Morgunblaðið - 15.10.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 23
Litaprufa Ungt fólk er þeim eiginleikum gætt að geta notið augnabliksins betur en flestir aðrir. Þrjár vinkonur brugðu á leik og prófuðu villtar greiðslur.
Frikki Blog.is
Hlini Melsteð Jóngeirsson | 14. október
Mannorð okkar allra
Ætlar þessi ríkisstjórn
ekki að gera neitt í þess-
um málum? Á ekki að
standa upp á alþjóðavett-
vangi og standa á tveimur
og spyrna í. Brown er bú-
inn að traðka svo á mann-
orði okkar án þess að vera mótmælt
einu sinni af hálfu ríkisstjórnar okkar að
nú trúa honum allir.
Ég verð að biðla til ríkisstjórnar okkar
að fá smá bakbein og svara ásökunum
hans fullum hálsi. Þetta er ekki boðlegt
að menn geti talað svona illa um okkur
Íslendinga án mótmæla. …
Meira: hlini.blog.is
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir | 14. okt.
Siðferðiskreppa!
Mikið er fjallað um efna-
hagsástandið á Íslandi í
fjölmiðlum og athyglinni
beint að hlutabréfum,
hryðjuverkaásökunum,
gengi gjaldmiðla og vísi-
tölum. Harmleikir sem
eru að gerast meðal almennings fá litla
athygli.
Fylgispeki fjölmiðla við foringjana er
mikil og áróðurinn í fjölmiðlum miðar
að því að lægja öldurnar. Danir tala um
að aðstoða Íslendinga ekki bara á mór-
alska sviðinu heldur líka því efnahags-
lega.
Það er athyglivert að siðferðis-
kreppan virðist ofar í huga Danans en
efnahagskreppan.
Það er mikilvægt nú þegar ástandið
blasir við að gleyma sér ekki í vísitöl-
um. Beinum athyglinni að siðferðinu.
Íslendingar þurfa að temja sér hugarfar
sem setur manneskjuna og náttúruna í
forgrunninn. Göngum þannig um sam-
félagið að það verði vinsamlegt börn-
unum okkar þegar þau vaxa úr grasi.
Meira: kreppan.blog.is
Magnús Sigurðsson | 14. október
Verður Kaupþing
einkabanki
í almannaeigu?
Það yrðu bestu fréttir
undanfarna viku ef lífeyr-
issjóðirnir næðu samn-
ingum við FME um að
kaupa Kaupþing.
1. Með því yrði m.a.
stuðlað að því að þekking
starfsfólks Kaupþings glataðist ekki.
2. Fjármunir kæmu inn í íslenskt fjár-
málalíf sem færu ekki til að greiða niður
skuldir bankanna við útlönd eins raunin
virðist ætla að verða með lántökur rík-
isins.
3. Síðast en ekki síst væru lífeyris-
sjóðirnir með það á sinni hendi hvernig
þeir ávaxta lífeyrissparnað umbjóðenda
sinna, sem hlýtur að vera einn álitlegasti
kosturinn í þeirri stöðu sem er uppi er í
dag.
Meira: magnuss.blog.is
Í OPINBERRI umræðu kemur fram að íslensk
stjórnvöld séu langt komin að semja við Breta og
Hollendinga um mörg hundruð milljarða króna
skuldbindingar vegna starfsemi útibúa Lands-
banka Íslands í þeim löndum. Við undirritaðir
teljum nauðsynlegt að lagagrundvöllur sé skoð-
aður rækilega áður en slíkir samningar verða end-
anlegir.
Með lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar
og tryggingakerfi fyrir fjárfesta var stofnaður
sérstakur sjóður, Tryggingasjóður innstæðueig-
enda og fjárfesta, sem er sérstök sjálfseign-
arstofnun. Hlutverk hans er að veita lágmarks-
vernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi
fyrirtækja. Af aðfararorðum tilskipunar EB um
innlánatryggingakerfi má draga þá meginályktun
að innlánseigendur eiga að njóta jafnréttis með
tilliti til greiðslna úr sjóðnum án tillits til þess
hvar þeir eru búsettir innan EES.
Greitt er úr sjóðnum ef viðskiptabanki er ekki
fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði inn-
stæðu. Lágmarkstrygging nemur nú rúmlega
20.000 ECU fyrir samanlögð innlán hvers inn-
stæðueiganda. Segir í 7. gr. tilskipunarinnar að
innlánatryggingakerfin tryggi að samanlögð inn-
lán hvers innstæðueiganda séu tryggð að fram-
angreindri fjárhæð.
A.
