Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Tekjuhæsta mynd
allra tíma á Íslandi!
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn
“ENN EIN SNILLDIN FRÁ COEN-BRÆÐRUM”
-T.S.K., 24 STUNDIR
„ SPRENGHLÆGILEGUR
GAMANFARSI ÞAR SEM HEILT
HLAÐBORÐ AFLEIKURUM FER
Á KOSTUM“
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN
PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ...
... HÁSKÓLA!
Steve Cogan fer á kostum sem leiklistakennari
með stóra drauma um eigin feril í grínmynd sem
sló í gegn á Sundance
Frá höfundum SOUTH PARK ( BIGGER, LONGER, UNCUT )
og TEAM AMERICA
„ Linnulaus hlátur! þú missir andann aftur og aftur!“
- Rolling Stone
„ Hrikalega fyndin“
- Auddi Blöndal
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Burn after Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Pineapple Express kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Step Brothers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Babylon A.D. kl. 5:45 - 8 B.i. 16 ára
Mirrors kl. 10:20 B.i. 16 ára
Rafmögnuð Reykjavík kl. 5:30 - 6:45 LEYFÐ
-T.S.K., 24 STUNDIR
- S.V., MBL
- Þ.Þ., DV
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS 650k
r.
650k
r.
650k
r.
650k
r.
FRAMTÍÐAR
SPENNUTRYLLIR Í
ANDA BLADE RUNNER 650k
r.
650k
r.
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
House Bunny kl. 5:45 - 8- 10:15 LEYFÐ
Hamlet 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Reykjavík Rotterdam kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.i. 14 ára
Burn After Reading kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Mamma Mia kl. 5:30 LEYFÐ
SÝND SMÁRABÍÓI
SÝND SMÁRABÍÓI, OG HÁSKÓLABÍÓI
Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10 B.i.14 ára
House Bunny kl. 8 - 10 LEYFÐ
Mamma Mia kl. 5:50 LEYFÐ
ÞAÐ ER snúið að fjalla um geðveiki af viti
í skáldsögu og oftar en ekki færa menn
slíka frásögn í gamansaman búning, gera
hinn sjúka að einskonar
trúð sem sé eiginlega
bara að gera þetta sér
til gamans. Framan af
þessari bók Miriam To-
ews finnst manni sem
álíka sé framundan, að
systir söguhetjunnar
Hattie, Min, sé
„skemmtilega“ geðveik
þegar Hattie berst sím-
tal til Parísar frá dóttur Min vegna þeirra
erfiðleika sem veikindi móðurinnar hafa
skapað.
Hattie heldur til Kanada frá París og
tekur að sér börn Min, pilt og stúlku, og
heldur akandi suður til Bandaríkjanna að
leita að föður barnanna sem ekkert hefur
spurst til í fjölda ára.
Nú eru bækur legíó þar sem hópur fólks
fer um Bandaríkin í leit að einhverju eða
einhverjum en finnur sjálft sig á leiðinni
og hér er sama á ferð; víst finna þau föð-
urinn á endanum (sá hluti bókarinnar er
reyndar ótrúverðugur). Á leiðinni finna
þau þó fyrst og fremst fjölskylduböndin
sem tengja þau saman, aukinheldur sem
furðufuglar sem þau hitta á leiðinni duga
vel til að þau átti sig á því að það eru fæst-
ir eins og fólk er flest – og það er hið besta
mál.
Eftir því sem ferð þeirra vindur fram,
sem er býsna ævintýraleg, kemur svo
smám saman betur í ljós hve alvarleg veik-
indi Min eru og hve þau hafa litað og spillt
lífi fjölskyldunnar allrar.
Eins áttar Hattie sig á því að í fjölda ára
hefur hún flúið undan sannleikanum um
systur sína, ekki getað horfst í augu við
veikindin og því kosið að líta undan. Það er
svo ekki fyrr en hún hætti að hlaupa að
henni tókst að komast á leiðarenda, eins
og í öllum góðum dæmisögum.
Ferðin
ferðalok
The Flying Troutmans eftir Miriam Toews.
