Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
LÆGRA VERÐ - SÖMU GÆÐI
Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík
sími 515 5000, www.oddi.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÍSLAND hefur ekki nýtt sér heimild til að takmarka
ábyrgð á innstæðum í bönkum við ákveðna aðila, líkt og
heimild er til í tilskipun Evrópusambandsins. Árið 2006
var athygli íslenska viðskiptaráðuneytisins vakin á að ef
til vill ætti Ísland að nýta sér heimildina. Ári síðar var
málið sett í nefnd. Bretar og Hollendingar eru meðal
þeirra þjóða sem hafa nýtt sér öll undanþáguákvæði til-
skipunarinnar.
Eins og margoft hefur komið fram er ætlunin að semja
um ábyrgðir íslenska ríkisins á innstæðum á Icesave-
reikningum Landsbankans. Í tilskipun ESB þar sem
mælt er fyrir um innstæðutryggingarnar, og virðist ætla
að reynast Íslendingum dýr, er heimild til að takmarka
ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga,
tryggingafélaga o.s.frv. Ef heimildin er nýtt eiga þessir
aðilar ekki rétt á greiðslum vegna innstæðutrygginga.
Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er
misjafnt hversu aðildarlönd ESB hafa gengið langt við að
nýta sér heimildina. Norðurlöndin hafi almennt ekki nýtt
sér hana en Bretar og Hollendingar séu meðal þeirra
þjóða sem nýta sér allar þessar heimildir.
Hélt fjölmarga fundi
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag
fékk viðskiptaráðuneytið ábendingu um það árið 2006 að
e.t.v. væri rétt að nýta heimildina. Þetta var í ráðherratíð
Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknar-
flokksins. Hinn 30. maí 2007 skipaði nýr ráðherra, Björg-
vin G. Sigurðsson, nefnd til að yfirfara ákvæði laga um
innstæðutryggingar. Nefndin hélt fjölmarga fundi en
hefur ekki formlega lokið störfum.
Bretar og Hollendingar
nýttu sér heimildina
Nefnd er enn að fjalla um hvort Ísland eigi að takmarka ábyrgð á bankainnstæðum
Í HNOTSKURN
» Í nefndinni sátu fulltrúarfrá viðskiptaráðuneyti,
Tryggingarsjóði innstæðueig-
enda og fjárfesta, Fjármála-
eftirlitinu, Seðlabankanum,
Samtökum fjármálafyrirtækja
og Félagi fjárfesta.
» Um 120 sveitarfélöga.m.k. áttu innstæður í Ice-
save í Bretlandi og Hollandi.
Fjöldi fyrirtækja og stofnana
er óljós. Hvert á rétt á jafn-
virði um 20.000 evra.
YFIR 30 þúsund jólastjörnur munu prýða stofur
landsmanna á aðventunni. Fimm garðyrkjubænd-
ur rækta stjörnurnar og hafa í nógu að snúast
þessa dagana. Sigurbjörg Gísladóttir og Hannes
Kristmundsson í Hveragerð rækta hátt í fjórðung
framleiðslunnar og fara allar þeirra jólarósir til
sölu í Blómavali. Vinnan hefst í júní þegar græð-
lingum er stungið í moldina og svo þarf að vakta
og vökva eftir kúnstarinnar reglum þangað til
rauð, hvít og bleik blómin eru orðin söluhæf í nóv-
ember. Þegar vinnu við jólastjörnurnar lýkur tek-
ur við sex mánaða törn sem endar með sölu sum-
arblóma næsta vor.
Hannes gerði hlé á vinnunni heima við nýlega
og brá sér til Færeyja. Tilgangur ferðarinnar var
að færa frændum okkar 200 jólarósir sem þakk-
lætisvott frá Íslendingum. Hann heimsótti yfir 20
elliheimili og sjúkrastofnanir með þessa kveðju
frá Íslandi. „Vinarhugur Færeyinga í okkar garð
leyndi sér ekki, en allir lögðu þeir áherslu á að
passað yrði upp á fólkið í efnahagsþrengingunum.
