Morgunblaðið - 15.10.2008, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Ljósmynd/Hekla Dögg Jónsdóttir
Litríkur Sirkus-barinn var óðum að taka á sig mynd á Frieze-sýningarsvæðinu í Regents Park í London í gær.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
FRIEZE-listkaupstefnan hefst í Re-
gents Park í London í dag, með for-
opnun fyrir fjölmiðla og boðsgesti.
Sýningarsvæðið verður síðan opið
gestum alla helgina. 150 kunn gallerí
taka þátt og kynna listamenn.
Innan verkefnis sem kallast Frieze
Projects setja 11 listamenn upp verk
í boði kaupstefnunnar, og þá er form-
legt samstarf við tvo hópa listamanna
en annar þeirra er Kling & Bang ofan
af Íslandi. Áttmenningarnir voru í
gær að leggja lokahönd á endurreisn
hins kunna Sirkus-bars af Klapp-
arstígnum á sýningarsvæðinu.
„Þetta er allt að verða tilbúið,“
sagði Hekla Dögg Jónsdóttir. „Mik-
ilvægasta manneskjan, bareigandinn
Sigga Boston, er mætt og farin að
tengja bjórdælurnar, en við komum
vitaskuld með íslenskan bjór. Við
vinnum verkið í samstarfi við Siggu,
hún kemur með rétta andann.
Hér verður sama stemning og á
Sirkus forðum. Fólk getur komið inn
og horfið til Íslands á augabragði;
fengið sér Thule-bjór og fylgst með
listrænum uppákomum.“
Innviðir, þak, barborð og skilti
Úlfur Grönvold hefur stýrt endur-
byggingunni, sem hann segir hafa
gengið vel, þrátt fyrir að barinn hafi
verið sendur til Englands og reistur á
umbrotatímum síðustu vikna.
„Sirkusandinn er að lifna, þetta er
nánast 100% kópía. Við erum með
framhliðina og allt innvolsið, bar-
borðið, þakið og ljósaskiltið. Smíðin
hefur verið rosaleg vinna og mikið
púsl. Við reynum að halda þessu eins
raunverulegu og við getum.“
Úlfur segir að ef einhverjir úr
Kling & Bang-hópnum hafi haft efa-
semdir um gildi verksins, þá hafi þær
horfið á liðnum dögum.
„Verkið er farið að fá talsvert aðra
merkingu, í ljósi atburða síðustu
daga,“ segir hann.
„Við fórum út með Sirkus áður en
múrinn féll, og okkur fannst eins og
við hefðum tekið tappann úr baðinu
með því að flytja þessi menning-
arverðmæti hingað,“ bætir Hekla
Dögg við. „Við vorum að ræða hvort
við þyrftum ekki að flytja barinn aft-
ur heim, til að bjarga málunum.“
Vildu ræða efnahagspólitíkina
Hekla Dögg segir fjármálakrepp-
una greinilega mikið rædda innan
listheimsins, en hún virðist þó ekki
hafa sýnileg áhrif á Frieze, því engin
gallerí hafi hætt við þátttöku.
En þau hafa ekki notað tækifærið
og boðið Gordon Brown forsætisráð-
herra á Sirkus um helgina?
„Nei. Við ákváðum að tengja verk-
in ekki sjálf við ástandið sem ríkir,
þótt verkefnið fjalli alveg hispurs-
laust um verðmæti. Okkur þótti þessi
bar vera mikil menningarverðmæti.
Slíkar stofnanir geta verið í litlum
húsum sem eru undir fallöxinni – eins
og við í Kling & Bang þekkjum vel.
Innihaldið skiptir mestu máli.“
„Fólk frá BBC kom og vildi ræða
pólitíkina á Íslandi við okkur,“ segir
Úlfur. „En við viljum ekki tala um
neina pólitík, það er óþarfi. Menn
geta þó lesið ýmislegt inn í verkið.
