Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 25
UMRÆÐAN
ALÞJÓÐLEGUR
dagur hvíta stafsins er
15 október. Hvíti staf-
urinn er ekki eingöngu
tákn fyrir blinda til að
láta samfélagið vita af
því að viðkomandi sé
blindur. Hvíti stafurinn
er mikilvægt örygg-
istæki sem blindir jafnt
sem sjónskertir ein-
staklingar nýta sér og gefur þeim
færi á að fara á milli staða sem sjálf-
stæðir einstaklingar. Út um allan
heim er hvíti stafurinn mest notaða
öryggistæki sem blindir og sjón-
skertir nota á ferðum sínum um leið
og hann er tákn sjálfstæðis.
Í hugum margra er hvíti stafurinn
fyrst og fremst fyrir þá sem eru
blindir. Á Íslandi eru um 1400 manns
blindir eða sjónskertir. Að vera sjón-
skertur er að vera með 30% sjón eða
minna. Af þessum 1400 eru um 100 al-
blindir.
Sjónskerðing
Sjónskerðing getur lýst sér á
margvíslegan hátt. Sjónskerpan er
það sem flestum dettur í hug þegar
sjón er nefnd, enda veigamikill hluti
sjónarinnar. Þegar sjónskerpa er
komin niður í 10%, 6/60 þýðir það að
viðkomandi einstaklingur sér á 6
metra færi það sem fullsjáandi ein-
staklingur sér á 60 metra færi. En
sjón er meira en það. Hliðarsjón er
ekki síður mikilvæg. Hún gerir
mönnum kleift að rata um og skynja
hreyfingar útundan sér. Þá má nefna
ljósnæmi og rökkuraðlögun. Nátt-
blinda er vel þekkt einkenni vissra
augnsjúkdóma og getur háð mönnum
verulega og svo er það litaskynjunin.
Einstaklingar sem eru með vissa
augnsjúkdóma geta við ákveðnar að-
stæður hegðað sér eins og fullsjáandi
einstaklingar og orðið svo nánast
bjargarlausir við aðrar aðstæður.
Þannig getur einstaklingur sem hefur
mjög takmarkað sjónsvið, 10° eða
minna, haft góða skerpu í þessum 10°,
og því verið fær um að lesa. Viðkom-
andi einstaklingur getur hinsvegar
lent í vandræðum með að rata eða at-
hafna sig, sérstaklega í þrengslum og
oft verið klaufalegur í
hegðun. Einstaklingar
sem tapa miðjusjón en
halda hliðarsjón geta
átt auðvelt með að
ferðast um, en geta svo
lent í vandræðum með
að þekkja fólk og geta
virst á stundum aldrei
horfa framan í þann
sem verið er að tala við.
Birtingarmyndir alvar-
legrar sjónskerðingar
geta verið margar og
það er ekki ástæða til að
ætla að einstaklingur
sem gengur með hvítan staf, sest svo
niður og fer að lesa dagblað, sé að
villa á sér heimildir.
Bætt aðgengi gagnast öllum
Eins mikilvægt öryggistæki og
hvíti stafurinn getur verið blindum og
sjónskertum þá eru eftir sem áður
ýmsar slysahættur í umhverfinu sem
mikilvægt er að draga úr. Þetta eru
slysahættur sem allir hafa hag af því
að hugað sé að. Þar má t.d. nefna:
að hljóðmerki á gönguljósum
ættu að vera ófrávíkjanleg regla,
að notast verði við upphleypt
merki og sterkar andstæður í lita-
notkun til að vara við tröppum,
að vanda frágang á aðvörunum
vegna framkvæmda á götum og
gangstéttum,
að bílstjórar noti ekki gang-
stéttar sem bílastæði,
að gangstéttar séu ekki notaðar
til að moka snjó af götum á.
