Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 ENN einu sinni stekkur Óli Sól- eyjarson fram á ritvöll- inn og fer mikinn varð- andi umfjöllun mína um skjaldarmerki Ís- lands og biblíulegar fyrirmyndir landvætta Snorra Sturlusonar í pistli sem hann birtir í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. nóvember. Reynir hann þar að kom- ast hjá því að horfast í augu við eigin rangfærslur í fyrri skrifum sínum. Til að rifja þau upp fyrir lesendum Morgunblaðsins þá hélt Óli því fram í blaðagrein í 24 stundum sálugu að kenningin um biblíulega fyrirmynd landvætta Snorra sé frá mér einum komin. Sem eitt dæmi um hið gagn- stæða nefndi ég í svari til hans þá Björn Þorsteinsson og Bergstein Jónsson og bók þeirra Íslandssaga sem Sögufélagið gaf út 1991. Grípur Óli nú til þess ráðs í ráðleysi sínu að ófrægja þá mætu fræðimenn. Segir hann um þá í grein sinni : „Hún (til- gáta þeirra Björns og Bergsteins) var ekkert betur rökstudd þá en nú og breytir því ekki um röksemda- færslu mína.“ Verður Óli auðvitað að eiga þau orð við sjálfan sig og Sögufélagið. Sannleikurinn er auðvitað sá að fræðimenn hafa lengi talið að ein- hverskonar tengsl séu milli land- vætta Snorra og frásagna Biblíunn- ar þó Óli sjái það ekki. Í fyrsta bindi ritsins „Kristni á Íslandi“ sem út kom árið 2000 fyrir til- stuðlan Alþingis ritar dr. Hjalti Hugason þannig um landvætti Snorra á bls. 54 og seg- ir: „Talið er að land- vættirnar í skjald- armerki Íslands eigi sér fyrirmynd í ker- úbum sem gyðingar töldu að héldu vörð um hástól Guðs. Kerúbar voru vængjaðar kynja- verur með fjögur andlit hver, manns, ljóns, uxa og arnar. Í kristnum sið urðu þessi andlit að táknum guðspjallamann- anna.“ Áður hef ég nefnt þá Björn Þor- steinsson og Bergstein Jónsson sem benda á að fyrirmynd skjaldarmerk- isins sé sótt í tákn guðspjallamann- anna í Opinberunarbók Jóhannesar og kerúba Esekíels í Biblíunni rétt eins og Hjalti. Bók þeirra er hið vandaðasta verk og að henni standa margir góðir fræðimenn eins og fram kemur í formála. En auðvitað veit Óli betur. Birgir Thorlacius birti vandaða úttekt á sögu skjaldarmerkisins í tímaritinu Andvara árið 1964. Hét grein hans „Fáni Íslands og skjald- armerki“. Hann fjallar einnig um tengsl landvætta Snorra við frá- sagnir Biblíunnar og telur þau aug- ljós. Snorri nefnir enda risann, fugl- inn og uxann rétt eins og Opinberunarbókin og Esekíel. Að- eins drekinn hjá honum virðist koma í stað ljónsins. Jónas Guðmundsson skýrði reyndar tengsl ljónsins og drekans í tímaritinu Dagrenning þegar árið 1946 og rekur þau 3300 ár aftur í tímann. Eins og Jónas kemst að þá eiga landvættir Snorra sér fyr- irmynd í skjaldarmerkjum hinna fornu höfuðættbálka Ísraels, Rú- bens, Efraíms, Dans og Júda. Þann- ig var merki Rúbens vatnsberinn eða risinn, merki Efraíms nautið, merki Dans örninn eða gammurinn og merki Júda ljónið. Síðar tók Júda upp merki höggorms Móse – orm- inn. Dreki Snorra er í ætt við orm, því honum fylgja ormar og eðlur. Og Lagarfljótsormurinn endurspeglar hann. Ormur eða dreki Snorra gæti því vel verið hið forna merki Júda. Það styrkir þessa kenningu að Snorri skipar landvættum sínum í sömu höfuðáttir og ættbálkum Ísr- aels er skipað kringum tjaldbúð Drottins í Gamla testamentinu. Tengsl merkja ættbálkanna við stjörnuspeki Babylons eru líka greinileg. Á sama hátt eru verurnar fjórar í Opinberunarbókinni einnig tákn fyrir ættbálkana 12 – guð- spjallamennirnir eru þar tákn fyrir hið nýja Ísrael. Árið 1945 kom út bókin „Heiðinn siður á Íslandi“ eftir Ólaf Briem, einn af okkar mestu fræðimönnum á þessu sviði. Bókin var endurútgefin árið 1985 og þykir eitt af grundvall- arritunum varðandi hinn heiðna sið á Íslandi til forna eins og Jón Hnef- ill Aðalsteinsson undirstrikar í rit- dómi um endurútgáfuna í tímariti Sögufélagsins, Saga, árið 1986. Ólaf- ur Briem tók upp þessa umræðu um skjaldarmerkið og landvættina og segir svo á bls. 75: „(Ekki er ólík- legt) að Snorri hafi einhvers staðar séð slíkar helgimyndir í kirkjum og sé þaðan runnin lýsing hans á upp- runa landvættanna.