Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1925, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.06.1925, Qupperneq 10
58 SKINFAXI hin, sem leiða til lífsins. ]?að er hlutverk vor allra að þroska hin andlegu verðmæti, sem með þjóðinni búa og leysa þau með öllum hætti úr læðingi, sem bundin eru, en verða mættu til að flytja og mynda andlega strauma og dreifa logni og kyrstöðu, þvi að kyrstaða er afturför en afturförin leiðir til dauðans. þetta má gera á margvíslegan hátt, með ritum, ræðum og verk- legum athöfnum. En fátt styrkir betur samúð og sam- vinnu en samkomur og samfundir. Margskonar mót og samkomur, sem taka til héraða eða félaga á lillu eða stóru svæði, miða að því að styrkja samfélagskendina. Og mönnum er það ljóst, að mót þessi hvetja til starfs og örfa blóðrás þjóðlífsins á því svæði, er iþau ná til. pvi eru héraðshátíðir víða um land orðinn svo nauðsyn- legur liður í félagslífi hjeraðsins, að söknuður og tjón hlytist af, ef þær væru feldar niður. Fyrir íþróttafélög og ungmennafélög eru héraðsmót þeirra vissulega lífs- nauðsyn. pegar þessar samkomur og mót eru svona mikils virði, livers virði mundi það iþá, ef þjóðin í heild stofnaði til móts á líkan hátt, sem sé þjóðhátíðar. pjóðhátíð verður að tengja við einhvern atl)urð eða einhverja athöfn i lífi þjóðarinnar, sem cngum getur blandast bugur um að sé minningar verð. Hugmyndin þjóðhátíð felur í sér svo mikið, að það orð má að eins nota um þá hátíð, sem haldin er í minningu einhvers, sem þjóðin öll lýtur í lotningu, af skilningi eða tilfinn- ingu fyrir mikilvægi þess. Og það verður að hafa var- anlegt minningargildi. pað eitt, sem uppfyllir þessi skil- yrði til hlítar og er séreign vor, er Alþingi hið f o r n a. Eg veit að þér, góðir ungmennafélagar, játið þessu. Er nú ekki liklegt, að hátíð, haldin í minningu Alþingis hins forna muni gela orðið aflgjafi þjóðlífi voru? pér ihugið þetta og munuð cinnig játa þessu. Er ekki hægt að leiða sennilegar líkur að þvi, að það mætti koma á fót þjóðsamkomu á pingvelli, sem hefði á marga lund skyldleika við hið fornfræga þing? par

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.