðstól þarf vita- skuld að tryggja öruggt skjól í framtíðinni. Listasafn Íslands, höfuðsafn íslenskrar mynd- listar, á að fá þessa eign afhenta til varðveislu sem allra fyrst. Þar er sérfræðiþekkingin til staðar og það faglega umhverfi sem verk- unum hæfir. Í raun allt nema nægilega rúm- góður vettvangur til að sýna verkin og varðveita þau. Listasafn Íslands býr við gríðarlega þröngan húsnæð- iskost og hefur í raun lítil tök á því að vera með góða yf- irlitssýningu á íslenskri myndlist í gangi allan ársins hring – eins og þó er vænst af því. Efling Listasafnsins með þessum stóru almenningssöfnum, sem endurheimt- ust fyrir tilstilli kreppunnar nú, liggur svo beint við að það er ekki hægt að horfa framhjá því. Né heldur nauð- syn þess að skapa safninu stærri sýningarvettvang. Í því myndi felast ákaflega heilbrigt endurmat á þeim gildum sem ráðið hafa ríkjum í samfélaginu undanfarin ár. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Höfuðstóllinn endurheimtur Uppsagnir gætu leyst mannekluvanda FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Á rúmum mánuði hefur börnum á biðlista eftir plássi á frístundaheim- ilum borgarinnar fækk- að um þúsund. Eru nú um 500 börn á listanum en til þess að útrýma biðlistanum öllum þarf að ráða 44 starfsmenn í 50% starf. Engir biðlistar eru í skólum miðbæjarins og í Hlíðahverfi en ástandið er einna verst í úthverfunum, þá sérstaklega í Grafarholtinu þar sem róðurinn hefur verið þyngstur undanfarin ár. Háskólanemar sækja í starfið Líklegustu skýringarnar á því eru að þar býr mikið af ungum fjöl- skyldum sem eru að koma yfir sig húsnæði og þurfa að vinna mikið og krefjast því meiri vistunarþjónustu en ella. Þar til nýlega, er stúd- entagarðar voru byggðir í hverfinu, var lítið um háskólanema í holtinu en þeir skipa stóran hluta starfsfólks frí- stundaheimilanna. Ásókn há- skólanema í starfið, þá einkum nem- enda við Háskóla Íslands, sl. ár þykir líka skýra hví betur hefur gengið að manna stöður í Vesturbænum en oft áður. Soffía Pálsdóttir, skrif- stofustjóri tómstundamála hjá ÍTR, segist m.a.s. eiga von á því að á næstu tveimur vikum verði búið að útrýma öllum biðlistum þar. Sextán sóttu um eina stöðu Til að fjölga starfsfólki hafa verið farnar hefðbundnar leiðir, líkt og að auglýsa í blöðum og hengja upp aug- lýsingar víðs vegar um borgina, en einnig hefur verið brugðið á það ráð að taka upp samráðningar. Í því felst að hefðbundin störf innan grunnskól- anna, líkt og störf skólaliða og stuðn- ingsfólks, eru samtvinnuð starfi frí- stundaheimilanna og hafa 16 manns verið ráðnir til skólanna á slíkum samningum. Spurð hvort fjöldi uppsagna síð- ustu daga muni breyta stöðunni segir Soffía vel mögulegt að staðan verði gjörbreytt í komandi viku. Hún segir forstöðumenn frístundaheimilanna hafa sagt sér að starfsumsóknum hafi fjölgað síðustu dagana. Nýlega hafi verið auglýst eftir aðstoðarumsjón- armanni á einu heimilanna og sóttu 16 manns um starfið, þar af 12 með háskólamenntun. Vangaveltur eru nú uppi meðal starfsmanna ÍTR hvort þeir foreldrar sem misst hafi vinnuna kjósi að vera heima um hríð með barnið og taki því nafn þess af biðlistanum. Soffía segir engar umsóknir um vistun hafa verið dregnar til baka en gerst hafi að fólk hafi hringt í ÍTR til að kanna málin. Hún segir að auðvitað sé best fyrir börnin að fá að vera sem mest með foreldrum sínum en hins vegar þurfi þau, í því óvissuástandi sem nú ríkir, ákveðinn öryggisramma. Í starfi frí- stundaheimilanna sé nú lögð mikil áhersla á að skapast festu, kyrrð og ró í kringum börnin. Mikilvægt að halda ró og breyta ekki út frá venjum Aðspurð segir Soffía að í vikunni verði