“ Að lokum vil ég geta skrifa um tengsl landvætta Snorra við tákn- mál Biblíunnar sem eru að verða aldar gömul. Árið 1914 ritaði Matt- hías Þórðarson í grein sem hann kallaði Leiðarvísir um Þjóðminja- safn íslands : „(Það liggur í augum uppi) að hinar fjórar táknmyndir landvættanna: dreki, fugl, grið- ungur og bergrisi séu bein afkvæmi kerúbanna, eins og þeim er lýst í spádómsbók Esekíels og Opinber- unarbókinni.“ Til gamans má geta þess að ef táknmyndir landvættanna sem standa vörð um Ísland eru upp- haflega kerúbar, þá er Úríel erki- engill verndarengill landsins, því Úríel er æðstur kerúbanna. Það er gott til þess að vita, því ekki veitir okkur af verndarkrafti erkiengilsins um þessar mundir. Læt ég nú þessum skrifum lokið um skjaldarmerki Íslands og land- vættina. Hvet ég enn sem fyrr Óla Gneista Sóleyjarson til að læra af mistökum sínum og kanna heimildir sínar vel áður en hann bregður penna í fljótfærni. Óli Gneisti og biblíulegar fyrirmyndir skjaldarmerkis Íslands Þórhallur Heim- isson svarar grein Óla Gneista Sól- eyjarsonar »Hvet ég enn sem fyrr Óla Gneista Sól- eyjarson til að læra af mistökum sínum og kanna heimildir sínar vel áður en hann bregð- ur penna í fljótfærni. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. SIFJASPELL eru einhver dapurlegasta skuggahlið samfélags- ins. Þótt þau séu fyrst og fremst ógæfa þeirra sem fyrir þeim verða eru þau ekki síður sam- félagslegt vandamál og viðfangsefni sem lengi var vanrækt. Þrátt fyr- ir að margt hafi áunnist undanfarin ár er stefnumörkun stjórnvalda hægfara og margt ógert. Það starf sem unnið er á þessu sviði er að mestu viðureign við afleiðingar. Fyrirbyggjandi starf þarf því að efla til mikilla muna. Skiln- ingur á sifjaspellum og alvarleika þeirra hefur færst verulega nær raun- veruleikanum á liðnum árum og rang- hugmyndir fyrri tíma og viðteknar klisjur hafa hver af annarri fallið. Því ætti að vera nægur vilji að koma nýrri stefnumótun í framkvæmd. Engu er þó líkara en samfélag nútímans sé í kyrrstöðu í þessum efnum, einhvers konar tómarúmi þess sem hefur náð áttum, en ekki tekið ákveðna stefnu. Hana verður tafarlaust að marka og hrinda í framkvæmd. Rjúfa verður þá þögn og þá bannhelgi sem grúfir yfir þessu, því miður, útbreidda ofbeldi og yfirstíga þær hindranir sem koma í veg fyrir opna umræðu. Hér eru í húfi hvílíkir hagsmunir, að feimnislaus, opinská og hreinskilin umræða er samfélaginu nauðsynleg. Hagsmunir barna, sem ekki geta var- ið sig fyrir misgjörðum sem þau eru beitt, misgjörðum sem setja varanlegt mark á þau. Það er ekki nóg að refsa fyrir þau brot sem framin eru. Lög- gjafinn og samfélagið verður að gera það sem unnt er til að koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Kjörnir fulltrúar verða því að hefja sig upp yfir alla flokkahagsmuni og vinna sem ein heild að löggjöf um markvissa uppfræðslu í þessum málum meðal þeirra sem annast börn, með for- varnir í fyrirrúmi. Börn verði einnig frædd um þessi mál eins og fært er. Slíkri löggjöf verður að hrinda í fram- kvæmd