Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 35 UMRÆÐAN Vertu viðbúin(n) vetrinum Glæsilegt sérblað tileinkað vetrinum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. október. • Utanlandsferðir yfir vetrartímann. • Skemmtileg afþreying innanlands. • Vetraríþróttir - góð hreyfing og útivera. • Hvað má gera sér til skemmtunar í vetur, leikhús fleira. • Teppi, kerti, bækur og annað hlýlegt. • Haustskreytingar. Meðal efnis er: • Skemmtilegir og kósý hlutir fyrir heimilið. • Matarboð á veturna. • Hvernig má verjast kvefi og öðrum leiðindakvillum sem fylgja vetrinum. • Bíllinn í vetrarbúning. • Góð og hlý föt fyrir alla aldurshópa. • Andleg heilsa. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. HÖFUNDUR þessa pistils hefur marglýst yfir þeirri skoðun sinni, að ráðstjórnarmenn- irnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson muni fá harðari dóma sagnfræðinga fram- tíðar en nokkrir aðrir ráðamenn þjóðarinnar að undanskildum Jör- undi hundadagakon- ungi og Danastjórn miðalda. Nú er að því komið að undanskilja ekki hina tvo síðast- nefndu. Menn mæla hver upp í annan, að nú sé ekki rétti tíminn að finna sökudólga. Fram- sóknarmenn japla á því eins og beljur á frosnum næpum að ekki megi horfa í baksýnisspegilinn, heldur beint fram. Á því ætlar þeim að verða hált eins og fleirum. Allir, sem augu hafa opin, gera sér grein fyrir að vandamál íslenzku þjóðarinnar nú eru arfleifð stjórnar þessara tveggja manna, sem færðu ævintýramönnum ríkisbankana á silf- urfati. Mönnunum, sem litlu munaði að tækist að kollsigla íslenzku þjóð- arskútunni. Þeirra vegna mun það taka þjóðina ófá ár að endurheimta æru sína á öðrum löndum. Gefins að kalla afhentu ráðstjórn- armenn einkavinum lungann úr ver- aldlegri auðlegð almennings: Fiski- miðin fyrst og síðan Síldarverksmiðjur ríkisins, bankana, Landssímann og Íslenzka að- alverktaka sem kannski er ljótasta dæmið. Síldarverksmiðjurnar voru ekki seldar hæst- bjóðanda heldur einka- vinum fyrir einn þriðja af eigin fé þeirra, eins og það var skráð, en í raun fyrir hálfvirði nýjustu verksmiðjunnar á Seyð- isfirði. Forsætisráðherrann þáverandi marglýsti því yfir að Landsbankinn yrði seldur dreifðri sölu. Það var svikið og brugg- urum frá Pétursborg seldur fyrir lægri tölu en sem birtar voru lengi vel sem ársfjórðungs- legur gróði af rekstri bankans. (Nú er því fagnað, að 1700 málverk Landsbankans séu aftur komin í eigu þjóð- arinnar. Þau voru aldrei seld, heldur gefin með bankanum sem kaup- bætir – „rabatt“.) Við sölu Landsbankans notuðu framsóknarrummungar tækifærið og létu selja sér hlutabréf bankans í Vá- tryggingarfélagi Íslands með a.m.k. 5 – fimm – milljarða afslætti. Seldu síð- an þrem árum síðar með 25 – tutt- uguogfimm – milljarða króna ágóða. Miðað við annað í einkavæðingunni er óhætt að fullyrða að í sölu Lands- símans hafi ekki verið heil brú. Það var utanríkisráðherrann, Hall- dór Ásgrímsson, sem seldi sjálfum sér og vinum sínum Íslenzka að- alverktaka. M.a.s. formanni Einka- væðingarnefndar, Jóni Sveinssyni. Söluverð 3,2 milljarðar. Sama mun hafa verið uppi á teningnum með lóð- ir í Blikastaðalandi og stórvirkar vinnuvélar á Keflavíkurvelli og mál- verkin í Landsbanka. Það góss virðist