Þegar fjallað er um aðgengismál þá
er mikilvægt að hafa í huga að bætt
aðgengi kemur öllum til góða og þá
ekki síst eldri borgurum. Mikilvægt
er einnig að taka tillit til aðgegn-
ismála öllum hönnunarferlum. Víða
erlendis eru aðgengismál komin inn í
löggjöf þannig að fyrirtæki og stofn-
anir geta skapað sér skaðabóta-
ábyrgð ef aðgengismál eru ekki í lagi.
Að mati sjónskertra og blindra ein-
staklinga sem hafa samanburð á bú-
setu hérlendis og erlendis eru að-
gengismál hér á landi í mörgum
tilvikum töluvert langt á eftir því sem
gerist meðal frændþjóða okkar. Að-
gengismál eru hinsvegar eilífðarverk-
efni sem sífellt þarf að vinna í og þar
er kynning á því sem betur má fara
mjög mikilvæg.
Öryggi og sjálfstæði
Kristinn Halldór
Einarsson skrifar
um sjónskerðingu
og hvíta stafinn
» ...hvíti stafurinn er
mest notaða örygg-
istæki blindra og sjón-
skertra og um leið er
hann tákn sjálfstæðis.
Kristinn Halldór
Einarsson
Höfundur er formaður
Blindrafélagsins, samtaka
blindra og sjónskertra á Íslandi
Í SÍÐUSTU viku
sendi Emanuel
Tommy, fram-
kvæmdastjóri Rauða
krossins í Síerra
Leóne, Rauða kross-
inum á Íslandi sam-
úðar- og bar-
áttukveðju vegna
þeirra þrenginga sem
við Íslendingar erum
að ganga í gegnum.
Emanuel er ungur
maður sem býr í einu
fátækasta landi
heims. Hann hefur
upplifað hræðilegt
stríð og misst marga
af sínum nánustu. Ég
hef oft dáðst að æðru-
leysi hans og hve já-
kvæður hann er í
hjálparstarfi sem er
mjög krefjandi við
þær aðstæður sem
hans fólk býr við. Þrátt fyrir að
búa sjálfur í landi sem er að takast
á við mikla erfiðleika tók hann sér
tíma til að hugsa til okkar á Ís-
landi.
Ég verð að viðurkenna að ég
vissi ekki alveg hvernig ég átti að
bregðast við kveðjunni. Fyrst
skammaðist ég mín þar sem ég veit
að þrátt fyrir þá kreppu sem við
erum að sigla inn í erum við langt
frá því að búa við þrengingar í lík-
ingu við þær sem fólkið í Síerra
Leóne þarf að takast á við. Síðan
gladdist ég yfir að eiga Emanuel
Tommy að. Rauði kross Íslands
hefur verið til staðar fyrir hann
undanfarin ár og nú er hann til
staðar fyrir okkur. Þegar erf-
iðleikar steðja að er gott að finna
að maður er ekki einn í heiminum.
Ég hef undanfarna daga þakkað
fyrir að hafa fengið að starfa með
og fyrir fólk í fátækustu löndum
heims og á svæðum þar sem vopn-
uð átök ríkja. Það fólk sem ég hef
unnið með og fyrir hefur kennt
mér margt um samstöðu, listina að
lifa af litlu og hvað það er sem
skiptir mestu máli í lífinu. Einnig
hef ég lært að eignir og peningar
eru ekki það sem skiptir öllu máli
þegar spurningin er að lifa af á erf-
iðum tímum – þá er betra að eiga
góða að sem eru tilbúnir að deila
með öðrum og sýna samstöðu.
Í starfinu hef ég upplifað það að
vera í lífsháska. Þetta var þegar
átök brutust út þar sem ég var við
störf í Líberíu. Á þeirri stundu var
mér sama um þó að ég missti allt
nema mína nánustu. Ég var meira
að segja komin í samningaviðræður
við guð um að ég gæti sætt mig við
að fá skot í vinstri handlegg eða
fótlegg bara ef ég kæmist lifandi
heim. Þetta gerðist þegar ráðist
var á bílalest okkar útlendinganna
sem vorum á flótta frá átökum.
