Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Árni Sæberg Á heimavelli Hlynur Ingi Grétarsson fóðrar fiskana sína í einu af búrunum þrettán sem hann er með heima hjá sér. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is H ann Sverrir er svo vin- sæll og hefur stóru hlutverki að gegna, ætli hann sé ekki með einn fjórða úr stöðu- gildi hér,“ segir einn starfsmaður Leikstofunnar á Barnaspítala Hringsins um fiskinn Sverri sem þar býr. Sverrir fær góða umsögn hjá starfsfólkinu og krakkarnir hafa ein- staklega gaman af honum. „Sagan á bak við Sverri er sú að fyrir átta ár- um lá hér á Barnaspítalanum um tíma drengur sem gaf þennan gull- fisk á leikstofuna eftir að hann losn- aði af spítalanum, eflaust bæði til að þakka fyrir sig og til að gleðja þau börn sem eiga eftir að vera hér. Drengur þessi heitir Sverrir og auð- vitað var fiskurinn látinn heita í höf- uðið á honum.“ Allir voru tilbúnir að hjálpa Sverrir hefur í þau átta ár sem hann hefur búið á Barnaspítala Hringsins, haldið til í fimmtán lítra búri en nýlega fékk hann heldur bet- ur meira sundrými. Þrír forfallnir fiskaáhugamenn færðu honum að gjöf nýtt og miklu stærra búr. Þetta eru þau Hlynur Ingi Grétarsson, Elma Rún Benediktsdóttir og Inga Þóra Þóroddsdóttir. „Dóttir mín, Karen Ísabel, þurfti að liggja hér inni á spítalanum um tíma og þá tók ég myndir af Sverri og setti inn á fiskaspjallsvefinn. Þegar spjall- verjar sáu myndirnar tókum við okkur til og ákváðum að gera eitt- hvað í málinu,“ segir Inga Þóra og bætir við að farið hafi fram pen- ingasöfnun á spjallinu og Leikstof- unni fært að gjöf. „Við fórum í gælu- dýrabúðir og það var auðsótt mál að fá eigendur þeirra til að styrkja þennan góða málstað og þeir gáfu það sem til þurfti. Heildsala nokkur gaf svo vagninn sem búrið er á, svo hægt sé að keyra það um hér á Leik- stofunni.“ Þremenningarnir eru öll miklir fiskaáhugamenn og Hlynur einbeitir sér að sérstökum og sjaldgæfum fiskum, en hann er með ræktun heima hjá sér. Þar er hann með 13 fiskabúr sem rúma um 3.000 lítra af vatni og fiskarnir eru um 200. En hvað er svona frábært við fiska? „Þetta er ekki ósvipað og að vera í hestamennsku, nema þessu fylgir ekki útivera. Við einbeitum okkur að því að rækta góða einstaklinga, við ræktum liti í fiskum, byggingu og útlit. Fiskar eru líka mjög skemmti- legir, þeir hafa ólíkan persónuleika og skapgerð. Og það er útbreiddur misskilningur að gullfiskar séu heimskir og að þeir muni ekki neitt. Þvert á móti eru þeir klárir og það er hægt að kenna þeim ýmislegt. Ég hef kennt mínum fiskum ýmsar kúnstir og þeir gera mannamun, eru til dæmis hræddir við ókunnuga. Þeir læra líka að þekkja hljóð, fisk- arnir mínir verða til dæmis eins og æstir hundar þegar þeir heyra hljóð- ið sem fylgir því að ég opna ísskáp- inn, af því þeir vita að þar er mat- urinn þeirra geymdur.“ Hlynur hefur viðurnefnið Vargur enda rekur hann fyrirtæki sem heit- ir Vargur ehf. sem þjónustar nokkur stór fiskabúr í fyrirtækjum. „Þá sé ég fyrst og fremst um að halda búr- unum hreinum og skipta um vatn í þeim. Það skiptir máli að gera þetta með hjartanu,“ segir Vargur sem sér líka um vefinn fiskaspjall.is en það fara fram umræður um fiska og vatnadýr. Þar er margan fróðleik að finna um fiska og þar geta byrj- endur fengið svör við hinum ýmsu spurningum. „Ég stofnaði líka félag- ið Skrautfisk sem er mjög skemmti- legt og gefur fólki með fiskaáhuga færi á að hittast.“ Elma segist alltaf hafa haft áhuga á öllum dýrum en eftir að hún og Hlynur tóku saman þá hefur áhugi hennar á fiskum aukist mikið. Áhugi Ingu Þóru á fiskum er einnig tilkom- inn vegna þess að maður hennar er mikill fiskaáhugamaður, en tilfellið er að karlar eru í meirihluta þeirra sem eru á fiskaspjallinu. Og merki- legt nokk, þeir hafa margir svipuð áhugamál. „Mjög margir okkar eru til dæmis með mótorhjólaáhuga,“ segir Vargur sem sækir í vatnið því hann stundar reglulega sjósund í Nauthólsvíkinni. „Það er rosalega hressandi og manni líður svo vel á eftir.