hafa verið afhent sem kaupuppbót. Eigi alls fyrir löngu fréttist af sölu lóða í Blikastaðalandi. Morgunblaðið skýrði svo frá, að ekki fengist upp- gefið söluverð, en menn gerðu ráð fyrir að það hefði numið 16-18 millj- örðum. En það á ekki að finna sökudólga. Framsóknarmafían á að fá að njóta ávaxta erfiðis síns við að hramsa til sín auðæfi. Finnur, Helgi S., Halldór, Þórólfur og co. eiga að vera velkomn- ir að sjálftöku sinni. Og nú blasir við arfleifð ráðstjórn- arherranna, Halldórs og Davíðs, og menn trúa ekki sínum eigin augum. Það eru meinleg örlög, að öðrum þeirra virðist enn haldast uppi að hræra í pottum ríkisvaldsins að vild sinni, en réttir valdhafar horfa á að- gerðalausir, sárir og ákaflega móðir. Arfleifðin Sverrir Her- mannsson fjallar um sölu ríkisfyr- irtækja Sverrir Hermannsson» Og nú blasir við arfleifð ráðstjórn- arherranna, Halldórs og Davíðs, og menn trúa ekki sínum eigin augum. Höfundur er fv. bankastjóri Landsbanka Íslands. „CARRY trade“ er nafn á ákveðinni teg- und viðskipta. Þetta hugtak er ekki mikið kynnt í íslenskum fjármálablöðum, samt er Ísland, miðað við höfðatölu, lang-, lang- stærsta „Carry trade“-landið í heim- inum. Ástæða þess að fjölmiðlarnir kynna okkur Íslend- ingum ekki þetta hugtak er að „Carry trade“ hefur á sér slæmt orð. „Carry trade“ gefur af sér, að því er virðist, gífurlegan hagnað í fyrstu, en endar svo alltaf í gjald- þroti og hörmungum. Þetta vita all- ir fjármálamenn. „Carry trade“ fer þannig fram að tekin eru lán í lönd- um með nánast enga vexti, t.d. í Japan, og flutt til hávaxtalanda eins og Íslands. Mikil þensla og skuld- setning verður í landinu. Hið mikla fjármagn sem streymir til landsins gerir það að verkum að verð á hlutabréfum og húseignum hækk- ar, þótt þetta séu að mestu leyti sömu eignirnar og voru fyrir. Um síðir gerist það í hinu skuldsetna landi þar sem peningunum hefur verið dælt inn að gengið tekur að falla um leið og gengið styrkist í lánveitendalandinu. (Sjá you- tube.com/ watch?v=JjglR2KYz5o&feat- ure=related) Fjármagnið er sogað tilbaka út úr landinu, lánin falla, samtímis hefur orðið verðfall á eignunum, þær duga ekki á móti skuldunum, ægilegar hörmungar ganga yfir landið. Þetta gerist reglulega, þó sérstaklega í löndum þar sem lítil reynsla er af bankamálum. En nú fer ég að koma að efninu. Hið stórkostlega við bankaviðskipti í dag er að það er hægt að græða á tapinu líka. Þegar staða bankanna er orðin vonlaus er til dæmis hægt að framkalla gengisfellingu til þess að fá gengishagnað líkt og íslensku bankarnir hafa gert undanfarið ár. Annað sem hægt er að gera í and- látsferlinu er að taka svokallaða skortstöðu gegn hávaxtagjaldmiðl- inum. Veðjað er á að gengið muni falla. Vandamálið er að þegar and- látsferlið er tiltölulega langt komið, eins og hjá íslensku bönkunum að undanförnu, þá er allur heimurinn sannfærður um að gengið muni falla og allir vilja taka skortstöðu gegn hávaxtagjaldmiðlinum. En ekki er hægt að taka skortstöðu gegn krón- unni nema einhver mótaðili finnist sem er tilbúinn til að veðja jafnmiklu á móti að gengi krónunnar muni styrkjast. Vogunar- sjóðir stóðu í biðröðum eftir að fá að taka skortstöðu gegn krón- unni, en enginn heil- vita Íslendingur