Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 15
Félags- og tryggingamálaráðuneytið
Málþing um fjölskyldumál á Íslandi
"Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi"
Mánudaginn 27. október 2008 á Grand Hóteli kl. 12.30-17.00
12.30 Málþing sett
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra.
Kynning á starfi nefndar um einstæða og forsjárlausa foreldra.
Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndar um einstæða og forsjárlausa foreldra og
stjúpforeldra.
13.00 Félagsleg staða barna í mismunandi fjölskyldum
- líðan barna - að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi - "réttur" foreldra vs. "réttur barns"
- ráðgjöf og fræðsla
Framsögumenn (10 mín. hver) - í lok framsöguerinda verða umræður
- Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
- Ársæll Már Arnarsson lektor í sálfræði við Háskólann á Akureyri
- Gunnar Hersveinn heimspekingur
14.00 Lagaleg staða barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum
- sameiginleg forsjá - lögheimili - umgengni - stjúpfjölskyldur - forsjárlausir foreldrar
- sáttaleiðir - heimildir dómara
Framsögumenn (10 mín. hver) - í lok framsöguerinda verða umræður
- Valborg Snævarr lögmaður
- Dögg Pálsdóttir lögmaður
- Jóhann Loftsson sálfræðingur
15. 00 Kaffi.
15.30 Fjárhagsleg staða barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum
- fátæk börn - meðlag - barnabætur - fjárhagsaðstoð - sérstakur stuðningur ríkis og
sveitarfélaga
Framsögumenn (10 mín. hver) - í lok framsöguerinda verða umræður
- Guðný Björk Eydal deildarforseti félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands
- Ásta S. Helgadóttir forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
- Laufey Ólafsdóttir formaður Félags einstæðra foreldra
16.30 Barnið í framtíðarfjölskyldunni
Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður, Morgunblaðinu.
16.45 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri verður Lára Björnsdóttir skrifstofustjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.
Málþingið er opið öllum og er aðgangur ókeypis.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG hef alltaf verið ötull stuðnings-
maður sparisjóðanna. Þeir eru ekki
ein stofnun, heldur samansafn af
fjölþættum jurtagarði, sem rekur
rætur sínar vítt og breitt í byggð-
arlögum landsins. Í ljósi þess að aðr-
ar meginfjármálastoðir landsins
hafa fallið þá eru sparisjóðirnir í
heild sinni það megintré í banka- og
fjármálaskógi okkar Íslendinga sem
enn stendur.“
Þetta sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, í heimsókn sinni
í Icebank og Samband íslenskra
sparisjóða í hádeginu í gær. Forset-
inn ávarpaði starfsfólk sparisjóð-
anna í útibúum um land allt í gegn-
um fjarfundarbúnað og svaraði í
framhaldinu fyrirspurnum starfs-
manna.
Endurreisn kallar á samstarf
Að mati Ólafs Ragnars hefur í
allri umræðunni að undanförnu
gleymst að sparisjóðirnir sem heild
hafi verið fjórða megintréð í íslensk-
um fjármála- og bankaskógi alla
tuttugustu öldina. „Og aldrei brýnna
en nú að það tré fái að halda sínum
styrk. Ef við ætlum að hafa timbur í
uppbygginguna þá verðum við að
varðveita þann hluta í skóginum sem
enn stendur,“ sagði Ólafur Ragnar
og sagðist treysta því að starfsfólk
sparisjóðanna myndi taka höndum
saman við almenning í landinu um að
endurreisa íslenskt fjármálakerfi.
„Við þurfum að styrkja og end-
urreisa íslenskt fjármálakerfi og
þurfum að gera það í sameiningu.
Það enginn einstaklingur til í land-
inu, hvorki bankamaður, kjörinn for-
ystumaður þjóðarinnar né athafna-
maður á vettvangi fyrirtækjanna
sem er með einhverja töfralausn um
það með hvaða hætti á að endurreisa
íslenskt fjármálakerfi. Það verður að
vera verkefni okkar allra. Óhjá-
kvæmilegt er að sparisjóðirnir verði
þar mikilvægur burðarás, bæði í
ljósi sögunnar og í ljósi nálægðar
sparisjóðanna við almenning.“
Í ávarpi sínu til starfsmanna
sparisjóðanna gerði forsetinn áhlaup
Breta á Íslendinga sérstaklega að
umtalsefni. „Það er afar leitt að
ábyrgir stjórnmálamenn, eins og
forsætisráðherra og fjármálaherra
Bretlands, skuli stíga fram á völlinn
með þeim hætti sem þeir gerðu,“
sagði Ólafur Ragnar og sagðist
þeirrar skoðunar að engir aðrir er-
lendir menn hefðu skaðað Ísland
jafnmikið og fyrrnefndir ráðherrar.
„Að nota hryðjuverkalögin sem voru
samþykkt eftir 11. september [2001]
í Bretlandi gegn friðsælasta lýðræð-
isríki í veröldinni, smæsta aðild-
arríki NATO og langtíma banda-
manni Bretlands er náttúrlega svo
fáránlegt eða ósvífið eða heimsku-
legt, eftir því hver er raunin, að er-
lendir menn sem hlusta á þá frásögn
eru gapandi af undrun,“ sagði Ólafur
Ragnar og tók fram að hann væri
eftir samtöl sín við erlenda áhrifa-
menn á síðustu dögum bjartsýnni en
áður um að hægt yrði að koma at-
burðarásinni, eins og hún horfði við
Íslendingum, til skila og endurvinna
traust landsins.
