Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 43 AUÐLESIÐ EFNI Vegna stöðu íslensku bankanna sá ríkis-stjórnin þann kost vænstan að setja neyðar-lög síðast-liðinn þriðju-dag. Geir H. Haarde forsætis-ráð-herra sagði að staða íslensku bankanna hefði versnað hratt og lokast fyrir að-gang þeirra að láns-fé. Niður-staða ríkis-stjórnarinnar var sú að um-fang bankanna væri orðið of mikið til þess að hægt væri að bjarga þeim. Það væri of mikil hætta fyrir þjóðina alla og gæti leitt til þess að íslenska þjóðar-búið færi í gjald-þrot með bönkunum. Íslenska þjóðin og hags-munir hennar ganga framar öllum öðrum hags-munum. Forsendur að-gerða ríkis-stjórnarinnar eru því allt aðrar en þegar ríkið ætlaði að yfirtaka 75% hlut í Glitni. Eins og forsætis-ráð-herra sagði er ekki verjandi að skuld-setja komandi kyn-slóðir til að bjarga bönkum með umsvif á við marg-föld fjár-lög Íslands. Einnig verður að grípa til að-gerða til að koma í veg fyrir að fjöl-skyldur í landinu sligist undan lánum vegna hús-næðis-kaupa. Íbúða-lána-sjóði verður beitt til að hjálpa fólki að ná andanum og má taka undir þau orð að eins gott sé að hann sé enn til staðar. Fjár-mála-eftirlitið hefur nú þegar tekið yfir stjórn þriggja banka; Glitnis, Lands-bankans og Kaupþings. Neyðar-lög sett á Íslandi Gordon Brown, forsætis-ráðherra Bret-lands, sagði við breska ríkis-útvarpið BBC á mið-viku-daginn að bresk stjórn-völd mundu leita réttar síns gagn-vart Íslandi stæði íslenska ríkið ekki við skuld-bindingar sínar gagn-vart breskum spari-fjár-eigendum sem lögðu fé á reikninga hjá Ice-save, net-banka Lands-bankans. Um 300 þúsund Bretar eru með inni-stæður sínar á reikningum Ice-save. Samtals eru það 450 til 500 milljarðar króna sem íslensk stjórn-völd ábyrgjast að hluta, sam-kvæmt skil-málum sem viðskipta-vinir gerðu við Lands-bankann þegar þeir stofnuðu reikning. Bresk stjórn-völd beittu lögum um varnir gegn hryðju-verkum þegar þau ákváðu að frysta eignir Lands-bankans á Bretlands-eyjum vegna greiðslu-þrots net-bankans Ice-save. Þetta eru lög um varnir gegn hryðju-verkum, glæpum og um öryggis-mál, sem sett voru eftir hryðju-verka-árásirnar á Banda-ríkin 11. september 2001. Bretar íhuga lög-sókn Gordon Brown Kveikt var á friðar-súlunni í Viðey fimmtu-daginn 9. október, á afmælis-degi Johns Lennon. Yoko Ono, eigin-kona hans, veitti íslensku þjóðinni sérstök friðar-verðlaun, fimmtíu þúsund dollara. Verð-launin koma sér ágæt-lega í banka-kreppunni þar sem gjald-eyrir er af skornum skammti en renna að þessu sinni til Rauða Krossins til að styrkja sam-skipti íslenskra og palestínskra ung-menna. Forseti Íslands veitti verð-laununum við-töku við athöfn í Höfða. Morgunblaðið/Frikki Yoko gefur þjóðinni gjal-deyri Elín Sigfús-dóttir hefur verið ráðin banka-stjóri nýs Lands-banka Íslands hf. og er hún fyrst kvenna til að stýra íslenskum viðskipta-banka. Elín er viðskipta-fræðingur frá Háskóla Íslands árið 1979 og hóf störf hjá Búnaðar-banka Íslands sama ár. Í febrúar 2003 var Elín fyrsta konan sem settist í fram-kvæmda-stjórn bankans. Í apríl 2003 sagði Elín upp starfi sínu hjá Búnaðar-bankanum og réð sig til Lands-banka Íslands. Tók hún við starfi fram-kvæmda-stjóra fyrir-tækja-sviðs og gegndi því starfi þar til hún tók við banka-stjóra-starfinu. Nýr banka- stjóri Elín Sigfúsdóttir Árvakur hf. og 365 hf. hafa undir-ritað samning um að sam-eina Frétta-blaðið og Póst-húsið Ár-vakri, útgáfufélagi Morgun-blaðsins. Út-gáfa 24 stunda verður sam-einuð Morgun-blaðinu. Samningurinn var gerður vegna sam-dráttar á auglýsinga-markaði og mikilla hækkana á pappírs-verði. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., sagði að þessi sam-eining væri mikil-vægt skref til að tryggja áfram öfluga dag-blaða-útgáfu. Morgunblaðið/ÞÖK Morgun-blaðs-húsið í Hádegis-móum. Frétta-blaðið og Árvakur saman Eiður Smári Guðjohnsen segir að frammi-staða sín með Barce-lona í sigrinum á Atletico Madrid í spænsku 1. deildinni um síðustu helgi sé ein sú besta frá því hann kom til félagsins fyrir tveimur og hálfu ári. Eiður lék stórt hlut-verk með Börsungum, skoraði eitt mark í 6:1 sigri liðsins og hafa spænskir spark-spekingar lofað frammi-stöðu hans og segja meðal annars að Josep Guardiola hafi blásið nýju lífi í Eið með því að tefla honum fram í sinni stöðu og blaðið Diario Sport líkir Eiði við gull-drenginn Raúl. ,,Það var meiri-háttar gaman að taka þátt í þessum leik. Þetta var svona kennslu-myndband í knatt-spyrnu sem við buðum upp á og ég var mjög ánægður með mitt framlag,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morgun-blaðið. ,,Þetta er klár-lega besti leikur liðsins frá því ég hóf að spila með því og það hefur komið fram mikil já-kvæðni í minn garð og þá sérstak-lega eftir þennan leik við Atletico Madrid,“ sagði Eiður og bætti því við að spænskir fjöl-miðlar væru oft og tíðum ansi ýktir. ,,Þú ert bara skúrkur eða hetja. Það er engin milli-vegur.“ Eiður Smári Guðjohnsen Minn besti leikur Sikorski, ræðis-maður Pólverja, segir lík-legt að allt að helmingur þeirra tíu þúsund Pólverja sem eru bú-settir hér muni fara aftur til Póllands eða annarra landa. Þeir telja of dýrt að vera hér og geta unnið sér inn helmingi hærri tekjur í Póllandi í ljósi veikingar krónunnar. „Margir, sér-staklega þeir sem fest hafa hér rætur og eiga börn á Íslandi eða líkar vel að vera hér og geta ekki hugsað sér að fara, munu reyna, eins og Ís-lendingar, að bíða erfiða stöðu efnahags-mála hérna af sér,“ segir Sikorski. Margir Pólverjar fara heim Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.