Ljóst er samkvæmt framangreindu að aðild-
arríki tilskipunarinnar hafa tekið á sig þær skuld-
bindingar að koma á ákveðnu tryggingarkerfi
samkvæmt skilmálum hennar. Þetta var gert hér
á landi með fyrrgreindum lögum. Vegna þess
hvernig greiðslum í sjóðinn er háttað, þ.e. að eign
hans er miðuð við innstæðu á næstliðnu ári, gat sú
staða komið upp að ekki væru til fjármunir í
sjóðnum sem endurspegluðu raunmagn inn-
stæðna á hverjum tíma.
Við teljum að innlánstryggingarkerfin beri
ábyrgð á skuldbindingum sínum með því fjár-
magni sem þar finnst en öðru ekki. Þessa nið-
urstöðu okkar byggjum við einkum á eftirfarandi:
Við teljum augljóst að hlutverk Trygg-
ingasjóðsins er ekki að takast á við allsherjar
bankahrun eins og gerst hefur hér á landi. Ef svo
hefði verið hefði þurft að greiða gífurlegar fjár-
hæðir inn í hann sem næmi mörgum tugum pró-
senta af heildarinnlánum. Styðst þessi niðurstaða
við lokamálslið 24. málsgreinar aðfararorða til-
skipunarinnar (en málsgreinin fjallar um fjár-
mögnun innlánatryggingakerfa) þar sem gert er
ráð fyrir að fjármögnunin megi ekki stefna stöð-
ugleika viðkomandi bankakerfis í hættu. Því má
segja að það ástand sem hér um ræðir sé eins kon-
ar force majeure tilvik.
Ákveðnar reglur eru um inngreiðslur í sjóðinn
samkvæmt lögum nr. 98/1999. Skal heildareign
innstæðudeildar sjóðsins nema að lágmarki 1% af
meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum
og sparisjóðum á næstliðnu ári. Engar reglur eru
um það í viðkomandi tilskipunum hvernig fjár-
magna eigi sjóðina. Ganga verður út frá því að
þessar reglur íslenskra laga hafi verið tilkynntar
viðkomandi yfirvöldum (hér Eftirlitsstofnun
EFTA) í samræmi við fyrrgreinda tilskipun og er
ekki kunnugt um að neinar athugasemdir hafi
komið fram. Því má leggja til grundvallar að inn-
leiðingin hafi verið rétt að þessu leyti.
Í 3. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar er gert ráð fyrir
því að lánastofnun hafi ekki fullnægt skyldum sín-
um og kveðið er á um aðgerðir í því sambandi. Má
þá eftir atvikum útiloka viðkomandi lánastofnun
frá markaðinum með skýru samþykki lögbærra
yfirvalda en þá með minnst 12 mánaða fyrirvara.
Ákvæðið sýnir að jafnvel þótt eitthvað hafi verið
athugavert við innlánatryggingar umræddra úti-
búa Landsbankans á þessu ári, t.d. að skyldu-
bundin framlög til Tryggingasjóðs hafi ekki verið
greidd, hefði ekki ennþá verið unnt að koma við-
urlögum í framkvæmd. Ekkert hefur hins vegar
komið fram sem bendir til að eitthvað hafi verið
athugavert við innlánatryggingar Landsbankans.
Ef reglur tilskipunarinnar væru túlkaðar með
þeim hætti að greiða ætti framangreindar fjár-
hæðir að fullu til innstæðueigenda hvernig sem á
stæði gæti það bakað smáum ríkjum gífurlegar
fjárhagslegar skuldbindingar sem settu fullveld-
isrétt þeirra í hættu. Slíkt getur hvorki verið til-
gangur tilskipunarinnar né leitt af henni.
Ábyrgð ríkissjóðs verður því ekki á því byggð
að ákvæði umræddrar tilskipunar hafi verið brot-
in. Ábyrgð ríkisins í tengslum við fyrrgreinda til-
skipun felst einungis í því að innleiða reglur um
hana og að sjá að öðru leyti um að staðið sé við
skuldbindingar samkvæmt tilskipuninni. Hafi
vanhöld orðið á því getur ríkið orðið skaðabóta-
skylt ef reglunum um bótaábyrgð er að öðru leyti
fullnægt. Ábyrgð ríkisins nær hins vegar ekki
lengra en þetta. Þá er og athyglisvert að hvergi er
í tilskipuninni kveðið á um sérstaka ábyrgð aðild-
arríkjanna á skuldbindingum Tryggingasjóðsins.
Má ætla að slík ábyrgð hefði komið skýrt fram ef
stefnt hefði verið að henni.
B.
