Morgunblaðið - 20.11.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.11.2008, Qupperneq 30
Jólablað Morgunblaðsins Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. nóvember. Meðal efnis er: • Jólafötin á alla fjölskylduna. • Hátíðarförðun litir og ráðleggingar. • Uppáhalds jólauppskriftirnar. • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. • Smákökur. • Kökuuppskriftir • Eftirréttir. • Jólakonfekt. • Jólauppskriftir frá kokkum. • Vín með jólamatnum. • Laufabrauð. • Gjafapakkningar. • Jólagjafir. • Kertaskreytingar. • Jól í útlöndum. • Jólakort. • Jólabækur og jólatónlist. • Jólaundirbúningur með börnunum. • Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, föstudaginn 21. nóvember. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 FYRIR rösku ári var Ísland tal- ið fyrirmynd- arríki. Eftir sex- tán ára umbætur í anda frjálshyggju var það eitt af tíu ríkustu og frjáls- ustu löndum í heimi. Skipulag fiskveiða var hagkvæmt, ólíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum, og lífeyrissjóðir feikiöflugir. Víð- tækar skattalækkanir höfðu skilað hagvexti og auknum skatttekjum. Um leið voru ríkisfyrirtæki seld fyrir hátt í tvö hundruð milljarða króna svo að ríkið gat greitt upp mestallar skuldir sínar. Hinir nýju einkabankar blómstruðu. Tekjuskipting var til- tölulega jöfn og fátækt mældist ein hin minnsta í Evrópu. Ísland naut eins og önnur Norðurlönd festu í stjórnarfari, lýðræðis og réttarör- yggis. Snögg umskipti urðu fyrstu vikuna í október 2008. Viðskiptabankarnir þrír komust í þrot. Ríkið tók við hinni innlendu starfsemi þeirra, en óvíst er hvað verður um hina erlendu. Krón- an hríðféll og viðskipti við útlönd stöðvuðust að kalla enda varð nær ógerlegt að færa fé til og frá landinu. Hvers vegna skall hin alþjóðlega lánsfjárkreppa svo harkalega á Ís- landi? Eitt svar og ekki fráleitt er að íslensku bankarnir hafi verið of stórir fyrir hagkerfið. Umsvif þeirra námu meira en tífaldri landsframleiðslu, svo að seðlabankinn íslenski hafði ekki bolmagn til að vera þrauta- varalánveitandi þeirra. Eftir á að hyggja hefði fjármálaeftirlitið ís- lenska sennilega átt að sjá til þess að bankarnir minnkuðu verulega við sig. Eflaust hafa einhverjir banka- menn íslenskir farið heldur geyst. En önnur hlið er á málinu. Ísland gerðist 1994 aðili að Evrópska efnahags- svæðinu, sem er sameiginlegur markaður með Evrópusambandinu, Noregi og Liechtenstein. Hug- myndin var sú að innan EES skipti ekki máli hvar fyrirtæki væri valinn staður. Það gæti rekið starfsemi sína hvar sem væri á svæðinu ef það fylgdi réttum reglum. Íslensku bankarnir tóku þetta al- varlega og hófu starfsemi í öðrum Evrópulöndum eftir settum reglum. Þeir voru vel reknir, ágengir og nýttu nýjustu tækni, svo að þeir gátu stundum boðið betri kjör en keppi- nautarnir og ollu þeim sennilega ósjaldan gremju. Þegar hin alþjóðlega láns- fjárkreppa hófst 2007 áttu íslensku bankarnir fyrir skuldum. Þeir höfðu ekki í fórum sínum nein undir- málslán. En þeir sáu fram á greiðslu- vandræði. Þegar Seðlabankinn reyndi að fá lánalínur frá evrópskum seðlabönkum, fékk hann nær alls staðar afsvar. Nú skipti skyndilega máli hvar fyrirtæki væri valinn stað- ur. Þegar ljóst varð á fjármálamörk- uðum að þrautavaralánveitendur á Íslandi væru veikir fyrir hlaut áhlaup á bankana að koma fyrr eða síðar. Þrátt fyrir allt hefðu einn eða tveir íslensku bankanna ef til vill staðið kreppuna af sér ef breski forsætis- ráðherrann, Gordon Brown, hefði ekki 8. október notað lög um hryðju- verkavarnir til að taka í sínar hendur starfsemi Kaupþings og Landsbank- ans í Bretlandi. Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn voru um skeið skráð á lista breska fjármálaráðuneytisins um hryðjuverkasamtök við hlið al- Qaida og talibana. Þessar aðgerðir Breta gerðu vit- anlega illt miklu verra. Bankarnir féllu og viðskipti við útlönd stöðv- uðust. Ekki þarf að koma á óvart að bankar séu tregir til að færa fé til og frá „hryðjuverkasamtökum“. Brown réttlætti hinar harkalegu aðgerðir sínar með því að íslenska ríkið ætlaði ekki að virða skuldbind- ingar við breska innstæðueigendur. Þetta var tilefnislaust. Ráðamenn höfðu hvað eftir annað sagt op- inberlega að allar lagalegar skuld- bindingar við innstæðueigendur á Evrópska efnahagssvæðinu yrðu virtar. Tryggingarsjóður banka- innstæðna, sem er sjálfstæð stofnun og sett upp eftir evrópskum reglum, tryggir innstæður upp að röskum 20 þúsund evrum. Ef sjóðurinn getur ekki staðið við skuldbindingar sínar, hvílir engin lagaskylda samkvæmt EES-samningnum á íslenska ríkinu til að koma honum til aðstoðar. Brown ýjaði líka að því að mikið fé hefði verið fært frá Bretlandi til Ís- lands síðustu starfsdagana bank- anna. Væntanlega leiðir rannsókn málsins í ljós, hvað hæft er í því. En fróðlegt er í því ljósi, að síðustu starfsdaga Lehman Brothers í sept- ember voru átta milljarðar Banda- ríkjadala færðir frá bækistöð þeirra í Bretlandi vestur til Bandaríkjanna. Þó voru hvorki fjármálaráðuneyti né seðlabanki Bandaríkjanna sett á lista breska fjármálaráðuneytisins um hryðjuverkasamtök. Eftir að Brown hafði lagt að velli tvo af þremur íslensku bankanna not- aði hann þá staðreynd að Lundúnir eru alþjóðleg fjármálamiðstöð, og ítök Breta í Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum og Evrópusambandinu til að heimta að Íslendingar gengju miklu lengra en Tryggingarsjóður bankainnstæðna er skuldbundinn til að gera samkvæmt reglum EES. Forsætisráðherrann óttaðist að sjóð- urinn gæti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar og neyddi seint á sunnu- dag íslenska ríkið til að taka á sig allar skuldbindingar sjóðsins til tryggingar innstæðum útlendinga. Þetta kann að leggja tíu milljarða Bandaríkjadala skuldabyrði á þær 310 þúsund sálir, sem byggja Ísland, allt að 100% af landsframleiðslu. Evrópsku seðlabankarnir, sem neituðu að hlaupa undir bagga með hinum íslenska, þegar á reyndi, gerðu sér sennilega ekki grein fyrir að tjónið af því takmarkaðist ekki við Ísland. Því síður skildi Gordon Brown væntanlega að hrun íslensku bankanna skaðaði breska inn- stæðueigendur miklu meira en hitt, að hann hefði haldið ró sinni og leitað lausna í samráði við Íslendinga. Ekki er að furða að Íslendingum finnist evrópskar vinaþjóðir hafa snú- ið við þeim baki. Grein þessi birtist í Wall Street Journal hinn 18. nóvember sl. Ísland skilið eftir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og situr í bankaráði Seðlabankans. MIKIL skelf- ingarumræða hefur einkennt samfélag okkar undanfarið. Menn hafa keppst við að framreikna hugs- anlegar skuldir þjóðarbúsins og lagt sig fram við að deila þeim upp- hæðum niður á hvern íbúa þessarar fámennu þjóðar. Minna hefur farið fyrir greiningum á verðmæta- sköpun á hvern íbúa í þessu landi. Það er nefnilega staðreynd að gríð- arleg verðmæti liggja á bak við hvern íbúa þessarar gjaldþrota þjóðar. Skuldir á hvern íbúa Eins og margir vita er talsvert önglað upp af fiski í kringum landið og þó svo að frekar fámennur flokk- ur manna stundi veiðar þá er magn sjávarafla á íbúa hvergi meira í heiminum. Til að setja þetta ánægjulega heimsmet í samhengi má benda á að ef hver og einn íbúi myndi veiða sjálfur sinn hluta þá þyrfti hvert mannsbarn, þ.m.t. ung- börn og gamalmenni, að dorga upp 15 kílóum af verðmætum sjávarafla á hverjum einasta degi. Slík