umsvifalaust. Ekkert getur réttlætt aðgerðaleysi og þögn um verstu afbrot sem framin eru í sam- félaginu, afbrot sem börn í sakleysi og þroskaleysi geta ekki varið sig fyrir. Aðgerðaleysi og þögn vegna þess eins að okkur þykir óþægilegt að horfast í augu við þann hrylling sem kynferðis- ofbeldi gagnvart börnum er. Er það skaðlegt eða hættulegt að tala um að til eru feður, afar, frændur og fjöl- skylduvinir sem misnota börn kyn- ferðislega? Má ekki tala um það sem allir vita að er veruleiki? Hvað er í veginum? Er skömmin á þessum mál- um yfirsterkari viljanum til að gera það sem í valdi okkar stendur til að uppræta meinið? Hugleiðum þessar spurningar. – Svörum þeim. Ámundi Loftsson skrifar um kyn- ferðisofbeldi gegn börnum Ámundi Loftsson »Rjúfa verður þá þögn og þá bann- helgi sem grúfir yfir þessu, því miður, út- breidda ofbeldi. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi. Hugleiðing um kynferðisofbeldi gagnvart börnum LÖG um greiðslu- jöfnun fasteignaveð- lána til einstaklinga hafa verið samþykkt á Alþingi. Í lögunum felst að viðskiptavinir lánastofnana með verðtryggð fasteigna- veðlán geta óskað eftir greiðslujöfnun telji þeir það hagstætt. Ekkert gjald verður tekið vegna slíkrar umsóknar. Sækja þarf um greiðslujöfnun í síðasta lagi 25. nóvember 2008 til þess að gjald- dagar í desember verði greiðslu- jafnaðir. Eftirleiðis þarf að sækja um greiðslujöfnun fyrir 20. hvers mánaðar. Greiðslubyrði lána hefur vaxið ört að undanförnu vegna mikillar verðbólgu, samhliða því að kaup- máttur fólks hefur rýrnað. Við þessar aðstæður þyngist greiðslu- byrði af verðtryggðum veðlánum verulega og getur reynst sumum ofviða vegna þess misræmis sem verður milli lána og launa. Mark- mið laganna er að bjóða lánhöfum leið til þess að brúa þetta bil með því að létta greiðslubyrðina tíma- bundið meðan niðursveiflan gengur yfir. Ekki er unnt að segja nákvæm- lega fyrir um áhrif greiðslujöfn- unar til lækkunar á greiðslubyrði lána í desember þar sem útreikn- ingarnir byggjast á spám. Reiknað er með að afborganir lána í desem- ber verði að minnsta kosti 6% lægri en ella hefði orðið og um 11% lægri í febrúar hjá þeim sem fara þessa leið. Miðað við efna- hagsspá Seðlabankans má ætla að í lok næsta árs verði greiðslubyrðin um 17% lægri en hún yrði án greiðslujöfn- unar. Greiðslujöfnun felur ekki í sér eftirgjöf á skuldum Greiðslujöfnun felur á engan hátt í sér eft- irgjöf á skuldum heldur er um að ræða frestun afborgana að hluta. Til lengri tíma leiðir greiðslujöfnun til aukins kostnaðar í formi vaxta og verðbóta og því ekki sjálfgefið að fólk kjósi eða hafi hag af greiðslu- jöfnun. Lántakendur geta sagt sig frá greiðslujöfnun síðar á lánstím- anum ef aðstæður þeirra breytast til betri vegar. Aðferðin við greiðslujöfnun felst í því að reiknuð verður ný vísitala, svonefnd greiðslujöfnunarvísitala, sem gefin verður út mánaðarlega. Í vísitölunni verða vegin saman launaþróun samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og þróun atvinnu- stigs samkvæmt mælingum Vinnu- málastofnunar. Aukist atvinnuleysi og/eða lækki launavísitalan, lækkar því greiðslubyrði lánanna frá því sem orðið hefði. Reynist afborganir láns sam- kvæmt greiðslujöfnunarvísitölunni lægri en afborganir samkvæmt vísi- tölu neysluverðs, sem er grundvöll- ur verðtryggingar lána, er þeim hluta afborgunar sem nemur mis- muninum frestað. Sá hluti afborgana sem frestast er færður á jöfnunarreikning sem bætist við höfuðstól lánsins. Þegar afborganir af láninu, reiknaðar sam- kvæmt greiðslujöfnunarvísitölunni