Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 34

Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Antík Nýtt í Maddömunum Ýmsir nýir spennandi hlutir í búðinni, t.d. harmonikka, herhjálmur, postulín o.fl. Opið til kl. 22 þann 20. nóv. Lokum eftir jól, svo nú er lag! maddomurnar.com Barnavörur Litla kistan, www.litlakistan.is Erum með barnafatnað og fleira, mest úr náttúrulegum efnum. 20% afsláttur af organic og fair trade í nóvember. Litla kistan, Laugavegi 54 og á netinu www.litlakistan.is Heilsa Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Húsgögn Vantar háa og mjóa kommóðu eða hillu ca. 110 til 120 á hæð, 40 til 50 á breidd. Skoða allt. Upplýsingar í síma 694 2326. Húsnæði í boði Íbúð til leigu í einbýlishúsi í Garðabæ með sérinngangi. Laus strax. Vantar hjálp við 8 ára strák og getur það gengið upp í leiguna að hluta. Eingöngu reyklausir og reglu- samir koma til greina. Áhugasamir hafið samband við Maríu 897- 7922 eða aria@islandia.is Íbúð til leigu í 105 Rvk. Til leigu rúmgóð og björt 94 fm, þriggja herb. íbúð á jarðhæð. Verð 100 þús. + hiti og rafm. Laus strax. Uppl. fást í síma 899 1729. Íbúð til leigu Falleg, björt og mikið endurnýjuð, 3ja herbergja, 68,4 fm íbúð í Vesturbæ Kópavogs. Hússjóður innifalinn. Verð 110.000. Laus 1. jan. Uppl. í síma 822 0977. Kaupmannahöfn - Tengsl í Danmörku Valberg býður upp á tímabundið húsnæði fyrir Íslendinga sem hyggja á dvöl/starf í Danmörku og ráðgjöf til þeirra sem huga að búferlaflutningi. www.danmork.dk Falleg íbúð í fjölskylduvænu um- hverfi, hverfi 113. 4ra herbergja, 100 fm. Verð 135.000 pr. mán. Leigist frá 1. des. Langtímaleiga möguleg. Upplýsingar í síma 825 6104 eða net- fang: martahelga@gmail.com Sumarhús Sumarhús til leigu í Brekkuskógi Stórglæsilegt sumarhús til leigu í Brekkuskógi. Heitur pottur og allt fyrsta flokks. Kynnið ykkur málið á www.brekkuskogur.com Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Málverk Olíumálverk eftir ljósmyndum Portret málverk eftir ljósmyndum, einnig dýra- og landslagsmálverk. Ótrúlega vel gerð málverk! Skoðið betur á www.portret.is Námskeið Námskeið að verðmæti 50 þús. gefins í dag Kíktu á www.netvidskipti.is til að fá kennslu að verðmæti 50 þús. gefins! Þetta er okkar framlag til íslensku þjóðarinnar. Njóttu vel! Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Til sölu Sniðugar kventöskur - margir litir Ein taska með mörgum hliðum í um 20 litum. Skipt um hlið á 3 sekúnd- um. Frábærar viðtökur á þessum óvenjulegu og þægilegu töskum. Sjá nánar á www.taska.is. Sími: 847 2191. Matador vetrarhjólbarðar tilboð 20% afsláttur af Matador hjólbörðum þessa viku gegn framvísun auglýsingar. Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði, Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Evrur til sölu í magni, afhendast í seðlum hérlendis. Uppl. í síma 697-8827, evrurtilsolu@hushmail.com Þjónusta Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Suðurveri - Stigahlíð 45, sími 553 4852. Ýmislegt Húsviðhald Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Uppl. í s. 899 9825. Nýjar skolplagnir! Endurnýjum lagnir með nýrri tækni! Enginn uppgröftur, lágmarks truflanir, auknir rennslis eiginleikar. Fullkomin röramyndavél. Ástandskoðum lagnakerfi. Allar pípulagnir ehf. Uppl. í síma 564-2100. SMÁRAKLÚBBURINN Smáraklúbburinn er skemmtilegur tómstundaklúbbur fyrir krakka á aldrinum 8-10 ára. Við gerum alltaf eitthvað skemmtilegt! Hafðu samband í síma 615 0025. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Ertu að leita þér að vinnu? atvinna ✝ Stefanía Ingi-björg Guð- mundsdóttir fædd- ist á Norðfirði 8. okt. 1917. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði, 13. nóv- ember sl. Foreldrar henn- ar voru Þórunn Kristjánsdóttir, f. 12.8. 1890, d. 22.11. 1966, og Guð- mundur Eiríksson, f. 17.6. 1874, d. 27.4. 1935. Stefanía átti 8 systkini sem öll eru látin. Þriggja vikna gömul var hún hans er Þórey Svanfríður, maki hennar er Guðmundur Hrafn Grétarsson og á hún 4 börn. 2.) Elín Sigríður, f. 25.6. 1946, maki Jónas Gestsson og eiga þau 3 börn, þau eru: Jónas Gestur, f. 1970, maki Steinunn Ingibjörns- dóttir og eiga þau fjórar dætur, Berglind Stefanía, f. 1973, á hún tvö börn, og Úlfar Andri, f. 1985. Áður átti Jónas soninn Kristján Eggert, f. 1960, maki Valgerður Vilmundardóttir og eiga þau þrjú börn. 3.) Guðjón Magnús, f. 19.7. 