Það að við lögðum á flótta þýddi
einnig að við skildum eftir í Líberíu
innlenda samstarfsmenn og vini
okkar auk almennra borgara. Þeg-
ar fólk áttaði sig á að við vorum að
yfirgefa svæðið braust út mikill
ótti. Það að yfirgefa fólk í lífsháska
var það erfiðasta sem ég hef upp-
lifað sem hjálparstarfsmaður.
Ég reyndi að gefa allan gjaldeyr-
inn sem ég var með og lyklana að
vöruhúsinu sem var fullt af mat-
vælum en enginn vildi
taka við þessum verð-
mætum. Skýringin var
að á þessari stundu
skipti það eitt máli að
leggja á flótta til þess
að lifa af og þá voru
peningar og mat-
arbirgðir íþyngjandi.
Sem betur fer náði ég
að hitta flesta sam-
starfsmenn mína eftir
að við komumst úr
landi. Þá voru þeir
allslaust flóttafólk í ná-
grannalandi – en þakk-
látt fyrir að hafa haldið
lífi í þeim hremm-
ingum sem þau gengu í
gegnum.
Við það að starfa við
mannúðarstörf erlendis
og nema friðar- og
átakafræði er mér það
mjög ljóst að við Ís-
lendingar búum við
velferð sem fáum íbú-
um þessa heims hefur
staðið til boða. Ég er
þakklát fyrir þau for-
réttindi að hafa fæðst
á Íslandi og þrátt fyrir
kreppu og þá uppstokkun sem á
sér nú stað er ég á þeirri skoðun að
það verði áfram mjög eftirsókn-
arvert að tilheyra íslensku sam-
félagi og búa á Íslandi. Ég hlakka
til að takast á við það endurmat og
nýsköpun sem bíður okkar og ég
gleðst yfir að eiga marga góða að
um allan heim sem munu vera með
okkur í því starfi.
Takk, Emanuel, fyrir að minna
mig á að við tilheyrum hvort öðru í
því samfélagi sem deilir með sér
gæðum jarðarinnar. Takk fyrir að
minna mig á þau forréttindi sem
fylgja því að tilheyra íslensku vel-
ferðarsamfélagi og búa á Íslandi og
takk fyrir að minna mig á að njóta
lífsins. Það er gott að eiga þig að.
Stuðningur úr
óvæntri átt
Helga Þórólfsdóttir
segir frá bar-
áttukveðju til okk-
ar frá Síerra Leóne
einu fátækasta
landi heims
Helga Þórólfsdóttir
» Í síðustu
viku fékk
Rauði kross Ís-
lands stuðnings-
yfirlýsingu frá
framkvæmda-
stjóra Rauða
krossins í Síerra
Leóne vegna
fjármálahruns-
ins hér á landi.
Höfundur er með framhaldsmenntun
í friðar- og átakafræðum og hefur
starfað sem sviðsstjóri alþjóðasviðs
Rauða kross Íslands og við hjálp-
arstörf á vegum Rauða krossins.
MORGUNBLAÐIÐ slæst í för
með utanríkisráðherra í leiðara
blaðsins í gær og heldur því að les-
endum sínum að annaðhvort verði
Íslendingar að ganga í Evrópusam-
bandið eða að hverfa aftur til for-
tíðar. Annaðhvort sæki landsmenn
fram með frjálsum viðskiptum eða
pakki í vörn í ástandi sem var fyrir
daga EES-samningsins. Þetta er
röng lýsing á stöðunni og val-
kostum þjóðarinnar. Eðlileg við-
brögð við fjármálakreppunni og
gjaldþroti viðskiptabankanna eru
að setja frekari reglur um frjáls
viðskipti og fjárfestingar og taka
fyrir þann leka á löggjöf Íslands
sem gerði fjárglæframönnum kleift
að velta eigin skuldbindingum á
herðar þjóðarinnar. Það þarf að
taka upp frelsi með ábyrgð. Slíkt
skref er áfram en ekki aftur á bak.
