Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HJÁLMAR H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, segir mjög sterka öldu innan skólans í þá veru að hrinda af stað nýjum náms- leiðum, svokölluðum námskörfum þar sem tengdar yrðu saman húm- anískar og listfræðilegar greinar fyrir fólk sem hefði raungreina- eða viðskiptamenntun en fyndi hjá sér löngun til að feta nýjar slóðir eftir fjármálahrunið. Segir Hjálmar mikilvægt að menntayfirvöld og háskólarnir geri áætlun til að bregðast við yfirvof- andi atvinnuleysi hjá menntuðu fólki. „Ég tel að slík áætlun þurfi að ná yfir miklu fleira en það eitt að fjölga námsleiðum sem þegar eru fyrir hendi eru í háskólunum,“ segir hann. Að sögn Hjálmars hefur fjár- málageirinn á liðnum misserum sogað til sín mikið af háskóla- menntuðu fólki á sviði viðskipta- og verkfræði og lögfræði svo dæmi séu tekin. Segist hann ekki viss um að menntafólkið sem nú horfir upp á atvinnu- leysi, og hugsar sér að fara í frek- ara nám, sé mjög spennt fyrir við- bótarnámi í þessum greinum. Leita dýpri sanninda „Ég held að fólk vilji halda á ný mið og leita dýpri sanninda en boðist hafa í því námi sem hefur tengst atvinnulífinu með beinum hætti,“ segir hann og nefnir í þessu sambandi framboð á náms- körfu með greinum á borð við heimspeki, hönnun, listfræði ofl. „En fyrst og fremst þarf að efla gagnrýna hugsun. Það má spyrja sig hvort háskólarnir hafi staðið við þá skyldu sína að efla gagn- rýna hugsun hjá nemendum sínum – eða hvort allt of mikil áhersla hafi verið lögð á að framleiða vinnuafl.“ Mikilvægt að efla LÍN Hjálmar segir afar mikilvægt að efla LÍN því fyrirséð sé að fólk muni leita í frekara nám. Endur- skoða þurfi úthlutunarreglur sjóðsins því annars megi gera ráð fyrir að margir sem koma úr at- vinnulífinu verði ekki lánshæfir vegna of hárra tekna. „Sú spurning blasir við hvort ekki sé rétt að fara þá leið sem Finnar hafa farið, þ.e. að efla menntakerfi, til að bregðast við yf- irvofandi atvinnuleysi, jafnvel að það verði gert að einhverju leyti sem félagsleg aðgerð.“ Fólk fái nýtt námsval Hjálmar H. Ragnarsson FATASÖFNUN Rauða kross Íslands stendur fyr- ir fyrstu fataúthlutun sinni í nýju húsnæði á Laugavegi 116, gengið inn frá Grettisgötu, í dag milli kl. 10 og 14. Að sögn Arnar Ragnarssonar, verkefnisstjóra Fatasöfnunar RKÍ, var við flutn- ing fataflokkunarstöðvar í sumar gert hlé á út- hlutunum en með opnun verslunar RKÍ með not- aðan fatnað á Laugavegi 116 sl. föstudag hafi skapast aðstæður til að hefja úthlutun á ný. Spurður um fjölda þeirra sem leiti til Fata- söfnunarinnar segir Örn að í fyrra hafi 2.300 mann fengið úthlutuð föt og á fyrstu sex mán- uðum þessa árs hafi um 1.200 manns fengið föt hjá söfnuninni. Aðspurður segir Örn Fatasöfnun RKÍ hafa úr talsvert mörgum flíkum að moða því það sem af sé ári hafi henni verið gefin 879 tonn af fötum sem hún geti gefið áfram til þeirra sem á þurfi að halda. Aðspurður segir hann ráðgert að vera með úthlutun að minnsta kosti vikulega og getur hver einstaklingur fengið um 4-5 kg af fötum í hvert sinn. silja@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fötin ganga í endurnýjun lífdaga Á FUNDI í framkvæmda- og eigna- ráði Reykjavíkurborgar í gær voru samþykktar framkvæmdir á borg- arstíg, sem liggur meðfram baklóð- um húsa við Framnesveg. Úrbóta hefur verið þörf á þessu svæði lengi. Göngustígurinn verður endur- bættur, lýstur upp og fegraður. Gangandi vegfarendur fá forgang því ekki er gert ráð fyrir neinum bílastæðum inni á reitnum og að inngarðurinn verði lokaður fyrir al- mennri bílaumferð. Gert er ráð fyr- ir að lýsingu svæðisins verði breytt og settir upp lægri ljósastaurar með lýsingu sem truflar minna íbúa innan lóða og í íbúðum. Svæði á að helluleggja og setja niður bekki til að njóta útivistar. Öryggi verður bætt og dregið úr truflun af bílaum- ferð. Hljóðvist, næði og öryggi á svæðinu á að stórbæta. Framkvæmdirnar verða í sam- ræmi við deiliskipulag á Fram- nesreit sem samþykkt var 2005. Meginmarkmið er að varðveita merkilega byggð og styrkja svæðið í heild sem íbúðasvæði . sisi@mbl.is Úrbætur gerðar á borgarstíg Framnesvegur fær andlitslyftingu JÓHANNES Fylkir Ágústsson, ferðafröm- uður á Ísafirði, lést á Landspítalanum 9. október sl. Fylkir fæddist á Ísa- firði 24. desember 1943 og hóf skólagöngu sína í heimabæ sínum en auk þess nam hann við lýðháskóla í Danmörku á árunum 1961-1962. Fylkir stofnaði bók- haldsþjónustu sem