Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 39

Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 39
Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is APAKÓNGUR á silkiveginum, sýn- isbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum er komin út hjá JPV útgáfu. Hjörleifur Sveinbjörnsson valdi efnið og þýddi úr kínversku og skrifar einnig inngang og almenn að- faraorð að hverju verki. Kvittað fyrir Kínadvöl „Þessi bók hefur verið lengi á leið- inni,“ segir Hjörleifur. „Ég var í námi í Kína frá 1976 til 1981, miklum umbreytingarárum í sögu og póli- tísku lífi þjóðarinnar. Menn voru að gera upp við arf Maótímabilsins og menningarbyltingarinnar sem lauk formlega 1976, sama ár og ég fór út, og voru að reyna að finna eitthvað skárra. Eftir þessi fimm ár í Kína hefur það alltaf blundað í mér að kvitta fyrir dvölina á einhvern hátt og gera mitt til að stytta bilið milli þjóðanna. Þessi sýnisbók kínverskra bókmennta er tilraun til þess. Ég tók þær bækur sem ég þekki skemmtilegastar og bjó til sýnisbók úr öllu saman. Þetta eru sögur frá ýmsum tímum, meginhlutinn, frá 1300 til 1800, en ég tylli tánum að- eins niður í 20. öldina. Þessar bók- menntir hafa notið mikilla vinsælda í Kína og verið í endalausri úrvinnslu í alls kyns formum, í Pekingóper- unni, teiknimyndum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum.“ Ófínar bókmenntir Uppistaðan í bókinni eru fimm stórar sögur auk nokkurra smá- sagna og draugasagna frá ýmsum tímum. „Þetta eru afþreyingarbók- menntir síns tíma, ófínar bók- menntir sprottnar upp úr munn- legum frásögnum,“ segir Hjörleifur. „Sögumenn komu á mannamót eða í tehús og sögðu sögur og enduðu gjarnan með því að segja áheyr- endum að ef þeir vildu fá meira að heyra yrðu þeir að koma aftur næsta dag. Þessi hvatning gekk aftur í þeim skáldsögum sem spruttu upp úr þessum munnlegu frásögnum, þannig að hver skáldsagnarkafli endar á því að lesandinn er hvattur til að lesa næsta kafla. Ég vona að þessi bók fái sæmilegar viðtökur hérna vegna þess að þetta eru skemmtilegar og læsilegar sögur, ekki framandi frekar en almenni- legar sögur eru yfirleitt. Umhverfið getur reyndar verið nokkuð framandi en persónurnar eru fólk í alls kyns bjástri og það er skemmtilega frá því sagt. Menn þurfa því hreint ekki að setja sig í virðulegar stellingar til að geta notið þessara sagna.“ Fólk í alls kyns bjástri Morgunblaðið/Valdís Thor Þýðandinn „Þetta eru afþreyingarbókmenntir síns tíma,“ segir Hjörleifur. ELSTA verkið í sýnisbókinni er Þríríkjasaga frá 14. öld, hetju- saga um valdabaráttu. Fenjasaga frá svipuðum tíma er útlaga- og fóstbræðrasaga og er hluti hennar í myndasögu- formi. Vesturferðin er frá 16. öld og fjallar um svaðilför búdda- munks og fylgisveina hans. Í Hinni lærðu stétt er skop- ast að fáfróðum embætt- ismönnum og í Drauminum um rauða herbergið er sagt frá ástarflækjum og heitum tilfinn- ingum. Yngsta verkið er Luotuo Xi- angzi, skáldsaga frá fjórða tug síðustu aldar um einyrkja sem hleypur með kerru – rickshaw – um götur Peking og vill vera sjálfstæður og engum háður. Sögur í sýnisbók Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LEIÐTOGAFUNDUR Reagans og Gorbatsjovs í Höfða haustið 1986 er efniviður kvikmyndar sem nú er í undirbúningi. Líklegt er að leik- stjóri myndarinnar verði einn kunnasti leikstjóri samtímans, Bretinn Sir Ridley Scott, höfundur myndanna Blade Runner, Thelma & Louise, Alien og American Gang- ster. Myndir Ridleys Scott hafa hlotið 31 Óskarsverðlaunatilnefn- ingu og 9 Óskarsverðlaun. Hér á landi eru staddir Stewart Mack- innon framleiðandi og Kevin Hood handritshöfundur. „Það verða þrjú fyrirtæki, sem standa að myndinni, fyrirtæki okk- ar, Headline Pictures, Ridley Scott og fyrirtæki hans Scott Free