Það verður forvitnilegt að heyra hvað
menn segja um að Íslendingar séu
mættir með heilan bar til London. Að
hér haldi fylliríið áfram?“
Kling & Bang-hópurinn hefur endurbyggt bar af Klapparstíg á einni helstu listkaupstefnu Evrópu
Sama stemning og á Sirkus forðum
Í HNOTSKURN
» Kling & Bang hefur end-urbyggt barinn Sirkus á
Frieze-kaupstefnunni sem
hefst í London í dag.
» Ýmsar uppákomur verðaá Sirkus, m.a. Ghostdigi-
tal, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og
Gjörningaklúbburinn.
SÖNGSVEITIN Fílharm-
ónía heldur tónleika í kvöld
klukkan átta í Neskirkju.
Þar verður flutt klezmer-
tónlist, þjóðlagatónlist gyð-
inga frá Austur-Evrópu.
Auk kórsins koma fram
þau Ragnheiður Gröndal
söngkona, Haukur Gröndal
klarinettleikari og Matthías
Stefánsson fiðluleikari.
Systkinin Haukur og Ragn-
heiður Gröndal hafa starfað saman í klezmer-
sveitinni Schpilkas sem gefið hefur út tvær
hljómplötur.
Miðar fást hjá kórfélögum, í versluninni 12
tónum og við innganginn.
Tónlist
Söngraddir,
klarinett og fiðla
Ragnheiður og
Haukur Gröndal
ÚT ER komin hjá For-
laginu bókin Orðspor –
gildin í samfélaginu eftir
Gunnar Hersvein. Þar
fjallar hann um það
hvernig einstaklingar
geta lagt öðrum lið og
tekið þátt í því að bæta
samfélag sitt.
Markmið bókarinnar er
að sporna gegn kæruleysi
og aðgerðarleysi með
uppbyggilegri gagnrýni og athugun á sam-
félagsmálum. Tekið er á uppeldismálum,
jafnréttismálum, umhverfismálum og trú-
málum og rætt ítarlega um hlutverk fjöl-
miðla.
Bókmenntir
Ný bók frá
Gunnari Hersveini
Orðspor – gildin í
samfélaginu
ANNAÐ kvöld klukkan 18
opnar ísraelsk/bandaríska
myndlistarkonan Tamy
Ben-Tor sýningu í sýning-
arrýminu 101 Projects,
Hverfisgötu 18b. Sýningin
er hluti af myndlistarhátíð-
inni Sequences sem stendur
nú sem hæst.
Ben-Tor vinnur aðallega
með vídeó, en er jafnframt
þekkt fyrir gjörninga sína,
sem hún hefur flutt í leikhúsum, gjörn-
ingahátíðum og næturklúbbum. Hún kemur
sjálf fram í verkum sínum, bregður sér í ýmis
gervi og leikur karaktera, sem hún byggir á
þekktum erkitýpum.
Myndlist
Tamy Ben-Tor í
101 Projects
Ben-Tor í einu
verka sinna
FYRSTU Háskólatónleik-
arnir í haust verða haldnir
í hátíðarsal Háskólans í
dag. Það er Kvartett Sig-
urðar Flosasonar sem ríð-
ur á vaðið og flytur ný
verk fyrir djasskvartett
eftir Sigurð. Kvartettinn
skipa Sigurður Flosason
saxófónleikari, Eyþór
Gunnarsson píanóleikari,
Valdimar K. Sigurjónsson
kontrabassaleikari og trommuleikarinn Einar
Scheving.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Almennur
aðgangseyrir er 1.000 krónur, en ókeypis er
fyrir nemendur Háskóla Íslands.
Tónlist
Fyrstu Háskóla-
tónleikarnir
Sigurður
Flosason
Rithöfundurinn Milan Kun-dera er sagður hafa ljóstraðupp um meintan njósnara
árið 1950 þegar hann var 21 árs.
Þetta kemur fram í grein, sem birt-
ist í tékkneska tímaritinu Respekt
eftir Adam Hradilek, sem starfar hjá
stofnun, sem rannsakar alræðisríki,
USTR.
