Morgunblaðið - 15.10.2008, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HLUTHAFAFUNDUR
Atorku group hf.
Fimmtudaginn 23. október 2008kl. 14:00
turninn, 20. hæð
Smáratorgi 3, 201 kópavogur
dagskrá:
1. tillaga um að stjórn félagsins verði falið að óska eftir afskráningu
hlutabréfa félagsins úr kauphöll oMX Nordic Exchange á Íslandi
Atkvæðaseðlar afhendast á hluthafafundinum og verða
einungis atkvæði þeirra hluthafa sem eru skráðir í
hluthafaskrá kl. 11 þann 23. október talin með.
Stjórn atorku group hf.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
TÓNLEIKAFERÐ Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands til Japans hefur ver-
ið frestað um óákveðinn tíma að ósk
japansks fyrirtækis sem skipulagði
tónleika sveitarinnar í Japan. Í sam-
tölum og tölvupóstum létu Japanar
m.a. í það skína að vegna frétta af
Íslandi undanfarna daga væri
hljómsveitinni ekki treystandi.
Undirbúningur fyrir ferðina hafði
staðið yfir í um tvö ár og ætlaði
hljómsveitin og starfsmenn, alls 85
manns, að leggja af stað á miðviku-
daginn í næstu viku, að sögn Þrast-
ar Ólafssonar, framkvæmdastjóra
Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tón-
leikaferðin átti að standa í þrjár vik-
ur.
Erfitt að selja miða
Að sögn Þrastar vísuðu Japanar
til þess að ástandið á Íslandi væri
það slæmt að hljómsveitinni væri
ekki treystandi fjárhagslega, þeir
hefðu í það minnsta gefið það óbeint
í skyn. „En síðan held ég að aðal-
ástæðan hafi nú verið sú að orðspor
landsins er orðið svo lélegt, eftir að
bönkunum var slátrað, að þeir hafi
bara ekki getað selt miða eða að
minnsta kosti ekki eins marga og
þeir þurftu til að ná upp í kostnað.
Þannig að það hjálpaðist allt að.“
Þröstur segir að fregnir frá Ís-
landi um ástand fjármála, m.a. um
að gjaldeyrir væri skammtaður, hafi
haft áhrif. Auk þess líti út fyrir að
Japanar hafi óttast að truflun yrði á
samgöngum til Íslands og þeir
myndu sitja uppi með okkur. Það
hafi reyndar ekki verið auðvelt að fá
þá til að tilgreina ástæðuna ná-
kvæmlega. „En það er alveg ljóst að
orðspor okkar er komið niður í kjall-
ara,“ segir Þröstur.
Boðsferð velunnara
Samkvæmt samningi hljómsveit-
arinnar við japönsku tónleikahald-
arana áttu Japanar að borga hluta
af dagpeningum hljómsveitarinnar
og kostnað í Japan og ferðir að
mestu leyti, að sögn Þrastar. Dag-
peningana átti að greiða fyrirfram
en það hafi verið greinilegt að þeir
hafi ekki viljað greiða Íslending-
unum fyrirfram. „Þeir hafa greini-
lega óttast að við myndum ekki
klára okkar hluta, þótt ég gæfi þeim
fullvissu um að svo yrði.“
Líka ákveðinn léttir
Ferðin átti að öðru leyti að mestu
að vera í boði japansks velunnara
sveitarinnar, Michio Nakajima, og
hafði hljómsveitin því ekki lagt út í
mikinn kostnað vegna hins fyrirhug-
aða ferðalags. Undirbúningurinn
hafði hins vegar verið mikill og
tímafrekur. „Þetta er ákveðinn
skellur en engu að síður er þetta
líka léttir því óvissan er mikil á öll-
um sviðum. Við vitum ekki hvort við
erum komin í gegnum þetta eða
hvort það kemur einhver skellur
enn og lokar fyrir þann litla gjald-
eyri sem til er,“ segir Þröstur.
Missa styrki
Tveir stærstu styrktaraðilar
hljómsveitarinnar, þ.e. fyrir utan
ríkissjóð, eru Stoðir og Landsbank-
inn. Stoðir eru í greiðslustöðvun og
Landsbankinn ekki lengur til í
þeirri mynd sem hann var. Samtals
höfðu þessi fyrirtæki heitið 25 millj-
ónum í styrki og af þeirri fjárhæð
hefur um helmingur skilað sér.