Með lögum um heimild til fjárveitinga úr rík-
issjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamark-
aði o.fl. var gerð breyting á 10. gr. fyrrgreindra
laga nr. 98/1999 og innleitt ákvæði sem segir efn-
islega að krafa Tryggingasjóðs njóti rétthæðar
sem forgangskrafa. Svipuð breyting var gerð með
fyrrgreindum lögum á lögum nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki þannig að við gjaldþrot fjár-
málafyrirtækis verða kröfur vegna innstæðna for-
gangskröfur. Líta má svo á að umrædd lagasetn-
ing eigi við um alla innlánseigendur hér á landi
svo og innlánseigendur útibúa íslenskra fjármála-
fyrirtækja erlendis. Lagasetning af þessu tagi,
sem kemur í raun með afturvirkum hætti á nýrri
skipan að því er varðar rétthæð krafna, veldur
vandkvæðum. Hún bætir augljóslega stöðu sumra
kröfuhafa á kostnað annarra. Skoða verður sér-
staklega hvort hún brjóti í bága við meginreglur
laga um réttaröryggi og réttmætar væntingar og
hverjar séu afleiðingar ef svo er. Reglur af þessu
tagi má hugsanlega réttlæta með skírskotun í
neyðarrétt, þ.e. að þær séu nauðsynlegar til að
forðast stórfelldan efnahagslegan vanda í íslensku
þjóðfélagi.
C.
Íslenska ríkið hefur í hyggju að greiða íslensk-
um innlánseigendum fjárhæðir til að tryggja inn-
stæður þeirra. Taki ríkið á sig slíkar skuldbind-
ingar og greiði úr ríkissjóði myndu þær greiðslur
vera umfram skyldur íslenska ríkisins í þeim til-
gangi að tryggja að unnt væri að starfrækja inn-
lenda innlánastarfsemi í framtíðinni og til að
tryggja efnahagslegan stöðugleika. Slíkar
greiðslur koma EES-samningnum í raun réttri
aðeins óbeint við enda myndu þær ekki fara fram
á gildissviði hans nema í undantekningartilvikum.
Evrópskar skuldbindingar felast aðeins í þeim
Tryggingasjóðum sem að framan eru nefndir og
þeim reglum sem um þá gilda. Þær reglur snerta
einkavædda banka og Tryggingasjóð sem er sjálf-
stæð stofnun en ekki íslenska ríkið. Þær ráðstaf-
anir sem ríkið gerir til að halda uppi efnahags-
legum stöðugleika í framhaldi af því eru því
annars eðlis. Hefði ríkið hins vegar breytt lögum
um Tryggingasjóð með þeim hætti að innlánseig-
endum hefði verið mismunað eftir búsetu kynni
slíkt að brjóta í bága við reglur EES-samningsins.
D.
Meginniðurstöður okkar eru eftirfarandi:
Ekki hvílir nein ábyrgð á ríkissjóði vegna stöðu
innstæðna í Tryggingasjóðnum.
Lagabreyting sem gerir ráð fyrir að innláns-
kröfur verði forgangskröfur getur staðist ef hana
má réttlæta með skírskotun í neyðarrétt.
Greiðslur sem ríkið tekur á sig að inna af hendi
til innstæðueigenda hér á landi falla almennt utan
gildissviðs EES-samningsins nema í undantekn-
ingartilvikum.
Eftir Lárus Blöndal
og Stefán Má Stefánsson » Við teljum að innlánstrygg-
ingarkerfin beri ábyrgð á
skuldbindingum sínum með
því fjármagni sem þar finnst
en öðru ekki.
Stefán Már
Stefánsson
Lárus er hæstaréttarlögmaður.
Stefán Már er prófessor.
Ábyrgð ríkisins á innlánum
Lárus
Blöndal
Salvör | 14. október
Seiðandi
söngur evrunnar
... Núna í þessari
kreppu mun koma í ljós
hvort lönd innan evru-
svæðisins græða á sam-
eiginlegum gjaldmiðli eða
hvort ójafnvægi í fram-
leiðni milli landa brýst
fram í stöðnun og kyrrstöðu á ein-
hverjum svæðum.
Sennilega er einn hluti af kreppunni
sem nú skellur yfir heiminn tilkominn
vegna þess að gjaldmiðlarnir eru eitt tól-
ið til að búa til peninga sem ekki eru til.
En eitt er víst. Dagar krónunnar virð-
ast taldir og það eru ekki margir kostir í
stöðunni fyrir Ísland. Reyndar bara tveir
að ég sé. Annars vegar er það evra og
það þýðir inngöngu í Efnahags-
bandalagið, það er alveg ljóst og það er
ekki gert á einum degi. Hins vegar er það
að reyna að ná samningum við Norð-
menn að nota norskar krónur hérna. Það
er frekar fýsilegur kostur og eins og Þór-
ólfur Matthíasson hagfræðingur segir þá
gæti það verið Plan B.
Meira: salvor.blog.is