1956, og á hann 4 syni, þeir eru Ólafur Ingi, f. 1978, Davíð Eirík- ur, f. 1986, Atli Freyr, f. 1988, og Gunnar Helgi, f. 1998. Mestan hluta starfsævinnar helgaði Stefanía fjölskyldunni og heimilinu á Tunguvegi 5, Hafn- arfirði. Stefanía verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13. sett í fóstur til frænku sinnar Guð- laugar Bjarnadóttur og Guðmundar Sig- hvatssonar á Norð- firði, sem bæði eru látin, en þar ólst hún upp ásamt fjór- um fóstursystkinum sínum. Stefanía giftist 6.5. 1939 Ólafi Guð- jónssyni bifvéla- virkja, f. 11.6. 1911, d. 22.10. 1987. Þau áttu þrjú börn: 1.) Þórir Guðmundur, f. 22.6. 1939, d. 9.6. 1996, dóttir Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar sem nú fær hvíld eftir erfið veikindi. Við minnumst heimsókn- anna að Tunguvegi 5 þar sem alltaf var svo vel tekið á móti okkur og þeirra ógleymanlegu stunda er við áttum þar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, með söknuði og trega kveðjum við þig og þökkum þér fyrir allar samverustundirnar. Minning þín mun lifa með okkur. Hvíl í friði. Jónas Gestur, Berglind Stefanía og Úlfar Andri. Nokkur fátækleg kveðjuorð lang- ar mig að festa á blað vegna andláts minnar kæru mágkonu og vinkonu Stefaníu Guðmundsdóttur sem and- aðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi hinn 13. þessa mánaðar. Lífssögu hennar ætla ég þó ekki að rekja, það munu aðrir gera . Eftir því sem við lifum lengur verða þeir fleiri af samferðafólki og vinum sem við þurfum að fylgja til grafar. Stefanía, systkini hennar og fjöl- skylda tóku mér frábærlega vel er ég kom í hópinn sem eiginkona Guðna, bróður þeirra. Þau urðu öll vinir mínir. Stefanía var mér eins og besta systir. Ég fékk að baka fyrir brúð- kaup okkar Guðna í eldhúsinu henn- ar og Ólafs Guðjónssonar, manns hennar, á Tunguvegi 5. Engan skugga bar á okkar samskipti öll ár- in sem við vorum samferða. Stebba var fríð kona eins og systur hennar allar. Heimili hennar var skreytt með fallegri handavinnu og enn var hún með handavinnu er hún flutti á Hjúkrunarheimilið Sólvang. Börnin hennar og fjölskylda voru augasteinarnir hennar. Síðast komu þau saman á níræðisafmæli hennar fyrir rúmu ári. Veit ég að það var henni mikil gleði, þrátt fyrir að hún væri þá farin að heilsu. Mann sinn Ólaf missti hún fyrir all- mörgum árum og son sinn Þóri, sem varð bráðkvaddur á besta aldri. Það varð henni mikið áfall. „Sorgin gleymir engum,“ segir einhvers stað- ar. Stefanía gekk í gegnum margs konar sjúkdómsþrautir þegar hún var á miðjum aldri og oft héldum við að hún yrði fyrst til að kveðja okkur en hún lifði öll systkini sín. Hún átti einlæga trú á frelsara sinn og þótt hugsunin væri ekki leng- ur skýr og heilabilun hrjáði hana, veit ég að Drottinn stendur alltaf við sína samninga. Ég vil endilega þakka öllu því elskulega fólki sem annaðist hana. Ég varð svo oft vitni að því er ég heimsótti hana hve hún fékk yndis- lega umönnun. Guð blessi allt það fólk. Hvernig sem líkamlegt og and- legt ástand okkar er munum við alltaf finna og meta þann kærleika sem við verðum aðnjótandi. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Ég þakka Stebbu, mágkonu minni, fyrir vináttuna og samfylgdina. Ég og fjölskylda mín blessum minningu hennar. Við sendum Ellu, Guðjóni, Þóreyju og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Jóhanna Karlsdóttir. Stefanía Ingibjörg Guðmundsdóttir Keppnin um Súgfirðingaskálina hafin Keppni um Súgfirðingaskálina, tví- menningsmót Súgfirðingafélagsins, hófst á mánudagskvöldinu með þátt- töku 12 para. Þetta er í áttunda sinn- sem mótið er haldið. Úrslit úr 1. lotu urðu eftirfarandi en meðalskor er 88 stig. Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 108 Valdimar Ólafsson - Karl Bjarnas. 99 Arngrímur Þorgrss. - Sigurp. Ingibergss. 98 Jón Óskar Karlss. - Karl Ómar Jónss. 95 Einar Ólafss. - Þorsteinn Þorsteinss. 95 Gróa og Guðrún drógu spaðaásinn sem rásnúmer í upphafi móts og héldu sínu striki allt kvöldið. Spilaðar verða fimm lotur og telja fjögur beztu skorin. Sveit Þorsteins Laufdal vann sveitakeppnina í Gullsmára Sveit Þorsteins Laufdal vann sveitakeppni félagsins. Ásamt honum spiluðu í sveitinni: Jón Stefánsson, Páll Ólason og Elís Kristjánsson. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit Þorsteins Laufdal 182 Sveit Jóns Jóhannssonar 166 Sveit Eysteins Einarssonar 144 Sveit Birgis Ísleifssonar 144 Að sveitakeppninni lokinni var spil- aður stuttur tvímenningur með þátt- töku 20 para. Úrslit í N/S: Einar Markússon – Steindór Árnason 76 Jens Karlsson – Örn Einarsson 71 A/V Tómas Sigurðss. – Sigtryggur Ellertss. 73 Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 72 Á fimmtudaginn kemur verður svo tvímenningur aftur á dagskrá. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.