Morgunblaðið - 15.10.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.10.2008, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is „ÞETTA eru mistök sem gerð eru á álagstíma,“ segir Ísleifur Ólafs- son, yfirlæknir klínískrar lífefna- fræðideildar Landspítalans, um víxlun á blóðprufum sem olli því að Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var sendur í hjartaþræðingu en annar sjúk- lingur spítalans í Eyjum var send- ur heim. „Sýnin voru merkt nafni og kennitölu en á rannsóknarstof- unni er nýr límmiði með strika- merki, nafni og kennitölu settur á sýnaglasið. Mistökin verða þegar verið er að lesa saman nafn og kennitölur á límmiðum.“ Ísleifur segir þegar byrjað að fara yfir verkferla og huga að því hvað megi bæta. „Við höfum rætt við starfsmenn og það verður sett niður á blað hvernig menn eiga að bera sig að,“ segir hann og nefnir sem dæmi að eitt af því sem megi bæta sé að strikamerkja öll glös strax við blóð- töku. „Þannig er það raunar þegar með stóran hluta af okkar sýnum en ákveðin, aðsend sýni eru ekki merkt.“ Ísleifur segir, að ekki hafi liðið langur tími frá því það uppgötvaðist að rangur sjúklingur hefði verið sendur í aðgerð þar til búið var að hafa uppi á réttum manni og bregð- ast við ástandi hans. „Ég talaði við hann í morgun [gær] og hann er bú- inn að fá viðhlítandi meðferð og verður útskrifaður í dag [gær]. Sömuleiðis hef ég rætt við Elliða, landlækni, yfirlækni hjartadeildar og heilsugæslulækni og gera þeim grein fyrir því sem gerðist. Við erum nú að fara yfir verkferlana og svo mun gæðadeild Landspítalans gera sína úttekt. Það er hins vegar ekki hægt að segja að ekki verði gerð mistök í framtíðinni en það verður að gera allt til að þau verði jafn- sjaldgæf og hægt er og helst engin.“ Mistök sem gerð eru á álagstíma  Landspítalinn fer yfir verklagsferla á rannsóknarstofu og kannar hvað megi betur fara  Til skoðunar að strikamerkja öll glös strax við blóðtöku  Sum aðsend sýni ekki strikamerkt Í HNOTSKURN »Hundruð sýna berastinn á rannsóknarstofur Landspítalans á degi hverj- um. »Stærstur hluti sýnannasem þangað berast er strikamerktur alveg frá upphafi, en hluti þeirra að- sendu sýna sem þangað berast kemur inn merktur nafni og kennitölu. »Mistökin verða þegar aðnýr límmiði með strika- merki, nafni og kennitölu er settur á glasið og nafn og kennitölur á límmiðum eru eru ekki lesin rétt saman. Morgunblaðið/ÞÖK Mistök á álagstíma Ástæða þess að víxlun varð á blóðprufum sjúklinga. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is BRÁTT lætur úr höfn á Akureyri rannsóknarskipið Neptune EA-41 og verður stefnan tekin á Eystra- saltið, þar sem skipið verður í þjón- ustu rússneskra gas- og olíufélaga næstu misserin. Skipið er eign fyr- irtækisins Neptune ehf. á Akureyri og er fátítt eða jafnvel einsdæmi að íslenskt rannsóknarskip af þessari stærðargráðu sé í einkaeigu. Nept- une ehf. hyggst ekki láta staðar numið, því fyrirtækið hefur keypt enn stærra skip, togarann Harðbak, og hyggst breyta honum í rannsókn- arskip. Að sögn Ágústs H. Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Neptune ehf., hófust breytingarnar á skipinu í mars síðastliðnum hjá Slippnum á Akureyri, og eru þær á lokastigi. Skipið hét áður Helga Björg og var togari, sem gerður var út frá Skagaströnd. Það er 490 brúttólest- ir. Gerðar hafa verið geysimiklar breytingar á skipinu, til að það geti sinnt hinu nýja hlutverki sem rann- sóknarskip. Vistarverum hefur verið fjölgað og skipið búið fjölbreyttum tækjakosti. Ágúst segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hver heild- arkostnaður verður við breyting- arnar, en hann skipti hundruðum milljóna króna. Neptune mun á næstunni vinna að lagningu gasleiðslu á botni Eystra- salts. Rússnesk fyrirtæki hafi leigt skipið til þessa verkefnis. Um borð verða 12 erlendir vísindamenn, 2-3 eftirlitsmenn með verkinu og níu manna íslensk áhöfn. Skipstjóri verður Jóhannes Páll Sigurðsson. Sem fyrr segir hefur verið komið fyrir miklum tækjabúnaði um borð í skipinu. Meðal annars verða um