Morgunblaðið - 15.10.2008, Page 13

Morgunblaðið - 15.10.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 13 BERGUR Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, vill vekja athygli á orðum Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, þess efnis að Al- þingi eigi að „hætta að flækjast fyrir með því að setja reglur sem eru til þess fallnar að tefja þetta ferli (þ.e. orkuöflun og álver við Bakka)“. „Lög um mat á umhverfisáhrif- um sem að mati Jóns Gunnarssonar eru reglur sem tefja framkvæmdir eiga rætur að rekja til EES- samningsins. Vandséð er að nið- urfelling laganna eða annarra reglna sem rekja má til EES- samningsins sé raunverulegur val- kostur nema niðurfellingunni fylgi uppsögn EES-samningsins. Vill þingmaðurinn það?“ Þingmenn haldi stillingu Bergur Sigurðsson SAMFYLKINGARFÉLÖGIN á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið en formaður flokksins, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, hefur ein- mitt nýverið sett fram sjónarmið í þá veru. „Innganga í ESB er eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Með sama hætti og hin íslenska lands- byggð þarf á jafnaðarhugsjóninni að halda, er aðild Íslands að Evrópusambandinu efnahagsleg og félagsleg nauðsyn fyrir íbúa þessa lands,“ segir í ályktun. Ísland í ESB FJÖLSKYLDUSVIÐ Hafnarfjarð- arbæjar boðaði í fyrradag til fund- ar fulltrúa frá heilsugæslunni, Rauða krossinum, kirkjum, fram- haldsskólum, lögreglu og stéttar- félögum og fleirum til að fara yfir þá stöðu sem við blasir í þjóðfélag- inu. „Tilgangurinn með fundinum var að stilla saman strengi og skoða þær leiðir sem mögulegar eru til að styðja við bakið á þeirri velferðar- þjónustu sem er til staðar í bænum. Niðurstaða fundarins var sú að settur var á fót aðgerðahópur sem mun á næstu dögum vinna náið saman við að styrkja þá þjónustu sem nú þegar er í boði og að efla að- gengi bæjarbúa að upplýsingum, leiðbeiningum og ráðgjöf,“ segir í tilkynningu. Aðgerðahópur stofnaður UNGIR jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórn og yfirmenn bank- anna geri námsmönnum og öðrum sem staddir eru erlendis kleift að kaupa gjaldeyri og að námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna verði greidd út mánaðarlega. „Ungir jafnaðarmenn gera jafn- framt þá kröfu að námslánin haldi í við verðbólgu. Ljóst er að þau muni lækka að raunvirði verði ekkert að gert. Við gerð næstu úthlutunar- reglna Lánasjóðs íslenskra náms- manna í vor er lykilatriði að færa þau að minnsta kosti til jafns við verðhækkanir í landinu,“ segir í til- kynningu. Morgunblaðið/Kristinn Námsmenn Víða í vandræðum. Réttlátari námslán Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is „DAGINN sem orrahríðin milli Breta og Íslendinga náði hámarki fengum við íslensku nemendurnir í Rose Bruford meðfylgjandi póst frá skólastjóra leiklistardeildarinnar,“ segir Bryndís Helgadóttir, þriðja árs leiklistarnemi í London: „Til allra námsmanna frá Íslandi: Háskólinn gerir sér grein fyrir að núverandi aðstæður í bankakerfinu geti valdið erfiðleikum fyrir náms- menn frá Íslandi. Viljum við fullvissa ykkur um að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta hafi ekki áhrif á veru ykkar í háskólanum. Með bestu óskum David Cunningham, aðstoðarrektor Rose Bruford- háskóla.