Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Frá því Katie Couric fékksinn eigin þátt fyrirtveimur árum á CBS-sjónvarpsstöðinni, CBS Evening News with Katie Couric, þar sem hún er bæði fréttaþulur og ritstjóri hefur áhorf verið undir væntingum og raunar dvínandi til skamms tíma. Það út af fyrir sig hefur þótt fréttnæmt, rétt eins og þegar hún, fyrst kvenna, var ráðin til að stjórna eigin fréttaþætti á einni af þremur stærstu sjónvarps- stöðvum Bandaríkjanna. Þótt látið hafi verið í veðri vaka að framtíð Couric og þáttarins væri í húfi kveður nú við allt ann- an tón. Katie Couric er á hvers manns vörum og frammistaða hennar lofuð í hástert. Hún þykir fara á slíkum kostum í umfjöllun sinni og viðtölum í tengslum við forsetakosningarnar 2008 að sumir velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort úrslitin séu undir henni kom- in. Einkum eftir að hún tók Söru Palin, ríkisstjóra Alaska og vara- forsetaframbjóðanda Repúblik- anaflokksins, í nefið undir lok síð- asta mánaðar; afhjúpaði fávísi hennar og vanhæfni. Að vísu segja gárungarnir að til þess hafi svo- sem ekki þurft sérstaka snilligáfu. Hvað sem því líður lét hún Palin ekki komast upp með að víkja sér undan spurningunum, spurði ein- faldlega aftur og aftur – og aftur þegar frambjóðandinn svaraði út í hött eða flækti málin í innantómu orðskrúði. Því miður fyrir CBS var áhorfið samt ekki í samræmi við allt um- talið sem þátturinn vakti, endalaus viðtöl og vangaveltur um viðtalið, endursýningar og skopstælingar á CNN, YouTube og fleiri miðlum auk þess sem grínleikkonan Tina Fay fékk enn einu sinni tækifæri til að bregða sér í gervi Söru Palin í Saturday Night Live á NBC. Ábyggilega versta vika Palin frá því hún bauð sig fram sem vara- forseti og besta vika Couric hjá CBS. Stundum er eins og eins dauði sé annars brauð. „Í rauninni hef ég aldrei misst trú á hæfileikum mínum, sem ég held að séu býsna undursamlegir,“ sagði Couric við The New York Times eftir að góður rómur hafði hvarvetna verið gerður að umfjöll- un hennar um kosningabaráttuna. „Ég hafði í rauninni ekki mikið svigrúm til að gera það sem ég skara fram úr í, sem er að tala við fólk og taka viðtöl,“ bætti hún við. Fréttamaður á ofurlaunum Íslendingar þekkja Katie Couric helst úr 60 mínútum þar sem hún hefur verið í hópi harðsnúinna og gamalreyndra fréttamanna síðan hún réð sig til CBS í september 2006. Þar á bæ kynnir hún líka sérstaka fréttaþætti á kjörtíma, CBS News primetime specials. Hún býður af sér góðan þokka, en lítur ekki beinlínis út fyrir að vera til stórræðanna, litfríð og ljóshærð með blá sakleysisleg augu, breitt bros og skjannahvítar tennur, grönn og ungleg fyrir sín ríflega fimmtíu ár. Eins og jafnan þegar kona á í hlut er útliti hennar mikill gaumur gefinn, stutt pils og fagrir fótleggir hafa því orðið til- efni til margra ummæla á netinu. Couric hefur fengið margar rósir í hnappagatið fyrir störf sín í meira en aldarfjórðung sem dag- skrárgerðar- og fréttamaður og er núna talin sá hæstlaunaði með 15 milljónir dollara á ári. Hún hefur tekið ógrynni viðtala við innlenda sem erlenda stjórnmálamenn; fyrr- verandi og sitjandi forseta, for- sætisráðherra, forsetaframbjóð- endur, t.d. tók hún fyrsta sjónvarpsviðtalið við Hillary Clin- ton, dægurstjörnur, menning- arvita, viðskiptajöfra, glæpamenn og lítilmagna. Þá hefur hún verið á vettvangi og flutt fréttir af helstu atburðum, hamförum og harm- leikjum, sem skráð verða á spjöld sögunnar, t.d. árásunum á tvíbura- turnana í New York 11. sept- ember, skólafjöldamorðunum í Col- umbine, Colorado, sex ólympíuleikum, jarðarför Díönu prinsessu, sprengingunni í Okla- homa og í framhaldinu aftöku Tim- othys McVeighs. Um aldamótin gerði hún svo þætti, nokkurs kon- ar aldarspegil, ásamt