borð þrír róbótar, sem tengjast mis- munandi hlutverkum við lagningu gasleiðslunnar. Ágúst segir að skipið sé í íslenskri eigu og Rússarnir muni bara leigja það, en hafi ekki keypt í því hlut. Hins vegar liggi fyrir að þau fyr- irtæki, sem tekið hafa skipið á leigu, séu mjög fjársterk. Að hans sögn er Magnús Þorsteinsson aðaleigandi Neptune ehf. en stefnt er að því að fleiri aðilar komi að félaginu. Þá hefur félagið einnig keypt Harðbak af Brimi. Þessi þekkti Ak- ureyrartogari er stærra skip, 941 brúttólest, smíðaður 1974. Ágúst segir að ekki sé ákveðið hvenær byrjað verður að breyta Harðbaki í rannsóknarskip en vonir standi til að það verk verði einnig unnið í Slippn- um á Akureyri. Næg verkefni verði fyrir Harðbak þegar búið verði að breyta honum. „Það er gott fyrir land og þjóð að við skulum fá svona verkefni,“ segir Ágúst. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við Slippinn Harðbakur í forgrunni og fjær má sjá við bryggju Neptune EA sem brátt lætur úr höfn til rannsóknarstarfa í Eystrasalti. Rannsóknir í þágu Rússa  Fyrirtækið Neptune ehf. á Akureyri lét breyta togara í rannsóknarskip  Hefur keypt togarann Harðbak sem einnig verður breytt til rannsókna TVEIR Íslendingar munu á morgun halda til Bandaríkjanna til að taka þátt í kosningaeftirliti á vegum Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE). Bandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta 4. nóvember og má búast við að íslensku kosn- ingaeftirlitsmennirnir snúi heim nokkrum dögum síðar. Þetta er í þriðja sinn sem ÖSE sendir eftirlits- menn til Bandaríkjanna en í fyrsta skipti sem Íslendingar eru hluti hópsins. Alls verða 48 kosningaeft- irlitsmenn frá ÖSE á víð og dreif um Bandaríkin og munu þeir ís- lensku sinna eftirliti annars vegar í Utah og Nevada og hins vegar í Michigan. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðu- neytisins, eru aðildarríki ÖSE reglulega beðin að leggja fram eft- irlitsmenn. Ríkin ákveða hve marga þau bjóða fram og í þessu tilfelli bauð Ísland fram tvo. Auk forseta- kosninganna verður einnig haft eft- irlit með þingkosningum sem fara fram á sama tíma. ylfa@mbl.is Íslendingar í kosninga- eftirlit vestra SKAFTÁRHLAUPIÐ er að mestu búið eftir að hafa náð hámarki við útfallið undan jökli snemma á sunnudag. Við Sveinstind mældist hámarksrennslið um 1.350 m3/s en talið er að vatnsmagnið hafi þó ver- ið meira, því vatn var þá tekið að renna út úr farveginum ofan við mælinn og út í hraunin suðaustan Fögrufjalla. Í gærkvöldi var rennsl- ið komið niður í 228 m3/s sam- kvæmt sjálfvirkum rennslismæli á vef Orkustofnunar. orsi@mbl.is Skaftárhlaup- ið senn á enda BREYTINGIN á Neptune er stærsta verkefnið sem unnið hefur verið í stöðinni síðastliðinn 15 ár, segir Anton Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Slippsins á Ak- ureyri. Slippurinn er þriggja ára gamalt fyrirtæki, sem reis úr rúst- um Slippstöðvarinnar gömlu. Ant- on segir að þetta hafi verið gríð- arlega stórt verkefni og að mörgu leyti óvenjulegt fyrir starfsmenn Slippsins. Anton segir að viðræður hafi átt sér stað við Neptune ehf. um að Slippurinn taki að sér breyting- arnar á Harðbaki. Ekkert sé ákveð- ið í þeim efnum enda eigi eftir að skilgreina hvaða breytingar þurfi að gera á skipinu. „Vonandi verður samningum landað,“ segir Anton. Að hans sögn hefur verið gíf- urlega mikið að gera hjá Slippnum síðustu mánuði og verkefnastaðan er góð. Vegna stöðu krónunnar hafa erlendar útgerðir sýnt því áhuga að koma með skip sín til Ak- ureyrar. Starfsmenn Slippsins eru 100 talsins og er tilfinnanlegur skortur á járniðnaðarmönnum, vél- virkjum og vélstjórum. Stærsta verkefni Slippsins í 15 ár ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, hef- ur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að fresta opinberri heim- sókn sinni til Þýskalands en hún var fyr- irhuguð síðar í þessum mánuði. Forsetinn sendi Horst Köhler for- seta Þýskalands bréf þessa efnis á mánudag. Hættir við heimsóknina Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.