“ Bryndís segir að með þessum upp- lýsingum hafi hún viljað minna á að ekki væru allir Bretar með vondan hug gagnvart Íslendingum. „Það starfsfólk sem vinnur hér í skólanum er meðvitað um efnahags- örðugleika sem standa nú yfir á Ís- landi og sýnir Íslendingum mikla samúð, þó svo að slúðurblöðin segi annað. Mig langaði að koma þessu á framfæri því mér finnst ekki af veita að segja jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Eins og fólk veit vafalaust þá þrífast slúðurblöð fremur á nei- kvæðni en góðum fréttum svo það er þarft að halda þeim góðu til haga. Það er líka gott að finna góðan hug í garð Íslendinga hér á Englandi,“ segir Bryndís. Þakklát Leiklistarneminn Bryndís Helgadóttir er ánægð með skilning skólastjórnar Rose Bruford í Lond- on á erfiðum tímum Bretar hjálpa íslensk- um leiklistarnemum Íslendingum í Rose Bruford-leiklist- arskólanum í London sýndur ríkur skilningur á erfiðum tímum Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SEÐLABANKI Íslands virkjaði í gær gjaldmiðlaskiptasamninga við seðlabanka Danmerkur og Noregs að fjárhæð 400 milljónir evra. Dreg- ur Seðlabankinn 200 milljónir evra frá hvorum hinna seðlabankanna. Eins og áður hefur komið fram á síðum Morgunblaðsins er lítil hreyf- ing á gjaldeyrismarkaði hér á landi og mikill skortur á erlendum gjald- eyri. Má gera ráð fyrir því að sú ákvörðun Seðlabankans að virkja nú skiptasamningana tengist stöðunni nú og að féð verði nýtt til að koma gjaldeyrisviðskiptum af stað að nýju. Neyðarþörf fyrir gjaldeyri Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, sagði í síðustu viku í samtali við mbl.is að stefnan hefði verið sú að virkja ekki samningana nema upp kæmi neyðarþörf fyrir gjaldeyri. Sagðist Geir þá ekki sjá fyrir sér að sú þörf myndi vakna á næstu dögum, en ljóst má vera af aðgerðum Seðla- bankans nú að raunin hefur orðið önnur. Þann 16. maí síðastliðinn gerðu seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur tvíhliða gjaldmiðla- skiptasamninga við Seðlabanka Ís- lands, sem nú hafa verið nýttir að hluta. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljörðum evra. Því er 1,1 millj- arður eftir, sem Seðlabankinn getur dregið á, telji hann þess þörf. Morgunblaðið/Golli Virkja skipta- samninga INNSTÆÐUR hollenskra sveitar- félaga á Icesave-reikningum Lands- bankans í Hollandi nema alls 59 milljónum evra, að sögn hollenska dagblaðsins NRC Handelsblad í gær. Þá skýrði hollenska blaðið Tele- graf frá því að hollensk fyrirtæki hefðu fengið um 600 milljónir evra að láni hjá Landsbankanum. Blaðið hafði eftir Rob Abendroth, lögmanni bankans, að hægt yrði að nota þetta fé til að greiða Hollendingum sem lögðu fé inn á reikninga Icesave. Skiptastjóri, sem hollenskur dóm- stóll skipaði, hóf störf á mánudag og Þrettán hollensk sveitarfélög áttu alls um 59 milljónir evra á Icesave- reikningum, að sögn NRC Handels- blad. Þeirra á meðal er borgin Haag, sem lagði 10 milljónir evra inn á Ice- save-reikninga, en bærinn Amstel- veen er það sveitarfélag sem á mest inni hjá Icesave, eða 15 milljónir evra. Groningen kann þó að tapa mestu á falli íslensku bankanna, eða 30 milljónum evra, að sögn hollenska ríkisútvarpsins. Groningen lagði 10 milljónir evra inn á reikninga hjá Icesave og 20 milljónir evra hjá Kaupþingi. bogi@mbl.is Eiga 59 milljónir evra hjá Icesave í Hollandi tók þá m.a. við stjórn útlánasafns Icesave í Hollandi, að sögn Tele- graph. Í HNOTSKURN » Stjórn Hollands hefursagt að hún ábyrgist ekki innistæður hollenskra sveitar- félaga hjá íslensku bönkunum. » Hollendingar munu eigaalls um 1,6 milljarða evra á Icesave-reikningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.