eru aftur á móti hærri en afborg- anir reiknaðar samkvæmt neyslu- vísitölu, greiðist mismunurinn inn á jöfnunarreikninginn til lækkunar höfuðstól lánsins. Sé skuld á jöfn- unarreikningi við lok upphaflegs lánstíma er lánstíminn lengdur eins og nauðsynlegt er til að lánið verði greitt til fulls með sambærilegri greiðslubyrði og áður. Afnám verðtryggingar ekki raunhæfur kostur Í lok október fól ég hópi sérfræð- inga að skoða hvaða leiðir væru færar til að bregðast við vanda lán- takenda vegna verðtryggingar og eru lög um greiðslujöfnun byggð á tillögum hans. Hópurinn skoðaði meðal annars hvort raunhæft eða æskilegt væri að frysta verðtrygg- ingu lána. Í stuttu máli var nið- urstaða sérfræðinganna sú að við núverandi efnahagsástand sé þetta ekki raunhæft og myndi hafa alvar- legar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. Sérfræðingahópurinn benti meðal annars á að með afnámi eða frystingu verðtryggingarinnar myndi eigið fé fjármálastofnana, sem veitt hafa verðtryggð lán, rýrna um 180 milljarða króna á einu ári, þar með talið Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða. Eigið fé Íbúðalána- sjóðs myndi brenna upp á 2-3 mán- uðum og biði hans því gjaldþrot ef ekki kæmi til fjárframlag frá rík- issjóði til að bæta skaðann. Þá myndi útgáfa verðtryggðra lána væntanlega stöðvast og yrði því að fjármagna fasteignakaup með óverðtryggðum lánum. Í núverandi vaxtaumhverfi þýddi það ríflega 20% vexti að lágmarki. Kostnaður- inn yrði því á endanum greiddur af skattgreiðendum, lífeyrisþegum eða framtíðarlántakendum í formi hærri vaxta í stað þeirra sem eiga húsin sem lánað var til. Frysting verðtryggingar myndi auk þess lækka greiðslubyrði lán- takenda aðeins um 8-10% á erf- iðleikatímunum sem framundan eru. Hagfræðingarnir Gauti B. Egg- ertsson og Jón Steinsson skrifuðu grein í Morgunblaðið nýlega og lýstu áhrifum frystingar verðtrygg- ingar á einfaldan en skýran máta. Þeir benda á að með þessu móti væri stórum hluta af fjárhagsaðstoð ríkissjóðs vegna kreppunnar varið til að veita best stadda launafólki landsins afslátt af skuldum sínum í stað þess að beina fjárhagsaðstoð- inni til þeirra sem hafa mesta þörf fyrir hana. Engu að síður tel ég að við eigum að stefna að því eins fljótt og við getum að afnema verðtrygginguna og koma á stöðugara efnahags- umhverfi. Dæmi um áhrif greiðslujöfnunar Setning laga um greiðslujöfnun er hluti af mun víðtækari ráðstöf- unum sem gripið hefur verið til eða eru í undirbúningi til varnar heim- ilunum í yfirstandandi efnahags- þrengingum. Með öðru geta þær skipt miklu máli eins og dæmin sýna. Ef 30 milljóna króna lán, tekið í janúar 2008 á 5% vöxtum til fjöru- tíu ára, er sett í greiðslujöfnun gætu áhrifin orðið þessi: Þann 1. desember nk. gæti af- borgun af láninu orðið 155.200 krónur en hefði án greiðslujöfnunar orðið 171.300 krónur og er mun- urinn um 6%. Um mitt ár 2009 gæti greiðslubyrðin orðið um 25.000 krónum lægri væri lánið ekki greiðslujafnað og er munurinn um 14%. Að meðaltali er reiknað með að lækkunin verði um 17% á næsta ári. Mikilvægt er að þeir sem hyggj- ast nýta sér greiðslujöfnun kynni sér vel hvort þetta úrræði henti að- stæðum þeirra og afli upplýsinga um áhrif þess hjá þeirri lánastofnun sem þeir eiga í viðskiptum við. Greiðslujöfnun fasteignaveðlána Jóhanna Sigurð- ardóttir skrifar um málefni fast- eignalántakenda »Markmið greiðslu- jöfnunar er að koma í veg fyrir misgengi launa og lána og laga þannig greiðslubyrði að greiðslugetu fólks. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.