Tom Bro- kaw, ritstjóra NBC Nightly News. Inni á flestum heimilum Leið Couric inn í stofu til milljóna manna um allan heim virðist hafa verið breið en ekki bein. Hún var allsendis óbangin við að skipta um starf ef henni fannst grasið grænna hinum megin við ána. Þótt ekki væri nema sök- um fríðleikans kemur tæp- ast á óvart að Couric var klappstýra í framhaldsskóla sínum í Arlington í Virg- iníu, þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sínum og þremur systkinum. Haft er eftir gömlum kennara hennar að hún hafi verið frábær í stærðfræði. En Couric kaus ekki að leggja reikningskúnstina fyrir sig, heldur hóf nám í ensku og bandarískum fræðum í háskólanum í Virginíu og útskrifaðist með meistaragráðu 1979. Hún fékk smjörþefinn af blaðamennsku í háskólanum þegar hún var aðstoðarritstjóri skólablaðsins og starfaði samhliða námi við svæðisútvörp. Eftir út- skrift réð hún sig sem aðstoð- armanneskju hjá ABC-fréttastöð- inni í Washington og fylgdi síðan yfirmanni sínum til starfa á CNN í sömu borg, þar sem hún hafði um- sjón með ákveðnum verkefnum og vann á bakvið tjöldin þar til 1981 að hún fór að birtast annað slagið á skjánum. Áður en Couric haslaði sér völl svo heitið gæti sem fréttamaður flakkaði hún milli sjónvarpsstöðva og borga; t.d. Atlanta, Miami og loks aftur til Washington í árslok 1986, þar sem hún hóf störf hjá WRC-TV, sjónvarpsstöð í eigu NBC. Árið 1989 varð hún fréttarit- ari NBC um varnarmál. Umfjöll- unarefni hennar höfðu alla jafna verið á öðrum nótum, t.d. um barnaklám og heimilislaust fólk, og árið áður hafði hún unnið Emmy- og Associated Press-verðlaunin fyrir þátt um stefnumótaþjónustu fyrir fatlaða. Tilbreytingarleysið réð ekki ríkj- um hjá NBC því ekki leið á löngu þar til Couric fór til New York og gerðist fréttamaður morgunfrétta- og spjallþáttarins The Today Show þar sem hún varð meðstjórnandi 1991. Katie Couric var komin inn á nánast hvert heimili í Bandaríkj- unum. Þótt hún yndi hag sínum prýði- lega og áhorfstölur væru góðar ákvað hún að slá til þegar CBS bauð henni sinn eigin þátt. Sam- starfsmenn kvöddu hana með kurt og pí í beinni 31. maí 2006 og sjálf var Couric hrærð þegar hún sagði: „Þótt það kunni að vera ógnvekj- andi að fara úr ykkar þægilega faðmi er mjög spennandi að hefja nýjan kafla í lífi sínu.“ Ætla mætti af framangreindu – og er fjarri því allt upp talið sem Couric hafði fengist við um dagana, að hún ætti sér ekkert líf utan vinnu. Öðru nær. Hún hefur skrifað tvær barnabækur, er sjálfstæð móðir tveggja stúlkna, fæddra 1991 og 1996, en maður hennar, Jay Mo- nahan, lögmaður og lögfræðilegur sjónvarpsfréttaskýrandi, lést af ristilkrabbameini 1998, aðeins 42 ára. Annað líf Eftir lát hans gerðist Couric öt- ull talsmaður baráttunnar gegn þessu öðru banvænasta krabba- meini í Bandaríkjunum. Í sam- vinnu við fyrirtæki í skemmt- anaiðnaðinum beitti hún sér fyrir stofnun krabbameinsleitarstöðvar til að fjármagna forvarnir og helg- aði málefninu nokkra þætti í The Tonight Show árið 2000. Sýnt var fram á nauðsyn á skimun til að greina meinið á frumstigi og vakti sérstaka athygli að sjálfur þátta- stjórnandinn fór í ristilspeglun í beinni. Árangurinn kom fljótt í ljós; eft- ir þáttinn fóru 20% fleiri í rist- ilspeglun. Vísindamenn í Michigan- háskólanum töluðu um Couric- áhrifin. Hún lét ekki staðar numið held- ur var í forsvari fyrir stofnun læknamiðstöðvar í New York í nafni eiginmanns síns sáluga. Stöð- in var opnuð 2004 og er krabba- mein í kviðarholi meginviðfangs- efni hennar. Barátta Couric hefur lagt rannsóknum á ristilkrabba- meini til tugi milljóna dollara og kann að hafa smitað út frá sér í sjónvarpsheima því stærstu stöðv- arnar, ABC, CBS og NBC, efndu núna síðsumars til átaks í barátt- unni við krabbamein, Stand