Pro- ductions og loks Sennett Produc- tions. Þetta verður stór mynd um leiðtogafundinn og endalok kalda stríðsins,“ segir Kevin Hood. „Bróðurpartur myndarinnar gerist í og við Höfða, en svo verða Sov- étríkin fyrrverandi og Wash- ingtonborg einnig hluti af sögusvið- inu. Það verður áhersla á fundinn og undirbúning hans, og það sem gerðist utan fundarherbergisins. Þó verða þetta ekki 100 mínútur af af- vopnunarviðræðum – það verða kannski tvær mínútur af þeim og 98 mínútur af skemmtilegheitum,“ segir Hood. Túlkurinn kom þeim á sporið Stewart Mackinnon segir að þeir Hood hafi fengið hugmyndina að myndinni fyrir tveimur árum. „Við fundum stórkostlega bók, sem hafði verið gefin út í aðeins nokkur hundruð eintökum. Bókin var eftir Pavel Palachenko, túlk Gorbatj- sovs, og það sem upp úr stóð var kaflinn um leiðtogafundinn í Höfða. Við sáum strax að þarna væri stór- kostlegt tækifæri til að miðla heim- inum sýn á þennan merka viðburð, sem var vendipunktur í sögu 20. aldar. Hann var upphafið að enda- lokum Sovétríkjanna og kalda stríðsins.“ Mackinnon og Hood hófu strax frekari rannsóknir og upplýs- ingaöflun; heimsóttu Pavel Palac- henko og samstarfsmenn Reagans á fundinum auk þess sem þeir lásu það sem þeir komust yfir um fund- inn. „Það var svo fyrir algjöra til- viljun að samstarfsmaður okkar rakst á umfjöllun á netinu þar sem vitnað var í viðtal við Ridley Scott. Þar sagðist hann vera mjög spennt- ur yfir verkefni sem hann hygðist takast á hendur – að gera mynd um leiðtogafundinn. Enn meiri tilviljun var að við höfðum þá þegar verið í viðræðum við fyrirtæki hans um samstarf, en á þeim tíma vissum hvorki við, né hann, um sameig- inlegan áhuga á leiðtogafundinum. Við áttum fund með David Zucker, yfirmanni sjónvarpsdeildar Scott Free Productions, viku síðar, þar sem á dagskrá var að ræða þetta fyrirhugaða samstarf. Í lok fund- arins sagði ég: „David, við höfum heyrt að þið séuð að gera mynd um leiðtogafundinn í Reykjavík.“ Hann svaraði að bragði: „Það eruð þó ekki þið sem eruð þessir „hinir“ sem eru að vinna að sama verk- efni?“ Þegar þetta var komið upp varð eftirleikurinn auðveldur. Á fundinum voru líka Ken Adelman og Jere Sullivan og þeir höfðu sam- band við Sennett Productions. Mark Sennett vildi að við fengjum Scott sjálfan í liðið, og það gekk eftir. Þá lá beint við að efna til sam- starfs,“segir Mackinnon. Eiga völ á bestu leikurunum „Handritið verður tilbúið í vor og þá förum við í fjármögnun og að velja leikara. Ridley Scott verður einn framleiðendanna og við von- umst til að hann taki leikstjórnina að sér líka. Það þýðir að við munum eiga völ á bestu leikurum heims í aðalhlutverkin, og fjármögnunin verður ekki vandamál. Ef allt geng- ur að óskum geta tökur hafist á næsta ári, og myndin verður tilbúin árið 2010.“ Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að myndin kosti 20 milljónir Banda- ríkjadala, eða um 2,8 milljarða ís- lenskra króna. Ekki er enn ákveðið hvort eða að hve miklu leyti mynd- in verður tekin í Reykjavík. „Á leiðtogafundinum í Höfða komu saman tveir menn með mjög ólík viðhorf. Og í þessu litla her- bergi, þar sem þeir sátu, tókst þeim að snúa heiminum við. Það sýnir okkur að friður er mögulegur, og ég vil að það verði þau skilaboð sem myndin miðlar,“ segir Mackinnon og Hood bætir við: „Og þetta gerð- ist ekki í glæsihöllunum í Genf, sem þekktar eru fyrir samskonar fundi, heldur í litlu húsi í Reykjavík.“ Friður er mögulegur Morgunblaðið/Golli Við Höfða Kevin Hood, Stewart Mackinnon, Jere Sullivan og Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður kvikmyndargerðarmannanna.  Undirbúningur hafinn að myndinni um leiðtogafundinn ’86  Framleiðendur vonast til að Ridley Scott verði leikstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.