Það er hins vegar í mínum huga
afturhvarf til fortíðar að opna fisk-
veiðilögsögu landsins fyrir erlend-
um fiskiskipum, svo sem breskum
og fela Evrópusambandinu meira
og minna yfirráð og stjórnun fisk-
veiðiauðlindar íslensku þjóð-
arinnar. Aðild að Evrópusamband-
inu felur þetta í sér, stórt skref til
fortíðar. Við skulum halda áfram á
eigin forsendum fyrir land og þjóð.
Kristinn H. Gunnarsson
Áfram fyrir land og þjóð
Höfundur er þingmaður fyrir
Fjálslynda flokkinn.
HEFUR þú einhvern
tíma gúglað eitthvað á
netinu og fundið fræði-
grein um nákvæmlega
það sem þú varst að leita
að – en því miður er
fræðigreinin læst og þú
getur ekki lesið hana
nema þú sért með áskrift
eða borgir fyrir hana?
Því miður hafa margir
lent í þessu en tímarnir eru smám
saman að breytast og lokaður að-
gangur verður sjaldgæfari með degi
hverjum. Á netinu er opinn aðgangur
að æ fleiri tímaritum og greinar
þeirra öllum aðgengilegar án endur-
gjalds. Öflug alþjóðleg hreyfing
fræðimanna og bókasafnsfræðinga
hefur breytt útgáfulandslaginu grið-
arlega á síðustu fimm til tíu árum (sjá
www.earlham.edu/̃peters/fos) og í
dag, þriðjudaginn 14. október, er al-
þjóðlegur dagur opins aðgangs (sjá
openaccessday.org).
Á Íslandi eru nú þegar mörg dæmi
um opin tímarit. Landsbókasafn Ís-
lands – háskólabókasafn hefur tekið
saman lista yfir blöð og tímarit í opn-
um aðgangi (sjá landsbokasafn.is/
id/1011480), en meðal fræðirita má
nefna Stjórnmál og stjórnsýslu
(stjornmalogstjornsysla.is, gefið út af
stjórnmálafræðistofnun Háskóla Ís-
lands), Tímarit um félagsvísindi
(bjss.bifrost.is, gefið út af Háskól-
anum á Bifröst), og Nordicum-
Mediterraneum
(nome.unak.is, gefið út
áf Háskólanum á Ak-
ureyri). Bókasafn
Landspítalans hefur
stofnað geymslusafn,
Hirsluna, sem hýsir
vísindalegar greinar
eftir starfsmenn spít-
alans (sjá hirsla.lsh.is).
Opinn aðgangur að
vísindalegu efni er
sérstaklega mik-
ilvægur fyrir Íslend-
inga vegna legu og
stærðar landsins. Bókasöfn okkar
eru takmörkuð, landsaðgangur nær
bara til ákveðinna tímarita, og litlir
háskólar hafa ekki efni á mörgum
tímaritsáskriftum, hvorki papp-
írsáskriftum né rafrænum.
Reyndar er tímaritaútgáfa að
miklu leyti að breytast í rafræna út-
gáfu. Æ sjaldnar er ástæða til að
birta fræðigreinar á pappír og reyna
að selja þær. Með því að birta á net-
inu detta margir kostnaðarliðir út
(svo sem prentun, áskriftarstjórn,
dreifing, og póstur) – það sem stend-
ur eftir er ritstjórn.