sem átti peninginn sjálfur vildi veðja á móti, að gengið myndi styrkjast, þegar búið var að spá að bankarnir myndu lenda í kröggum. En íslensku bank- ana vantaði sárlega skortstöð- ugróða, eða umboðslaun fyrir að miðla skortstöðusamningi (það eru íslensku bankarnir sem taka út og miðla skortstöðum gegn Íslandi). Eina færa leiðin til þess að finna fjármagn til þess að veðja á móti (þ.e. að krónan myndi styrkjast) væri að véla út almannafé til þess. Víkur nú sögunni annað. Maður er nefndur Bjarni Ármannsson. Hann er fjármálamaður og sérhæfir sig í að sölsa undir sig almannafé. Þegar hann var bankastjóri Íslandsbanka tókst honum að ná til sín persónu- lega miklum auðæfum. Næst tókst honum að ná til sín geysimiklu al- mannafé úr fæðingarorlofssjóði. Síðan varð hann höfuðpaurinn í mesta hneykslismáli seinni ára sem leiddi til falls borgarstjórnar Reykjavíkur, nefnilega REI- málinu. Þar tókst honum næstum því að ná til sín orkuauðlindum þjóðarinnar með einokunarsamn- ingum. En spillingin komst í há- mæli og þjóðin vissi ekki betur en að Bjarni væri fluttur utan. En, nei. Þorsteinn Már Baldvinsson og Lár- us Welding laumuðu Bjarna inn í Almenna lífeyrissjóðinn; settu minkinn mitt í langstærsta hænsnabúið. Meðan Bjarni hefur verið í stjórn lífeyrissjóðsins hefur einmitt verið tekin skortstaða með gengishækkun íslensku krónunnar. Það þýðir að allur gengishagnaður af hinni geigvænlegu gengisfellingu undanfarinna vikna rennur ekki til lífeyrissjóðanna heldur til bankans. Ef Almenni lífeyrissjóðurinn á einn milljarð dala þá hefði sjóðurinn þar átt 60 milljarða íslenska króna virði fyrir ári. Eftir gengisfellinguna núna þá ætti sjóðurinn að eiga í krafti þessa milljarðs dollara 110 milljarða íslenskra króna. En nú er búið að búa svo um hnútana að líf- eyrissjóðurinn á bara áfram 60 milljarða en bankinn (eða e.t.v. kaupandi hans af skortstöðunni) hefur fengið 50 milljarða geng- ishagnaðinn. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að atburðir liðinna daga eru meðvitað framkallaðir. Þess ber að geta að skortstaða gegn íslensku krónunni hefði stuðl- að að áhættudreifingu, þá hefðu verðmætabreytingarnar á íslensku og erlendu eignunum hreyfst í gagnstæðar áttir, en skortstaða með styrkingu íslensku krónunnar magnar hreyfingarnar í sömu átt fyrir íslenskar og erlendar eignir. Það er því ekki áhættudreifing og í raun ólöglegt fyrir lífeyrissjóði. Kæri lesandi. Sagt er að framtíð Ís- lands sé björt, við eigum bæði orku- auðlindir og auðlindir í hafinu. Hins vegar gleymist að við eigum ekki lengur fiskinn, og nýlega tókst næstum því að stela orkuauðlind- unum. Vegna þess að siðferðisþreki þjóðarinnar er ábótavant og skoð- anamyndun stýrt af fjölmiðlum í eigu auðmanna, þá munum við ekki bera gæfu til þess að nýta auðlind- irnar til almannaheilla líkt og Norð- mönnum hefur tekist. Bjarni Ármannsson og Almenni lífeyrissjóðurinn Andrés Magnússon skrifar um efna- hagsmál » Bjarni Ármannsson situr í stjórn Al- menna lífeyrissjóðsins fyrir Glitni. Tekin hefur verið skortstaða sem færir gífurleg auðæfi frá sjóðnum til bankans. Höfundur er læknir. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugrein- ar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.