verð- mæti ein og sér myndu duga flestum ríkjum til að halda upp heilli þjóð. Þjóðin á samt sem áður fleiri heims- met í verðmætum. Í orkumálum stöndum við öllum þjóðum framar. Ef við byrjum á raforkuframleiðslu, þá framleiðir engin þjóð fleiri kíló- vattstundir á hvern íbúa en Ísland. Það gefur augaleið að stærsti hluti slíkrar ofurframleiðslu fer í hreina verðmætasköpun. Við lifum á norðlægum slóðum og þurfum hita til að halda þjóðfélag- inu gangandi. Í stað þess að eyða tugum milljarða af gjaldeyri í kaup á mengandi jarðefnaeldsneyti til húshitunar, þá höfum við borið gæfu til að nýta gríðarlegar inn- lendar auðlindir í formi jarðhita. Engin önnur þjóð býr við slík verð- mæti enda hvergi í heiminum meiri jarðvarmanýting til húshitunar. Ég vona að okkar gjaldþrota þjóð átti sig á að þessi mengunarlausi jarð- hiti er að öllum líkindum ódýrasta orka til húshitunar sem fyrirfinnst á þessari jörð. Útflutningur á drykkjarvatni er nú hafinn í nokkr- um mæli frá Íslandi og langflestir sérfræðingar telja að verðmæti ferskvatns sem auðlindar muni vaxa hratt á næstu árum. Það er merk- legt til þess að vita að það er gjald- þrota þjóð í norðri sem býr við mesta aðgang að ferskvatni á íbúa af öllum þjóðum veraldar. Aftur til fortíðar Fyrir utan skuldastöðu á hvern íbúa hafa margir haft áhyggjur af því að Ísland sé að færast aftur í tímann, þ.e. aftur í dimma fornöld. Ef við skoðum aðeins tímann út frá orkumálum þá blasir við önnur stað- reynd. Þjóðir heims eru að jafnaði háðar jarðefnaeldsneyti sem nemur um 80% af frumorkunotkun sinni. Fræðilega gengur það ekki til lengdar þar sem jarðefnaeldsneyti er endanleg auðlind sem örfáar þjóðir eiga. Ennfremur eykur bruni þess jafnt og þétt við magn gróð- urhúsalofttegunda. Ef þjóðir heims ætla að eiga efnahagslega eða vist- hæfa framtíð þá verða þær óhjá- kvæmilega að skipta yfir í endurnýj- anlega orkugjafa fyrr eða síðar. Því má færa rök fyrir því að þau ríki sem háðust eru jarðefnaeldsneyti í frumorkunotkun sinni séu lengst aftur í fortíðinni. Það er alveg hreint magnað að gjaldþrota þjóð í norðri skuli ein- mitt vera sú þjóð sem lengst allra er komin inn í framtíðina, enda með hæsta hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun sinni eða í kringum 80% og fer hratt vax- andi. Til samanburðar má nefna dæmi af ríki úr fornöld, Bretlandi en þar er hlutfall nútímlegra og endurnýjanlegra orkugjafa heil 1,3%. Auðvitað eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða slík þróunarríki við að kom- ast inn í sjálfbæra framtíð í orku- málum. Getur Evrópusambandið hjálpað? Þó að Ísland sé örríki með sama íbúafjölda og bærinn Gelsenkirchen í Þýskalandi þá erum við öllu gildari þegar kemur að orkumálum. Við framleiðum t.d. um tíu sinnum meiri raforku en meðal Evrópuríki. Að auki er öll okkar raforka framleidd á umhverfisvænan hátt, þ.a.s. hún kemur 100% frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Evrópusambandsríkin eru hins vegar ekki í jafngóðum málum en hafa sett gríðarlega metnaðarfull markmið um að hlut- fall endurnýjanlegra orkugjafa verði komið upp í 20% fyrir árið 2020. Ef við tökum dæmi um hversu langt er í land fyrir ýmis ríki, þá má nefna að vinir okkar Hollendingar, með tæplega 17 milljónir íbúa, framleiða aðeins tæplega 9% af sinni raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er athyglisvert til þess að hugsa að ef Ísland gengi í Evrópusambandið fyrir 2020 þá yrði sameiginlegt meðatal end- urnýjanlegrar raforkuframleiðslu þessara tveggja vinaþjóða vel yfir 20 prósentum. Getur verið að Ísland geti hjálpað Evrópusambandinu? Staðreyndir um gjaldþrota þjóð Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.