Morgunblaðið/Ómar
Samræður mikilvægar Forseti Íslands snæddi hádegisverð með starfsmönnum Icebanks og Sambands íslenskra
sparisjóða áður en hann ávarpaði þá. Fundurinn var liður í vettvangsheimsókn forsetans á vinnustaði í landinu.
Síðasta uppistandandi tréð
Forsetinn gagn-
rýnir árásir Breta
á Íslendinga
ÍSLENSKIR námsmenn erlendis
eiga enn í erfiðleikum með að milli-
færa fé af hérlendum bankareikn-
ingum yfir á reikninga í námsland-
inu. Best gengur með millifærslur af
reikningum Nýja Landsbankans en
þó fer eftir löndum hvort afgreiðslan
gengur eftir, að sögn formanns
SÍNE.
Síðastliðinn föstudag funduðu
fulltrúar Sambands íslenskra náms-
manna erlendis með fulltrúum frá
LÍN, menntamálaráðuneytinu, utan-
ríkisráðuneytinu og félagsmálaráðu-
neytinu. Þar kom fram að fyrir milli-
göngu Seðlabanka Íslands hefði
verið opnað fyrir millifærslur af
reikningum viðskiptavina Nýja
Landsbankans til banka erlendis og
var stefnt að sömu þjónustu fyrir
Kaupþing og Glitni eftir að nýjar
stofnanir hefðu tekið formlega við
starfsemi þeirra.
Tíminn naumur
Að sögn Garðars Stefánssonar,
formanns SÍNE, berast félaginu enn
kvartanir frá námsmönnum erlendis
um að þeir fái ekki að millifæra fé
milli landa. Þótt millifærslur séu
farnar að ganga í tilfelli Nýja Lands-
bankans sé það ekki algilt. „Það
gengur hjá sumum, t.d. í Danmörku.
Hins vegar höfum við heyrt að í Eng-
landi sé eitthvert skrifræði í kring-
um þetta – menn þurfi að fylla út
beiðni sem svo er send heim. Þetta
er ennþá svolítið óljóst.“
Hann segir að millifærslur gangi
hins vegar ekki þar sem Glitnir og
Kaupþing eiga í hlut en beðið sé eftir
að nýjar stofnanir þeirra líti dagsins
ljós . „Við erum búin að fá mörg
skilaboð um að þetta gangi ekki upp
og tíminn er naumur því þetta
ástand er búið að vara í fimm, sex
daga.“
Í fréttatilkynningu menntamála-
ráðuneytisins frá því fyrir helgi segir
að þess sé vænst að greiðslumiðlun
fyrir viðskiptamenn Glitnis og Kaup-
þings verði virk um leið og nýjar
stofnanir hafa formlega tekið við
starfsemi þeirra banka og um svipað
leyti fyrir aðrar fjármálastofnanir,
eða í fyrri hluta þessarar viku.
ben@mbl.is
Námsmenn enn
í erfiðleikum
með millifærslur
Í HNOTSKURN
»Íslendingar erlendis geta íneyðartilfellum leitað til
borgaraþjónustu utanrík-
isráðuneytisins í síma + 354
545 9900.
»Yfirfærslur eru háðartímabundnum fjárhæðar-
takmörkunum Seðlabanka Ís-
lands.
»Um 3.300 Íslendingar eruvið nám erlendis.
Hægt að færa fé frá Nýja Lands-
bankanum Skrifræði í Bretlandi
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
BERGUR Hauksson, framkvæmda-
stjóri Eignarhaldsfélagsins Fast-
eignar, segir að framkvæmdir við
byggingu Háskólans í Reykjavík í
Vatnsmýrinni séu á áætlun og hann
viti ekki betur en að fjármögnun-
arsamningurinn, sem gerður hafi
verið við Glitni, gildi áfram hjá nýj-
um banka.
Eignarhaldsfélagið Fasteign er
dótturfyrirtæki Glitnis. Gert er ráð
fyrir að háskólabyggingarnar verði
afhentar annars vegar í ágúst á
næsta ári og hins vegar í ágúst
2010. Bergur segir að í samræmi
við yfirlýsingar stjórnvalda um að
halda innanlandsstarfsemi bankans
áfram í fyrri rekstri sé ekki ástæða
til að halda annað en að fram-
kvæmdir við HR verði óbreyttar.
Mikið í húfi
„Ef þetta stoppar og allt annað
stoppar er þjóðfélagið stopp,“ segir
Bergur og vísar til þess að hjól at-
vinnulífsins verði að halda áfram að
snúast. Eins megi ekki gleyma því
að þegar herði að þurfi helst að
styrkja uppbyggingu menntunar.
Hann segir að nú starfi um 170
manns við framkvæmdirnar og bú-
ast megi við að þeim fjölgi upp í allt
að 300 manns næsta sumar.
steinthor@mbl.is
Byggingar
HR í Vatns-
mýri á áætlun
Morgunblaðið/RAX
Háskólasvæði Nýtt húsnæði HR er
í byggingu við rætur Öskjuhlíðar.