Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 5

Skinfaxi - 01.06.1925, Page 5
SKINFAXI 53 um. Mætti verja fé úr almennum félagssjqði til þess að styrkja fulllrúa úr fjarlægum héröðum til ferða og gera öllum dvölina sem kostnaðarminsta. m. Stefnuskrá ungmennafélaganna hingað til virðist að sumu leyti hafa verið of almenn. í s 1 a n d i a 11 má teygja á ýmsa vega og allir þykjast fylgja því boði. Á hinn bóginn virðist hafa mistekist að liða hana sund- ur i einstök verkefni. íþróttirnar eru ágætar og sjálf- sagðar. Skóggræðslan of erfitt og kostnaðarsamt verk- efni. Bindindið óþarft, þar sem hindindisfélög eru á hverju strái, og hefir víða verið svo illa haldið, að félagsskapnum hefir verið til vansa og hnekkis. Snm atriði (t. d. að skipa öllum félögum að þúast) hégóm- inn einber. Alt það besta í stefnu félaganna má segja í tveim orðum: 1 s 1 e n s k s v e i t a m e n n i n g. )?að verk- efni er bæði nógu alment og auðvelt að liða það sundur i atriði, sem hendur verða festar á. Og það er ómetan- legt að lýsa markinu i sem fæstum orðum, sem geta brent sig inn í hug hvers félaga og vakið ]?ar ákveðna hugmynd. Meginskoðun sú, sem i þessu kjörorði er fólgin, er á þá leið, að í íslensku sveitalíl'i sé best vaxtarskilyrði fyrir þjóðmenningu og einstakling, og heilbrigði lcyns vors sé undir eflingu sveitanna komin. En í því er ekki fólgin nein tilraun til þess að hlása að úlfúð milli sveita og bæja. Fyrir bæina væri miklu betra að fá íærra fólk úr sveitinni og belur ment. Og jafnframt þvi, sem félagsskapurinn vill gera sveitirnar hyggilegri og hygðari, vill hann efla íslenska menningu i bæjun- um, og láta líka þar þrifast alt, sem einkennir þjóðlíf vort á betra veg. Sama liættan vofir núyfirflestumNorðurálfuþjóðum: fólkið streymir úr sveitunum i borgirnar, úrkynjast

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.