haldnir fundir með stjórn- endum frístundaheimilanna þar sem fjallað verði um hvernig haga eigi starfinu í efnahagsþrengingunum og hvernig starfsmönnum beri að svara spurningum og takast á við vanga- veltur og áhyggjur barnanna af ástandinu. Hún segir að þegar liggi fyrir viðbragðsáætlun er taki til slysa og áfalla og verði unnið með hana til hliðsjónar. Mikið grundvallaratriði sé að allir haldi ró sinni og breyti ekki út frá venjum. „Við erum sjálf að átta okkur á því hvernig við eigum að tækla þetta og þetta hefur meiri áhrif á börnin en maður gerir sér grein fyr- ir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikið saman Í byrjun septembermánaðar voru um 1.500 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum en nú standa nöfn 500 barna á listanum. HRÖNN Marinósdóttir er móðir stúlku í 2. bekk Vesturbæjarskóla sem er á biðlista eftir plássi á frí- stundaheimilinu Skýjaborgum. Síð- ast þegar hún og maður hennar fengu upplýsingar um stöðu mála voru 27 börn á biðlista og var dóttir þeirra númer 18. Var þeim sagt að tvo starfsmenn þyrfti í viðbót til að vandamálið yrði úr sögunni. Hrönn segir þetta valda því að í skipulagningu hvers dags felist meira púsluspil en áður. Hjónin þurfi að skiptast á að fara fyrr heim úr vinnu auk þess sem ættingjar og vinir hafa verið fengnir til að hlaupa undir bagga. Hrönn segir að í byrjun hausts hafi foreldrar nokkurra barna í bekknum tekið sig saman og skipst á að ná í hóp barna eftir skóla en það fyrirkomulag gangi ekki leng- ur þar sem meirihluti barnanna er nú kominn með pláss á Skýjaborg- um. Hrönn segir dóttur sína ekki vera ánægða með ástandið og svona rót sé ekki gott til lengdar. ER NR. 18 Á BIÐLISTA ›› 15. október, 1978: „Lúðvík Jós- epsson gaf athyglisverða yfirlýs- ingu í viðtali við Morgunblaðið sl. þriðjudag. Hann sagði: „það er al- veg augljóst, að ríkisstjórninni láð- ist að leita eftir samkomulagi við sína stuðningsflokka um meg- instefnuna í fjárlagafrumvarpinu. Þegar Morgunblaðið bar þessa kvörtun Lúðvíks Jósepssonar und- ir Ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra sagði hann: „Ég tel nú að það sé hinna einstöku ráðherra að hafa samband við sína stuðnings- flokka.“ Þetta er auðvitað alveg rétt hjá Ólafi Jóhannessyni og þá verður jafnframt ljóst, að gagnrýni Lúðvíks er beint að ráðherrum Al- þýðubandalagsins í núverandi rík- isstjórn.“ . . . . . . . . . . 16. október, 1988: „Efnahagsvandi þjóðarinnar er margþættur. Hér verður vikið að fjórum þáttum, ná- skyldum. Í fyrsta lagi við- skiptahalla við umheiminn, það er þjóðareyðslu umfram þjóðartekjur. Í annan stað erlendum skuldum, en þeirra vegna hefur flutzt lang- leiðina í fimmtungur útflutnings- tekna úr landi sem afborganir og vextir. Í þriðja lagi milljarða rík- issjóðshalla, sem eykur á þenslu verðbógu – og er raunar hluti við- skiptahallans og hinnar erlendu skuldasöfnunar. Og síðast en ekki sízt ónógum innlendum pen- ingasparnaði, sem gerir atvinnu- vegi okkar og ríkisbúskap háðari erlendu lánsfjármagni – erlendum sparnaði – en vera þyrfti. Á síð- asta áratug og fyrstu árum líðandi áratugar brann sparifé lands- manna á báli verðbólgunnar, óverðtryggt og á neikvæðum vöxt- um. Fólk, sem hafði frestað eyðslu og lagt fyrir fjármuni til síðari tíma, í trausti á stjórn peninga- mála í landinu og bankakerfið, stóð uppi með verðlausa peninga í höndunum. Í kjölfar þeirra óskapa hrundi innlendur peningasparn- aður. Atvinnugreinar og rík- isbúskapur beindu lánsfjárþörf sinni í vaxandi mæli út fyrir land- steina, enda innlent lánsfjár- framboð nánast ekkert.“ Úr gömlum l e iðurum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.