Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 1
Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að ríkið höfði mál á hendur breska ríkinu, fyrir að hafa keyrt Kaupþing Singer & Friedland- er í þrot, með því að ráðast inn í bankann. „Ég tel að á síðustu metr- unum hafi það verið aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins sem urðu þess- um banka að falli, því miður,“ segir Geir í samtali við Morgunblaðið í dag. Fram kemur í máli forsætisráð- herra að hann telur að gera þurfi Verðum öflugri þjóð  Forsætisráðherra útilokar ekki málsókn á hendur Bretum  Telur nauðsynlegt að hvítbók verði gerð um bankakreppuna Morgunblaðið/Golli Annir Geir H. Haarde hefur átt annríkt undanfarna daga. Hann hefur verið með daglega blaðamannafundi fyrir innlenda og erlenda fréttamenn. gagngerar breytingar á ýmsum reglum viðskiptalífsins og setja þurfi mjög skýrar reglur um eignarhald og krosseignarhald. Reglurnar þurfi að vera hnitmiðaðar og veita við- skiptalífinu það aðhald sem nauðsyn krefji. Geir telur einnig að herða beri við- urlög við brotum, sem Fjármálaeft- irlitið og Samkeppniseftirlitið komist á snoðir um. Hann segir að nauðsyn- legt sé að farið verði ofan í saumana á bankamálum undanfarinna ára. Komi fram í slíkri rannsókn að menn hafi gerst brotlegir við lög, þurfi við- komandi að sæta ábyrgð. | 10 S U N N U D A G U R 1 2. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 279. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu >> 47NUNNURNAR OG NÆRFÖTIN VERSLUN HVER GETUR LÆKNAÐ KRAMIÐ HJARTA? MENNING Í Rússlandi líta Pútín forsætisráð- herra og aðrir ráðamenn svo á að nú sé tíminn til að kaupa eignir ódýrt og nota yfirstandandi fjár- málakreppu til að verða öflugt veldi í hinu alþjóðlega hagkerfi. Nú geta Rússar orðið öflugir Fjármálaráðherra Bretlands setti allt á annan endann á miðvikudag þegar hann sagði að íslenska ríkið ætlaði ekki að standa við skuldbind- ingar sínar í Bretlandi. Hver er hann, þessi Darling? Henni er stundum kennt um eða þakkað að Sarah Palin varafor- setaefni repúblikana hefur hríð- fallið í áliti. Katie Couric á langan fréttamannsferil að baki. Harðari en hún lít- ur út fyrir að vera VIKUSPEGILL Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is EKKI hefur verið mikil ásókn í geðdeild Landspít- alans undanfarna daga, að sögn Elsu Báru Trausta- dóttur sálfræðings, þó að einn og einn komi með áhyggjur vegna erfiðrar stöðu. „Það er engin holskefla, enda er fólk úrræðagott og kann ýmis bjargráð. Flestir hafa mætt áföllum fyrr í lífinu og kunna að takast á við erfiðleika. Ég á alveg eins von á því að afleiðingarnar komi ekki strax fram, en þær geta komið fram seinna, jafnvel þegar allt er orðið gott aftur.“ að koma blóðinu á hreyfingu og fá ferskt loft.“ Og ekki má gleyma björtum hliðum tilverunnar. „Fólk er upptekið af því sem farið hefur úrskeiðis, en verum meðvituð um allt sem við höfum, hugum að heilsunni og okkar nánustu og áttum okkur á því að við höfum þak yfir höfuðið og munum ekki deyja úr hungri á Íslandi. Margir úti í heimi eru verr staddir. Og Íslendingar hafa lifað miklu verri tíma en þetta, móðuharðindin og plágur; konur ólu fimm- tán börn og komu aðeins fjórum á legg – og það fólk er lifandi! Við eigum að bera virðingu fyrir því.“ Engin holskefla á geðdeild  Ekki mikil ásókn í geðdeild Landspítalans  Fólk sæki stuðning ef það finnur til vonleysis og tilgangs- leysis  Mikilvægast að fólk haldi venjubundnu lífsmynstri  Íslendingar hafa lifað miklu verri tíma  Börnin hafa bara vaxið | 28 Ef fólk finnur fyrir vonleysi og tilgangsleysi, seg- ir Elsa að það eigi óhikað að ræða við fólkið í kring- um sig, fjölskyldu, vini eða leita til heilbrigðiskerf- isins. „Það er merkið um að við eigum að sækja okkur stuðning.“ Mikilvægast er að fólk haldi sama lífsmynstri, einkum svefnvenjum. „Svo þarf fólk að borða reglu- lega, jafnvel þó að það hafi ekki matarlyst, og hafa smábita við höndina, sem gefa næringu. Það eykur kvíða og depurð ef mataræðinu er ekki sinnt.“ Það skiptir máli að vera í tengslum við fólkið sitt, vera með því og tala við það. „Og fólk á hreyfa sig, fara í stutta göngutúra og synda. Þó ekki væri nema Framtíð Á mörgu er að byggja, þó að fjármálakreppa sé á Fróni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.