hann rak til dánardags ásamt því að reka ferðaskrifstofuna Fylk- ir.is sem sérhæfði sig í sumarhúsum og bílaleigubílum í Danmörku. Fylkir tók virkan þátt í bæjarmál- um á vegum Framsóknarflokksins á Ísafirði og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í Vestfjarða- kjördæmi. Fylkir var ræðis- maður Danmerkur á Ísafirði frá 1991 til 2007 og var sæmdur Dannebrogsorðu árið 2000 af Danadrottn- ingu. Meðal fjölmargra félagsmála sem Fylkir vann að á starfsferli sínum var endurreisn sunddeildar Vestra en sjálfur vann Fylkir Ís- landsmeistaratitla í sundi á árunum 1964 og 1965. Þá var hann landsforseti Junior Chamber á Ís- landi. Fylkir lætur eftir sig eigin- konu og fjögur uppkomin börn. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju 21. október nk. kl. 13. Andlát Jóhannes Fylkir Ágústsson SKÝRSLA bresku hagfræðinganna Willems H. Buiters og Anne C. Si- bert um íslenska bankakerfið, sem þau skrifuðu fyrir Landsbankann fyrr á þessu ári, þótti þess eðlis að henni var stungið undir stól. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarps- ins í gærkvöldi. Buiter er prófessor við London School of Economics. Hann segir á bloggi sínu 9. október sl. að íslenskir viðmælendur hans hafi talið efni skýrslunnar of viðkvæmt fyrir markaðinn. Þegar íslensku bank- arnir þrír voru komnir undir skila- nefndir taldi hann óhætt að leyfa skýrslunni að koma fram og er hann búinn að birta hana á netinu. Buiter segir á bloggi sínu að Landsbankinn hafi leitað til þeirra Anne Sibert snemma á árinu 2008. Voru þau beðin að skrifa skýrslu um ástæður efnahagsörðugleika sem Ís- land og bankar landsins stæðu and- spænis og möguleika í stöðunni. Buiter segir að þau hafi sent skýrsl- una til bankans undir lok apríl síð- astliðins. Þau kynntu síðan upp- færða útgáfu skýrslunnar á fundi í Reykjavík 11. júlí síðastliðinn. Í hópi áheyrenda voru hagfræðingar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneyt- inu, einkageiranum og háskólasam- félaginu. Helsta röksemd þeirra var að við- skiptaumhverfi bankakerfis Íslands og í raun landsins væri óhentugt. Landið gæti haldið alþjóðlegu bankakerfi sínu en það krefðist þess að það skipti um gjaldmiðil. Það þyrfti að leggja af krónuna og leita inngöngu í Evrópusambandið til þess að verða fullgildur þátttakandi í Myntbandalaginu og taka upp evru sem gjaldmiðil. Eins gæti það haldið gjaldmiðlinum en þá þyrfti að flytja alþjóðlegan hluta bankakerfisins úr landi. Viðskiptaumhverfið réði ekki við að halda alþjóðlegri starfsemi bankanna í landinu og hafa um leið eigin gjaldmiðil. Í grein á FT.com 9. október færir Buiter rök fyrir því að það sé óráð- legt fyrir íslenska ríkið að taka yfir bankana þrjá. Hann segir m.a. að ríkið hafi ekki fjárhagslega burði til þess að standa við þjóðnýtingu bankanna með trúverðugum hætti, nema með því að hlutafjárvæða orkugeirann, vatnsafls- og jarðhita- nýtinguna. Það hafi þau Anne raun- ar lagt til í apríl. gudni@mbl.is Réð ekki við bankana Skýrslu um erf- iðleika bankanna stungið undir stól Morgunblaðið/samsett mynd Ofviða Ísland réð ekki við alþjóð- lega starfsemi bankanna. GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, er sakaður um rag- mennsku vegna framgöngu sinnar í garð Íslendinga í bloggi eins af þingmönnum breska Íhaldsflokks- ins á Evrópuþinginu. Íhaldsmaðurinn Daniel Hannan segir að það hafi verið slæmt að bresk yfirvöld skyldu hafa tekið eignir banka vinveitts ríkis eignar- námi en að það hafi verið „ófyrir- gefanlegt“ að gera það í krafti laga sem sett voru til að auðvelda bar- áttuna gegn hryðjuverkum. „Það að leggja land með helm- ingi færri íbúa en Wiltshire í einelti var ragmennska, ekki hugrekki,“ skrifaði þingmaðurinn. „Gordon Brown heldur því fram að eignarnámið hafi verið nauðsyn- legt vegna þess að Ísland hafi ekki ætlað að standa í skilum. Hvernig hann fékk þá flugu í höfuðið er hul- in ráðgáta. Fjármálaráðherra Ís- lands tók skýrt fram á fundum með breskum yfirvöldum að sparifjár- eigendum yrði greitt,“ skrifaði þingmaðurinn og bætti við að fyrir atlöguna hefði Geir H. Haarde for- sætisráðherra lýst því yfir að leitað yrði viðunandi lausna fyrir alla aðila og íslenska ríkisstjórnin væri staðráðin í að láta ekki málið skyggja á áralanga vináttu Íslands og Bretlands. Bloggið er birt í dagblaðinu The Times í dag. bogi@mbl.is Sakar Gordon Brown um ragmennsku Brown Heigull eða hugrakkur?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.