“ Fiskurinn Sverrir er elsk- aður og dáður Gullfiskurinn Sverrir á Barnaspítala Hringsins nýtur mikilla vinsælda. Nýverið gáfu nokkrir aðdáendur hans honum nýtt og stærra búr. Morgunblaðið/Golli Gjöf Þessi þrjú gengu í það að útvega fiskinum Sverri nýtt og stærra búr. Inga Þóra er með Karen Ísabel í fanginu, en með henni eru Elma og Hlynur. Anthony Kristjánsson dregur fiskabúrið kátur að rúmi sínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Japanskur Þessi fiskur er í eigu Hlyns og er eini sinnar tegundar hér á landi að því best er vitað. Hjátrúin segir að honum fylgi gæfa. www.fiskaspjall.is Í HNOTSKURN »Gullfiskar tilheyra ættkarpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. »Sverrir er frekar stór mið-að við það sem flestir eiga að venjast þegar kemur að gullfiskum. Hann er um 15 sentimetrar að lengd en getur orðið 30 sentimetrar og hann getur orðið allt að 30 ára. Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 GLÆSILEGUR SPARIFATNAÐUR Úrval af samkvæmisjökkum í skærum litum Laugavegi 63 • S: 551 4422 Bónus Gildir 20.-23. nóvember verð nú verð áður mælie. verð Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 159 219 206 kr. kg Ali 1/1 kjúklingur, kryddaður ...... 659 879 659 kr. kg ÍF frosnir kjúklingabitar............... 299 399 299 kr. kg KF kofareykt folald, m/ beini ....... 399 599 399 kr. kg KF kofareykt hangilæri, m/ beini . 1.424 1.708 1.424 kr. kg Holta fersk piri piri kjúklingabr..... 1.869 2.379 1.869 kr. kg Ks lambalæri í sneiðum .............. 1.155 1.359 1.155 kr. kg ÍG ferskar grísalundir .................. 1.498 1.998 1.498 kr. kg ÍG fersk grísarifjasteik ................. 598 799 598 kr. kg IG ferskt grísahakk ..................... 528 703 528 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 20.-20. nóvember verð nú verð áður mælie. verð Nautaribey úr kjötborði............... 2.498 3.098 2.498 kr. kg Nautahakk, 1. fl ........................ 998 1.248 998 kr. kg Hamborgarar, 2x115 m/brauði ... 298 376 298 kr. kg Móa kjúklingalæri, kryddað......... 519 865 519 kr. kg Sælkerakjötfars, frosið ............... 366 488 366 kr. kg Nautahakk, frosið ...................... 936 1.248 936 kr. kg Kindahakk, frosið....................... 801 1068 801 kr. kg Lambasúpukjöt, frosið ............... 534 628 534 kr. kg Chicago Town pitsa, 340 g.......... 498 598 498 kr. stk. Krónan Gildir 20.-23. nóvember verð nú verð áður mælie. verð SS rauðvínslegin helgarsteik ....... 1.678 2.098 1.678 kr. kg Bautabúrs grísasnitsel................ 849 1.698 849 kr. kg Bautabúrs grísagúllas ................ 849 1.698 849 kr. kg Grillborgarar með brauði, 4 stk.... 449 499 449 kr. pk. Fiskibollur forsteiktar .................. 599 599 599 kr. kg Fiskborgarar forsteiktir ................ 599 599 599 kr. kg Sprite / Sprite zero. 2 l............... 119 197 119 kr. stk. Frigg maraþon, milt.................... 1.289 1.899 1.289 kr. pk. Nyakers piparkökur, hjörtu .......... 529 649 529 kr. pk. Shop rite eldhúsrúllur................. 499 869 499 kr. pk. Nóatún Gildir 20.-23. nóvember verð nú verð áður mælie. verð Grísakótelettur........................... 998 1.498 998 kr. kg Lambakóróna, léttreykt .............. 2.998 3.798 2.998 kr. kg SS grand orange helgarsteik ....... 1.574 2.098 1.574 kr. kg Ungnautaglóðaborgari, ca 120 g. 139 199 139 kr. stk. Naggalínan kjötbollur................. 389 598 389 kr. pk. Nóatúns skinka ......................... 235 469 235 kr. pk. Snittubrauð/baguette ................ 199 298 199 kr. stk. Coke 1 l .................................... 99 169 99 kr. stk. Nóatúns súkkulaði/mintukökur ... 599 649 599 kr. pk. Nóatúns salthnetusmákökur ....... 599 649 599 kr. pk. Þín verslun Gildir 20.-26. nóvember verð nú verð áður mælie. verð Viking pilsner, 0,5 l .................... 89 119 178 kr. ltr Hatting ostabrauð, 2 stk. ............ 339 419 339 kr. pk. Findus Oxpytt, 550 g.................. 498 679 906 kr. kg Hunts tómatar niðursoðnir, 411 g 119 154 290 kr. kg La Choy súrsæt sósa, 284 g ....... 329 398 1.159 kr. kg Druvan hvítvínsedik, 300 ml ....... 259 339 864 kr. ltr Tilda Basmati suðupokar, 500 g . 529 598 1.058 kr. kg Milka Milk súkkulaði, 100 g........ 179 249 1.790 kr. kg Opera froðusápa ....................... 199 319 199 kr. stk. Lægra verð á helgarsteikinni helgartilboðin Morgunblaðið/Jim Smart Kræsingar Þrátt fyrir þrengingar gera flestir sér daga- mun í mat um helgar þótt hlaðborðið fái að bíða .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.