Morgunblaðið - 20.11.2008, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
TVEIR karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um
mjög umfangsmikinn þjófnað á verkfærum og um að hafa
stolið að minnsta kosti 2.000 lítrum af olíu. Verðmæti þýf-
isins hleypur á mörgum milljónum króna, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem
fer með rannsókn málsins.
Leitað á heimilum og í atvinnuhúsnæði
Mennirnir voru handteknir í síðustu viku, nánar til-
tekið á miðvikudaginn, og um leið fór fram húsleit á heim-
ilum mannanna í Grindavík og í atvinnuhúsnæði sem þeir
höfðu til umráða á Suðurnesjum. Mennirnir eru grunaðir
um fjölda þjófnaða á verkfærum á athafnasvæðum á Suð-
urnesjum og víðar undanfarna mánuði, að sögn Öldu
Hrannar Jóhannsdóttur, fulltrúa lögreglustjórans á Suð-
urnesjum.
Óska eftir að bankaleynd verði aflétt
Grunur leikur á að mennirnir hafi komið hluta þýfisins
í verð eða hafi að minnsta kosti gert tilraun til þess og
hefur lögregla óskað eftir að bankaleynd verði aflétt af
reikningum mannanna til að hægt sé að kanna hvort
óeðlilegar greiðslur hafi farið um þá.
Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, fimmtudag. Yfir-
heyrslur fóru fram yfir mönnunum í gær. Þeir eru báðir á
þrítugsaldri og hafa áður komið við sögu lögreglu. Þeir
hafa játað brot sín að hluta.
Fundu fjölda verkfæra
og yfir 2.000 lítra af olíu
Tveir úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald Grunur um samverkamenn
Í HNOTSKURN
» Vegna málsins var leitaðá heimilum og í atvinnu-
húsnæði á Suðurnesjum og
víðar.
» Þó aðeins tveir séu íhaldi leikur grunur á að
fleiri hafi komið að málinu.
» Gæsluvarðhaldið rennurút í dag.
ELDRI borgurum frá félagsmiðstöðinni í Gerðu-
bergi í Reykjavík var í gær boðið á leiksýn-
inguna Hart í bak í Þjóðleikhúsinu. Áður hafði
eldri borgurum frá öðrum félagsmiðstöðvum
verið boðið á tvær sýningar á leikritinu. Vegna
mikillar aðsóknar þurfti að bæta þeirri þriðju
við. Í hléi var boðið upp á kaffi, flatkökur með
hangikjöti og kransakökur og kunnu leik-
húsgestir vel að meta veitingarnar.
Boðið upp á kaffi og kransakökur á Hart í bak
Morgunblaðið/Ómar
FRYSTITOGARINN Höfrungur III. AK kom til hafnar
í Reykjavík í gærmorgun eftir um fjögurra vikna veiði-
ferð, lengst af á Hampiðjutorginu í þokkalegu veðri. Á
heimasíðu HB Granda er haft eftir skipstjóranum, Þórði
Magnússyni, að aflabrögð hafi verið með ágætum eða
tæplega 700 tonn úr sjó. Aflaverðmætið er áætlað um 223
milljónir króna.
Rúnar Þór Stefánsson, útgerðarstjóri HB Granda,
sagði við Morgunblaðið að aflinn væri seldur í erlendri
mynt og gengið hefði því áhrif. Að sögn Rúnars er aflinn
seldur á markað í mörgum löndum Asíu og Evrópu.
Aflinn var aðallega karfi, grálúða, gulllax og þorskur.
„Það hjálpaði upp á aflaverðmætið að við vorum með um
90 tonna grálúðuafla,“ er haft eftir skipstjóranum sem
kom á óvart hversu mikið var um þorsk grynnst á
grálúðuslóðinni.
„Við vorum að fá tvö til fjögur tonn af þorski með grá-
lúðunni á sólarhring og það setti mann í dálítinn vanda.
Við fáum skammtað um 100 tonna þorskkvóta fyrir veiði-
ferðina og þar sem ég átti ekki von á því að rekast á þorsk
á þessum slóðum þá vorum við búnir að veiða helst til
mikið af þorski áður en þessi staða kom upp. Þann vanda
verðum við bara að leysa í næstu veiðiferð,“ segir Þórður.
Jafnframt er haft eftir honum að mönnum sýnist sem
svo að núorðið sé auðveldast að veiða þær fisktegundir
sem mest eru friðaðar, til dæmis þorskinn. Vegna skerð-
ingar hans verði menn að skipuleggja sig betur við veið-
arnar. Það jákvæðasta við togveiðarnar nú í vetrarbyrjun
að mati skipstjórans er hversu vel karfaveiðarnar ganga.
Skipverjar í túrnum voru alls 27. Gróft útreiknað má
áætla að hásetahluturinn sé 10 þúsund krónur á millj-
ónina.
Fjögurra vikna túr skil-
aði 223 milljónum króna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
700 tonn Höfrungur III. AK landaði fyrir um 223 millj.
króna. Aflinn var karfi, grálúða, gulllax og þorskur.
„VIÐ höfum tekið
eftir því að af-
staða Svíþjóðar
er önnur en ann-
arra Norður-
landanna. Við
höfum ekki bara
fengið jákvæð
viðbrögð frá Nor-
egi, heldur einnig
frá Danmörku.
Svíar virðast ekki elska okkur jafn-
mikið og hinir.“
Þetta segir háttsettur heimildar-
maður í íslensku ríkisstjórninni, að
því er greint var frá á sænska við-
skiptavefnum e24.se á mánudaginn.
Þar segir að ummæli fjármálaráð-
herra Svíþjóðar, Anders Borg, um að
Íslendingar þurfi að sýna fram á
,,trúverðuga“ aðgerðaáætlun vegna
lánveitingar séu ekki vinsæl hjá ís-
lensku stjórninni.
Sænski viðskiptavefurinn hefur
það eftir heimildarmanni sínum að
Íslendingar hafi þegar kynnt að-
gerðaáætlun sína.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir Svía hafa óskað eftir upplýs-
ingum um hvað Íslendingar hygðust
gera í ríkisfjármálum frá og með
árinu 2010. „Það liggur ekki á að
svara þeirri spurningu enda höfum
við ekki alveg gert það upp við okk-
ur.“ Geir segir íslensk stjórnvöld
ekki pirruð út í Svía, heldur í góðu
samstarfi við þá og þakklát fyrir að-
stoðina.
ingibjorg@mbl.is
Geir ekki
pirraður
út í Svía
Geir H. Haarde
Svíar vilja ítarlegri
aðgerðaáætlun
UM 100 ára gamalt íbúðarhús á
Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum,
sem notað var sem geymsla af eig-
endum jarðarinnar, brann til kaldra
kola í gærmorgun.
Tilkynnt var um eldsvoðann til
lögreglunnar á Hvolsvelli þegar
klukkan var rúmlega 10 um morg-
uninn og var slökkvilið og lögregla
komin á vettvang um 15 mínútum
síðar. Talið er að kviknað hafi í út frá
rafmagni.
Hús brann til
kaldra kola