Í greininni er því haldið fram aðKundera hafi sagt lögreglunni
frá gesti, Miroslav Dvorácek, á stúd-
entagarðinum, sem hann bjó á.
Sönnunargagnið er lögregluskjal,
dagsett 14. mars 1950 þar sem segir
að klukkan 16 hafi Milan Kundera
komið á lögreglustöð í Prag og sagt
að Dvorácek væri væntanlegur.
Lögreglan handtók Dvorácek, sem
hafði flúið til Þýskalands 1948 og
sagt var að tékkneskir útlagar þar í
landi studdir Bandaríkjamönnum
hefðu fengið hann til að njósna um
tékknesk stjórnvöld. Ákæruvaldið
krafðist þess að Dvorácek yrði
dæmdur til dauða, en hann var
dæmdur til 22 ára fangelsisvistar og
afplánaði 14 ár, meðal annars í úr-
aníumnámu.
Kundera hefur brugðist hart viðþessum skrifum og sagði í yf-
irlýsingu, sem kom frá útgefanda
hans, Gallimard, að þær væru
„hreinar lygar“. Í viðtali við tékk-
nesku fréttastofuna CTK sakaði
Kundera fjölmiðla um að fremja
„morðtilræði við rithöfund“ og bætti
við: „Minnið er ekki að leika á mig.
Ég vann ekki fyrir leynilögregluna.“
Kundera var á sjöunda áratugn-
um áberandi talsmaður umbóta-
kommúnismans. Hann féll hins veg-
ar í ónáð eftir að Sovétmenn kæfðu
vorið í Prag. Árið 1970 var honum
bannað að skrifa. Hann fór til
Frakklands, var sviptur ríkisborg-
ararétti og tók sér franskt ríkisfang.
Í verkum sínum hefur hann meðal
annars fjallað um þær siðferð-
isþrengingar sem geta fylgt því að
búa í ráðstjórnarríki.
Það er ekki að furða að Kundera
taki þessu illa. Í raun hefur þegar
fallið blettur á höfundinn þótt sekt
hans sé ekki sönnuð. „Nýr kafli hef-
ur bæst í bókina um svik á tímum
kommúnismans,“ segir í upphafi
greinar um málið í þýska blaðinu
Frankfurter Allgemeine Zeitung í
gær og er til marks um þann skaða,
sem þetta mál getur valdið Kundera.
Milan Kundera fjallar í bók sinniÓdauðleikinn um orðsporið.
Hann greinir á milli litla ódauðleik-
ans, „minningu í huga þeirra sem
þekktu manninn“, og mikla ódauð-
leikans, „minningu í huga þeirra
sem ekki þekktu manninn“. Hann
tekur dæmi um Jimmy Carter, sem
fékk vægt hjartaslag þegar hann
boðaði fjölmiðla að mynda sig að
skokka. Í stað hins hrausta og heil-
brigða leiðtoga sat aðeins sárs-
aukagrettan á andliti hans eftir.
„Maðurinn þráir ódauðleikann, og
dag einn sýnir kvikmyndavélin okk-
ur munninn á honum afmyndaðan í
dapurlegri grettu, það eina sem við
munum eftir honum, og grettan um-
myndast í dæmisögu um allt líf hans;
hann fær inngöngu í hinn svonefnda
hlálega ódauðleika.“ Síðan segir
hann að „þótt hagræða megi ódauð-
leikanum, móta hann fyrirfram,
hafa áhrif á hann […] fer hann aldr-
ei samkvæmt áætlun“.
Áætlun Kundera er farin úrskorðum. kbl@mbl.is
Kundera segir ásakanir hreinar lygar
AF LISTUM
Karl Blöndal
» þótt hagræða megi ódauðleikanum, mótahann fyrirfram, hafa áhrif á hann […] fer
hann aldrei samkvæmt áætlun
AP
Uppljóstranir Rithöfundurinn Mil-
an Kundera í Prag árið 1967.