Sjálfir eru þeir enn illa brenndir eftir síðustu
kreppu þar í landi,“ sagði Hannes í gær.
aij@mbl.is
Mörg handtök við jólastjörnurnar
Morgunblaðið/Kristinn
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
EMBÆTTISMAÐUR Atlantshafsbandalagsins sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að ef Ísland teldi ekki
þörf á loftrýmisgæslu Breta í desember hefði bandalagið
ekki neinar athugasemdir við það. Loftrýmisgæslan væri
hluti af sameiginlegum vörnum NATO en ef íslensk
stjórnvöld hefðu ekki áhyggjur af því þótt loftrýmisgæsla
Breta félli niður hefði NATO það ekki heldur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur
sagt að ákvörðunin um að hætta við loftrýmisgæsluna
hafi verið tekin á vettvangi NATO og Geir H. Haarde for-
sætisráðherra hefur sagt að hann teldi ekki að hætt hefði
verið við vegna Icesave-deilunnar.
Embættismaður NATO sagði að ákvörðunin hefði ver-
ið tekin á vettvangi bandalagsins. Aðspurður hver hefði
átt frumkvæði að því að ekkert verður af komu bresku
flugsveitarinnar, sem átti að koma hingað í desember,
sagði hann aðeins að slíka spurningu yrði að bera upp við
íslensk stjórnvöld.
Utanríkisráðuneytið hefur greint frá því að stefnt sé að
því að spara rúmlega 100 milljónir með því að fækka þeim
skiptum sem loftrýmisgæsla fer fram úr fjórum í þrjú.
Sparnaðurinn felst ekki bara í að fella niður eina gæslu-
lotu, heldur með því að hinar þjóðirnar borga meira.
NATO hefur engar
áhyggjur af minni gæslu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loftrýmisgæsla Geir H. Haarde kannar heiðursvörð
franskrar flugsveitar fyrr á þessu ári.
FRIÐRIK Ólafs-
son, fyrsti stór-
meistari Íslend-
inga í skák, mun
taka þátt í skák-
móti sem fram fer
í Tékklandi dag-
ana 28. nóvember
til 6. desember
n.k.
Fjórir heims-
kunnir skákmeistarar af eldri kyn-
slóðinni munu þá etja kappi við fjór-
ar ungar og efnilegar skákkonur frá
Tékklandi, Úkraínu og Armeníu.
Liðsfélagar Friðrik verða Anatoli
Karpov, fyrrverandi heimsmeistari,
Vlastimil Hort og Robert Hubner.
Það er stofnun í Prag, sem býður til
þessa móts. Mótshaldarar kalla
sveitina sem Friðrik teflir fyrir leg-
endary-players, eða sveit þjóðsagna-
persóna.
Friðrik sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann væri mjög spennt-
ur fyrir því að tefla á þessu móti. Það
fer fram í Marianbad í vesturhluta
Tékklands, en þar hefur Friðrik teflt
tvisvar áður, árin 1954 og 1961. Frið-
rik segir að borgin sé ægifögur og
m.a. þekkt fyrir heilsulindir.
Á þessu ári eru liðin 60 ár síðan
Friðrik tefldi fyrst í meistaraflokki,
þá 13 ára gamall. Hann hefur teflt af
og til eftir að hann komst á eftirlaun,
síðast í Arnheim í Hollandi í fyrra.
sisi@mbl.is
Friðrik
í úrval
frægra
Friðrik Ólafsson
60 ár síðan hann tefldi
fyrst í meistaraflokki
MEIRIHLUTI þeirra, sem tóku þátt
í könnun, sem Capacent Gallup gerði
fyrir Samtök iðnaðarins, er hlynntur
aðild að Evrópusambandinu.
36,3% reyndust vera mjög hlynnt
því að ganga í Evrópusambandið og
26,1% frekar hlynnt eða samtals
62,4%. 22,2% voru andvíg ESB-aðild.
63,8% svarenda voru því fylgjandi að
taka upp evru.
Fram kom í könnuninni, að 81%
samfylkingarfólks styður aðild en 3%
eru henni andvíg. 24% sjálfstæð-
ismanna eru hlynnt aðild en 54% and-
víg. 59% framsóknarmanna vilja að-
ild en 31% er á móti. 50%
stuðningsmanna Frjálslynda flokks-
ins vilja aðild, 28% á móti, og 45%
Vinstri grænna vilja aðild en 28%
ekki.
Meirihluti
styður aðild
að ESB