Counterpoint gefur út. 275 bls. inb.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Lucky One - Nicholas
Sparks
2. The Story of Edgar Sawtelle, -
David Wroblewski
3. One Fifth Avenue, by Candace
Bushnell
4. Heat Lightning - John Sandford
5. Tsar - Ted Bell
6. The Other Queen - Philippa
Gregory
7. A Cedar Cove Christmas - Deb-
bie Macomber
8. Hot Mahogany - Stuart Woods
9. The Given Day - Dennis Lehane
10. The Girl with the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson.
New York Times
1. Azincourt - Bernard Cornwell
2. World without End - Ken Follett
3. A Thousand Splendid Suns -
Khaled Hosseini
4. The Book Thief - Markus Zusak
5. The Reluctant Fundamentalist -
Mohsin Hamid
6. A Most Wanted Man - John Le
Carre
7. Heart and Soul - Maeve Binchy
8. The Kite Runner - Khaled Hos-
seini
9. The Almost Moon - Alice Sebold
10. The Road Home - Rose Tremain
Waterstone’s
1. Compulsion - Jonathan Kell-
erman
2. Prisoner of Birth - Jeffrey Arc-
her
3. Smoke Screen - Sandra Brown
4. Damnation Falls - Edward
Wright
5. Whole Truth - David Baldacci
6. World Without End - Ken Fol-
lett
7. Girl With the Dragon Tattoo -
Stieg Larsson
8. Bleeding Kansas - Sara Pa-
retsky
9. Amazing Grace - Danielle Steel
10. When Day Breaks - Mary Jane
Clark
Eymundsson
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
AGATHA Christie – An English
Mystery eftir Lauru Thompson er
nýjasta ævisaga sakamáladrottn-
ingarinnar. Bókin er skrifuð með
samþykki fjölskyldu Christie og
höfundur hafði aðgang að bréfum
og minnisblöðum rithöfundarins.
Agatha Christie var hlédræg kona
sem sótti ekki í sviðsljósið og ævi
hennar var að mestu tíðindalítil
fyrir utan ellefu örlagaríka daga
sem fá vitanlega gott rými í hinni
nýju ævisögu.
Dularfullt hvarf
Árið 1926 var Agatha Christie
gift kona og taldi sig einkar ham-
ingjusama með eiginmanni sínum
Archie og dótturinni Rosemary.
Eiginmaður hennar tilkynnti
henni einn daginn að hann væri
orðinn ástfanginn af annarri konu.
Agatha elskaði mann sinn afar
heitt og gat ekki afborið þessa
vitneskju. Hún hélt frá heimili
sínu án þess að kveðja nokkurn
mann og ekkert spurðist til henn-
ar dögum saman. Viðamikil leit
fór fram og um tíma var málið
rannsakað sem sakamál og eig-
inmaður Agöthu grunaður um að
hafa myrt konu sína. Fjölmiðlar
fóru vitanlega hamförum í frétta-
flutningi. Á ellefta degi fannst
Agatha á hóteli.
Höfundur hinnar nýju ævisögu
gerir þessu dularfulla hvarfi ítar-
leg skil. Sá stóri galli er þó á hluta
þeirrar frásagnar að höfundur
bregður sér í líki skáldsagnahöf-
undar og skrifar eins og hann sé
að lesa í huga Christie. Sá texti
sýnir að Laura Thompson er af-
leitur skáldsagnahöfundur. Hún
bætir þó fyrir þessa slöppu og til-
gerðarlegu kafla með því að draga
niðurstöður sínar saman í skyn-
samlegu máli og er þá aftur komin
í hlutverk ævisagnahöfundar en
hefði betur haldið sig þar allan
tímann.
Tíðindalítil ævi
Christie hitti Archie aldrei eftir
skilnað þeirra árið 1928 en hún
geymdi ástarbréf hans og myndir
af honum. Hann kvæntist ástkonu
sinni og þegar hún lést úr krabba-
meini árið 1958 skrifaði Agatha
honum og vottaði honum samúð
sína. Seinni eiginmaður Agöthu
Christie var fornleifafræðingur-
inn Max Mallowan, sem var fjór-
tán árum yngri en hún, en hjóna-
band þeirra byggðist á vináttu
fremur en ást og entist þar til hún
lést.
Agatha gætti þess vandlega að
fá borgað fyrir vinnu sína. Samt
varð hún ekki vellauðug kona af
skrifum sínum því bakskattar
urðu henni dýrkeyptir.
Hið örlagaríka ár 1926 markaði
Agöthu. Hún vildi fá að vera í friði
frá kastljósi fjölmiðla og því fræg-
ari sem hún varð því meir hörfaði
hún inn í sína einkaveröld.
Þessi nýja ævisaga verður seint
flokkuð sem æsispennandi lesning
en er engu að síður áhugaverð
fyrir hina fjölmörgu aðdáendur
sakamáladrottningarinnar.
Ný bók um sakamáladrottninguna Agöthu Christie
Einkaveröld Agöthu
Agatha Christie Var aldrei gefið fyrir kastljósið.