Up To Cancer. Sér til fulltingis fengu þær málsmetandi fólk og frægar dægurstjörnur á fjáröfl- unarsamkomu í Hollywood. Katie Couric var á staðnum. Hugsanlega smákusk á hvítflibbanum Couric hefur í nógu að snúast í aðdraganda for- setakosninganna. Samhliða sjónvarpsþættinum heldur hún úti öflugri kosningaumfjöllun á cbsnews.com og hefur þar brydd- að upp á ýmsum nýjungum. Til að mynda eru vikulega birt svör varaforseta- og forsetaframbjóð- endanna við spurningum hennar um persónulegt álit þeirra á mönnum og málefnum eða bara um hver sé uppáhaldsbíómyndin þeirra. Í fyrra varð uppi fótur og fit þegar einn pistla Couric á CBS- vefnum, Katie Couric’s Notebook, eða minnisbók Katie Couric, þótti líkjast ískyggilega mikið grein blaðamanns í Wall Street Journal. Upp úr dúrnum kom að Couric skrifar pistla sína ekki sjálf, þótt þeir séu skrifaðir í fyrstu persónu. CBS viðurkenndi að umræddur pistill væri í raun ritstuldur án vitundar hennar og sá sem lagði henni til efnið hefði verið látinn fjúka. Couric heldur því samt statt og stöðugt fram að hún hafi skrifað pistilinn. Hann er horfinn af netinu. Áhorf á þátt Couric eykst jafnt og þétt og ef marka má orð for- stjóra CBS í The New York Times nýlega er framtíð hennar tryggð í bili. „Ég hef lengi sagt að við þurfum að einbeita okkur að inni- haldinu, ekki áhorfstölum,“ sagði hann. Vissulega skynsamlega mælt, þótt stundum sé eins og bullið í viðmælendum auki áhorfið meira en flest annað. Svona eru Banda- ríkin í dag.  Sjónvarpsstjarnan Katie Couric hlífir engum, ekki heldur varaforseta- og forsetaframbjóðendum, sem sitja fyrir svörum í þætti hennar á CBS-sjónvarpsstöðinni.  Áhorfið eykst hægt og bítandi Sjónvarp Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Couric-áhrifin Baráttukona Þætt- ir Katie Couric hafa oft verið helgaðir átaki í þágu góðs mál- staðar. Hún mætti nýverið á fjáröfl- unarsamkomu í Hollywood, sem stærstu sjónvarpsstöðv- arnar, ABC, CBS og NBC, efndu til í barátt- unni við krabba- mein, Stand Up To Cancer. Couric: Þú hefur sagt, tilvitnun hefst: „John McCain ætlar að umbreyta því hvernig viðskiptin ganga fyrir sig á Wall Street.“ Annað en að styðja strangari reglur hjá Fannie Mae og Freddie Mac [íbúðalánasjóðir] fyrir tveimur árum, getur þú sagt okkur fleiri dæmi um forystu hans til að koma á strangara eftirliti? Palin: Ég held að dæmið sem þú nefndir, með viðvöruninni fyrir tveim- ur árum um Fannie og Freddie – það, það er mikilvægast. Það er meira en skrambi margir þingmenn í öldungadeild og fulltrúadeild gerðu fyrir okkur Couric: En hann hefur verið á þingi í 26 ár. Hann hefur verið formaður hinnar valdamiklu viðskiptanefndar þingsins. Og hann hefur næstum alltaf tekið afstöðu með minni reglum, ekki meiri. Palin: Hann er líka þekktur sem maður sem fer sínar eigin leiðir, hann hefur verið skotskífa eigin flokks, og vissulega oft hins flokksins. Hann reynir að fá fólk til að skilja hvað hann hefur verið að tala um – þörfina á að endurnýja ríkisstjórnina. Couric: En getur þú gefið mér önnur raunhæf dæmi? Af því ég veit að þú hefur sagt að Barack Obama tali bara mikið en geri ekki neitt. Getur þú gefið mér einhver önnur dæmi á 26 ára ferli John McCains sem sýna að hann taki forystu í þessu [viðskiptaháttum]? Palin: Ég get gefið þér dæmi um það sem John McCain hefur gert, að hann hafi sýnt fyrirhyggju, raunsæi og leiðtogahæfileika. Og það er það sem Bandaríkin þarfnast núna. Couric: Ég ætla aðeins að spyrja þig enn einu sinni – ekki til að þrástag- ast á þessu atriði. Nákvæm dæmi á 26 ára ferli hans, sem sýna að hann leggi kapp á strangari reglur. Palin: Ég skal reyna að finna nokkur fyrir þig og koma með þau til þín. Brot úr dæmalausu viðtali Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.