Orðsporið komið ofan í kjallara
Japanar vildu ekki
fá Sinfóníuhljóm-
sveitina í tónleika-
ferð vegna ástands
fjármála á Íslandi
Morgunblaðið/G.Rúnar
Heima Sinfóníuhljómsveitin hefur frestað tónleikaferð til Japans að beiðni þarlends fyrirtækis sem treystir því ekki
að sveitin geti staðið við sinn hluta samningsins auk þess sem fréttir af landinu valda því að miðar seljast illa.
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið í
ljósi efnahagsástandsins að beina
þeim tilmælum til Fjármálaeftirlits-
ins, fyrir hönd skilanefndar Glitnis
hf. og Kaupþings hf., og til stjórna
Nýja Landsbankans hf. og Nýja
Glitnis hf., að afborganir skuldara á
myntkörfulánum verði frystar, sér-
staklega vegna húsnæðislána, þar til
ró kemst á gjaldeyrismarkaðinn.
Einnig er þeim tilmælum beint til
sömu aðila að fólki í greiðsluerfið-
leikum verði boðin sömu úrræði og
til staðar eru hjá Íbúðalánasjóði
vegna greiðsluerfiðleika.
Auk þess er óskum beint til ann-
arra fjármálafyrirtækja um að veita
sömu fyrirgreiðslu.
Tekið er fram í tilkynningu við-
skiptaráðuneytisins um þessi tilmæli
ríkisstjórnarinnar, að þessi framan-
greindu tilmæli og óskir hafi ekki
áhrif á heimild til handa Íbúðalána-
sjóði til að taka yfir húsnæðislán sem
veitt hafi verið af öðrum fjármálafyr-
irtækjum og gildi á meðan unnið er
að yfirfærslu húsnæðislána til Íbúða-
lánasjóðs.
Afborganir
verði frystar
Afborganir af myntkörfulánum bíði
Hinn mikli undirbúningur sem
sveitin lagði í fyrir Japansförina
er alls ekki unninn fyrir gýg.
Í þessari viku heldur Sinfón-
íuhljómsveit Íslands þrenna tón-
leika, þar af eru tvennir ókeypis;
á föstudagskvöld klukkan 19:30
og klukkan 17:00 á laugardag.
Tónleikarnir áttu að vera liður
í undirbúningi sveitarinnar fyrir
tónleikaferðina til Japans.
„Á erfiðum tímum er fátt
betra fyrir andann en góð tón-
list. Sinfóníur Sibeliusar þykja
einhver merkilegustu tónverk
sem samin hafa verið á Norð-
urlöndum. Það er því Sinfón-
íuhljómsveitinni mikil ánægja að
opna dyr sínar á þennan hátt og
bjóða þjóðinni á tónleika endur-
gjaldslaust,“ segir á vef sveit-
arinnar.
Á fyrri tónleikunum verða
fluttar sinfóníur nr. 2 og 4 en á
þeim síðari er komið að nr. 5, 6
og 7. Stjórnandi verður Petri
Sakari.
Ókeypis tónleikar
Jean sibelius
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra og formaður Sam-
fylkingarinnar segir að stjórn Seðla-
banka beri að stíga til hliðar til að
veita forsætisráðherra svigrúm til
endurskipulagningar í þjóðfélaginu
og að mikilvægt sé að lækka stýri-
vexti.
Í kvöldfréttum RÚV sagði Ingi-
björg Sólrún að kerfið væri botn-
frosið, engar lánveitingar í gangi og
engin þensla og því yrði að reyna að
örva hjól atvinnulífsins með því að
lækka vexti. Sagði hún, að þar sem
verið væri að endurskipuleggja allt
fjármálakerfið ætti að hafa Seðla-
bankann þar undir líka. Skynsam-
legast væri, að forysta hans skapaði
forsætisráðherra það svigrúm sem
hann þyrfti til þess með því að stíga
til hliðar.
Í ríkiseigu að hluta
Fram kom hjá Björgvin G. Sig-
urðssyni viðskiptaráðherra í gær-
kvöld, að hann teldi koma til greina
að ríkið ætti í framtíðinni varanlegan
hlut í viðskiptabönkum hér á landi,
líkt og gerist í Noregi. Þá útilokaði
hann ekki sameiningu íslensku
bankanna.
Stjórn Seðlabank-
ans stígi til hliðar
Yki svigrúm til endurskipulagningar
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Björgvin G.
Sigurðsson
Bankakreppa