Þar sem eru engir áskrifendur
þarf grunnfjármagn tímaritsins vita-
skuld að koma annars staðar frá – en
vegna þess að um frekar lágar upp-
hæðir er að ræða ráða flestir háskól-
ar eða deildir innan þeirra við að gefa
út rafræn tímarit og greiða fyrir rit-
stjórn þess. Mörg opin rafræn tíma-
rit hafa sprottið upp á síðustu fimm
ár (sjá www.doaj.org). Nýju tímaritin
hafa byggt upp ritstjórnar- og ritrýn-
ingarkerfi og mörg þeirra hafa þegar
getið sér góðan orðstír.
Sum eldri tímarit hafa kosið að
taka upp hið nýja fyrirkomulag og
birta greinar endurgjaldslaust á net-
inu. Önnur kjósa að halda áfram að
selja aðgang og það gengur oftast vel
ef þau hafa verið búin að festa sig í
sessi.
Hvað varðar höfundarétt er al-
gengast að stuðst sé við hið svokall-
aða Creative Commons Attribution
License (sjá creativecommons.org)
sem þýðir að öllum er heimilt að nota
efnið, og jafnvel dreifa því og end-
urbirta það en að sjálfsögðu þarf allt-
af að geta höfundarins og uppruna
greinarinnar. Slíkt efni mættu kenn-
arar t.d. setja á vefsíður námskeiða
sinna án þess að hafa áhyggjur af því
að þeir væru að brjóta lög.
Til er ókeypis hugbúnaður fyrir þá
sem vilja stofna ritrýnd tímarit í opn-
um aðgangi með innbyggðum leið-
beiningum um útgáfuferilinn (sjá
pkp.sfu.ca/ojs).
Opinn aðgangur nær ekki bara til
tímarita. Á næstu árum munu fleiri
og fleiri bækur (sérstaklega fræði-
bækur sem seljast ekki í nógu mörg-
um eintökum til að útgáfan borgi sig)
verða aðgengilegar á netinu í ritrýnd-
um söfnum. Þessi þróun er reyndar
þegar hafin fyrir allnokkru eins og
sjá má af verkefnum eins og Project
Gutenberg (gutenberg.org) sem hóf
að gera rafrænar bækur utan höf-
undaréttar aðgengilegar fyrir meira
en þrjátíu arum. Auk þess hafa marg-
ir höfundar sjálfir birt bækur sínar á
eigin heimasíðum. Við sjáum svo fyr-
ir okkur að þær munu í auknum mæli
færast inn í rafræn söfn þar sem þær
verða varðveittar eftir andlát höfund-
anna. Töluvert magn námsbóka hef-
ur einnig nú þegar verið sett á netið,
sjá t.d. textbookrevolution.org. Á Ís-
landi má nefna að flestar lokaritgerð-
ir Háskólans á Akureyri og fyrrver-
andi Kennaraháskóla Íslands eru
aðgengilegar á netinu (skemm-
an.khi.is).
Stór spurning í fræðiútgáfu þessa
dagana er hvort eigi að skylda höf-
unda, sem hafa stundað rannsóknir
kostaðar af opinberu fé, til að birta
niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Slíkt fyrirkomulag hefur færst í
aukana undanfarið (bæði í Bandaríkj-
unum og hjá Evrópusambandinu) en
á Íslandi virðast engar formlegar
ákvarðanir enn hafa verið teknar.
Það er erfitt fyrir suma að við-
urkenna að opinn aðgangur sé fram-
tíðin. Allar breytingar eru erfiðar og
trufla gamlar hefðir og venjur. En ef
frá eru talin þau örfáu sem starfa við
að selja aðgang að fræðilegri þekk-
ingu er opinn aðgangur til mikilla
bóta fyrir alla – nemendur, fræði-
menn, og almenning.
Opinn aðgangur að fræðigreinum
Ian Watson skrifar
um aðgang að fræði-
greinum á netinu
Ȯ sjaldnar er
ástæða til að birta
fræðigreinar á pappír
og reyna að selja þær.
Ian Watson
Höfundur er lektor við Háskólann á
Bifröst og ritstjóri Tímarits um fé-
lagsvísindi.
Fréttir á SMS